Morgunblaðið - 26.09.1989, Page 32

Morgunblaðið - 26.09.1989, Page 32
32 MQKGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1989 fclk í frétfum SKALLAPOPP Krókur syngiir ekki með fætinum Gerður var góður rómur að hljómleikum Króks og Lyfjasýn- ingarinnar Gamli popparinn dr.Hook og hljómsveit hans The Medicin Show, eða lyfjasýningin var hér á ferð fyrir skömmu og lék m. a. við góðar undirtektir á Hótel íslandi og víðar. Gamli popparinn gerði talsverða lukku eins og merkja má af annarri myndinni sem hér fylgir og sýndi af sér mikla liörku þar eð hann er fótbrotinn þessa dagana og staulaðist um allt svið með mik- inn búnað á fætinum. Sagt er að einhver hafi gaukað því að Krók gamla að réttast væri að hann tæki sér hvíld meðan að brotið greri, en svarið hafi komið um hæl, að hann fengi engar tekjur fyrir að liggja heima í bæli og auk þess syngi hann ekki með fætinum, sem betur fer. Krókur gamli sýnir umbúðirnar. Morgunblaðið/Benedikt Guðmundsson NÝ- OG BREYTT NN Kristín Stefánsdóttir snyrti- og förðunarfræðingur Kristín Friðriksdóttir förðunarfræðingur Ágústa Kristjánsdóttir fótaaðgerða- og snyrtifræðingur Kristín Guðmundsdóttir fótaaðgerða- og snyrtifræðingur Okkur er áncegja ad tilkynna að vió opnum aftur í dag, eftir breytingar hér á N.N., og í leiðinni viljum við bjóða Kristínu Guðmundsdóttur velkomna til starfa. Við bjóðum ykkur eftirfarandi þjónustu: — Andlitsböð og einnig 3 tíma kúra (ampúlur) — Húðhreinsun 20% skólaafsláttur — Litanir — Fótaaðgerðir — Spangarmeðferð fyrir inn- grónar neglur — Gervineglurnar sívinsælu — Vaxmeðferð — Handsn- yrtingu — Förðun, brúðar-, samkvæmis- og „fantasíu“förðun — SYLVIA LEWIS varanleg háreyðing Breyttur og lengri opnunartími: fimmtudaga 10-20 laugardaga 10-16 föstudaga 10-20 Pöntunarsími 19660. Snyrtistofan NN Laugavegi 27 Með dóttur sinni Melanie Griffith og vini sinum i rúminu DÝRAHALD Sannur dýravinur Leikkonan Tippy Hedren, sem er þekktust fyrir leik sinn í kvik- mynd Alfreds Hitchcocks Fuglunum, hefur undurfurðulegt tómstunda- gaman. Hún safnar sprelllifandi ljón- um, tígrum, blettatígrum og hlébörð- um! Þeir ganga meira og minna laus- ir á landareign leikkonunnar í Soledad-gljúfri fyrir norðan Los Angeles. Um er að ræða 82 stór- ketti af framangreindum tegundum. Það vill meira að segja koma fyrir að þeim er boðið inn í stofu og al- gengt er að risavaxinn tígur reki höfuðið inn um elduhúsgluggann er Tippy vaskar upp og heimtar að sleikja matarafganga af diskunum. Oft er talað um að börn iendi í skugga foreldra sinna ef þeir feta sömu spor í lífinu. Dóttir Tippy er ieikkonan Melanie Griffith sem hefur brotist út úr skugganum með frammistöðu sinni í ýmsum vel heppnuðum kvikmyndum. Pyrir hlut- verk sitt í myndinni Working Girl hreppti hún Oskarsverðlaun og er hætt við að minna hefði ekki dugað til að næði sviðsljósinu frá móður sinni. Áhuga Tippy á dýrum má rekja til þess, að fyrir mörgum árum var hún í Afríku við upptökur á kvik- mynd sem heitir Uppskera Satans. Þar heillaðist hún af ljónum. Ákvað hún þá í samráði við þáverandi eigin- mann sinn, leikstjórann Noel Mars- hall, að gera heimiidakvikmynd um sambúð ljóna og manna. Síðan eru liðin 18 ár og „gæludýrin" eru nú 82 talsins eins og fyrr sagði á 13 afmörkuðum svæðum á landareign- inni. Tippy hefur flokk manna og kvenna um sig til að nostra við vini sína og segir hlýhug dýranna í sinn garð réttlæta sérvisku sína. Áberandi sé þó hversu lítið tígrarnir gefi af sér,.en heimti þeim mun meira. Og svo eru það matarreikningarnir! Tippy í notalegum félagsskap heima í stofú. Ringó ásamt eigin- konu sinni leikkon- unni Barböru Bach. ÁFENGISBÖL Ringóívanda Gamli Bítlatrymbillinn Ringo Starr hefur glímt lengi og djarflega við Bakkus og hafa þeir skipst á að hafa betur. Nú hefur Ringó yfirhöndina og segist ekki ætla að láta undan síga, áfengi sé böl og ógerningur að vita hvað snúi upp og hvað niður á hiutunum með Bakk- us sér við hlið. Ringó er aftur á móti í klípu, því honum skilst að út sé að koma hljómplata með sér, plata sem hann man heldur óljóst eftir. Vottar hafa staðfest að hann hafi verið dauðadrukkinn meðan á upptök- um stóð og nú vill Bítillinn koma í veg fyrir að þessi nýjasta afurð sín líti dagsins ljós. „Það er alveg ljóst að ég var drukkinn þegar ég gerði plötuna. Það sannast best á því að ég man varla eftir því að hafa gert hana, rámar þó í ýmis atriði. Ringó Starr ódrukkinn er hinn rétti Ringó Starr, þessi plata á því engan rétt á sér,“ hefur verið haft eftir Ringó. Utgáfufyrirtækið er á öðru máli. Ringó hefur boðið því skaðabætur en ekki hefur verið geng- ið að því og nú stefnir málið hraðbyri fyrir dómsstóla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.