Morgunblaðið - 04.10.1989, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1989
25
Þorvaldur Jóns-
son — Minning
Hinn 23. september síðastliðinn
lézt elzti íbúi Reykjavíkur, Þorvald-
ur Jónsson, sem iengi var tii heimil-
is að Miklubraut 64. Hann var á
105. aldursári þegar kallið kom og
hafði borið elliþungann svo vel að
aðdáun vakti þeirra sem þekktu til.
Þorvaldur Jónsson fæddist á
gamlársdag 1884. Foreldrar hans,
hjónin Jón Þorvaldsson
(1857—1941) og Ingibjörg Jó-
hannsdóttir (1858—1887) bjuggu í
Stapa í Tungusveit í Skagafirði
fram. Þar hafði faðir Jóns áður
búið og átt jörðina, Þorvaldur
Kristjánsson, hreppstjóra á Gili í
Borgarsveit, Ólafssonar, kvæntur
Helgu Jónsdóttur, en foreldrar
hennar voru Jón bóndi Jónsson á
Steiná í Svartárdal, mikill og merk-
ur barnakarl, og Ingibjörg Hrólfs-
dóttir, Þorsteinssonar frá Álfgeir-
svöllum, af ætt Hrólfs sterka Bjarn-
asonar lögréttumanns í beinan karl-
legg. — Ingibjörg í Stapa, móðir
Þorvalds, var dóttir Jóhanns Stef-
ánssonar á Ytri-Löngumýri í Svína-
vatnshreppi, Sveinssonar, og konu
hans, Vigdísar Guðmundsdóttur í
Haga í Grímsnesi, Tómassonar.
Ingibjörg var fædd í Fagranesi á
Reykjaströnd, en síðar bjuggu for-
eldrar hennar í Engihlíð í Langadal.
Jón og Ingibjörg í Stapa voru vel
metin í sveit sinni, en ekíd var þeim
skapað að eiga langa samfylgd, því
Ingibjörg lézt í janúarmánuði 1887,
tæplega þrítug. Þau hjónin höfðu
eignazt tvö börn önnur en Þorvald,
en bæði dóu komung.
Jón bjó áfram í Stapa eftir lát
konu sinnar og hafði hjá sér Þor-
vald son sinn. Hann kvæntist aftur
1890. Á þeim ámm lá berklaveiki
mjög í landi, og greip hún Jón í
Stapa heiftarlega, svo að honum
var tæpast hugað líf, en náði þó
heilsu eftir að tekinn hafði verið
af honum annar fóturinn fyrir ofan
hné. Það var Guðmundur Hannes-
son, síðar prófessor, sem hélt á
hnífnum og átti aðgerðin sér stað
heima í Stapa sumarið 1891. Jón
Þorvaldsson var hið mesta karl-
menni og hagur vel; smíðaði hann
sér sjálfur gervifót og komst undra-
vel af eftir atvikum. Hann bjó fram
að aldamótum í Stapa með seinni
konu sinni og börnum þeirra; varð
þá ekkill öðra sinni og gerðist hús-
maður, en var síðar lengi í heimili
hjá Þorvaldi syni sínum, svo og vin-
afólki hans.
Menn vildu létta undir með Jóni
bónda í Stapa eftir að hann fatlað-
ist. Því var það vorið 1892, að Jó-
hann P. Pétursson hreppstjóri á
Brúnastöðum, nokkram bæjarleið-
um framar í sveit, bauð honum að
taka Þorvald son hans á heimili
sitt. Það varð að ráðum og fór
Þorvaldur þá þegar að Brúnastöð-
um, kominn á áttunda árið. Hann
var mjög hændur að föður sínum
og kvaðst hafa verið heldur svona
framlágur er hann kom í hina nýju
vist. Er skemmst frá því að segja,
að hann óx upp á Brúnastöðum síð-
an, fór þaðan ekki fyrr en tvítugur
maður. Jóhanni hreppstjóra þótti
mikið varið í Þorvald bónda Kristj-
ánsson í Stapa og Hélgu konu hans
og hugði Þorvaldur Jónsson að það
hefði ásamt öðra stuðlað til þess
að honum var boðin vist á Brúna-
stöðum. Hann mælti í mín eyru:
„Einu sinni sagði Jóhann gamli við
mig: Þú þyrftir að líkjast honum
afa þínum. Hann gat búið alls stað-
ar. Það hefði verið sama þó hann
hefði verið settur á mel.“
Þegar Þorvaldur dvaldist á Brún-
astöðum bjó Jóhann P. Pétursson
með seinni konu sinni, Elínu Guð-
mundsdóttur frá Guðlaugsstöðum í
Blöndudal, föðursystur Guðmundar
prófessors, þess er að framan get-
ur. Þau hjón voru barnlaus en ólu
upp í langri búskapartíð sinni fleiri
böm heldur en Þorvald. Þar var þó
aldrei ýkja margt fólk á bæ og allt
í nokkuð gamaldags skorðum, en
„heimilið var ákaflega traust og
reglan alveg framúrskarandi“ sagði
Þorvaldur. Hann bjó þar sem aðrir
við allstrangan húsaga, þurfti mikið
að vinna, en þroskaðist vel að burð-
um, því hollan mat fékk hann í
svanginn. Helzt saknaði hann þess,
hve lítill gleðibragur var á heimilis-
lífinu, því ástríki var ekki sem
skyldi með hjónunum. Þau voru
ólík, en mikilhæf hvort á sinn hátt
og raungóð. Taldi Þorvaldur sér
happ, þrátt fyrir allt, að hafa alizt
upp í skjóli þeirra, lakari vist hefði
getað beðið hans annars staðar.
Nægur auður var í Brúnastaða-
búi, því Jóhann bóndi var einn rík-
asti maður héraðsins og gaf sig
mjög að fésýslu. Hann var valda-
mikill, fór með hreppstjórn nær
hálfa öld og fékk dannebrogsorðu.
En eigi var hann upp á bókina, eins
og sagt er, og kannski þess vegna
greiddi hann lítið götu Þorvaldar,
sem var námfús unglingur, til skól-
alærdóms. Hann nam ekki í upp-
vexti annað en lestur og skrift, ofur-
lítið í reikningi og kverið utan-
bókar. Aðallega var það Elín hús-
freyja sem kenndi honum að lesa,
því hún var langtum betur læs en
bóndi hennar. Skrift lærði Þorvald-
ur hins vegar mest af sjálfsdáðum
eftir að hann eignaðist forskriftar-
bók og rithönd hans varð með tím-
anum prýðisgóð. „Ég fór snemma
að skrifa“ sagði hann, „og hafði
mjög gaman af því, skrifaði oft á
svell með broddstaf." Hálfan mánuð
undir fermingu naut Þorvaldur
kennslu í heimaskóla á bæ einum
í sveitinni, „og ég man að mikið
langaði mig til að vera þar lengur"
sagði hann mér eitthvert sinn. Eft-
ir þetta sat hann aldrei nokkurn
dag á skólabekk.
Þorvaldur Jónsson fluttist frá
Brúnastöðum vorið 1904, en oft
kom hann þar síðar á ævi, enda
þótti honum að þar ætti hann dýpri
rætur en annars staðar fyrir norð-
an. Hann réðst nú í vinnumennsku
og um tíma lausamennsku, var
fyrst á Skíðastöðum í Lýtingsstaða-
hreppi, en fór 1906 að Vöglum í
Blönduhlíð og átti þar heimilisfesti
um sinn. Ekki sat Þorvaldur þó um
kyrrt á Vöglum, því hann gekk að
búnaðarvinnu vestur í Svínavatns-
hreppi tvö vor, og 1907-8 var hann
vetrarmaður í Holti í Svínadal hjá
Guðmundi bónda Þorsteinssyni,
föður Magnúsar ráðherra, líkaði sú
Fædd 16. september 1904
Dáin 26. september 1989
I dag, miðvikudaginn 4. október,
fer fram frá Norðfjarðarkirkju útför
Matthildar Guðrúnar Jóönnu Jóns-
dóttur. Hún lézt 26. sept. sl. á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Neskaupstað
eftir alllanga og í lokin stranga
legu.
Matthildur fæddist í Sandhúsi í
Mjóafirði þann 16. september 1904.
Foreldrar hennar voru Jón Jakobs-
son útvegsmaður og kona hans
Margrét Þórðardóttir. Matthildur
átti tvo bræður, Þórarinn tónskáld,
sem lézt árið 1974 og Borgþór, sem
nú dvelur á Fjórðungssjúkrahúsinu
á Neskaupstað. Matthildur ólst upp
í Mjóafirði hjá foreldrum sínum, en
um fermingu fluttist hún til Nes-
kaupstaðar og réðst í vist hjá hjón-
unum, Sigfríði og Páli Þormar. Jón
faðir Matthildar, lézt á miðjum
aldri, en Margrét fluttist til dóttur
sinnar á efri áram og lézt á heim-
ili hennar í hárri elli.
Matthildur var glæsileg stúlka.
Hún giftist 2. desember 1926, ung-
um, harðduglegum manni, Ölveri
Guðmundssyni, sem af áræðni og
atorkusemi réðst fljótlega í útgerð
vist stórvel og kunni frá mörgu að
segja þaðan.
Vorið 1908 fengu leiguábúð í
Hjaltastaðakoti (nú Grænumýri) í
Blönduhlíð hjónin Jóhann Hjálms-
son frá Kúskerpi og Stefanía Guð-
mundsdóttir, ágætt fólk að dugnaði
og myndarskap. Þorvaldur Jónsson
réðst til þeirra og tók senn við öllum
búsforráðum, því Jóhann Hjálmsson
var smiður góður og vann löngum
stundurn'að heiman fyrir bændur.
Árið 1911 gekk.Þorvaldur að eiga
einkadóttur þeirra hjóna í Hjalta-
staðákoti, Helgu, sem fædd var
1893. Hún bar nafn Helgu Þor-
valdsdóttur (skálds Böðvarssonar í
Holti), húsfreyju á Flugumýri; stóð
svo á því, að Stéfanía móðir hennar
dvaldist lengi ung á Flugumýri hjá
Helgu, sem þá var ekkja eftir Ara
Arason yngri, lærði margt gott og
nytsamt af henni og bar til hennar
þakkarhug æ síðan.
Þorvaldur hélt ekki fjáður út i
lífið þegar hann kvaddi Brúnastaði,
átti þó fáeinar skepnur. En efna-
hagur hans rýmkaðist ögn við það,
að þá fékk hann í hendur móður-
arf; munaði mest um andvirði
fjórðaparts í Stapajörð sem Jóhann
hreppstjóri seldi í hans nafni fáum
áram fyrr og lét ávaxtast. Upphæð-
in, 200 krónur, svaraði nokkurn
veginn til 20 ærverða, en einnig
má hafa til samanburðar, að árs-
kaup Þorvaldar í vinnumennskunni
á Skíðastöðum nam 100 krónum.
Kom hann nú betur undir sig fótun-
um, og í Hjaltastaðakoti kvað hann
að sér hefði búnast sæmilega. „Ég
hafði mikiu meira en kotið bar raun-
verulega“ og þakkaði hann það
ábúendum Hjaltastaða, sem höfðu
byggingarráðin, einkum þó Jóranni
og fiskverkun og gerðist einn af
athafnamestu framkvæmdamönn-
um Neskaupstaðar allt til dauða-
dags. Ölver var fæddur 6. apríl
árið 1900, í Vaðlavík, Norðfjarðar-
hreppi. Hann var sonur hjónanna
Guðmundar Magnússonar, bónda í
Vaðlavík og konu hans. Sólveigar
Benjamínsdóttur. Ölver lézt árið
1976.
Matthildur og Ölver hófu búskap
í litlu húsi sem heitir Freyja og enn
stendur. Þar hafði Ölver áður búið
foreldram sínum heimili. Þau
bjuggu hjá syni og tengdadóttur á
meðan þau lifðu. I þessu litla húsi
smástækkaði fjölskyldan. Varð þar
fljótt þröng á þingi, því börnunum
fjölgaði. Afkoma heimilisins byggð-
ist á gjöf Njarðar, en oft var öðram
rétt hjálparhönd og fleiri munnar
mettaðir en fjölskyldunnar. Matt-
hildur hafði nóg að gera, eins og
sjá má, en hún var með afbrigðum
dugleg og gekk að og leysti öll sín
verk með stakri prýði.
Þegar börnin þeirra vora orðin
tíu, réðust þau hjónin, af stórhug
í að kaupa eitt glæsilegasta hús
bæjarins í þá tíð, Þórsmörk. Þar
fæddist þeim ellefta og síðasta barn
þeirra. Var nú orðið rýmra um hina
húsfreyju Andrésdóttur frá Stokk-
hólma, sem Þorvaldur bar á mikið
lof fyrir mannkosta sakir.
Árið 1921 færði Þorvaldur bú
sitt vestur fyrir Vötn, að ípishóli.
Sú jörð er nú í eyði. Þar bjó langa-
langafi hans um tíma, Hrólfur Þor-
steinsson. „ípishóll var sérstaklega
góð beitaijörð“ mælti Þorvaldur,
„en í Hjaltastaðakoti var meiri og
betri útheysskapur. Óttalegar
engjaberjur á ípishóli, en heimatún-
ið skárra þar en í Hjaltastaðakoti."
Þorvaldur brá búskap á ípishóli
1928, því kona hans var ekki heilsu-
hraust og fluttust þau til Sauðár-
króks. Þar andaðist Helga Jóhanns-
dóttir í júnímánuði 1944, fimmtug
að aldri. Hún var „gáfuð kona og
vel látin“ ritaði merkur maður sem
kynntist henni.
Helgu og Þorvaldi fæddust þijú
börn, sem öll lifa föður sinn. Þau
eru: Ingibjörg (f. 1913), átti Ólaf
Jónsson vélstjóra á Akureyri, sem
nú er látinn; Jón (f. 1915), hús-
gagnasmiður í Reykjavík, kvæntur
Guðnýju Einarsdóttur frá Þórodds-
stöðum í Ölfusi; Oddný (f. 1919),
áður búsett á Sauðárkróki, nú í
Reykjavík, gift Hólmari Magnús-
syni húsasmið frá Sauðárkróki.
Barnabörn Þorvaldar urðu fimm og
hann eignaðist barnabarnabama-
börn.
Þorvaldur Jónsson gerðist dag-
launamaður þegar hann fluttist á
mölina. Kreppan fór í hönd og oft
var lítið að starfa á Sauðárkróki.
Hann sótti því atvinnu mjög mikið
annað, kvaðst hafa unnið heima
aðeins þijú sumur alls þá tvo ára-
tugi sem hann bjó í kauptúninu.
Frá 1940 starfaði Þorvaldur fjórtán
ár samfellt í þjónustu vitamála-
stjórnar, fyrst við vitabyggingar hér
og þar um land, síðar við afgreiðslu
í birgðageymslu stofnunarinnar í
Reykjavík. Eftir það var hann m.a.
um tíma birgðavörður hjá fyrirtæki
Kristjáns Kristjánssonar í Reykja-
vík. Hann gekk til vinnu sinnar allt
fram á haustið 1964, þegar hann
skorti fáa mánuði í áttrætt. Þá loks
fannst honum mál til komið að
hvíla sín sterku bein.
Árið 1948 fluttist Þorvaldur bú-
ferlum til Reykjavíkur ásamt
Oddnýju dóttur sinni og manni
hennar. Seldu þeir tengdafeðgar um
leið húseign sem þeir áttu á Sauðár-
króki og festu í staðinn sameigin-
lega kaup í íbúð að Miklubraut 64.
Þar var Þorvaldur síðan til húsa
meðan ævin entist. Öldungurinn
hafði orð á því við mig þakklátum
huga, að allir vandamenn væra sér
góðir og ræktarsamir og væri ást-
stóru og dugmiklu fjölskyldu, en
auk þess, sem svo oft áður, var
stundum skotið skjólshúsi yfir nána
ættingja.
Börn Matthildar og Ölvers eru:
Sólveig, fædd 11.1. 1927, gift
Bjarna Jónssyni; Þau era búsett í
Bandaríkjunum; Margrét fædd
14.2. 1929, en hún lézt árið 1976;
Jón, f. 20.4. 1930, kvæntur Unni
Sigfinnsdóttur, búsett á Neskaup-
stað; Guðmundur f. 7.7.1931, hann
lézt 1985; Olga f. 3.10. 1933, gift
James LaMarche, búsett í Banda-
ríkjunum; Þráinn, f. 3.3. 1935,
kvæntur Kristrúnu Kristinsdóttur,
búsett í Rvík; Magnús, f. 29.7.
1937, búettur í Hafnarfirði; Þóra,
f. 3.8. 1939, gift Ólafí Thoraren-
Minning:
Matthildur Jónsdótt-
ir frá Neskaupstað
samlega að sér hlúð á heimili dótt-
ur og tengdasonar. Alúð þeirra
hjóna við hann leyndi sér ekki held-
ur þegar maður leit þar inn, til að
mynda á afmælisdegi Þorvaldar,
sem bar upp á gamlársdag eins og
áður getur. Þá var honum haldíif
hveiju sinni rausnarleg veizla sem
oft hófst fljótlega upp úr hádegi
og stóð fram á nótt. Þar komu sam-
an skyldmenni og gamlir vinir og
kunningjar, og var glatt á hjalla.
Ég man Þorvald Jónsson frá því
er hann bjó á Sauðárkróki, sá harin
þá oft, meðalmann á hæð og svar-
aði sér vel, prúðmannlegan og
fijálslegan í framgöngu, og þótti
mér maðurinn allur sérlega geð-
þekkur. Hann var nokkuð stórskor-
inn í andliti, bláeygur, hárið ljós-
skolleitt, gekk með yfirskegg
og var rauðleitt skeggið. En ekki
kynntist ég Þorvaldi persónulega
fyrr en hann hafði tvo vetur um
áttrætt. Þá bar ég mig eftir honum
vegna áhuga míns á gömlum dögum
í Skagafirði. Hann lét ekki á sér
standa. Og er skjótast af því að
segja að ég settist að fótskör hans.
Árin sem í hönd fóru sagði hann
mér frá ótalmörgu sem hann mundi
frá fyrri hluta ævi sinnar og skráði
ég það mér til skemmtunar jafnóð-
um. Fæst af því hefur enn birzt
annað en lýsingar á Jóhanni hrepp-
stjóra og Elínu konu hans á Brúna-
stöðum, sem og heimilisbrag þar;
það efni hagnýtti ég óspart í þætti
sem prentaður hefur verið, og væri
þunnur fiskurinn í honum ella. Þor-
valdur hafði yndi af því að rifja upp
liðna tíð og var mjög skemmtilegur
sögumaður, minnugur, orðheppinn
og kíminn, með öllu laus við karla-
grobb og önnur merkilegheit.
Þótt mér fyndist heldur en ekki
gaman að fróðleik Þorvaldar, var
mér ekki minni ánægja í að kynn-
ast honum sjálfum. Hann var jafn-
lyndur maður og glaðsinna, aldrei
með útásetningar, agg og nöldur,
virtist beinlínis hafa tamið sér
forðast það. Biturleiki festi engar
rætur í fari hans, þrátt fyrir upp-
vöxt sem varð honum ekki að öllu
leyti skapfelldur. Hann lifði hið
langa ævikvöld sitt óvílsamur og
því dettur mér í hug vísa eftir
Gísla Ólafsson frá Eiríksstöðum:
Aldrei þurfa að óttast kvðld,
aldursmörk þó finni,
þeir sem hafa hreinan skjöld
haft frá æsku sinni.
Þorvaldur Jónsson var borinn til
grafar við hlið konu sinnar í Sauðár-
krókskirkjugarði 30. september síð-
astliðinn. Blessuð sé minning hans.
Hannes Pétursson
---------------------------------
sen, búsett á Seltjamarnesi; Lovísa,
f. 13.9.1940, gift Garðari Halldórs-
syni, búsett í Rvík; Þórarinn f.
28.10. 1941, kvæntur Sigríði Gunn-
arsdóttur, búsett á Neskaupstað,
og Sigurður f. 13.2. 1943 búsettur
á Neskaupstað. Barnabömin era
tuttugu og barnabarnabörnin era
orðin tuttugu og eitt.
Matthildur varð fyrir þeirri
ógæfu að fá lömunarveiki árið
1947, sem háði henni mjög alla tíð
síðar. Þrátt fyrir þessi veikindi sín
og önnur síðar, kvartaði þessi heið-
urskona aldrei nokkurn tímann og
sinnti sínum verkum af stakri ró
og dugnaði á meðan hún gat. Fýfir
tveimur áram var heilsu hennar
þannig komið, að sjúkravist var
óumflýjanleg og átti hún ekki aftur-
kvæmt þaðan. Tíu dögum áður en
hún lézt, á áttatíu og fimm ára
afmælinu, sagðist hún hafa það
ágætt og ekki hafa yfir neinu að
kvarta, þó var auðséð að hún var
sárþjáð. Þessi ummæli lýsa vel hug-
prýði Matthildar, sem veigraði sér
við að ónáða starfsfólk sjúkrahúss-
ins nema í ítrastu neyð. Skal hér
notað tækifærið og færðar þakkir
þeim læknum og starfsfólki sjúkra-
hússins, sem stunduðu hana.
Hún var alla tíð miðpunktur hinn-
ar stóra fjölskyldu, og var elskuð
og dáð af öllu sínu fólki sem og
öðram, er henni kynntust.
Ég kveð elskulega tengdamóður
mína með þakklæti fyrir vináttu og
hlýjar móttökur alla tíð og bið
henni blessunar Guðs á nýrri lift,-
braut. Blessuð sé minning hennar.
Ólafur Thorarensen