Morgunblaðið - 04.10.1989, Page 14
«3tH íCjflOTUÖ -i- í[UOAaifiIiVð[M f 110AJIIMUOHQM
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1989
<11
14
Söngleik-
ir og rokk-
óperur á
Hótel íslandi
HÓTEL ísland frumsýnir stór-
sýningxina „Söngleikir og
rokkóperur" fostudaginn 6.
október nk.
Sýning þessi er saman sett af
lögum úr frægum söngleikjum
og rokkóperum síðustu tuttugu
ára.
Má þar nefna West Side Story,
Sound of Music, Tommy, Cats
og Litlu hryllingsbúðina.
Yfir þijátíu manns, söngvarar,
dansarar og tæknimenn taka
þátt í sýningunni sem undir
stjóm Tracey Jackson sem er
bandarísk og Jóns Ólafssonar úr
hljómsveitinni Bítlavinafélagið.
í sýningu þessari er allur hinn
fullkomni tækjabúnaður Hótel
íslands nýttur í fyrsta sinn til
hins ítrasta.
Miðasala og borðapantanir eru
daglega á Hótel íslandi.
(Fréttatilkynning)
Atriði úr Söngleikjum og rokkóperum.
Ársfundur Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins:
Norðurlönd vilja varanlegan
stuðning við lágtekjuríki
— sagði Jón Sigurðsson í ræðu sem hann flutti fyrir hönd Norðurlandanna
ÁRLEGUR fundur Alþjóðabank-
ans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
var haldinn i Washington, D.C. í
Bandaríkjunum i siðustu viku.
Fundinn sátu fiilltrúar 152 þjóða,
sem aðild eiga að þessum stofin-
unum, pjármálaráðherrar, við-
skiptaráðherrar, seðlabanka-
stjórar og aðstoðarmenn þeirra.
Aðalfulltrúar íslands á fundinum
voru þeir Jón Sigurðsson við-
skiptaráðherra og Jóhannes
Nordal seðlabankastjóri. Um-
ræðuefhi fundarins var samræm-
ing og umbætur í stjórn efna-
hagsmála bæði í iðnaðar- og þró-
unarlöndum, aukið viðskipta-
frelsi, minnkun erlendra skulda,
þróunaraðstoð og umhverfismál.
Norðurlönd koma fram sameig-
inlega á þessum fundum og i
stjómum stofnananna. Aðalfull-
trúi Norðurlanda i stjóm Al-
þjóðabankans er nú Jónas H.
Haralz, en Magnús Pétursson
forstöðumaður fjárlaga- 0g- hag-
sýslustofnunar er varafulltrúi í
stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Að þessu sinni talaði Jón Sigurðs-
son fyrir hönd Norðurlandanna
um málefni Alþjóðabankans.
í ræðu sinni sagði Jón Sigurðsson
að viðleitnin til að laga efnahagslíf-
ið að breyttum aðstæðum hefði
borið árangur í ýmsum þróunar-
löndum. Ennfremur stæðu vonir til
að nýlegar aðgerðir til að létta
skuldabyrði þessara landa myndu
koma að haldi. Engu að síður væri
svo ástatt í miklum hluta þriðja
heimsins, einkum í ríkjunum sunn-
an Sahara og í rómönsku Ameríku,
að viðskiptakjör væru óhagstæð,
fjármagn til framkvæmda ófull-
nægjandi og þjóðartekjur á mann
færu enn lækkandi. Við þessar að-
stæður væri það sérstaklega mikil-
vægt, að sá tiltölulega öflugi hag-
vöxtur, sem héldi áfram í iðnríkjun-
um, kæmi þróunarlöndunum til
góða. Til þess að svo mætti verða
skipti skjótur og góður árangur af
GATT-viðræðunum, sem nú standa
yfir, miklu máli. Ennfremur myndu
öflugar aðgerðir iðnríkjanna til þess
að ná betra jafnvægi í sínum eigin
efnahag stuðla að tryggara efna-
hagsástandi um heim allan, lægri
vöxtum og auknum hagvexti.
Þá taldi Jón Sigurðsson það hafa
úrslitaþýðingu fyrir þróunarríkin að
tryggja varanlegan árangur af að-
lögunarstefnu. I því skyni yrði með
sérstökum aðgerðum að komast hjá
því að skerða lífskjör þeirra, sem
verst væru settir í þessum löndum.
Þá þýrfti að létta skuldabyrðir af
styrkleika og í tæka tíð. Norður-
löndin vildu leggja sérstaka áherslu
á varanlegan og aukinn stuðning
við lágtekjuríki. Þetta ætti ekki síst
við um framlög til Alþjóðaþróunar-
stofnunarinnar, IDA.
I ræðu sinni tók Jón Sigurðsson
fram, að hagvöxtur, barátta gegn
fátækt og vemdun umhverfis yrðu
að fylgjast að. Án hagvaxtar væru
ekki fjárhagslegar forsendur til að
ráðast gegn fátækt og umhverfis-
spjöllum. Án þess að dregið væri
úr fátækt og umhverfið vemdað
myndi hagvöxtur hvorki verða til
góðs né standa lengi. Kjami stefn-
unnar í þróunarmálum væri að sam-
tvinna þessa þijá þætti. Ef horft
væri til framtíðar, ætti Alþjóða-
bankinn að auka stuðning sinn við
rannsóknir og tækniþróun, við upp-
byggingu stofnana, ekki síst á sviði
fjármála, og hann ætti að styrkja
aðgerðir til að bæta stjómun í
Fyrir skemmstu voru staddir
hér á landi fiilltrúar bandaríska
útgáfufyrirtækisins Wemer
Electra Atlantic á Norðurlönd-
um. Tilefni komu þeirra hingað
var að halda ráðstefiiu um þær
hljómsveitir og listamenn sem
WEA á Norðurlöndum ætlar að
leggja áherslu á á næsta ári.
Ráðstefhur sem þessar em haldn-
ar árlega, en þetta er í fyrsta
sinn sem hún er haldin hér á
Iandi.
Umboð fyrir WEA á íslandi hefur
fyrirtækið Steinar hf. og hafði
Steinar veg og vanda af skipulagn-
ingu ráðstefnunnar. í samtali við
Morgunblaðið sagði Steinar Berg
ísleifsson, forstjóri Steina, að fyrir-
tæki hans hafi ekki áður tekið þátt
í ráðstefnu WEA-fyrirtækja, en í
framtíðinni yrði fylgst náið með og
reynt að taka þátt í tveimur til
þremur ráðstefnum á ári. Hann
sagði að þróunin virtist vera sú í
útgáfuheiminum að bandarísku
stórfyrirtækin yrðu stærri og að
undanfarin ár hefði WEA verið að
stofna undirfyrirtæki á Norðurlönd-
um í stað þess að skipta við umboðs-
menn. Hann sagði að ekki hefði
verið farið fram á það að slíkt undir-
fyrirtæki yrði stofnað hér á landi,
enda væri markaðurinn það lítill;
en þátttaka Steina í þessari ráð-
stefnu hefði opnað ýmsa möguleika
einkafyrirtækjum jafnt sem opin-
berum stofnunum. Hann ætti einnig
að auka stuðning við menntun, heil-
brigðisþjónstu, bætt mataræði og
takmörkun bameigna. Bankinn
þyrfti að marka grundvallarstefnu
í þessum efnum, sem fylgt yrði á
næsta áratug. Norðurlönd væru
reiðubúin að stuðla með virkum
hætti að mótun og framgangi
slíkrar stefnu.
fyrir fyrirtækið á auknu samstarfi
með fyrirtækjunum á Norðurlönd-
um. Steinar sagði fyrirtækið hafa
kynnt fyrir mönnum þijár íslenskar
hljómsveitir, Todmobile, Sálina
hans Jóns míns og Eirík Hauksson
og hafi þær vakið allnokkra at-
hygli og menn sótt það fast að fá
að fylgjast með því sem þær væru
að gera með tilliti til útgáfu á Norð-
urlöndum. Til viðbótar við það að
hljómsveitimar vom kynntar á ráð-
Finnsk, ensk
og frönsk
tónlist hjá
Sinfóníunni
AÐRIR áskrifitartónleikar Sin-
fóníuhljómsveitar íslands verða
haldnir fimmtudaginn 5. októ-
ber og hefjast þeir klukkan
20.30.
Á efnisskránni verða þijú verk;
Finlandia eftir Jean Sibelius, Píanó-
konsert eftir Benjamin Britten og
La Mer eftir Claude Debussy.
Hljómsveitarstjóri verður Petri
Sakari, aðalhljómsveitarstjóri Sin-
fóníuhljómsveitar íslands, og ein-
leikari finnski píanóleikarinn Ralf
Gothoni.
Ralf Gothoni hefur búið í Þýska-
Iandi í rúman áratug og getið sér
gott orð sem píanóleikari, bæði sem
einleikari og í stofutónlist. Gothoni
er prófessor í stofutónlist við Lista-
háskólann í Hamborg og til
skamms tíma var hann listrænn
framkvæmdastjóri Óperahátíðar-
innar í Savonlinna í Finnlandi.
Undanfarið hefur Gothoni æ meira
snúið sér að tónsmíðum og hljóm-
sveitarstjórn.
Á tónleikunum á fimmtudaginn
mun Gothoni leika einleik í eina
píanókonöert Benjamíns Britten.
Gothoni hefur komið fram sem ein-
leikari víða um Evrópu, Sovétríkin,
Bandaríkin, Mexíkó, Kanada og í
Austurlöndum fjær.
Honum hefur verið boðið að taka
þátt í fjölmörgum listahátíðum, s.s.
listahátíðunum í Salzburg, Alder-
borg og Edinborg, Vestur-Berlín
og Prag og leikið með fjölmörgum
þekktum hljómsveitum eins og
Fílharmoníuhljómsveit Berlínar og
Fílharmoníusveit Japans. {
Auk þessa alls hefur hann leikið
einleiksverk og stofutónlist á meira
en 50 hljómplötur. Til dæmis hefur
hann hljóðritað öll píanóstofuverk
og allar píanósónötur Schuberts.
Fyrir um áratug hlaut hann Schu-
bert-orðuna í Austurríki og hefur
auk þess verið útnefndur af finnska
ríkinu sem prófessor í listum.
(Úr frcttatilkynningu.)
stefnunni hélt Sálin hans Jóns míns
tónleika í Tunglinu sem þóttu tak-
ast igjög vel. Steinar sagði Norður-
landamarkað vera að breytast í eina
heild, en áður hefðu menn verið
hver í sínu horni. íslenskar hljóm-
sveitir ættu að eiga nokkuð greiða
leið inn á þann markað og þaðan
gætu menn svo tekið stefnuna á
markað í Evrópu; þá serstaklega í
Þýskalandi sem er annar stærsti
plötumarkaður í heimi.
Iðnaðar- og/eða verslunarhús
við Drangahraun - Hf.
Höfum fengið til sölu fokhelt hús sem gæti hentað vel
sem iðnaðar-, verslunar- og/eða skrifstofuhusnæði.
Húsnæðið skiptist þannig: Jarðhæð 815 fm, 2. hæð
560 fm. Mjög góð aðkeyrsla er að húsnæðinu. Hús-
næðið selst í einu lagi eða hlutum.
Jfg ÁrniGrétarFinnssonhrl.,
Stefán Bj. Gunnlaugsson lögfr.,
Linnetsstfg 3,2. hϚ, Hafnarflrftl,
sfmar 51500 og 51501.
Þrjár hljómsveitir kynntar
bandarískum útgefendum
Morgunblaðið/Sverrir
Ráðsteftiugestir á Hótel Sögu.