Morgunblaðið - 04.10.1989, Side 34

Morgunblaðið - 04.10.1989, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1989 SKIÐI Fimm felog hafa sam- einast um Fimm félög innan Skíðaráðs Reykjavíkur hafa sameinast um þjálfun allra flokka 13 ára og eldri í alpagreinum í vetur. Sigurður H. Jónsson, skíðakappi frá Ísafírði, mun hafa yfir- umsjón með þessari þjálfun. Sigurður Jónsson sagði í við- tali við Morgunblaðið að með þessari sameiningu væri verið að vinna að markvissari þjálfun en áður hefur þekkst hér, þar sem hver einstaklingur fær með- höndlun við sitt hæfi. „Félögin munu sjálf sjá um þjáifun yngstu aldursflokkanna, en þjálfunin verður sameiginleg í flokkum þrettán ára og eldri. Við reiknum með að hóparnir geti æft á öllum skíðasvæðunum í Reykjavík þar sem aðstæður er bestar hveiju sinni,“ sagði Sigurður. Félögin fimm sem hafa sam- einast um þjálfun í vetur eru: Áramann, KR, ÍR, Víkingur og Fram. Gert er ráð fyrir að sjö þjálfarar verði ráðnir, auk Sig- urðar sem hefur yfirumsjón með starfinu. Þrekæfingar eru þegar hafn- ar og sjá þau Inga Traustadótt- ir,Ásgeir Magnússon og Sigurð- ar Jónsson um þær. HANDKNATTLEIKUR Bredemay- er vildi fá Héðin til Diissel- dorf - en Héðinn sagði hins vegarnei, takk HORST Bredemayer, þjálfari vestur- þýska landsliðsins í handknattleik vildi ólmur fá Héðin Gilsson, FH-ing, til liðs við Turu Dusseldorf fyrir nýhafið keppn- istímabil íVestur-Þýskalandi. Bredemayer, sem þjálfar úrvalsdeildarlið Diisseldorf auk landsliðsins, var með v- þýska unglingalandsliðinu á heimsmeistaramót- inu á Spáni fyrir skömmu, en þar fór Héðinn einmitt á kostum, og var með markahæstu mönnum. Liðunum í vestur-þýsku úrvalsdeildinni er leyfilegt að nota einn erlendan leikmann. Tékk- neski markvörðurinn Michael Barda er í herbúð- um Diisseldorf, en hann meiddist nýverið og því vildi Bredemayer næla sér í annan útlend- ing. Héðinn sagði hins vegar nei, takk. Hann verður að sjálfsögðu á fleygiferð með FH-ingum í vetur, og mun ekki hugsa sér til hreyfings fyrr en í fyrsta lagi eftir þetta keppnistímabil, enda heimsmeistarakeppnin í Tékkóslóvakíu framundan, í febrúar, og undirbúningur fyrir hana því í algleymingi í vetur. ■íáKlA afi fis Héðinn Gilsson afþakkaði boð um að leika með Diisseldorf í Vestur-Þýskalandi. HANDKNATTLEIKUR Skrifstofutækni T Ölvufræðslunnar Þú stendur betur að vígi að loknu hagnýtu námi Með námi í skrifstofutækni nærð þú góðum tökum á tölvum og notkun þeirra. Þú kynnist bókfærslu, stjórnun og fleiri viðskiptagreinum, rifjar upp ýmislegt í íslensku og færð góða innsýn í viðskiptaensku. Námið tekur 3-4 mánuði og að því loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknir. Þú getur valið um morgun-, eftirmiðdags- eða kvöldtíma. Við bjóðum upp á afar hagstæð greiðslukjör. Innritun er þegar hafin. Hringdu strax í síma 687590 og við sendum þér bækling um hæl. Tölvufræðslan Borgartúni 24, sími 687590 Evropukeppmn Fyrri leikirnir í Evrópukeppni félagsliða í handknattleik fóru að mestu fram um sfðustu helgi. Urslit voru Keppni meistaraliða VSC Kosice (Tékkósl.) - CSKA Sofia (Búlg.)21:16 Chromos (Júgósl.) - Pogon (Póllandi)....29:20 BK-46 Karis (Finnl.) - Stavanger (Nor.).30:25 Helsingör (Dan.) - Esehois (Lux.).30:11/30:17 Haka Emmen (Hollandi) - Essen.....17:26/18:25 Ortigia (Ítalíu) - Arselik Istanbul (Tyrkl.).30:18 Barcelona (Spáni) - Lissaboa (Portúgal).28:17 Sporting (Belg.) - Volksbank (Austurr.).22:17 Rada ETO (Ungveq'al.) - Filippos (Grikkl.) ..33:15 Amicitia Zúrich (Sviss) - Manchester Utd 41:12 Keppni bikarhafa HC Herstal (Belgíu) - Aaismeer (Hollandi) ..23:20 Red Boys (Lux.) - Gummersbach ....15:30 / 9:23 Hapoel (ísrael) - Sporting Lissabon (Port.) ...40:24 Grasshoppers (Sviss) - Biskuileri (Tyrkiandi)35:20 sem hér segir: Stjjmian — Drott (Svíþjóð)..........14:23 Ionikos (Grikkl.) - AELLimasson (Kýpur)....32:21 Cocks Riihimaki (Finnl.) - Wybrzeze (Pól.) ...17:18 Forst Brixen (Italíu) - Waagner (Austurr.) ...21:19 Medvescak (Júgósl.) - Empor (A-Þýskal.) ....33:31 Dinamo Astr. (Sov.)-Dimitrov (Búlg.) 37:25/36:26 Bramac (Ungveijal.) - Bratislava (Tékkósl.).23:18 UEFA-keppnin USM Gagny (Frakkl.) - Initia (Belgíu)........29:23 Kiel (V-Þýskal.) - Kwantum (Hollandi)........33:15 Diekirch (Lux.) - 1K Savehof (Svíþjóð).......20:29 Halkbank (Tyrkl.) - Prowerb (Austur.)........25:22 BSV Bem (Sviss) - FC Porto (Portúgal)........26:23 Balkan (Búlg.) - Proleter (Júgósl.)............27:21 Dukla Prag - Banyasz Tatabanya ..............38:25 Elvetia (Grikkl.) - Philips College (Kýpur)..40:20 Hapoel (ísrael) - Cividin Triest (Ítalíuj....20:20 Laugardagur kl. 13:55 40. LEIKV IKA- 7. ok A, 1989 « m wá Leikur 1 Blackburn - Middlesbro Leikur 2 Bradford - Briqhton Leikur 3 Hull - Swindon Leikur 4 Ipswich - Newcastle Leikur 5 Oldham - Barnsiey Leikur 6 Oxford - Portsmouth Leikur 7 Plymouth - Stoke Leikur 8 Port Vale - Leicester Leikur 9 Sunderland - Bournemouth Leikur 10 Watford - W.B.A. Leikur 11 West Ham - Leeds Leikur 12 Wolves - Sheff. Utd. Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN s. 991002 Ath. Tvöfaldur Pottur! itoúm FOLK m LASZLO Nemeth, ungverski körfuknattleiksþjálfarinn hjá KR, fékk ekki að fara með liðinu til Englands í gær, en KR leikur síðari leik sinn gegn Hamel Hempstead í Evrópukeppninni í London á morgun, fimmtudag. Ekki tókst að fá vegabréfsáritun fyrir Nemeth til Bretlands í tæka tíð. KR-ingum tókst hins vegar að fá vegabréfs- áritun hjá breska seniráðinu í gær- kvöldi og fer hann því væntanlega til London í dag og stjórnar liðinu á morgun. ■ BIRGIR Guðbjörnsson, sem þjálfaði KR, fyrir tveimur árum í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, fer til Bandaríkjanna í næstu viku. Bill Foster, sem var með þjálfara- námskeið hér á landi í sumar, bauð Birki á námskeið í Chicago. Kenn- arar á námskeiðinu eru þekktir þjálfarar frá Bandaríkjunum. m SIGURJÓN Kristjánsson, knattspyrnumaður úr Val er stadd- ur í Belgíu í herbúðum 2. deildar- liðsins FC Boom. Svo getur farið að Sigurjón geri níu mánaða leigu- samning við félagið. ■ EYJÓLFUR Sverrisson, landsliðsmaður í knattspyrnu úr Tindastóli, mætti á sína fyrstu æfingu hjá VfB Stuttgart í Vest- ur-Þýskalandi á mánudag. Hann verður hjá félaginu um tíma; a.m.k. fram að leik Islands og Hollands 10. október, en sá leikur er liður í Evrópukeppni U-21 landsliða. Blað- ið Bild sagði frá því í gær að ungur Sigurvinsson væri kominn í her- búðir Stuttgart. ■ ÓLAFUR Þórðarson, Brann og Kristinn R. Jónsson, Fram, verða eidri leikmenn 21 árs lands- liðsins í knattspyrnu sem leikur gegn Hollendingum ytra 10. okt- óber. Þeir léku báðir með í sigur- leiknum gegn Finnum á Akureyri í september. ■ ÞÓRIR Jónsson, FH, hefur verið kjörinn formaður félags fyrstu deildar félaga í knattspyrnu. Gunn- ar Orn Kristjánsson, Víkingi og Sigurður Arnórsson, Þór eru með honum í stjórn félagsins. m SIGURÐUR Sveinsson gerði tjögur mörk fyrir Dortmund er lið- ið tapaði fyrir Göppingen á úti- velli, 19:17, í fyrstu umferð vestur- þýsku 2. deildarinnar í handknatt- leik á sunnudaginn. Bjarni Guð- mundsson og félagar í Wanne- Eickel töpuðu fyrsta leik sínum í vestur-þýsku úrvalsdeildinni fyrir Göppingen, 24:22. ('þpkp11 ÍTÖLSK V I K A í KRINGLUNNI 28. sept. - 7. okt. Italskar vörurAfTískusýningar Tónlist B3 Kaffihús BB ítalskur matur#^ Ferðakynningar BE B3Getraun, vinningur: ferð fyrir tvo til Ítalíu BJB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.