Morgunblaðið - 26.09.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.09.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLA'ÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1989 Ást er... :c?l- :<p[’ ... að kasta minnisbók- inni með símanúmerum gömlu kærastanna. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rigbts reserved ® 1989 Los Angeles Times Syndicate Barnið vex auðvitað, en rúmið ekki, frú mín! Með morgunkaffinu Landafræði er erfiðust. Ég veit ekki einu sinni hvað stærsti bærinn í Breið- holtinu heitir ... HÖGNI HREKKVÍSI Óviðeigandi ummæli Vegna ummæla Marteins Geirs- sonar þjálfara Fylkis í sjónvarpi sl. laugardag, Dagblaðinu á mánu- daginn og í Morgunblaðinu á þriðjudag vil ég aðeins segja þetta: Það er ekki stórmannlegt að kenna öðrum um slakt gengi síns liðs og ummæli þín sjónvarpi og dagblöðum undanfarið segja meira um sárindi þín vegna frammistöðu þinna manna í hinni hörðu keppni sem fyrsta deildin er, en getu Akureyrarliðsins Þórs. Sífelldar fullyrðingar þínar um að Þór hafi lakasta liðið í fyrstu deild eru þér sjálfum til minnkunar og væri þér nær að líta í eigin barm hvað þetta varðar. Ekki ætla ég að krefja þig um afsökunarbeiðni fyrir hönd Skaga- manna en ef að þú sérð ekki sjálf- ur ástæðu til þess að biðja þá af- sökunar á ummælum þínum í sjón- varpinu sl. laugardag er þér vor- kunn. Ef þú hefur ekki séð stöðuna í deildinni í sumar þá vil ég gjarnan benda þér á að þitt annars ágæta félag vermdi botnsætið af 17 um- ferðir 18 og ennfremur að Fylkir tapaði 11 af þessum 18 leikjum meðan Þór tapaði 8 leikjum af 18, aðeins tveimur fleiri en liðið sem varð í þriðja sæti í deildinni. Þótt Fylkir hafi tekið öll 6 stig- in af Þór þá segir það miklu meira um hversu jöfn deildin var í heild, heldur en hitt sem þú sífellt klifar á. Til gamans get ég nefnt það hér að ef þeim 18 stigum sem við Þórsarar fengum tókum við 12 stig af liðunum sem skipa 6 efstu sæti deildarinnar. Við gerðum okkur alla tíð grein fyrir að það yrði erfið barátta hjá okkur í deildinni þetta árið, þar sem ekkert lið varð fyrir annarri eins blóðtöku eins og við fyrir þetta íslandsmót. Það var því markmið okkar fyrst og fremst að halda okkur í deild- inni og allt umfram það væri bón- us fyrir okkur. Eins og þú veist Marteinn, þá eru botnliðin aldrei heppin, þau aðeins uppskera eins og þau sá. Það er alltaf hlutskipti tveggja liða að falla úr fyrstu deild og það eru einfaldlega þau lið sem tapa flestum stigum sem falla. Það skyldi þó aldrei vera að leik- skipulagið hafi eitthvað klikkað hjá þér í sumar? Ég vil engu liði það að falla milli deilda og ég tel að bæði ÍBK og Fylkir séu Iið sem verðskuldi að vera í fyrstu deild og koma eflaust bæði til með að heimta sín sæti í fyrstu deild að ári. En framkoma á við þá sem þú hefur sýnt undanfarna daga vona ég að sé eingöngu þín persónulega skoðun og vonandi taka lærisvein- ar þínir örlögum sínum með meiri karimennsku en þú hefur sýnt að undanförnu. Það litla sem ég þekkti þig frá fyrri tíð var af öðru en óíþrótta- mannslegri framkomu og lágkúru- legum fullyrðingum um andstæð- ing þinn í keppni, því meiri er undrun mín, þar sem þú ekki að- eins móðgar margan ungan piltinn sem er að stíga sín fyrstu spor í fyrstu deild, heldur og rýrir það álit sem þú hefur unnið þér í gegn- um árin bæði sem leikmaður og þjálfari. Benedikt Guðmundsson, Akureyri. Víkverji skrifar Jón Sigurðsson, iðnaðarráðhen-a, stóð sig vel í sjónvarpsþætti á laugardagskvöldið var, þar sem tveir fréttamenn spurðu um stefnu hans í stóriðjumálum. Ráðherrann er ber- sýnilega mjög vel að sér í þessum málum og svaraði vel fyrir sig. Svo er nú komið, að menn taka sérstak- lega eftir því, ef ráðherrar sýna, að þeir hafa þekkingu á því, sem þeir eru að tala um! Athyglisvert var að heyra ráð- hen-ann lýsa því, að við fáum jafn mikið fyrir tonn af bræddu áli eins og fyrir tonn af þorski upp úr sjó. Á þennan einfalda hátt er hægt að út- skýra fyrir þjóðinni, hversu mikið er í húfi á þann veg að allir skilja. xxx að er eins konar Erró-æði að grípa um sig í borginni - og kannski landinu öllu. Hvar sem kom- ið er heyrist fólk tala um það, hvort viðmælandinn sé búinn að sjá sýn- ingu Eitós á Kjarvalsstöðum. Víkveiji man eftir fyrstu sýningum Enós í Listamannaskálanum gamla. Þá keyptu nokkir framsýnir einstakl- ingar myndir af Iistamanninum, sem sennilega eru orðnir býsna verðmæt- ar nú. xxx Annars fer menningarlíf höfuð- borgarinnar vel af stað á þessu hausti. Auk sýningar Errós á Kjarv- alsstöðum opnaði Listasafn íslands yfirlitssýningu á verkum Jóns Stef- ánssonar á laugardaginn. Búast má við, að mikil aðsókn verði einnig að þeirri sýningu. Þá er íslenzka óperan að hefja sýningar á ný á Brúðkaupi Fígarós og í kjölfarið kemur svo gestasýning frá óperunni í Osló á Toscu, sem sýnd var hér í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum ámm. Það verður gaman að bera þær tvær sýningar saman og sjá hvar við stöndum. Kristján Jóhannsson var eftirminnilegur í þeirri sýningu, en hann syngur í Toscu þessa dagana í Chicago Svo verður Borgarleikhúsið opnað í október. Þá verða tímamót í leiklist- arlífí þjóðarinnar. XXX Víkveiji verður þess var, að Steingrímur Hermannsson hef- ur ekki riðið l'eitum hesti frá viðræð- um við tvo fréttamenn á Stöð 2 um daginn. Forsætisráðheira þykir hafa átt í vök að veijast og gagnsókn hans, sem byggðist á því, að frétta- menn Stöðvar 2 væru ekkert betri en hann sjálfur hefur ekki þótt sann- færandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.