Morgunblaðið - 04.10.1989, Qupperneq 36
Höföar til
.fólks í öllum
starfsgreinum!
FÉLAG FÓLKSINS
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1989
VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Ofbeldismál unglinga:
Sjaldnast kært
'til lögreglunnar
„MÁL af þessu tagi hafa yfirleitt ekki verið kærð til lögreglunnar,"
sagði Omar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn aðspurður
um afskipti lögreglu af ofbeldisverkum unglinga í hinum ýmsu borg-
arhverfum. „Folk hefiir yfirleitt ekki vakið athygli okkar á þessum
atvikum en við erum okkur þó meðvitandi um þessa þróun, sem er
mikið áhyggjuefhi."
Ómar Smári sagði að lögreglan
hefði orðið vör við að átök og árás-
ir unglinga væru að verða harð-
skeyttari og aðferðirnar illvígari en
áður hefði þekkst. Þetta kæmi til
Ríkið kaupir
Dansstúdíó
Sóleyjar
íslenski dans-
flokkurinn flyt-
ur í húsið
RÍKISSJÓÐUR gekk í gær frá
kaupum á húsi Dansstúdíós
Sóleyjar á Engjateigi 1 _ í
Reykjavík undir starfsemi Is-
lenska dansflokksins, sem
búið hefur á undanfornum
árum við þröngan kost í Þjóð-
leikhúsinu.
Að sögn Svavars Gestssonar
menntamálaráðherra eru hug-
myndir um stofnun listaháskóla
ekki úr sögunni með þessum
kaupum, en ráðherra hyggst á
þingi í vetur leggja fram frum-
varp um listaháskóla. Húsnæðið,
sem nú væri verið að kaupa,
væri fyrst og fremst fyrir ís-
lenska dansflokkinn og ballett-
skólann.
Sóley Jóhannsdóttir, sem
ásamt bræðrum sínum Pétri og
Helga Jóhannssonum, rekur
Dansstúdíóið, mun halda rekstr-
inum áfram af fullum krafti.
Fyrirtækið mun leigja helming
hússins af ríkinu undir starfsemi
sína næstu fimm árin. Húsið er
rúmlega tveggja ára, en það er
á þremur hæðum, alls um 1.600
fermetrar að stærð. Iivorugur
aðilinn vildi tjá sig um kaupverð
hússins.
til dæmis fram í miðbæ Reykjavíkur
um helgar, þar sem unglingar úr
öllum borgarhverfum söfnuðust
saman.
Hann sagði að lögreglan myndi
eiga aðild að fundi ýmissa skóla-
manna, starfsmanna félagsmið-
stöðva og annarra áhugamanna um
undirbúning átaks gegn ofbeldi
meðal unglinga og hefði hug á að
aðstoða við framkvæmd þess eftir
megni. Fundurinn verður haldinn í
dag. „Við höfum viljað leita eftir
samstarfi við félagsmála- og skóla-
yfirvöld um þessi mál og ég tel að
samvinna okkar við þessa aðila
geti skilað miklum árangri ef kraft-
arnir verða samstilltir,“ sagði Ómar
-Smári Ármannssqn. Hann sagði að
lögreglan hefði hug á að taka þátt
í samstarfi við þessa aðila, sem
metið væri að gæti skilað árangri,
af öllum mætti eftir því sem fjár-
hagsramminn leyfði.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Einar Bergmundur og Einar Sverrisson, rafeindavirkjar í RSÍ og starfsmenn á aðalstjórn útsendingar
Ríkissjónvarpsins, reyndu í gærkvöldi að komast inn í hús sjónvarpsins við Laugaveg 178 til að ræða
við félaga sína sem eru félagar í BSRB, en var meinaður aðgangur. Lyklar þeirra gengu heldur ekki
að skránni, þar sem skipt hafði verið um hana. Rafeindavirkjum var einnig meinaður aðgangur að út-
varpshúsinu í gærkvöldi.
Aukin harka færist í deilu rafíðnaðarmanna og rikisins:
Meint verkfallsbrot rædd á
miðstj órnarfúndi ASÍ í dag
RIKISUTVARPIÐ vísaði í gær á
bug endurskoðun á undanþágum
frá verkfalli sem það hafði fengið
frá Rafiðnaðarsambandi Islands til
útsendinga og vísaði til álitsgerð-
ar embættis ríkislögmanns um
ólögmæti verkfallsins með tilvísan
til laga um verkfall opinberra
starfsmanna nr. 33/1915. Yfir-
menn hjá sjónvarpinu og rafeinda-
virkjar innan BSRB unnu í gær-
kvöldi nauðsynleg störf vegna út-
sendinga, en af um 60 rafeinda-
virkjum hjá RUV eru um 40 í RSI
og um 20 í Starfsmannafélagi sjón-
varps. Magnús Geirsson, formaður
RSÍ, sagði að málið yrði tekið upp
á miðstjórnarfundi Alþýðusam-
bands íslands í dag. Á miðnætti í
kvöld er vika síðan verkfallið
hófst, en ekkert hefur miðað til
samkomulags.
Magnús Geirsson sagði að álit
ríkislögmanns feldi í raun í sér að
ekkert alþýðusambandsfélag hefði
haft verkfallsrétt hjá opinberum fyr-
irtækjum eða sveitarstjórnum. Hing-
að til hefði verið talið að í því að
óska eftir undanþágu fælist viður-
kenning á viðkomandi verkfalli. „í
hinu orðinu bera þeir fyrir sig af-
gömul lög og það er líka spurniiig
hvort seinni tíma lög eru öll ógild,“
sagði Magnús.
Verð á síld til söltunar og
frystingar hækkar um 20%
Osamið um sölu síldar til Japans og Sovétríkjanna
VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegsins hefur samþykkt 20% hækkun á
verði síldar til frystingar og söltunar frá því verði, sem gilti á síðustu
vertíð. Hækkun dollarsins gagnvart krónunni sama tímabil er ná-
lægt 24%. Hvorki hefúr verið samið við Japani sem kaup á frystri
síld né við Sovétmenn um kaup á saltsíld. í báðum tilfellum er líklegt
að einhver verðlækkun verði í dollurum talið.
Samkvæmt ákvörðun Verðlags-
ráðsins mun hvert kíló af stærstu
síldinni nú kosta 10,70 krónur.
Annar stærðarflokkur kostar 9
krónur og sá þriðji 5. í fyrra voru
greiddar 8,90 krónur fyrir stærstu
síldina, 7,50 fyrir annan flokkinn
og 4,20 fyrir þann þriðja. Sé síldin
^<seld í kössum eða körum og hæf
"■.til vinnslu skal greiða 10% ofan á
verðið, en það er uppsegjanlegt frá
og með fyrsta nóvember næstkom-
andi með viku fyrirvara.
Samingar um sölu freðsíldar til
Japans ganga hægt fyrir sig. Jap-
anir hafa farið fram á lækkun
verðsins frá í fyrra í jenum talið,
en það þýðir umtalsverða lækkun í
dölum talið. íslenzku útflytjendurn-
ir hafa því gert Japönum ákveðið
tilboð um hækkun verðsins talið í
jenum. Við það situr nú, en gengið
hefur verið frá öðrum skilmálum
mögulegs samnings. Samningar um
sölu freðsíldar á markaði Evrópu
standa einnig yfir og þar er talið
að náist að semja um nær óbreytt
verð í gjaldmiðlum viðkomandi
kauplanda. Það þýðir töluverða
hækkun í íslenzkum krónum, en
framleiðslukostnaður og hráefnis-
verð hefur hækkað mikið milli ver-
tíða.
Talið er að markaður fyrir frysta
síld af því tagi er hér veiðist sé
5.000 til 6.000 tonn í Japan. Birgð-
ir slíkrar síldar eystra nú eru um
1.500 tonn og veikir það samnings-
stöðu okkar nokkuð. Verð á þessari
síld var á síðasta ári 850 dollarar
fob fyrir tonnið. Miðað við það var
verð á síldinni í Japan 110 yen á
kíló. Miðað við sama verð í dollurum
nú, yrði verð til Japana 125 jen og
þá hækkun telja þeir sig ekki geta
tekið á sig. Gengi hefur breytzt
þeim í óhag, en okkur í hag og því
er talið að báðir verði að gefa eitt-
hvað eftir.
Formlegar samningaviðræður
um sölu saltsíldar til Sovétríkjanna
eru enn ekki hafnar, enda hafa þær
yfirleitt dregizt á langinn. Þar er
um að ræða samninga um afhend-
ingu á næsta ári og því falla þeir
undir fjárlög sovétstjórnarinnar á
næsta ári. Oft hefur gengið seint
hjá sovézku kaupendunum að fá
undanþágu til samningagerðarinn-
ar.
Endurskoðunin á undanþágunum
til RÚV felur í sér að ekki hefði
verið hægt að senda út sjónvarpsefni
eftir fréttir í gærkveldi og að hljóð-
varp á rás 1 takmarkaðist við lestur
frétta, veðurfrétta og dánartilkynn-
inga og til spilunar ókynntrar tónlist-
ar þess á milli. Þá var í gær hert á
undanþágum sem Póstur og sími
hafði fengið og þær takmarkast nú
eingöngu við þau störf sem lúta að
öryggismálum.
1 bréfi útvarpsstjóra, Markúsar
Arnar Antonssonar, til verkfalls-
nefndar RSÍ vegna endurskoðunar á
undanþágunum, segir að ljóst sé að
sú tilhögun sem ^erkfallsnefndin setji
skilyrði um feli í sér beina ritskoðun
á dagskrá og muni baka Ríkisútvarp-
inu óbætanlegt fjárhagslegt tjón,
sem ekki verði við unað. Síðan seg-
ir: „Ríkisútvarpið áskilur sér allan
rétt til að takmarka slíkan fjár-
hagslegan skaða með öllum ráðum,
sem það telur tiltæk, og jafnframt
áskilur stofnunin sér rétt til að krefja
starfsmenn Ríkisútvarpsins, sem Iagt
hafa niður vinnu án lögmætra
ástæðna og/eða Rafiðnaðarsamband
íslands fyrir þeirra hönd, fullra bóta
fyrir allt það tjón sem leiða kann af
yfirstandandi vinnustöðvun."