Morgunblaðið - 04.10.1989, Side 19

Morgunblaðið - 04.10.1989, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1989 19 hafi bitnað á formanninum að hann hefur ekki kunnað nógu vel að detta, eins og það heitir á íþróttamáli," segir hann. Það má rétt vera, en þó er óhætt að fullyrða að ókyrrð sú sem nú kann að ríkja í Sjálfstæð- isflokknum sé smávægileg, miðað við þau hrikalegu átök sem átt hafa sér stað á stundum á undanförnum áratug og gert það að verkum að hrikt hefur í undirstöðum Sjálfstæð- isflokksins. Beiskja og úlfúð heyra sögunni til og samkvæmt mínum upplýsingum hefur formaðurinn nú mun betri tök á þingflokki Sjálf- stæðisflokksins en nokkurn tíma áður. Hins vegar er meira kvartað undan sambandsleysi formannsins við ýmsa áhrifamenn innan flokks- ins en oft áður. Eftir að Þorsteinn baðst lausnar fyrir ríkisstjórn sína í september í fyrra og Steingrími Hermannssyni tókst að lemja saman þá ríkisstjórn sem nú situr, urðu raddir innan Sjálfstæðisflokksins nokkuð hávær- ar, þess efnis að við Þorstein einan væri að sakast. Hann hefði átt að geta haldið velli með réttum leik, en þess í stað hafi hann hrökklast frá. Það sem sjálfstæðismenn marg- ir sjá alvarlegast við stjórnarslitin fyrir einu ári, er að þar með hafi Sjálfstæðisflokkurinn rutt brautina fyrir þá vinstri stjórn sem nú situr og verk hennar, sem margir nefna voðaverk. Segja sjálfstæðismenn þessir því sem svo að Þorsteinn hafi fengið sín tækifæri og nú sé rétt að ný forysta komi til. Því er það hafi verið rétt ráðið að ganga ekki lengra. Reyndar tel ég að það hafi fremur mátt gagnrýna okkur fyrir að hafa gengið of langt til málamiðlunar í ríkisstjórninni undir mínu forsæti." Sjálfstæðismenn sem heyra til nánum samstarfsmönnum Þorsteins segja það óréttmæta ásökun að kenna honum einum um hvernig fór við stjórnarslitin í fyrra. Þeir full- yrða að þar hafi síður en svo verið um einleik formannsins að ræða, því hann hafi haft náið samráð við a.m.k. 10 manna forystukjarna Sjálfstæðisflokksins. Þar eru nefnd- ir til menn eins og samráðherrar hans þeir Friðrik Sophusson,_ Matt- hías A. Mathiesen og Birgir ísleifur Gunnarsson, Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokksins, og Halldór Blöndal, varaformaður hans, þing- maðurinn Matthías Bjarnason og borgarstjórinn Davíð Oddsson. Sam- ráð hans hafi því verið víðtækt og þessir menn og fleiri beri ábyrgð á þeim ákvörðunum sem þá voru tekn- ar með formanninum. Þetta sé stað- reynd, þó að sumir samráðsmanna hans vilji ekki axla ábyrgðina af samráðinu nú. Úr þessum hópi heyrist aftur á móti sjónarmið þess efnis að vart hafi verið um samráð að ræða í fyrrahaust. Málið hafi einfaldlega verið það að kallað hafi verið til fundar, þar sem frá því hafi verið greint að samstarfsflokkarnir hefðu tekið þá ákvörðun að hætta stjórnar- samstarfinu. Kosinn að honum forspurðum? Mikið er rætt um það að „shanghæja" Davíð Oddsson, borgarstjóra í Reykjavík, inn í embætti varaformanns á landsfiindin- um sem hefst á morgun. Margir telja tíma til kominn að Davíð hefji þátttöku í stjórn- málum á landsvísu og hafa því í hyggju að veita honum atkvæði sitt, ýmist við for- manns- eða varaformannskjör. jafnframt haldið fram að forysta flokksins sé of litlaus og dauf til þess geta viðhaldið því mikla fylgi sem flokkurinn nýtur samkvæmt skoðanakönnunum um þessar mundir. Höfum náð sáttum og flokkurinn er sameinaður Þorsteinn aftur móti sér stöðu Sjálfstæðisflokksins í dag í eftirfar- andi ljósi: „Það sem nú hefur gerst er að við höfum náð sáttum aftur. Flokkurinn er sameinaður á nýjan leik, eftir klofning og það hefur gerst undir minni forystu. Við vorum ekki tilbúnir til þess í fyrra að kaupa áframhaldandi stjórnarsamstarf með þátttöku í þeirri botnlausu milli- færslu og skattheimtu sem núver- andi ríkísstjórn fór út í. Ég tel að „Treystum okkar lilut í næstu kosningum" Þorsteinn og aðrir úr forystuliði og þingflokki Sj álf stæðisflokksins telja að sá stuðningur sem flokkurinn njóti meðal kjósenda sam- kvæmt skoðanakönn- unum sé tilkominn m.a. vegna þess að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi sýnt að hann var ekki tilbúinn að ganga inn á þá braut sem ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar valdi sér í sept- ember i fyrra. „Það bendir allt til þess að við munum treysta mjög hlut okkar í næstu kosningum, og í þessari stöðu göngum við til þessa landsfund- ar og þar á meðal for- ysta flokksins," segir Þorsteinn. Því hefur verið haldið fram af mörgum, að fylgi það sem Sjálf- stæðisflokkurinn virðist njóta nú, samkvæmt skoðanakönnunum, muni ekki skila sér í kosningum, að óbreyttu forystuliði flokksins. Formaður flokksins var spurður hvað hann teldi um slíkar fullyrðingar: „Það er nú svo með skoðanakannanir, að það er auðvitað alltaf einhver skekkja í þeim. Það sést ef farið er yfir skoðanakannanir frá fyrri tíð að þær hafa oft sýnt heidur meira fylgi, bæði í borgarstjórnar- og alþingiskosning- um, en við höfum fengið í kosning- um. Ef við miðum við þá könnun sem virðist hvað raunhæfust, kann- anir Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið, sem sýndi 44% fylgi og gæfum okkur að það væru 4-5% skekkjumörk í þeirri könnun niður á við, þá væru slík kosningaúrslit samt sem áður gífurlegur stjórn- málasigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá síðustu kosningum,“ segir Þor- steinn. Mikil óánægja með forystuna Athafnamaður úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins segir að al- mennt sé mikil óánægja með foryst- una innan flokksins, en menn greini AFINNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR er sjálfsagður réttur hvers og eins í óbundinni kosningu. Aðalatriðið er að sjálfstæðismenn standi saman sem samhent og sterkt afl að lokn- um landsfundi, þegar stefnan hefur verið mörkuð og forystan kjörin.“ Verður formaður við erfíðar aðstæður Þorsteinn Pálsson tekm- við for- mennsku í Sjálfstæðisflokknum í nóvember 1983, þegar flokkurinn er að komast út úr harðvítugum átökum, sem höfðu staðið allt frá kosningaósigri flokksins 1978, en einkum frá því að dr. Gunnar heit- inn Thoroddsen myndaði ríkisstjórn sína 1980, með stjórnarþátttöku sjálfstæðisþingmannanna Friðjóns Þórðarsonar og Pálma Jónssonar og stuðningi þingmannsins Eggerts Haukdal og hlutleysi Alberts Guð- mundssonar. Formaðurinn fékk í arf ýmis vandamál sem enn voru óútklj- áð og tengdust þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins sem höfðu verið að- ilar að ríkisstjórn dr. Gunnars Thor- oddsen og raunar ýmsum öðrum. Þá strax hófust vangaveltur þess efnis hvort það gæti ekki orðið hin- um unga formanni ofviða að leiða flokkinn út úr erfiðleikunum og ef það tækist, hvort það gæti ekki haft það í för með sér að formaður- inn sjálfur lægi í valnum. Þessi sex ár hefur mikið mætt á formanninum, en hæst ber áfallið þegar Albert Guðmundsson klauf Sjálfstæðisflokkinn og stofnaði Borgaraflokkinn árið 1987 og Sjálf- stæðisflokkurinn galt afhroð í þing- kosningum þá um vorið. Engin blúndubraut heldur vörðuð leggbrjótum Náinn' samstarfsmaður Þorsteins orðar það þannig að leið formanns- ins hafi síður en svo verið nokkur blúndubraut, heldur hafi hún verið vörðuð leggbijótum. „Kannski það 'tnaður Sjálfstæðisfiokksins í nóvember 1983, var að lýsa yfir stuðningi rsteinn og Friðrik á landsfundinuni 1987, eftir að hafa verið endurkjörnir Jdag. UDDIR IDÍ UTVERK álum — Davíö munfá mörg atkvœöi, )avíÖ varaformann, aö honumforspuröum hins vegar á um, á hvaða hátt eigi að taka á forystukreppunni. Það liggi ljóst fyrir að þeir Þorsteinn og Friðrik ætli að gefa kost á sér aftur á landsfundinum, og þá sé talið að menn muni styðja Þorstein. Þeir muni að minnsta kosti ekki beita sér gegn honum. Það sé á hinn bóg- inn mjög útbreidd skoðun að það sé hið versta mál, ef þeir báðir haldi áfram. Annar forystumaður úr Sjálf- stæðisflokknum er ekki að skafa utan af því og segir einfaldlega að formaðurinn og varaformaðurinn valdi ekki sínu verki og það telji hann fullreynt. Því sé bæði óhjá- kvæmilegt og nauðsynlegt að skipta um forystu í flokknum, bæði for- mann og varaformann. Því miður verði það væntanlega ekki á þessum landsfundi, en flokkurinn bíði eftir því að Davíð Oddsson taki við for- mennsku. Það er talsvert útbreitt viðhorf innan flokksins að rétt sé að „shang- hæja“ Ðavíð Oddsson í varaform- annsembættið (að kjósa hann vara- formann, að honum forspurðum). Davíð mun síður en svo hrifinn af slíkum vangaveltum, en talsmenn þess að gera hann að varaformanni segja sem svo að Davíð hafi haldið sig til hlés nógu lengi, hvað varðar afskipti af landsmálunum. Það kunni að stafa af pólitísku mati hans, en þeir telja að nú sé kominn tími til þess að Davíð komi að lands- málunum og varaformannsembæt- tið sé upplagður undirbúningsvett- vangur fyrir hann, áður en hann taki við Sjálfstæðisflokknum sem formaður. Sjálfstæðismenn virðast almennt líta á Davíð Oddsson sem framtíð- arformann Sjálfstæðisflokksins. Telja þeir að mjög mikilvægt sé að hann taki nú við varaformennskunni og komi þannig upp að hlið form- annsins. Davíð er sagður standa með öllu utan.við þær pólitísku und- iröldur sem nú eru í flokknum, hvað varðar ráðabrugg þess efnis að kjósa hann sem varaformann, enda mun þar ekki vera um neina skipulagða herferð að ræða, eftir því sem ég kemst næst. Miklu fremur hefur það komið fram í samtölum við fjöl- marga landsfundarfulltrúa, að þeir telji einfaldlega að þetta muni ger- ast. Á það er einnig bent að það myndi tvímælalaust styrkja formann flokksins, Þorstein Pálsson, ef Davíð lýsti því yfir á landsfundi að hann byði sig fram í varaformannskjör- inu. Þannig telja margir að friður myndi skapast um formanninn og hann hljóta glæsilegri kosningu fyr- ir bragðið. Auk þess benda þessir menn á að Sjálfstæðisflokkurinn væri í raun að taka meiri pólitíska áhættu, ef Davíð byði sig fram og næði ekki kjöri. Hann sé oddviti flokksins í Reykjavíkurborg, og borgarstjórnarkosningar standi fyrir dyrum næsta vor. Að fella hann, segja þeir mun meiri áhættu en að fella núverandi varaformann. Að- spurður um það hvort hann myndi hugsanlega bjóða sig fram til vara- formanns á landsfundinum, kvaðst Davíð ekkert hafa um það að segja að svo stöddu. Telja allt í lagi að kjósa Davíð að honum forspurðum Það er merkilega útbreidd skoðun innan ákveðins hrings í Sjálfstæðis- flokknum, að ekkert sé í rauninni athugavert við að kjósa Davíð Odds- son varaformann flokksins, nánast að honum forspurðum. Segja þessir menn að slíkt yrði fyrsta skref Davíðs á þeirri leið sem liggi til formannssætisins. Honum sé nauð- synlegt að treysta sambönd sín út um land allt, til þess að sjáifstæðis- fólk utan af landi sjái í honum form- annsefni heils, óskipts Sjálfstæðis- flokks, en ekki formannsefni Reykjavíkurveldis flokksins. Á þeim vettvangi eigi Davíð mikið starf óunnið og varaformennskan er sögð mundu nýtast honum vel til slíkra starfa. Á það er bent að viss hópur innan SJÁ BLS. 21

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.