Morgunblaðið - 08.10.1989, Page 1

Morgunblaðið - 08.10.1989, Page 1
SUNNUDAGUR BRESTUR í BORGARLÍFIIMU wm eftir Friðrik Indriðason/myndir Júlíus Sigurjónsson og Sverrir Vilhelmsson. FIMMTAN ARA gömlum pilti er haldið af þremur jafnöldrum sínum meðan einn þeirra drep- ur í sígarettu á berum handlegg piltsins. Af hlýst stórt og Ijótt sár. Þetta gerðist nýlega í anddyri félagsmiðstöðvarinnar Ársels. Ann- ar 15 ára piltur er staddur á 11 sýn- ingu í Háskólabíói. í hléinu ráðast nokkrir 16 ára piltar á hann og einn þeirra skallar hann í andlitið og stórskaðar hann. Á slysadeildinni síðar um kvöldið, meðan verið er að sauma nokkur spor í vör hans, segir hjúkrunarkonan við móður piltsins að svona lagað sé alvana- legt um helgar. Móðirin nær síðar tali af árásarmanninum sem segir henni glottandi að sér hefði þótt þetta gaman og hún geti bara kært hann ef hún vilji. Atvik sem þessi verða æ algengari meðal unglinga á höfuðborgarsvæð- inu og hafa æskulýðsyfirvöld af því vaxandi áhyggjur hve ofbeldi meðal unglinga hefur færst í vöxt á undan- förnum árum. Um hefur verið að ræða hæga en stigvaxandi þróun í átt til hins verra. Fyrir utan að tilfell- um fjölgar hefur ofbeldið sjálft orðið grófara og harkalegra. ■Fé kúgaö af nemendum á skólalóó vló fámennan hóp SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1989 BLAÐ C

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.