Morgunblaðið - 04.10.1989, Síða 5

Morgunblaðið - 04.10.1989, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1989 5 Hofsós fær fjárráð á ný HOFSÓS fékk á ný flárráð um síðustu mánaðamót og var lögð fram fjárhagsáætlun fyrir sveitar- félagið til þriggja ára, ársins í ár og tveggja næstu ára. Þar er gert ráð fyrir að mikils aðhalds verði gætt í rekstri og framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins. Fjárráð Hofsóss hafa verið í hönd- um fjárhaldsstjórnar frá því í desern- ber á síðasta ári. Henni var falið að endurskipuleggja Ijármál sveitarfé- lagsins og ganga frá fjárhagsáætlun til næstu ára. Að sögn Húnboga Þorsteinssonar, skrifstofustjóra í fé- lagsmálaráðuneyti, telur flárhalds- stjómin sig hafa lokið þessu verkefni og því voru Hofsósi aftur fengin tjár- ráðin frá og með 1. september. Björn ívarsson, sveitarstjóri á Hofsósi, vildi ekki tjá sig um málið þar sem formleg tilkynning um að Hofsós hafi aftur fengið íjárráð hafði ekki borist sveitarstjórninni í gær. Reykjavík: Dagvistargj öld hækka um 18% GJÖLD á dagheimilum Reykjavík- urborgar hækka um tæp 18% frá og með 1. nóvember. Hækkunin var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Dagvistargjöld voru síðast ákveðin í apríl. Gjald fyrir fulla.vistun bams á dagheimili var áður krónur 6.700 fyrir forgangshópa, en hækkar um næstu mánaðamót í 7.900 krónur. Hækkunin nemur 17,91%. Fólk utan forgangshópa hefur greitt 11.200 krónur á mánuði, en gjaldið hækkar í 13.200 krónur, eða um 17,86%. Fulltrúar minnihlutans í borgar- ráði, Kristín Á. Ólafsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir, lögðu til að hækkunin yrði 9%, þár sem framfærsluvísitalan hefði hækkað um 9,3% frá apríl til septembelr og launavísitalan um 6,4% frá apríl til október. Tillaga þeirra var felld. Flug eiðir: Harkaleg lend- ing á Fornebu EYDÍS, önnur af Boeing 737- þotum Flugleiða, rak niður stélið í lendingu á Fornebu-flugvelli við Osló í gær. Enginn slasaðist við þessa harkalegu lendingu, að sögn Einars Sigurðssonar blaðafulltrúa Flugleiða. Einar sagði að svipti- vindur virtist hafi valdið því að þotan rak niður stélið. Einar Sigurðsson sagði að demp- ari á stéli þotunnar hefði gengið upp við lendinguna og gert væri ráð fyr- ir að einhveijar skemmdir hefðu orð- ið á festingum við demparann. Hins vegar væri sérfræðingur frá Boeing að kanna hvort einhveijar skemmdir hefðu orðið á þotunni. Vegna þessa atviks seinkaði flugi Flugleiða frá Osló, Glasgow og Lúx- emborg í gær en ekki er gert ráð fyrir að flugi félagsins seinki í dag vegna þessa, að sögn Einars. 6,5% hækkun á rækjuverði VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegsins hefúr náð samkomulagi um 6,5% meðaltalshækkun á verði á rækju upp úr sjó. Verðið gildir til 31. janúar á næsta ári. Nýja verðið tók gildi þann fyrsta október síðastliðinn. Samkvæmt því verður greidd 81 króna fyrir kíló af stærstu rækjunni, 73 krónur fyrir annan stærðarflokk, 68 fyrir þann þriðja og 30 krónur fyrir undirmáls- rækju. Verðákvörðunin byggist á því, að afurðaverð erlendis hefur farið lækk- andi, en gengi pundsins gagnvart krónunni hefur hækkað um 10% frá síðustu verðákvörðun í byijun júní- mánaðar síðastliðins. AS/400 HUGBÚNAÐAR —sýning— 4.-6. október IBM á íslandi og sjö samstarfsaðilar kynna fjölbreyttan hugbúnað, sérstaklega þróaöan fyrir hina tæknilega fullkomnu AS/400 tölvu frá IBM. Sýnendur eru: ALMENNA SINNA OG STRENGUR KERFISFRÆÐISTOFAN HF. Bústjóri Hönnunarbúnaöur fyrir AS/400. Sýnishorn af AS/400 „Native" hugbúnaði. Ný útgáfa af AS/400 stýrikerfi (útg. 2). AS/400 Skrifstofusýn AS/400 PC-tengill fyrir DOS og OS/2 AS/400 Svari og SQL AS/400 Forritunarumhverfi AS/400 Sjálfsnám ÍSLENSKT HUGVIT Veröbréfakerfið Arður KERFI HF. Alvís notendahugbúnaður sem nú þegar er kominn í notkun á AS/400, m.a.: Aðalbókhald Uppgjör og áætlanir Viðskiptabókhald Innkaupakerfi Verkbókhald PEGASUS Telex Telefax RT ■ TÖLVUTÆKNI HF. Upplýsingakerfi fyrir framleiðslufyrirtæki í fiskvinnslu, kjötvinnslu og öðrum iðnaði Undirstaða undir ný: úrvinnslukerfi eftirlitskerfi áætlanakerfi, ákvarðanakerfi, hermilíkön, og tölvusamskipti við aðra Fjárhagsbókhald Viðskiptamannabókhald Birgjabókhald Birgðabókhald íslenskur viðskiptahugbúnaður viðbót við Bústjóra Áætlanagerð Uppgjörskerfi Heimildakerfi Skráningareining ÞRÓUN ■ TÖLVU- OG REKSTRARRÁÐGJÖF Birki-S/2 Birgðakerfi Sölukerfi Tímaskráningarkerfi Informatikk Þjónustukerfi Fjárhagsbókhald Fjárhagsáætlanir og yfirlit Viðskiptamannabókhald Birgjabókhald Skýrslugerðarkerfi Birgðakerfi Sölukerfi Frátektarkerfi Pantanakerfi Synon/2 hönnunarhugbúnaður Hér er kjörið tækifæri fyrir núverandi notendur AS/400 tölvanna og væntanlega kaupendur að fá heildarsýn yfir þau hugbúnaðarkerfi sem nú eru í boði og nýta sér tæknilega yfirburði AS/400 tölvanna. Sýningarstaður: Skaftahlíð 24 Opnunartími: miðvikudagur fimmtudagur föstudagur 4. október kl. 13.00-18.00 5. október kl. 10.00-18.00 6. október kl. 10.00-18.00 FYRST OG FREMST SKAFTAHLlÐ 24 105 REYKJAVlK SlMI 697700

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.