Morgunblaðið - 26.09.1989, Síða 1

Morgunblaðið - 26.09.1989, Síða 1
48 SIÐUR B 218.tbl.77. árg. ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Gorbatsjov setur Armenum og Azerum úrslitakosti til að binda endi á þjóðaátök Moskvu. Reuter. NÝTT Æðsta ráð Sovétríkjanna kom saman öðru sinni í gær og stendur þingið að þessu sinni í tvo mánuði. Talið er að umræður um róttækar efnahagsaðgerðir verði fyrirferðarmestar að þessu sinni. í setningarávarpi hvatti Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkj- anna, til að ráðin yrði bót á efhahagsvandanum og endi bundinn á þjóðernisróstur í lýðveldunum. Gorbatsjov sagði að fátt benti til að lausn væri í sjónmáli í deilum- Azera og Armena sem staðið hafa í 20 mánuði. „Við skulum veita ráðamönnum lýðveldanna tveggja daga frest til að skoða málið, en ef nauðsyn krefur verður að grípa til markvissra aðgerða," sagði Sovétleiðtoginn. Járnbrautastarfs- menn í Azerbajdzhan stöðvuðu vinnu fyrir einum mánuði við járn- brautarlínur sem liggja til Arm- eníu. Um 85% af aðfönguin Arm- ena hafa borist þeim um Azerbajdzhan. tilslakana, sem þingum nokkurra Sovétlýðvelda hafði verið Jofað, hefur verið afturkallaðár. í orði kveðnu hefur lýðveldunum verið heitið auknum sjálfsákvörðunar- rétti en í skjalinu er því lýst yfir að lög sovéska rikjasambandsins séu yfirsterkari lögum lýðveld- anna. í skjalinu eru hugmyndir um stofnun sjálfstæðra kommún- istaflokka i Eistlandi, Litháen og Lettlandi fordæmdar. iteuier Átök milli einstakra þjóða Sovétríkjanna valda Kremlverjum æ meiri áhyggjum og skýrt var frá mannfalli í Kazakhstan í síðustu viku. Azerar hindra stöðugt aðflutninga til Armeníu og ný hreyfing þjóðernissinna í Ukraínu, næsttjölmennasta lýðveldi Sovétríkjanna, krefst aukins sjálfstæðis. Á myndinni sjást; þátttak- endur í tíu þúsund manna mótmælagöngu í Kíev fyrir skömmu og á borðanum stendur: „Lengi lifi sjálf- stætt ríki í Úkraínu." George Bush á Allsherjarþingi SÞ: Sovétstjórnin: Útgjöld til varn- armála lækkuð Við erum vitni að falli alræðishugmyndanna Lagði fram tíu ára áætlun um eyðingu allra eftiavopna í heiminum Sameinuðu þjóðunum, Washington, Reuter. Valentín Pavlov ijármálaráð- herra sagði að stjórnvöld stefndu að því að minnka ijárlagahallann um helming fyrir lok þessa árs og yrði þeim markmiðum náð með þvi að skera niður útgjöld til varn- armála, selja illa rekin ríkisfyrir- tæki og með útgáfu ríkisskulda- bréfa. Þetta er í fyrsta sinn sem kjörn- um þingfulltrúum er gerð grein fyrir ijárlögum ríkisstjórnar lands- ins. Róttækir þingfulltrúar fögn- uðu upplýsingunum en hvöttu jafnframt til enn betra upplýsinga- streymis og að skýrt yrði í smá- atriðum frá fyrirhuguðum útgjöld- um til varnarmála. í áætlun miðstjórnar sovéska kommúnistaflokksins, sem birt var á sunnudag, kemur fram að fjöldi GEORGE Bush Bandaríkjaforseti ávarpaði í gær Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í fyrsta sinn efftir að hann tók við embætti. Hann sagðist fus til að láta eyða strax 80% af efhavopnum Bandaríkjanna ef Sovétmenn féll- ust á að fækka sínum svo mjög að jafiivægi yrði á þessu sviði vopnabúnaðar milli risaveldanna. Einnig þyrfti að ná samkomulagi um gagnkvæmt efltirlit með eftra- vopnabirgðuin. „Mannkynið hefur nógu lengi þurft að lifa í skugga efiiavopnanna. Tökum saman hönduin þegar i dag og fjarlægjum þessa ógn,“ sagði Bush. Talið er að Bandaríkjamenn eigi um 30 þúsund tonn af efnavopnum og Sovétmenn segjast eiga 50 þúsund tonn þótt vestrænir sérfræðingar telji raunverulega tölu margfalt hærri. Mörg ríki í þriðja heiminum eru nú að koma sér upp efhavopn- um og sagði Bush að 20 lönd réðu nú yfir slíkum vopnum. Forsetinn lagði fram áætlun um algjöra útrýmingu efnavopna sem taka myndi tíu ár. Hann sagði Ijóst að það yrði erfitt verkefni að finna leið til að fylgjast með því að samn- ingsaðilar hlíttu ákvæðum samnings um efnavopn en taldi reynsluna af samningum um takmörkun annars vopnabúnaðar geta komið í góðar þarfir. Klappað var í þingsalnum er Bush minntist á fyrirhugaðan fund hans og Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta á næsta ári sem ákveðinn var á laug- ardag. „Við vitum að enn erum við ósammála um mikilvæg mál en allir hljóta að fagna þeim tíðindum að nú ríki gagnkvæmur vilji til að ræða ágreininginn með markvissum og einlægum hætti,“ sagði forsetinn. Hann ræddi um lýðræðislegar um- bætur í Póllandi, Ungveijalandi og Sovétríkjunum og sagði frelsið vera í sókn um gjörvallan heim. „Við erum nú vitni að falli hugmyndar — hug- myndarinnar um alisráðandi, alviturt ríkisvald ... Sé það rétt að þeir sem rita sögu 20. aldarinnar telji hana öld ríkisvaldsins ætti 21. öldin að verða öld frelsisins, öld einstaklings- ins._“ Á laugardag náðu utanríkisráð- herrar risaveldanna samkomulagi um ýmis mikilvæg atriði í afvopnun- armálum og öðrum samskiptum ríkjanna með gagnkvæmum tilslök- unum. Edúard Shevardnadze, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, sagði stjórn sína telja efnavopnatillögur Bush jákvæðar og sagði ræðu forset- ans spor í rétta átt. Sjá einnig fréttir á bls. 18. Reuter Eldsvoði íferju Tveir menn létust og tíu slösuðust þegar eldur kom upp í dönsku Norðursjávarferjunni Tor Scandinavia í fyrrinótt. Var skipið þá statt vestur af Jótlandi á leið til Bretlands með 540 farþega og 120 manna áhöfn. Nálæg skip komu til hjáfpar og einnig björgunarþyrlur úr landi en ekki reyndist nauðsynlegt að flytja aðra farþega frá borði en þá, sem slösuðust eða fengu reykeitrun. Þegar eldurinn hafði verið slökktur var skipinu snúið til Esbjerg. Sjá ennfreinur „Tveir fórust...“ á bls. 19. Sjöríkjahópurinn í Washington: Sammála um að stöðva gengishækkun dollarans Washington. Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FULLTRÚAR sjö helstu iðnríkja iieims samþykktu á fimdi, sem haldinn var í Washington «m helgina, „að það væri slæmt fyrir heimsviðskiptin, að gengi Bandaríkjadollars hækkaði frá því, sem það er nú“. Seðlabankar rikjanna fylgdu síðan samþykktinni eftir í verki og komu því til leiðar, að gengi dollarans lækkaði um 2,5%. í sameiginlegri yfirlýsingu full- jeni og 10% gagnvart markmu, trúanna sagði meðal annars, að gengishækkun dollarans undan- farna mánuði væri ekki í samræmi við æskilega þróun heimsviðskipt- anna og seðlabankar ríkjanna brugðust strax við með því að auka dollaraframboðið verulega. Við það lækkaði dollaragengið og fengust fyrir hann í gær 1,89 vestur-þýsk mörk og 142,50 jap- önsk jen. Gengi dollarans hefur verið á uppleið allt þetta ár vegna mikill- ar eftirspurnar frá fjárfestendum, hefur hækkað um 17% gagnvart og bjuggust fæstir við raunveru- legum aðgerðum af hálfu iðnríkj- anna. Því kom yfirlýsing þeirra á óvart og einnig, að henni skyldi vera fylgt eftír í verki. I Sjöríkjahópnum svokallaða eru Bandaríkin, Japan, Vestur- Þýskaland, Frakkland, Bretland, Ítalía og Kanada. í febrúar 1987 gerðu þau með sér sanming, Louvre-samkomulagið, og er talið, að samkvæmt honum eigi dollar- inn ekki að fara upp fyrir 1,90 vestur-þýsk mörk og 145 japönsk jen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.