Morgunblaðið - 26.09.1989, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 26.09.1989, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1989 Morgunblaðið/BB Bifreiðin á vegabrúninni á þjóðvegunum í Norðurárdalnum eftir óhappið. N orðurárdalur: Bíll valt vegna hálku FÖLKSBÍLL valt snemma í gærmorgun í Norðurárdal, neðan við Hreðavatnsskála. Tveir menn voru í bílnum og sluppu þeir ómeiddir. Ohappið varð um klukkan 7 um morguninn. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi fraus í fyrrinótt, allt niður í Borgarnes. Töluverð ísing var því á veginum, en erfitt að sjá hana á malbikin'u. Fólksbíllinn skemmdist mikið við veltuna og varð að flytja hann á brott með kranabíl. Sjávarútvegsráðherra heimsækir Sovétríkin --- ■ ■ - 110 milljónir í sjúkra- kostnað erlendis í fyrra HALLDÓR Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, fer í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna 1. október næstkomandi í boði Níkolaj Kotlar sjávarútvegsráð- herra Sovétríkjanna. Ráðherr- arnir munu eiga viðræður í Moskvu um viðskipti landanna og skoðuð verða fiskvinnslufyr- irtæki í Múrmansk. Einnig munu íslenskir og sovéskir vísindamenn ræða um hafrann- sóknir í Norðurhöfum. Heim- sókninni lýkur 5. eða 6. október. í fylgdarliði Halldórs Ásgríms- sonar verða Jón B. Jónasson skrif- stofustjóri í sjávarútvegsráðuneyt- inu, Átli Freyr Guðmundsson deildarstjóri í viðskiptaráðuneyt- inu, Grímur Valdimarsson forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins og Halldór Árnason fiskmats- stjóri, að sögn Hermanns Svein- bjömssonar aðstoðarmanns sjáv- arútvegsráðherra. Eftir heimsóknina til Sovétríkj- anna.skoðar Halldór Ásgrímsson sjávarútvegssýningar í Cuxhaven og Köln í Vestur-Þýskalandi. TRYGGINGASTOFNUN greiddi 110,1 milljónir kr. í sjúkrakostnað á síðasta ári vegna Islendinga, sem þurftu þá á sjúkrahúsvist að halda erlendis. Þar af vó kostnaður vegna kransæðasjúklinga þyngst, 35,2 millj. kr. Kostnaður vegna annarra hjartasjúkdóma nam 25 millj. kr. og annar kostnaður skiptist á milli ýmissa annarra sjúklinga, m.a. augn-, krabba- meins-, bæklunar-, nýrna- og lyfja- sjúklinga. Þá greiddi Trygginga- stofnun 10,5 millj. kr. á síðasta ári vegna glasafrjóvgana Islendinga erlendis. Stofnunin greiddi 12,7 millj. kr. í fargjöld fyrir sjúklinga, sem þurftu á læknishjálp að halda erlendis. Kostn- aður vegna uppihalds fyrir þá fylgd- armenn, sem samþykktir voru í sigl- inganefnd, nam 9,5 milljónum kr., en nefndin samþykkir aðeins fylgdar- menn fyrir börn, blinda og líkamlega ósjálfbjarga einstaklinga. Siglinganefnd Tryggingastofnunar samþykkti 335 ferðir á síðasta ári. Þar af voru 103 kransæðasjúklingar, 32 aðrir hjartasjúklingar, 5 augn- sjúklingar, 19 krabbameinssjúkling- ar, 17 bæklunarsjúklingar, 28 nýrna- sjúklingar, 5 sjúklingar vegna slysa, 1 sjúklingur vegna lyfja- og áfengis- misnotkunar, 92 glasafijóvganir og 23 sjúklingar vegna ýmissa annarra sjúkdóma. Þáttur sjúkrasamlagana á síðasta ári nam 27 millj. kr. Kristján Guðjónsson, deildarstjóri sjúkratryggingadeildar og ritari í siglinganefnd, sagði að líffæraflutn- ingar væru langdýrustu aðgerðirnar svo sem hjarta-, lungna-, nýrna- og lifraflutningar. Kostnaður vegna dýr- ustu aðgerða gætu numið allt að sex milljónum króna. „Það er ekki nóg að sjúklingur óski þess að fara utan til aðgerðar. Til þess að siglinganefnd samþykki greiðslu til sjúklings, sem fer í aðgerð erlendis, þarf það að liggja fyrir að ekki sé unnt að gera aðgerðina hér heima. Svokölluð sigl- inganefnd Tryggingastofnunar fjallar um hvert tilvik fyrir sig samkvæmt vottorði frá lækni. Formaður sigl- inganefndar er tryggingayfirlæknir, en auk hans sitja í nefndinni fjórir læknar, hver á sínu sviði. Fram hefur komið að um 500 ein- staklingar biðu eftir gerviliðaaðgerð- um hér á landi og gæti biðin numið allt að tveimur til þremur árum. Kristján sagði að það væri ekki nóg að sýna fram á biðröð hér heima tii að fá greiddan sjúkrakostnað erlend- is. Hann sagði að siglinganefnd hefði fyrir skömmu fengið tilvik inn á borð til sín þar sem viðkomandi sjúklingur var orðin sárþjáður af biðinni og hefði nefndin þar með ákveðið að greiða sjúklingnum sem svarar til daggjaldi á íslensku sjúkrahúsi. Viðmiðunar- daggjald nefndarinnar væri nálægt 17.000 krónum. Hinsvegar hefði allur umframsjúkra- og ferðakostnaður verið á ábyrgð sjúklingsins. T-beinastcik með fersku salati, maísstöngli og bernaise sósu Kr. 1850,- ARNARHÓLL ÓPERUKJALLARINN símar 18833 Gt 14133 Lifandi léttur og litríkur BILDSHOFÐA 10 Opnunartími: VESTURLANDSVEGUR straumur Föstudaga....kl. 13-19 Laugardaga...kl. 10-16 Aðra daga....kl. 13-18 öldi fyrirtækja - gífurlegt vöru- rval - ÓTRÚLEGT VERÐ STEINAR Hljómplötur - kassettur • • KARNABÆR - BOGART - GARBÓ Tiskufatnaó- ur • • HUMMEL Sportvörur alls konar • SAMBANDIÐ Fatnaóur á alla fjölskyld- una »»80 MBEY Barnafatnaóur • HERRAHÚSIÐ ADAM Herrafatnaóur • SKÆDI KRINGLUNNI Skófatnaóur • EFRAIM Skófatnaóur • BLÓMALIST Blóm og gjafavörur • NAFNLAUSA BÚÐIN Efni alls- konar • THEÓDÓRA Kventiskufatnaóur • MÆRA Snyrtivörur - skartgripir . PARTY Tískuvörur • KÁRI Sængurfatnaóur o.fl.. VINNUFATABÚÐIN Fatnaóur . SPARTA íþróttavörur • NU FER HVER AD VERÐA SIÐASTUR!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.