Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 14
Í4-C esei iiúi .s aooAauMiros GiQÆiaMypHoj/ MORGUNBbAÐIÐ- -&UNNUDAGUR-2.- JUtí-1989 MARGIT SMDEMO sagnaþulur samtímans bölwmog mm\ eftir Pál Lúðvík Einarsson HVAÐA BÆKUR vill fólk lesa? Svörin eru jafnmörg og mennirn- ir. — En víst er að fjöldi manna og kvenna sneiðir framhjá svo- nefndum „fagurbókmenntum". Les eitthvað af „léttarataginu". „Sjoppubókmenntir" segja sumir. Norsk-sænski rithöfundurinn Margit Sandemo er áberandi í þessari bókmenntagrein. Ritsafn hennar um Isfólkið er selt í pappírskiljum í söluturnum hér á landi. Sjálf segir hún að sagnabálkurinn um ísfólkið sé ævintýri fyrir fullorðna. Rithöfundurinn Margit Sandemo er fædd hinn 23. mars 1924 í Toten í fylkinu Oppland í Nor- egi. Faðir hennar var Anders Underdal, velþekkt skáld í heimahéraði sínu. Móðir Margitar var Elsa Reuterskiöld og þvi, sam- kvæmt norskum heimildum, tengd aðalsættunum Oxenstierna af Kors- holm og Wasa. Þegar Margit var sex ,ára flutti hún með fjölskyldu sinni 'til Svíþjóðar. Margit er gift Norð- manninum Asbjörn Sandemo og undanfama áratugi hafa þau búið í sínu föðurlandi. Margit er þriggja barna móðir og amma sjö barna. Ekki fánýtt RitferiII Margitar hófst ánð 1964 í norskum vikublöðum. „Ég hélt fyrst að ég fengi Nóbelsverðlaunin en svo komst ég niður á jörðina. Mér fellur vel að skrifa afþreyingar- eða alþýðubókmenntir. — En mínar bækur eru ekki — alls ekki — „tri- vialliteratur" (fánýti). Einmitt, „fánýti“ eða „sjoppubók- rnenntir", hafa ekki sumir gagnrýn- endur notað þessi orð? Orðið „sjoppubókmenntir“ móðg- ar mig ekki. Mínar bækur eru seldar þar sem fólkið kemur. í sjoppum, á bensínstöðvum, bókabúðum, eigin- lega alls staðar. Gagnrýnendur hafa yfírleitt verið mjög vinsamlegir og rithöfundar hafa umgengist mig sem kollega. Það eru helst bókasafnsfræðingar sem hafa hrist hausinn og ekki viljað hafa mínar bækur í hillunum. Hafa borið það fyrir sig að kiljur séu erfið- ar í meðförum. Ég er þeirrar skoðun- ar að fólk geti sjálft valið sér bækur án þess að þeir sem halda sig vita betur, séu að skipta sér af því. Hvaða fólk les helst þínar bækur? Margir lesendur eru konur. Ungl- ingar lesa bækurnar líka mikið, byija svona ellefu ára. Annars les fólk á öllum aldri mínar bækur. Ætt ísfólksins En ísfólkið. Nú er það sagnabálk- ur, bókaröð, fjörutíu og sjö bækur alls. Þú skrifaðir þessa bókaröð eftir sérstakri beiðni Bladkompaniet í Noregi. Hvað báðu útgefendurnir þig um að skrifa, eitthvað notalegt, spennandi? Þeir báðu um ættarsögu. Mér fannst það af og frá. Langaði ekki til að skrifa um fallegar aðalsmeyjar í útreiðartúrum eða við saumaskap á herragörðum. En þegar ég var að ferðast um Smálöndin í Svíþjóð sá ég þar mynd í kirkju. Djöfullinn sjálf- ur að baki ungri konu sem var að strokka smjör. — Og á einu korteri fæddust fyrstu þijár bækurnar. Þetta skyldi verða sagnabálkur um ofsótt fólk sem sumt hvert væri gætt yfirnáttúrulegum hæfileikum. Þetta fólk sest að í norskum fjalla- dal. Ég vildi segja frá því góða og því illa. Bölvun og blessun. Ég hringdi strax í útgefandann og sagði honum að saga ísfólksins yrði yfirnáttúruleg. Hann bað mig lengstra orða að fara varlega í þeim efnum. — Og það gerði ég í fyrstu og annarri bókinni, eftir það má heldur betur segja að raunsæið hafi látið undan. En ég kemst varla hjá því að koma niður á jörðina í síðustu bókinni. Þeirri fertugustu og sjöttu. Bað Bladkompaniet um 47-binda bókaröð? Nei, ég hélt fyrst að það yrðu sex til átta bækur. En reyndin varð önn- ur. Fyrsta bókin kom út 1982 og í haust kemur sú síðasta. Sex til sjö bækur á ári og þar að auki skrifar þú í vikublöðin. Er þetta eiginlega ekki of mikið? Mér líkar ekki illa að skrifa undir álagi, en það er nauðsynlegt að kunna sér hóf. Ég vil ekki halda því fram að Isfólkið sé einhver „hámenn- ing“ en það hefur reynt á kraftana að skrifa þessa bókaröð. Myndast ekki ákveðin „stöðlun eða rútina“ þegar skrifaðar eru svona margar bækur? Ég vona að ég endurtaki ekki »Jd!ío mie, það getur þó hent þegar bækurnar veroa fjörutíu og sjö. Það myndast auðvitað ákveðin rútína en þegar maður skrifar frá sjálfum sér og hefur gaman af því þá held ég að hættan á endurtekningu sé ekki svo mikil. Saga ísfólksins spannar margar aldir og ættartaflan ísíðustu bindun- um nær yfir sautján kynslóðir. Er ekki erfitt að halda utan um allar þessar persónur og atburði? Ættartaflan. í upphafi eignaðist ísfólkið of mörg börn. Það stefndi í offjölgun. Með siðari kynslóðum dró úrfæðingartíðninni. — Nokkurs kon- ar fjölskylduáætlun. Það er náttúrulega erfitt að halda sumum efnisatriðum samræmdum í svona mörgum bindum. Ég held nú að það hafi tekist þokkalega. — Nema þessi hroðalega villa í fyrstu bókinni. Richelieu kardináli fæddist ekki fyrr en árið 1585. Er vitleysan líka í íslensku útgáfunni? Svo hún er þar líka. Æ! Annars kom það í Ijós að það eru til manneskjur sem eru betur að sér í Isfólkinu heldur en ég. Það var spurt úr bókunum í spurningakeppni í norska sjónvarpinu. Og þar svaraði Marit Kjellevold spurningunum rétt en ég sem var dómari varð að viður- kenna misminni á eiginn texta. Þetta gerðist tvisvar. Haltu áfram! Þegar þú sést niður við að semja heilan bókaflokk, leggur þú niður fyrir þér hvernig hann á að verða? Bjóstu til einhvern ramma eða grind utan um allan þennan sagnabálk? Nei, eiginlega ekki. Sagan tekur völdin. Ég nýt þess að segja frá og textinn_ einhvern veginn streymir fram. Ég segi ævintýri fyrir full- orðna. Ef mínar sögur hafa boðskap þá er hann kærleikur og vinátta til manna og dýra. Tilgangur, „plott“ eða „veruleiki“ í Isfólkinu, kemur eiginlega ekki í ljós fyrr en í síðustu bókinni. Þá segi ég frá hvað gerðist. Hvaða raunveruleiki býr að baki sögunum. Ég sjálf vissi ekki hver hann væri fyrr en ég hafði skrifað bókaflokkinn hálfan. Nú? Ég hélt að ég væri að skrifa um baráttu góðs og ills. Baráttuna gegn Þengli hinum illa sem væri fulltrúi illskunnar. — En það kom í Ijós _að það var miklu meira á ferðinni. Ég varð fyrir áhrifum. Þetta var kröftug og erfið reynsla. Ég leitaði til lækn- is og dulsálarfræðings. Með dá- leiðslu var hægt að komast að því hvað var á ferðinni. Ég var slegin en nú varð ég að skrifa. Þau sögðu að ég yrði að halda áfram að segja frá. ' Þau, ísfólkið? Nú hef ég kannski sagt meira en ég ætti? ÍSFÓLK ÁÍSLAMH BÆKUR Margitar Sandemo eru seldar á öllum Norðurlönd- unum. Sjálf telur hún að um 5 milljónir Norðurlandabúa lesi ritverk sín. Hve víðlesnar eru bækur hennar á íslandi? Reynir H. Jóhannsson forstjóri Prenthússins sem gefur út bókaflokkinn um ísfólkið hér á landi, tjáði Morgunblaðinu að hver bók væri gefin út í u.þ.b. átta þús- und eintökum. Það er sennilega ekki óvarlegt að áætla'að af hverri bók séu seld 7.000-7.500 eintök. Nú getur hver og einn leitt líkur af því hve margir lesi hvert eintak. En þess má geta að oft er gert ráð fyrir að fjórir lesi hverja pappírs- kilju. ísfólkið er ekki fáanlegt á öllum almenningsbókasöfnum. Borgar- bókasafn Reykjavíkur er t.d. ekki með þær, að sögn bókasafnsfræð- inga þar á bæ eru ritraðir vasa- brotsbóka eins og ísfólksins að ýmsu leyti erfiðar viðfangs, sérstak- lega með hliðsjón af pöntunarþjón- ustu. Bækur Sandemo eru aftur á móti fáanlegar á Bókasafni Kópa- vogs, starfsmenn safnsins sögðu að bækur Sandemo væru mikið lesnar og útlánstölur bera því vitni. T.d. ætti bókasafnið sex eintök af bókinni Konan á ströndinni (nr. 34 í ísfólkinu), síðustu fimmtán mán- uði hefðu þessi sex eintök verið lánuð 86 sinnum, hvert eintak rúm- lega 14 sinnum. Sjö eintök af bók- inni Myrkraverk (nr. 35 í ísfólkinu) voru lánuð 69 sinnum síðustu fimmtán mánuðina, hvert eintak tæplega 10 sinnum. Til saman- burðar má geta þess að af metsölu- og verðlaunabók Thors Vilhjálms- sonar, Grámosinn glóir, eru til sjö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.