Morgunblaðið - 26.09.1989, Síða 39

Morgunblaðið - 26.09.1989, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1989 39 Karl Þorsteins skákmeistari íslands 1989 SKÁKÞING ISLANOS 1989 Skák eftir Braga Kristjánsson Skákþingi íslands lauk á sunnu- dagskvöld með sigri alþjóðlega meistarans, Karls Þorsteins. Karl hlaut 9 vinninga í ellefu skákum, tapaði ekki skák. Hann tefldi mjög vel á mótinu og var krafturinn slíkur, að hann gat leyft sér að gerajafntefli íþremur síðustu skák- unum. Karl vakti ungur athygli sem mikið skákmannsefni. Hann komst fyrir tæpum tíu árum í röð fremstu skákmanna landsins, og vinnur nú Islandsmeistaratitilinn í annað sinn, áður vann hann 1985. Karl er 25 ára nemþ í viðskiptafræðum við Háskóla íslands og hyggst ljúka námi um næstu áramót. Verður gaman að fylgjast með honum, þeg- ar hann snýr sér að skákinni af fullum krafti að lokinni skólagöngu. Jón L. Árnason, stórmeistari, varð að láta sér lynda annað sætið með 8 14 vinning. Hann byijaði illa og hafði eftir það aldrei möguleika á að ná Karli, þótt ekki munaði nema hálfum vinningi í lokin. Tafl- mennska Jóns hefur verið með daufara móti að undanförnu, en á því verður örugglega fljótt breyting. Alþjóðlegi meistarinn, Þröstur Þórhallsson, varð þriðji með 7 vinn- inga. Hann tefldi vel að vanda og verðskuldar sætið. Björgvin Jóns- son varð fjórði, hlaut 6 A vinning. Hann tefldi vel, tapaði aðeins einni skák. Björgvin er orðinn geysisterk- ur skákmaður eins og frammistaða hans á helgarskákmótinu á Flateyri sýndi ljóslega. í þessu móti skorti hann herslumuninn til að komast í efstu sætin og ná þar með alþjóðleg- um meistaratitli. Titillinn er örugg- lega ekki langt undan, ef Björgvin heldur sínu striki. Hannes Hlífar var óvenjumistækur í mótinu og var uppskeran í samræmi við það. Ungur og efnilegur Akureyring- ur, Rúnar Sigurpálsson, fékk sína eldskírn í þessu móti. Hann komst ekki á blað fyrr en í 4. umferð, og þá með jafntefli við Karl! Rúnar endaði í næstneðsta sæti með 3 'k vinning, en það verður að teljast þokkaleg útkoma, sérstaklega þeg- ar haft er í huga, að hann kom inn í mótið sem varamaður nokkrum dögum áður en það hófst. Um önnur úrslit vísast til með- fylgjandi töflu. 7. umferð: Hvítt: Karl Þorsteins Svart: Guðmundur Gíslason Grunnfelds-vörn 1. d4 - Rf6, 2. c4 - g6, 3. Rc3 — d5, 4. cxd5 — Rxd5, 5. e4 — Rxc3, 6. bxc3 — Bg7, 7. Bc4 — Þessi gamla uppbygging í upp- skriftaafbrigði Grunfelds-yarnar- innar er aftur komin í tísku. Á árun- um eftir 1980 varð leikurinn 7. Rf3 erfiður í höndum Kasparovs, núver- andi heimsmeistari, og margra ann- arra sterkra meistara, en nú hafa fundist góðar vamarleiðir fyrir svart. 7. - c5, 8. Re2 - 0-0, 9. 0-0 - 1 2 3 A 5 6 7 8 9 10 11 12 Vlnn S.B. Röð 1. Rúnar' Slgurpálsson 0 0 fk o h / 'h / o 0 yiz XI. 2. Þröstun Annason 1 0 o 0 h / O o 0 / H ft.lS X. 3. Agúst Kanlsson 1 / 0 0 h 'k 0 o / 5 3L. 4. Kanl Þonstelns 'h / / / ‘k 'k / / / / 1 1. 5. Hannes H. Stefánsson / / / 0 - 1 O 'h 0 h / 4 I. 6. BJöngvln Júnsson 'h •h 'h h 0 1 'h 1 A 'h a H. 7. J6n G. Vlöansson O 0 'h 0 'h 'h O / / H »4 TE. 0. Tómas ÐJönnsson h / 'h / íz 'h 0 0 0 •h f/ 2£0 3Zl. 9. Slgunöun D. Slgfússon 0 7 0 •h 0 'h 1 'h 0 0 H/z 2úi. 10. Þnöstun Þónhallsson 1 1 0 1 / / 1 h« 0 k 7 TL. 11. Jón L. Annason / 1 0 íz z / / 1 a TL. 12. GuBmundun Glslason / O O 0 0 O 'h / 'A _ 3 ffi. Rc6, 10. Be3 - Dc7. í 5. skák Karovs og Kasparovs í Sevilla 1987 varð eftirfarandi af- brigði, sem lengi var talið óteflandi fyrir hvít, vinsælt: 10. — Bg4, 11. f3 - Ra5, 12. Bxf7 +?! o.s.frv. Guðmundur teflir hins vegar eins og meistarinn mikli, Robert Fisc- her, tefldi í þá gömlu góðu daga. 11. Hcl - Hd8, 12. Dd2 - Aðrir þekktir leikir í þessari stöðu eru 12. h3, 12. del og 12. f4!7. 12. - b6 Guðmundur tekur lífinu með ró og sleppir þekktri leið til að létta á svörtu stöðunni. 12. - Da5 (líka sm svar við 12. Del) 13. Hfdl - cxd4 (13. - Re5!? 14. Bd5 - Rg4, 15. Bg5 - Rf6, 16. Bxf6 - Bxf6, 17. Df4 — Hf8 kemur til greina) 14. cxd4 - Dxd2, 15. Hxd2 - Bd7, 16. d5 - Ra5, 17. Bd3 - b6, 18. Rd4 - Hac8,19. Hdc2 - Hxc2, 20. Hxc2 - Hc8, 21. Hxc8 - Bxc8, 22. f4 - Bxd4!?, 23. Bxd4 - f5, 24. Kf2 — fxe4, 25. Bxe4 — Rc4 o.s.frv. 13. Hfdl - Ra5, 14. Bd3 - Bd7, 15. Bh6 - Ba4,16. Hel - Bh8?! Svartur hefur ekki 'tíma fyrir þessi fínheit. Hann hefði betur ráð- ist strax á miðborð hvíts með 16. — cxd4, 17. cxd4 — Dd7 o.s.fi’v. 17. e5 — cxd4, 18. cxd4 — Dd7, 19. Df4 - Bc6 Betra hefði verið að létta á stöð- unni með hrókauppskiptum á c- línunni: 19. — Hac8. Máthótunin með 19. — Bc6 og 20. — Dd5 reyn- ist aðeins tímasóun. 20. h4! - Dd5, 21. Dg5 - 16. Svartur grípur til örvæntingarað- gerða, því yfir honum vofir hótunin 22. h5 ásamt hxg6 og Bxg6. 22. Dg3 - fxe5 Ekki 22. - Kf7?, 23. Rf4 - Dxd4, 24. Bxg6+ hxg6, 25. Dxg6 mát. 23. h5 - Ekki 23. Bxg6? — Dxg2+!, 24. Dxg2 — Bxg2 og svartur sleppur ríieð skrekkinn. 23. — Hd6, 24. hxg6 — e4 Eða 24. - hxg6, 25. Rc3 - Df7, 26. dxe5 með yfirburðastöðu fyrir hvít. 25. Rf4 - Df5, 26. Hxc6! Helgarskákmótið á Egilsstöðum: Helgi vann Larsen á stigum HELGI Ólafsson, stórmeistari, og Daninn Bent Larsen urðu efstir og jafnir á helgarskákmótinu á Egilsstöðum með 6 vinninga, en Helga var dæmdur sigurinn á stigum. I 3.-4. sæti urðu Ásgeir Þ. Árnason og Guðmundur Hall- dórsson með 5,5 vinninga og fékk Guðmundur 3. sætið vegna hærri stigatölu. Egill Þorsteins varð í 5. sæti með 5 vinninga. Helgi vann allar skákir sínar, nema skákina gegn Larsen, sem hann tapaði, en Larsen vann fimm skákir og gerði tvö jafntefli við Guðmund Halldórsson og Braga Halldórsson. Sverrir Gestsson stóð sig best heimamanna og fékk 4,5 vinninga. Unglingaverðlaunin fékk Sigfús Víkingsson, sem fékk 3,5 vinninga og Oli Valdimarsson stóð sig best öldunga og fékk 4 vinninga. Þáttakendur voru 28 og var teflt í Fellaskóla. Mótinu lauk á sunnu- dag með sameiginlegu borðhaldi í boði bæjarstjórna Egilstaða og Fellabæjár. Gert er ráð fyrir að næsta helgarskákmót verði haldið í Keflavík. Karl Þorsteins nýkrýndur íslands- meistari í skák: Mikil skákiðk- un að skila sér „Ég átti ekki beint von á þesum árangri og þó. Það var vitað fyrirfram að við myndum berj- ast þrír eða Qórir um titilinn og eftir góða byrjun var þetta nokkuð þægilegt,“ sagði Karl Þorsteins, sem á sunnudag varð íslandsmeistari í skák í annað sinn, en hann vann einnig titil- inn 1985. Karl fékk 9 vinninga af 11 mögulegum og Jón L. Árnason, stórmeistari, var í öðru sæti með 8,5 vinninga, en hann vann skák- ir sínar í síðustu fimm umferðun- um. Kari sagði að eftir að hann vann Jón L. í 3. umferð og Jón gerði jafntefli í þeirri 4. hefði eftir- leikurinn verið fremur auðveldur. Hann hefði fyrst og fremst þurft að passa sig á því að missa ekki niður forskotið. „Ég er búin að tefla mjög stíft síðasta hálfa árið og ég held að það hafi verið að skila sér núna,“ sagði Karl ennfremur. Hann snýr sér nú aftur að viðskiptafræðin- ámi í Háskólanum og stefnir að Karl Þorsteins. því að ljúka því um áramótin. Hann segir óráðið með frekari skákiðkun og engin önnur skák- mót séu í sjónmáli, hvað sem síðar verði. og Guðmundur gafst upp, því hann er varnarlaus, t.d. 26. — Rxc6, 27. Bxe4 — Da5, 28. gxh7+-i— Kf7, 29. Bg6n— Kf6, 30. Dh4+ og mátar eða 26. — exd3, 27. Hxd6 - exd6 (27. - d2, 28. Hxe7! - dlD+, 29. Kh2) 28. He7 — hxg6,29. Rxg6 o.s.frv. Interpolis skákmótið: Jóhann tap- aði fyrir Piket JÓHANN Hjartarson tapaði fyrir Hollendingnum Piket í 9. umferð Interpolis skákmótsins i Hollandi og er í 4. sæti á mótinu með 4 vinninga. Kasparov vann Ljubojevic og er með 8 vinninga og afgerandi forystu á mótinu. Agdestein og Sax gerðu jafntefli og Kortsnoj vann Ivanchuk. Jóhann gerði jafntefli við Kortsnoj í 8. umferðinni, sem tefld var á sunnudag. Önnur úrslit urðu þau að Sax vann Ivanchuk, Ljubojevic og Agdestein gerðu jafn- tefli og Piket tapaði fyrir Kasparov. Þáttakendur í mótinu er átta og tefla þeir tvöfalda umferð. Margeir með 6 vinninga MARGEIR Pétursson, stórmeist- ari, fékk sex vinninga á opna alþjóðlega skákmótinu í San Bernardino í Sviss og varð vinn- ingi á eftir Búlgaranum Georgi- ev, Englendingnum Hodgson, og Júgóslavanum Sokolov, sem urðu. eftsir og jaftiir með 7 vinninga. Margeir vann Svisslendinginn Muller í 7. umferðinni, sem tefld var á laugardag, tapaði fyrir Zum- TENTE VACNHJOL OC HÚSGAGNAHJÓL Urvals vestur-þýsk hjól frá fíngerðustu húsgagnahjólum og til burðarmestu iðnaðarhjóla. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI84670 mermatter, sem er einnig frá Sviss, í 8. umferð á sunnudag og sigraði síðan Hollendinginn Schneiders í gær í síðustu umferðinni. Margeir sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann hefði orðið að vinna Zummermatter til þess að komast í efsta sætið og fórnað manni, en teygt sig of langt og tapað skákinni. Fjórir skákmenn fengu 6,5 vinninga, Cebalo, Ne- meth, Zummermatter og Costa. Margeir heldur nú til Danmerk- ur, þar sem hann teflir við Larsen og Finnann Yijola um sæti á milli- svæðamóti á næsta ári. Teflt verður í Holsterbro og hefst keppnin á laugardaginn kemur. Royal

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.