Morgunblaðið - 04.10.1989, Page 4

Morgunblaðið - 04.10.1989, Page 4
'A «* 4 0881 íiaHÖTMÖ ,t> flUOAaUHmnM ®SAjiMU@HOM MÓRGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1989 Ríkisstjórnin vill fella vaxtahækkanir niður Seðlabankinn ræðir málin við stjórn- endur viðskipta- og ríkisbanka „ÉG TEL þessar vaxtahækkanir einkabankanna töluvert út úr kort- inu miðað við það, að við slíkar ákvarðanir hefur verið talið eðlilegt að miða við verðbólgu á þriggja mánaða tímabili. Ríkisstjórnin ræddi þetta á fimdi sínum í gær og samþykkti að beina þeim tilmælum til Seðlabanka að hann leitist við að draga út þessum hækkunum sem verða má,“ sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, í sam- tali við Morgunblaðið. Steingrímur sagði að þegar verð- bólgan hefði farið hratt niður, fyrir um tveimur mánuðum, þá hefðu bankarnir viljað líta á verðbólgustig þriggja mánaða við vaxtaákvarðan- ir. „Eg tel það rétt viðbrögð hjá Seðlabanka íslands að leitast við að draga úr þessari vaxtahækkun," sagði hann. „Þó að það hafi tekist nokkuð, þá er það ekki nóg. Ríkis- stjórnin ræddi þetta þess vegna á fundi sínum og kom þeim skilaboð- um til Seðlabanka að hún vonaðist til að bankinn gerði allt sem í hans valdi stæði til að fá þessa vaxta- hækkun fellda niður við næstu vaxtaákvörðun. Ég skal ekki segja til um hvort hækkunin verður felld niður að fullu, en viðskiptaráðherra hafði áður beint þeim tilmælum til Seðlabanka, að hann beitti sér gegn vaxtahækkun. Ég veit að þeir hjá Seðlabanka eru í þessum verkum núna.“ Á fundi stjómenda Seðlabanka íslands með fulltrúum viðskipta- bankanna og ríkisbankanna í gær var farið yfir vaxtamál almennt og ákveðið að þessir aðilar hittust aft- ur síðar í vikunni. Á fundinum kom fram að raunvextir hafi lækkað og vaxtamunur hjá bönkunum sömu- leiðis. Engar ákvarðanir eða niðurstöð- ur urðu að veruleika á þessum fundi, enda ekki að því stefnt að sögn Geirs Hallgrímssonar, eins bankastjóra Seðlabankans. Þá var rætt um mögulegt samráð Seðla- bankans og viðskiptabankanna við ákvörðun vaxta og með hvaða hætti mætti móta sem skynsamlegasta vaxtastefnu. Á fundinum var einnig farið yfir stöðuna miðað við allt þetta ár. Þar kom fram að raunvextir hefðu lækkað, vaxtamunur bankanna lækkaði og afkoma þeirra versnaði í samræmi við það. VEÐURHORFUR í DAG, 4. OKTÓBER: YFIRLIT í GÆR: Á Grænlandshafi er 995 mb lægð og þaðan lægð- ardrag suður í haf en yfir Norðursjó er 1.028 mb hæð sem þokast austur. SPÁ: Skil fara yfir Norðausturland og verður því suðaustanátt og rigning víða um land, þó mest sunnanlands og vestan. Siðdegis snýst vindur til suðvestanáttar suðvestanlands með smáskúrum. Hiti verður 8—14 stig í fyrstu en fer kólnandi er líður á daginn, fyrst vestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Fremur hægt suðvestlæg átt og kóln- andi veður. Skúrir á víð og dreif um landið. HORFUR Á FÖSTUDAG: Hæg vestlæg átt og hiti nálægt meðal- lagi. Skýjað með köflum en víðast þurrt yfir daginn en þykknar upp vestanlands um kvöldið. TÁKN: y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Heiðskírt ▼ stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. ý Skúrir V É1 Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka ,^g|| Hálfskýjað / / / * / * = Þokumóða ’, ’ Súld Skýjað / * / * Slydda / * / OO Mistur —J- Skafrenningur * Alskýjað * * * * Snjókoma * * * Þrumuveður W VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veAur Akureyri 12 skýjað Reykjavík 10 rigning Bergen 9 léttskýjað Helsinki 6 skýjað Kaupmannah. 12 léttskýjað Narssarssuaq vantar Nuuk vantar Osló 13 hálfskýjað Stokkhólmur 10 skýjað Þórshöfn 9 alskýjað Algarve 24 helðskfrt Amsterdam 16 hálfskýjað Barcelona 24 mlstur Berlin 13 léttskýjað Chlcago 4 skýjað Feneyjar 18 þokumóða Frankfurt 16 téttskýjað Glasgow 12 mistur Hamborg vantar Las Palmas 26 léttskýjað London 14 alskýjað Los Angeles 16 hálfskýjað Lúxemborg 13 skýjað Madrfd 26 mlstur Malaga 25 léttskýjað Mallorca 25 léttskýjað Montreal 10 skýjað New York vantar Orlando 21 heiðskfrt París 14 alskýjað Róm 21 þokumóða Vfn 13 léttskýjað Washington 20 heiðskírt Winnipeg -3 skýjað Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hin nýja skoðunarstöð Bifreiðaskoðunar íslands við Hestháls. Bifreiðaskoðun Islands í nýtt húsnæði um áramót BIFREIÐASKOÐUN íslands flyst í nýtt húsnæði, sem nú er að rísa við Hestháls í Reykjavík, um næstu áramót. Þar verða aðal- skrifstofur fyrirtækisins auk fúlkominnar skoðunarstöðvar fyrir Stór-Reykjavíkursvæðið. Bifreiðaskoðunin hefur fram að þessu verið í leiguhúsnæði við Bíldshöfða þar sem Bifreiðaeftirlit ríkis- ins var áður til húsa. Flatarmál hússins er 1600 fer- metrar að sögn Karls Ragnars, forstjóra Bifreiðaskoðunar ís- lands. Skrifstofubyggingin verður á tveimur hæðum, en skoðunar- salirnir á einni hæð. Þar verða sérbúin tæki til skoðunar á bílum og sagði Karl að þar með væri komin fullkomin aðstaða til að sinna bifreiðaskoðun sambæri- legri við það sem gerist erlendis. Verktaki byggingarinnar er Loftorka hf. Iðnaðarmenn leggja gjörva hönd á frágang innan dyra. Fargjöld SVR hækka um 11% að meðaltali BORGARRÁÐ samþykkti á fúndi sínum í gær, að fargjöld Strætis- vagna Reykjavíkur hækki um 10,9% að meðaltali. Fargjald fúllorð- inna fer úr 50 krónum í 55 og fargjöld barna úr 14 krónum í 16 krónur. Hækkunin hefiir þegar tekið gildi. Farmiðaspjöld fullorðinna, með 26 miðum, hækka úr 900 krónum í 1.000. Lítil spjöld kosta eftir sem áður 300 krónur, en nú verða mið- amir 6 í stað 7 áður. Farmiðaspjöld aldraðra, með 26 miðum, hækka úr 450 krónum í 500 krónur. Þá munu farmiðaspjöld barna með 28 miðum kosta 300 krónur, en áður kostuðu 26 miða spjöld 250 krónur. Fulltrúar minnihlutans í borgar- ráði lögðu fram tillögu um að grunnskólanemar, 12 ára og eldri, sem og nemendur framhaldsskóla að háskólastigi, fái 50% afslátt af fargjaldi vagna SVR gegn framvís- un sérstaks skírteinis. Tillögunni var vísað til Strætisvagna Reykjavíkur. Reykjanesbraut: Klæðning á hluta brautarinnar brýn - segir Jón Rögnvaldsson yfirverk- fræðingur hjá Vegagerðinni OKKUR er ljóst að ýmislegt er að Reykjanesbrautinni og við höfum verið með ýmsar áætlanir í því sambandi. Mest aðkallandi teljum við þó að leggja nýtt slitlag á stöku stað, en helsta vandamálið í því sambandi er að fá fjármagn til framkvæmdanna,“ segir Jón Rögn- valdsson, yfirverksljóri hjá Vegagerð ríkisins. „Aðalvandamálið varðandi Reykjanesbrautina í svipinn er slit á brautinni, sérstaklega á afmörk- uðum kafla sunnan við Kúagerði Þorlákshöfii: Þjófarnir fimiast ekki BROTIST var inn f Kaupfélag Ámesinga í Þorlákshöfn aðfara- nótt mánudagsins og stolið þaðan úr peningaskáp verðmætum fyrir um það bil eina mil\jón króna. Farið var inn um bakdyr hússins og inn á skrifstofu félagsins og þar brotinn upp peningaskápur. Úr hon- um höfðu þjófarnir á brott með sér peninga og ýmis önnur verðmæti, sem talin eru um einnar milljónar króna virði. Rannsóknarlögregla ríkisins vinn- ur að rannsókn málsins og verst allra frétta af gangi rannsóknarinnar. Enginn hafði verið handtekinn í gær. sem er til vandræða. Það hafa ver- ið í gangi tilraunir með hvernig best er að gera við þetta, og bæði hefur verið prófuð steinsteypa með misjöfnum árangri, og eins ákveðin tegund af malbiki. Það er þó ljóst að að því kemur að leggja verður nýtt slitlag á alla brautina, en í því sambandi tel ég fjárskort vega miklu þyngra en tæknilega örðug- leika," sagði Jón. Að sögn Jóns hefur að matí Vegagerðarinnar ekki verið talið aðkallandi að tvöfalda Reykjanes- brautina, þar sem umferð um hana væri innan þeirra marka sem not- ast væri við varðandi hliðstæðar brautir erlendis. „Hitt er annað mál að sem fyrsta áfanga í því að auka afköst mætti hugsa sér að breikka brautina um eina akrein á ákveðn- um köflum, til að gefa vegfarendum kost á framúrakstri ef bílalestir myndast. Þetta hefur verið rætt án þess að það kæmist á það stig að verið væri að tala um framkvæmd- ir, en ég get þó ekki nefnt neina áætlun um kostnað í því sambandi.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.