Morgunblaðið - 04.10.1989, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1989
Landsþing breska Yerkamannaflokksins:
Segir vera öngþveiti
í efnahagsmálunum
Brighton. Reuter.
NEIL Kinnock, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, sagði í gær,
að flokkurinn myndi komast til valda á næsta áratug og fengi þá
að glíma við einahagslega óstjórn og erfiðleika, sem væru arfur
núverandi stjórnar íhaldsflokksins og Margaret Thatcher forsætis-
ráðherra.
í aðalræðu sinni á landsþingi
Verkamannaflokksins hét Kinnock
því að rífa upp efnahagslífið og
lagði áherslu á, að aldrei kæmi til
neinna samninga við litlu miðflokk-
ana. Sagði Kinnock, sem var kjörinn
Ferdinand Marcos:
Erfingjar
krafiiir
um þýfi
Manila. Reuter.
STJÓRN Filippseyja hefiir fallið
frá ákærum á hendur Ferdinand
Marcosi, fyrrum forseta landsins,
sem lést í síðustu viku á Hawaii.
A hinn bóginn verða erfingjar
Marcosar krafnir um milljarða
Bandaríkjadollara sem forsetinn
og eiginkona hans, Imelda, eru
sögð hafa rænt með ýmsum hætti
frá Filippseyingum.
Dómari í málinu gegn Marcosi
sagði í gær að óviðeigandi væri að
halda áfram málaferlum gegn
„ákærða sem nú er horfinn á vit
hins ókunna."
Sálumessur eru sungnar að næt-
urlagi í auðu setri Marcosarhjón-
anna í Manila, forsetanum til heið-
urs. Stuðningsmenn hans vænta
þess að lík hans verði flutt til lands-
ins og hjátrúarfullir í þeirra röðum
trúa því að andi hans sé þegar kom-
inn heim. Blaðið Manila Bulletin
skýrði frá því á forsíðu í gær að
stórt, svart fiðrildi hefði sést flögra
um forsetasetrið daginn eftir að
Marcos lést og að lokum hefði það
sest á mynd af honum. Stjóm
Corazon Aquino forseta hefur neit-
að að Marcos fái leg í landinu þar
sem stjórnvöld óttast átök ef opin-
ber útför hans verður gerð. Imelda
Marcos grátbað í gær Aquino að
breyta ákvörðun sinni „til að stuðla
að friði og heiðri föðurlandsins."
Bretland:
Rottuplága
í ráðuneyti
St. Andrew’s. Frá Guðmundi Heiðari
Frímannssyni, fréttaritara Morgun-
blaðsins.
HLUTI starfsmanna breska
utanríkisráðuneytisins heíúr
hótað verkfalli vegna rottu-
plágu í húsakynnum ráðu-
neytisins.
í Cornwall House við Wat-
erloo í Lundúnum starfa um
150 manns á vegum utanríkis-
ráðuneytisins. Þeir segja að
rottur hlaupi um öll herbergi
hússins, spori skjöl og gögn og
dreifi flóm um alla bygginguna.
Nýlega varð að fjarlægja lif-
andi rottuunga úr mslakörfu á
einni skrifstofunni.
Yfirmenn ráðuneytisins hafa
enn sem komið er einungis við-
urkennt „tilvist nagdýrs" í hús-
inu og telja að byggingarfram-
kvæmdir á næstu lóð valdi
vandræðunum. Þeir hafa þó
látið prófa drykkjarvatnið.
Fyrr á þessu ári fluttu starfs-
menn viðskiptaráðuneytisins úr
þessari byggingu. Eftir það
urðu menn fyrst varir við rottur
í húsinu.
formaður flokksins fyrir sex árum,
að flokksheilsan væri nú betri en í
langan tíma en varaði menn við
andvaraleysi þrátt fyrir gott gengi
í skoðanakönnunum.
Kinnock hefur unnið að því hörð-
um höndum að stýra flokknum nær
miðju og með þeim árangri, að
landsþingið samþykkti nú með
miklum meirihluta að hætta að
krefjast einhliða kjarnorkuafvopn-
unar. Kinnock beið hins vegar ósig-
ur þegar hann beitti sér gegn til-
lögu um verulegan niðurskurð á
Ijárveitingum til varnarmála al-
mennt.
A flokksþinginu á mánudag var
kosin ný flokksstjórn og bar það
helst til tíðinda, að Ken Livings-
tone, sem er lengst til vinstri i
flokknum og hefur verið frammá-
maður hans í borgarstjórn Londons
var felldur úr flokksstjórninni. I
hans stað kom John Prescott, sem
fer með samgöngumál í skugga-
ráðuneyti Kinnocks, og hefur staðið
hægra megin við miðju í Verka-
mannaflokknum.
Sovétríkin:
Reuter
Biðraðir við bandaríska sendiráðið íMoskvu
MIKIÐ öngþveiti hefúr verið undanfarna daga
við bandaríska sendiráðið i Moskvu, þar sem
Sovétmenn hafa beðið í löngum röðum eftir
nýjum eyðublöðum til að sækja um heimild til
að flytja búferlum til Bandaríkjanna. A mynd-
inni, sem tekin var á mánudag, stingur Sovét-
maður slíku eyðublaði í kassa við sendiráðið.
Eyðublöðunum er ætlað að einfalda umsóknina
og stytta biðina við sendiráðið. Eftirspurnin
hefur þó verið meiri en gert var ráð fyrir og
mega margir Sovétmannanna búast við langri
bið þar sem skortur er á eyðublöðunum. Tals-
maður sendiráðsins sagði á mánudag að 30.000
eyðiblöðum hefði verið dreift og að 270.000 til
viðbótar yrði dreift eftir nokkra daga. Umsækj-
endur þyrftu hér eftir að senda eyðublöðin til
Washington, þar sem ákvörðun yrði tekin um
hvort þeir fengju að leita hælis í Bandaríkjun-
um. Ennfremur yrði reynt að fjölga þeim um
helming sem fengju viðtöl í sendiráðinu í
Moskvu. Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að
útvega 50.000 flóttamönnum frá Sovétríkjunum
samastað í Bandaríkjunum á næstu tólf mánuð-
um.
Verkföll bönnuð tímabundið
í tilteknum atvinnugreinum
Moskvu. Reuter, Daily Telegraph, dpa.
NEFND sovéskra þingmanna vísaði í gær frá tillögu stjórnvalda sem
kvað á um að verkíoll yrðu bönnuð næstu 15 mánuðina í Sovétríkjun-
um. Nefndarmenn lögðu á hinn bóginn til að ríkisstjórn Sovétríkjanna
yrði heimilt „að gripa tafarlaust til aðgerða" væri neyðarástand fyrir-
sjáanlegt á vettvangi efnahagsmála og síðar um daginn samþykkti
Æðsta ráðið að banna um hríð verkföll í tilteknum atvinnugreinum.
Síðar í vikunni munu þingmenn taka til meðferðar tillögu sem kveður
á um ótímabundið bann við verkföllum á tilteknum sviðum atvinnulífsins.
Lev Voronín, aðstoðarforsætisráð-
herra Sovétríkjanna, skýrði frá þess-
ari niðurstöðu er hann ávarpaði þing-
menn Æðsta ráðsins í gær. Kvað
hann fulltrúa hina ýmsu þingnefnda
hafa komið saman tii fundar og rætt
tillögu ríkisstjómarinnar fram eftir
nóttu. Niðurstaðan hefði orðið að sú
að leggja til að ríkisstjórninni yrði
fengin aukin völd í neyðartilvikum.
Æðsta ráðið samþykkti síðan að
banna um tíma verkföll flutninga-
verkamanna og starfsmanna m.a. í
orkuiðnaði og hvatti auk þess til
þess að reglu yrði komið á járn-
brautarsamgöngur í Kákasuslýðveld-
um Sovétríkjanna. Varríkisstjórninni
m.a. heimilað að senda hermenn á
vettvang til að tryggja flutninga á
nauðsynjum til Armeníu í gegnum
nágrannalýðveldið Azerbajdzhan en
þeir hafa legið niðri í rúman mánuð
vegna deilu lýðveldanna um yfirráð
yfir héraðinu Nagorno-Karabakh
Óttast viðbrögð
verkamanna
Tillaga ríkisstjórnarinnar um 15
mánaða verkfallsbann var lögð fram
á mánudag og þykir hún sýna ljós-
lega þær áhyggjur sem stjórnvöld í
Sovétríkjunum hafa _af verkföllum
verkamanna. í júlí og ágúst lögðu
um 250.000 kolanámumenn í Síberíu
niður störf til að mótmæla bágum
lífskjörum, matvælaskorti og óviðun-
andi aðstæðum á vinnustað. Verk-
fallsmenn stofnuðu sjálfstætt verka-
lýðsfélag til að fylgja kröfum sínum
eftir en stjórnvöld hétu því að auka
stórlega framboð á neysluvarningi.
Höfðu fréttaskýrendur ýmsir þá á
orði. að vandséð væri hvernig stjórn-
völd hygðust standa við gefin loforð.
Voronín sagði að tillagan um bann
Bretland:
Vextir óbreyttir þrátt
fyrir viðskiptahalla
St.Andrew’s, frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
STÖÐUGUR hefur verið þrýst á breska fjármálaráðherrann, Nigel
Lawson, að hækka grunnvexti eftir að tölur um viðskiptajöfiiuðinn,
sem birtust í síðustu viku, voru verri en búist hafði verið við. Þrýst-
ingnum mun tæpast linna fyrr en í lok þessarar viku.
Grunnvextir hafa verið 14% síðan
f maí á þessu árL í síðustu viku
voru birtar tölur um viðskiptajöfnuð
fyrir ágúst og reyndist hann vera
neikvæður um tvo milljarða sterl-
ingspunda.
Frá því upplýsingar þessar voru
birtar hefur Englandsbanki varið
einum til tveimur milljörðum punda
af gjaldeyrisvarasjóði ríkisins til að
halda gengi pundsins stöðugu. Eftir
að ljóst varð hve viðskiptajöfnuður-
inn var óhagstæður flæddu pund
inn á alþjóðlega gjaldeyrismarkaði
og allar iíkur á að . gengi þess
hríðfélli.
Margaret Thatcher forsætisráð-
herra hefur gefið Lawson ftjálsar
hendur með að gripa til aðgerða á
Ijármálamörkuðum til að halda
genginu stöðugu. Þau eru einnig
sammála um að grunnvextir séu
nægilega háir til að halda aftur af
verðbólgu.
Þrýstingurinn á að hækka vexti
stafar af því að þá myndi erlent
fjármagn streyma inn í landið og
styrkja stöðu pundsins. Vaxta-
hækkun yrði hins vegar mjög óvin-
sæl ráðstöfun og kæmi á óhentug-
um tíma fyrir ríkisstjórnina. Árleg-
ur fundur breska Verkamanna-
flokksins er nýhafinn og þing
Ihaldsflokksins hefst í næstu viku.
Hún ylli því einnig að vextir af
húsnæðislánum myndu hækka sem
myndi koma illa við stóran hluta
þjóðarinnar.
Talsmenn íjármálaráðuneytisins
segja að viðskiptahallinn versni
ekki úr þessu en íjármálasérfræð-
ingar eru á öndverðum meiði. Á
fimmtudag í þessari viku mun stjórn
Bundesbank, vestur-þýska seðla-
bankans, taka til athugunar hækk-
un á grunnvöxtum í Vestur-Þýska-
landi en slík hækkun myndi veikja
stöðu sterlingspundsins.
við verkföllum í 15 mánuði væri óþörf
með öllu þar eð fyrirsjáanlegt væri
að þingmenn myndu brátt þurfa að
taka afstöðu til tillögu sem kveður
á um algjört og bann við yerkföllum
á mikilvægustu sviðum atvinnulífs-
ins. Tillaga þessi var lögð fram á
þingi í sumar en samkvæmt henni
verður m.a. kolanámumönnum og
flutningastarfsmönnum bannað með
öllu að leggja niður vinnu. Virtur
hagfræðingur, Leoníd Albakín sagði
hins vegar að þingmenn hefðu óttast
harkaleg viðbrögð almennings og því
ákveðið að vísa tillögu ríkisstjórnar-
innar frá. Vændi hann þá um sýndar-
mennsku og ábyrgðarleysi
Launahækkanir
takmarkaðar
Stjórnvöld hafa á hinn bóginn
ákveðið að takmarka launahækkanir
næstu 15 mánuðina og tók sú
ákvörðun gildi um síðustu helgi, að
sögn breska dagblaðsins The Inde-
pendent. Launahækkanir verða tak-
markaðar við þijú prósent á þessu
tímabiii en verðbólga í Sovétríkjun-
um er nú á bilinu fimm til tíu pró-
sent. Er ákvörðun þessi liður í efna-
hagsáætlunum þeim sem Míkhaíl S.
Gorbatsjov Sovétleiðtogi kynnti fyrr
í þessum mánuði með þeim orðum
að þær yrðu bæði „þungbærar og
óvinsælar". Virðist svo sem hann
hafi reynst sannspár í þessu tilfelli
því verkalýðsleiðtogar í Leníngrad
eru þegar teknir að krefjast þess að
takmarkanir þessar verði afturkall-
aðar.
Fram tii þessa hafa sovéskir
verkamenn ekki haft verkfallsrétt
enda kveður stjórnarskrá Sovétríkj-
anna á um hinar ýmsu skyldur Sovét-
borgara og tilhlýðilegt „sósíaliskt
framferði". í ágústmánuði lagði
ríkisstjórnin hins vegar fram frum-
varp um takmarkaðan verkfallsrétt
starfsmanna í tilteknum greinum.
Verði frumvarp þetta að iögum verð-
ur leyfilegt að nýta verkfallsréttinn
í „algjörum neyðartilvikum" en
starfsmönnum í orku- og hergagna-
iðnaði verður m.a. óheimilt að beij-
ast fyrir bættum kjörum með þessum
hætti.