Morgunblaðið - 04.10.1989, Side 18

Morgunblaðið - 04.10.1989, Side 18
18 / MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1989 fltargisiiÞIafrtfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Hræðsla við ofbeldi og hlutverk lögregl- unnar Abaksíðu Morgunblaðsins í gær segir að ofbeldis- hneigð meðal unglinga sé áhyggjuefni forráðamanna fé- lagsmiðstöðva, grunnskóla og annarra sem meðal unglinga starfa. I fréttinni stendur meðal annars: „Forstöðumaður félag- smiðstövar í öðrum borgarhluta sagði að algjört ábyrgðarleysi einkenndi hinn hlutfallslega fá- menna hóp ofbeldisseggja. „Þeim virðist vera sama um allt, það er ekki hægt að höfða til neins í fari þeirra. Þeir beita ógnunum og hótunum. Hvorki foreldrar né krakkar þora að kæra eða ræða við foreldra þessara unglinga af ótta við hefndaraðgerðir.““ í þessum orðum felst meiri ótti en við eigum sem betur fer að venjast í samskiptum manna á meðal í landi okkar. Hann byggist á reynslu unglinga, sem hafa orðið fyrir barðinu á of- beldisseggjum. Stendur nú fyrir dyrum á vegum forsvarsmanna félagsmiðstöðva og skóla ásamt fólki úr ýmsum öðrum hópum að hittast til að undirbúa sér- staka herferð gegn ofbeldi sem ætlunin er að efna til í félag- smiðstöðvum og skólum. I sunnudagsblaði Morgun- blaðsins var nýlega gerð úttekt á ofbeldi í landinu og þar kom í ljós að langflestar líkamsárás- ir eiga sér stað í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Þeir sem standa fyrir þeim eru eldri unglingar og ungt fólk á aldrin- um 17-23 ára. I nær öllum til- vikum er um karlmenn að ræða en hlutur kvenfólksins felst meira í því að eggja menn til „dáða“, eins og það var orðað í sunnudagsgreininni. Þar kom einnig fram að lögreglan í Reykjavík hefði myndað starfs- hóp til að kanna þetta vanda- mál og leita leiða til úrbóta. Allt leiðir þetta hugann að því, hvort löggæsla sé næg og hvort skipulag lögreglumála sé með þeim hætti, að starf lög- reglunnar skili bestum árangri. Er ekki ástæða til að kanna, hvort sú ráðstöfun, sem gerð var 1972, að slíta tengsl milli lögreglu og sveitarfélaga, hafi verið rétt? Ætli það sé ekki til- tölulega auðvelt að færa rök að því, að störf lögreglunnar hafi fjarlægst sveitarfélögin um of eftir að þau hættu að hafa hönd í bagga með því að ráða lögreglumenn og greiða þeim laun? Víða um heim er algengt að löggæsla sé meira og minna í höndum sveitarfélaga en síðan sé einnig starfrækt ríkislög- regla. Fram til 1972 gilti sú skipan í Reykjavík að lögreglu- stjóri var skipaður af ríkinu og hafði með ráðningu lögreglu- manna að gera en borgarsjóður greiddi 80 til 90% af launum lögreglumanna og höfðu borg- aryfirvöld þannig töluvert um það að segja, hve margir störf- uðu í lögreglunni í Reykjavík. Nú er það alfarið undir dóms- málaráðuneyti og fjái-veitingar- valdi þess, Alþingi, komið hve lögreglumenn eru margir. Borgaryfirvöld höfðu ekki hús- bóndavald yfir lögreglumönn- um en borgarsjóð var unnt að dæma til að greiða skaðabætur, ef Iögreglumenn gerðust sekir um mistök í starfi. Mörg störf sem lögreglu- menn unnu áður eru nú í verka- hring einkaaðila, sem kaupend- ur þjónustunnar greiða, og má þar benda á fyrirtæki á borð við Vara og Securitas. Stuðla ferðir og eftirlit starfsmanna þeirra mjög að almennu öryggi til dæmis í Reykjavík. Önnur störf eru þess eðlis að með öllu er óeðlilegt að almennir borgar- ar vinni þau og þeir treysta sér alls ekki til þess eins og lýsing- arnar hér í upphafi sýna. Þar á lögreglan að láta að sér kveða bæði með því að leitast við að fæla menn frá því að beita of- beldi og einnig með því að taka á þeim sem gerast sekir um árásir á aðra. Hitt er svo annað mál sem hér kemur einnig til álita, að ríkisvaldið hefur alls ekki búið að lögreglunni sem skyldi. Á undanförnum árum hefur mannafli fremur dregist saman en aukist hjá lögreglunni í Reykjavík og á síðasta þingi sáu nokkrir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins sig knúna til að flytja stutta en skýra tillögu til þings- ályktunar: Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að grípa nú þegar til ráðstafana er fela í sér eflingu löggæslu í landinu. Um leið og tekið er undir þessa kröfu er hitt árétt- að, hvort ekki sé jafnframt tímabært að færa lögregluna aftur nær sveitarfélögunum, þótt yfirstjórn hennar verði áfram í höndum ríkisins. Fagna þGir a suiinu.dag? Fyrsta verk Þorsteins Pálssonar, er hann hafði verið kjörinn foi við Friðrik Sophusson, keppinaut sinn í formannskjörinu, í varaformannsembættið. Hér fagnaþeir Þo í embætti sín með miklum glæsibrag. Nú er bara spurningin hvort fógnuðurinn endurtekur sig á sunnv Landsfundur Sjálfstæðisflokksins: HAVÆRAR1 UMDAV FORYSTUHL Aöalátökin verða um stefnu í sjávarútvegs- og landbúnaðarm bœði íformanns- og varaformannskjöri — Margir vilja kjósa L LANDSFUNDUR Sjálfstæðisflokksins, sá 28. í röðinni, verð- ur settur, væntanlega við lúðrablástur í Laugadagshöllinni á morgun kl. 17. Það hefúr legið í loftinu að undanförnu að helstu átakamál þessa landsfúndar verða um framtíðar- stefnu flokksins í fiskveiðum og landbúnaði. Jafiiframt er búist við að kjördæmamálið og önnur ágreiningsmál þétt- býlis og dreifbýlis eigi eftir að koma upp á yfírborðið. Það hafa verið ákveðnar skoðanir uppi um það innan Sjálfstæðisflokksins allt síðastliðið ár og jafnvel lengur, að tímabært væri orðið að einhver endurnýjun ætti sér stað í forystuliði flokksins. Friðrik Sophusson, varaformaður flokksins, hefúr gegnt því embætti undanfarin átta ár, og formannsár Þorsteins Pálssonar eru orðin sex. Nú þykir ýmsum sem þeirratími, a.m.k. annars þeirra, sé útrunninn og að nýtt blóð þurfi að renna um forystuæðarnar. Búist er við því að skoðanaágreiningur um forystuliðið muni a.m.k. sýna sig í formanns- og varaformannskjöri með þeim hætti að frambjóðendurnir fái ekki jafhglæsilega kosningu og fyrir tveimur árum. Kannanir mínar hafa leitt í ljós að fjöldi sjálfstæðismanna hyggst veita Davíð Oddssyni at- kvæði sitt, ýmist við formanns- eða varaformannskjör nú á sunnudag. Þorsteinn segir um vangaveltur um upp- stokkun í forystulið- inu,„Ég er auðvitað ekki dómari í eigin sök, en það kemur hvorki mér né öðrum á óvart að mótlæti bitnar á forystu flokksins. Forystan á líka að bera þá ábyrgð sem mótlætinu fylgir.“ Friðrik tekur í sama streng og segir: „Frá síðasta landsfundi hafa margir hlutir gerst sem hafa breytt stöðu flokksins á ýmsa lund. Það varð klofningur, kosningar, stjórn- armyndun, stjórnarslit og nú er flokkurinn í stjórnarandstöðu við óvinsæla ríkisstjórn. Þetta hlýtur að setja mark sitt á landsfundinm og fundarstörfin. Kosningar formanns og varaformanns eru óbundnar. Það hefur oft gerst á landsfundi að full- trúar hafa látið álit sitt í ljós með atkvaðum sínum, þótt engin for- mleg framboð hafi komið fram. Það

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.