Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 24
24 Q ; MORPUNBLAÐIÐ , MIIMMINGAR ST3NNUDAGUR 2. JÚLÍ.1989 t Elsku litla dóttir okkar, ANNA ELÍSABET, lést 30. júní í Landspítalanum. Elísabet Halldórsdóttir Hjaltested, Ólafur Hjalti Erlingsson. t Jarðarför bróður míns, FINNBOGA HERMANNS SIGURÐAR SIGURÐSSONAR frá Sæbóli í Aðalvík, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 3. júlí kl. 13.30. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. t Útför móður minnar, SOFFÍU E. INGÓLFSDÓTTUR, Hringbraut 65, Reykjavík, fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 4. júlí nk. kl. 13.30. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Sigvaldi Friðgeirsson. t Systir mín og frænka, FANNEY GUÐMUNDSDÓTTIR CAMPHAUSEN, Dvalarheimili aldraðra, Seljahlíð, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 4. júlí kl. 10.30. Þorgeir G. Guðmundsson, Nina S. Hannesdóttir, Guðmundur Hannesson, Thor B. Eggertsson. t Elskuleg móðir okkar og dóttir, ANNA SIGURBJÖRG LEÓPOLDSDÓTTIR, Tunguseli 8, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. júlí. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á minningarsjóð Landakotsspítala. Maria Sif Gunnarsdóttir, Unnar Þór Gunnarsson, Þórhallur Björnsson, Maria Magnúsdóttir, Leópold Jóhannesson. t Eiginmaður minn og faðir okkar, ÁRNI SIGURJÓN INGVARSSON, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, verður jarðsettur frá Akraneskirkju mánudaginn 3. júlí kl. 11.00. Þeir sem vilja minnast hans vinsamlegast láti Dvalarheimilið Höfða njóta þess. Anna Guðmonsdóttir og börn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs sonar okkar og bróður, RUNÓLFS SVEINS SVERRISSONAR, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til nemenda, kennara og starfsfólks Fjölbrautar- skóla Breiðholts. Einnig til félaga í Bifhjólasamtökum lýðveldisins. Björg Sveinsdóttir, Sverrir Runólfsson, Brynja Katrin Sverrisdóttir, Ragnheiður Elva Sverrisdóttir, Borghildur Björk Sverrisdóttir. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, INGJALDS JÓNSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Ingjaldsdóttir, Margrét Ingjaldsdóttir, Þuriður Ingjaldsdóttir, Jón Ingjaldsson, Ólafur Viðar Ingjaldsson, Guðmann H. Ingjaidsson, og barnabörn. Valdimar Auðunsson, Hrafnhildur Magnúsdóttir, Ragnhildur ísleifsdóttir, Eygló Þóra Guðmundsdóttir Kristín H. Þórhalls- dóttir — Minning Fædd 17. janúar 1931 - Dáin 26. júní 1989 Nú hefur hún Kristín Hallfríður Þórhallsdóttir, Stína mágkona mín lokið síðasta stríðinu sínu hér á jörð, ef hægt er að kalla erfið veikindi stríð þá háði hún svo sannarlega mörg slík og var búin að sigra í margri orustunni áður en yfir lauk. Oft var hún búin að koma okkur sem með henni fylgdumst á óvart, hversu fljótt hún reis upp úr hverri aðgerðinni eftir aðra og náði fyrri reisn, svo að sá sem ekki vissi hvað hún hafði gengið í gegnum hefði vart trúað hvað á undan var geng- ið. Ekki náðu þessi þungu veikindi að buga áhuga hennar á lífinu og því sem var að gerast í kringum hana, og hugsunin um að geta ver- ið sem lengst bömum og barnabörn- um stoð dreif hana áfram. Lífshlaup hennar var svo sannar- lega ekki auðvelt eða verndað. Hún missir móður sína þegar hún er á ellefta ári og þarf þá að vera föður sínum stoð við heimilishald og þátt- takandi í uppeldi þriggja yngri bræðra en hún átti ejnn eldri bróð- ur. Sem eina systirin hefur hún ör- ugglega þurft að axla mikla ábyrgð enda er þetta fyrir tíma jafnréttis- ára. Þessar aðstæður hafa eflaust mótað" skaphöfn hennar, því ávallt bar hún hag bræðra sinna fyrir bijósti og kunna þeir henni bestu þakkir fyrir, og erum við mág- konurnar ekki óvanar að heyra þá vitna í Stínu systur þegar æskuárin eru rædd. 1947 missir Stína föður sinn og varð það henni þungt áfall að horfa á heimilið leyst upp og systkinunum komið fyrir. Þetta er raun sem hefði orðið mörgum unglingi ofraun og held ég að hún hafi aldrei komist yfir þetta. Eftir föðurmissinn fær hún skjól hjá föðurömmu sinni Dómhildi Jóhannsdóttur á Blöndu- ósi, og talaði hún oft um að þaðan hefði hún reynt að fylgjast með afdrifum bræðra sinna. Ung kemur hún til Reykjavíkur og fer að vinna fyrir sér enda ekki LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 681960 Legstéinar HARGAR GERÐIR Mmorex/Gmít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf _______um gerð og val legsteina._ 8 t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐLAUGS STEFÁNSSONAR. Sólveig Guðlaugsdóttir, Árni Filippusson, Hilmar Leósson, Sigríður Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SK&1MUVEGI 48-SÍMl 76677 f Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för móður okkar, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR ELÍASDÓTTUR, Heimalandi, Grindavik. Elías Guðmundsson, Eva Oddgeirsdóttir, Guðjón Guðmundsson, 1 Sveinfríður Ragnarsdóttir og barnabörn. óvön vinnu. Hún eignast soninn Bjarna Þór og er ein með hann fyrst um sinn, þangað til hún kynn- ist eftirlifandi manni sínum Rögn- valdi Sigurðssyni sem tók að sér soninn og reyndist honum alla tíð sem besti faðir, enda sýnir Bjarni það í verki að hann kunni að meta umhyggjuna sem Rögnvaldur veitti honum í æsku og uppvexti, þeirra samband er einstaklega gott. Þau eignast svo dótturina Sigríði Guðnýju, og eru barnabörnin orðin þrjú, falleg og yndisleg börn sem voru augasteinar ömmu sinnar og voru það markmið sem hún hafði til að ná heilsu. Rögnvaldur og Stína bjuggu fyrstu hjúskaparárin með móður hans Guðnýju í Skipasundi 34 og var alveg einstakt hvað samband Guðnýjar og Stínu var gott alla tíð og er missir Guðnýjar því mikill, þær styrktu hvor aðra mikið. Ég undirrituð er gift yngsta bróð- ur Stínu og byijuðum við okkar búskap í nágrenni við hana. Mörg voru þau ráð sem ég sem ung sjó- mannskona þáði frá bæði Guðnýju og Stínu, ef eitthvað bjátaði á gat ég alltaf komið yfir götuna, en þar var leyst úr málunum með glöðu geði. Þessar aðstæður gerðu það að verkum að í mínum huga var Stína oft í hlutverki tengdamóður- innar sem ég hafði ekki átt. Þegar ég lít til baka á lífsferil Stínu hefur hlutskipti hennar orðið allsérstakt, því það má segja að frá tíu ára aldri hafi líf hennar snúist um umhyggju fyrir öðrum og hefur þá eigin velferð örugglega oft orðið að víkja. Um það leyti sem bræður hennar eru að hefja búskap eignast hún soninn Bjarna Þór og þarf að sjá sér og honum farborða af eigin rammleik. Síðar ver hún stórum hiuta ævi sinnar að annast annarra manna börn, og síðast en ekki síst annaðist hún barnabörnin til að auðvelda börnum sínum að stunda vinnu og var það henni ómetanlega mikils virði. Þeir eru því ófáir sem eiga henni mikið að þakka og eitt er víst að þetri umhugsun gátu börn ekki fengið því allt sem hún tók að sér var gert af mikili sam- viskusemi og myndarbrag. Hún hafði alltaf mikinn áhuga á fjöl- skyldunni og gladdist yfir bræðra- börnunum eins og þau væru hennar eigin, og í sjúkrahúslegunum spurði hún alltaf frétta af þeim, og var það kannski dæmigert fyrir hana. Stína var stórbrotin kona í lund og kom manni oft á óvart t.d. hvern- ig hún virtist styrkjast við hveija raun og var hvað sterkust þegar erfiðast var. Hún gekk sátt á vit örlaga sinna og andaðist með frið og ró í sinni. Fyrir hönd ijölskyldunnar þakka ég henni allt sem hún var okkur og vottum við Valda, börnunum, tengdabömum og litlu barnabörn- unum samúð okkar. Þau eiga minn- inguna um svipmikla góða konu sem átti þá ósk heitasta að hennar nánustu vegnaði vel. Það er huggun harmi gegn að hún hélt reisn til hinstu stundar, þannig hefði hún viljað hafa hlutina. Hvíli Stína mín í friði. Kristjana Sigurðardóttir Jarðaförin fer fram fráÁskirkju á morgun, mánudag, 3. júní kl. 15. Blómastofa Friófinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sfmi 31099 Opið öllkvöid til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.