Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 35
mÖrgu^blaöið SAMSAFNIÐ? ÍÍlMÖSIgIJ'R 81: ÖKÍrÓBER Pelican - Pétur Kristjánsson fremstur á sviði, en til vinstri sjást Jón Oskarsson og Jón Ólafsson. Til hægri fer Björgvin Gíslason fimum höndum um gítarinn. Björgvin Gíslason I ham. SÍMTALID... ER VIÐ ARA HJÓNABANDSMIÐLARA Hlýja og heiðarleiki 623606 Já, halló. — Já, góðan daginn. Góðan dag. — Hvar er þetta með leyfi? Varstu að hringja út af auglýs- ingunni? - Já. Já, það passar. — Eg heiti Kristín Marja Bald- ursdóttir blaðamaður á Morgun- blaðinu. Mér fannst þetta forvitni- leg auglýsing í Dagblaðinu, „Leið- ist þér einveran" var yfirskriftin, langaði að fá nánari upplýsingar. Hver ert þú með leyfi? Kallaðu mig bara Ara. — Nú. En segðu mér, er þetta hjónabandsmiðlun? Jú, fólk er að leita að framtíðar- félaga en hvort það fer út í hjóna- band, veit ég ekki. Konur sem komnar eru yfir sextugt til dæm- is eru frekar að leita sér að félaga til að spila við eða fara með í leik- hús. — Ég skil. En á hvaða aldri er fólkið sem leitar til ykkar? Frá 18 og upp í 72ja ára. — Þú segir í auglýsingunni að þú sért með þúsund nöfn á lista? Það eru bæði íslenskar og er- lendar konur. — Eru ekki karlmenn á listan- um? Jú, þeir eru á tölvuskrá. — Eru þetta þá karlmenn sem eru að leita að kon- um? Einmitt. Við höfum bæði kynin en það eru karl- mennirnir sem velja úr listanum. Þetta gengur þannig fyrir sig, að kona sem hefur áhuga gefur ekki upp nafn eða heim- ilisfang, heldur einugis upplýsing- ar um aldur, at- vinnugrein, hára- lit, hæð, áhugamál o.s.fr., og nefnir einnig óskir sínar. Síðan fær hún númer á listanum, er kannski númer 10, og karlmaður sem-héf- ur áhuga á konu nr. 10 skrifar nokkrar línur með upplýsingum, setur þær í umslag merktu með númeri og sendir það í öðru um- slagi til mín. Síðan fer þetta núm- er í tölvuna og hún prentar út nafn og upplýsingar. Konan fær síðan bréfið sem maðurinn skrif- aði sent frá okkur og ef henni líst, vel á manninn getur hún hringt' og spjallað við hann. — Konan er semsagt alveg gulltryggð? Það er rétt. Með þessu móti verður hún aldrei fyrir ónæði t.d. að nóttu til, við vitum jú aldrei hversu háttvís maðurinn er. Nú síðan er það maðurinn sem borgar kostnaðinn, en hann er ekki mikill. — Hvernig konum sækjast karlmenn eftir og öfugt? Útlitið virðist skipta litlu máli, það er persónuleikinn sem hefur mest að segja. Hlýja og heiðar- leiki er það sem fólk óskar helst eftir. Yngra fólkið gerir aftur á móti meiri kröfur til útlits. En. yfirleitt er þetta gott og reglusamt fólk sem hefur gefíst upp á. að leita sér að félaga á skemmtistöð- um. — Er mikið af einmana fólki á íslandi? Allt of mikið. Sérstaklega í höfuðborginni. Þegar efnahags- ástandið er slæmt ein's og núna þá aukast skilnaðir. Ég hef verið með þessa starfsemi t þtjú ár og sé að skilnaðir hafa auk- ist mjög á þessu tímabili. — Jahá. Jæja, en ég þakka þér fyrir spjallið Ari og vertu sæll. Vertu sæl. I ust í Morgunblaðinu 4. mars 1934, því: „Veggjalúsin (cimex lectular- ius) er flatvaxið, brúnleitt skor- kvikindi um hálfan sentim. á breidd, vængjalaust en fljótt á fæti, um 5 millimetra á lengd. Guðmundur Hannesson prófessor. FRÉTTALfÓS ÚR FORTÍD VEGGJALÚS í RE YKJAVÍK MORGUNBLAÐIÐ Vcggfalúsin. Veggjalúsin. Hvnð á nð gern við huuaí Veggjalúsin enn Viðtal við landlœkni. Áratugina þar á eftir börðust Aðalsteinn Jóhansson meindýra- eyðir og Haraldur Þórðarson meindýraeyðir ötulli baráttu gegn ýmsum mannavinum af skordýra- ætt og smámsaman dró úr við- gangi veggjalúsarinnar. — Heyrir veggjalúsin fortíðinni til? Ekki alveg, en lúsin hefur ekki vaxið Reykvíkingum yfir höfuð. Ásmundur Reykdal mein- dýraeyðir Reykjavíkurborgar tjáði Morgunblaðinu að síðasta tilfelli hefði komið upp fyrir þremur til fjórum árum og hefði lúsin borist með farangri. — Hvað er nú gert ef vart verður við þennan blóð- þyrsta mannavin? Enn sem fyrr eru híbýlin svæl. Nú eru notuð betri efni og hættuminni en í al- varlegustu tilvikum er gripið til metyl-brómíðs og er það öflugra efni en blásýrugas. „Það má segja að nánast sé búið að útrýma þessu tiltekna kvikindi úr landinu,“ sagði Ásmundur. Mannelsk og blóðþyrst náð árangri við skordýraeyðingu með formalíngufu. 1923 tókst að útrýma þessum vágesti. En árið 1934 var skilningur yfirvalda ekki nægjanlegur að dómi Guðmundar; 15. desember skrifaði hann á nýj- an leik: „Þó að bæjarstjórn Reykjavíkur láti sig það litlu skifta að veggjalús útbreiðist í bænum, þá er þessu öðruvísi farið erlendis." En þá þegar var gagn- sóknin hafin, Trausti Ólafsson efnafræðingur við Atvinnudeild Háskólans hafði þá þegar hreins- að nokkur hús með blásýrugufu og tekist vel. Veggjalús, Cimmex lectularius. Morgunblaðið hefúr löngum talið rétt, Ijúft og skylt að styðja margháttuð áhugamál heilbrigðisstéttanna sem til framfara horfa. Blaðið og Guð- mundur Hannesson prófessor voru á móti veggjalúsinni. Rúmfélagi „Hjer er að ræða um alvarlega hættu fyrir bæjarfjelag vort, sem getur kostað það stórfje og að sjálfsagt er að útiýma lúsinni áður en hún vex oss yfir höfuð. Það væri gróðabragð, þó bærinn ætti að kosta útrýminguna.“ Jafnvel aðhaldssömustu út- svarsgreiðendum var hollara að íhuga orð prófessorsins sem birt- Klær eru á löppunum, svo lúsin getur runnið beint upp veggi. Hún þrífst best í ríflegum stofu- hita. . . Lúsin skiftir 5 sinnum um ham og verður í hvert sinn að sjúga blóð úr mönnum og dýr- um. Til þess hefir hún bitfæri og sýgur sig fulla af blóði, en bitinu fylgir kláði og upphlaup. Hún sit- ur um að bíta menn á næturnar meðan þeir sofa, og verður sjaldan ráðafátt að komast að þeim.“ Það er til marks um ráðsnilld veggjalúsarinnar að fólk hafði stundum rúmin á miðju gólfi og þá rúmfæturna standandi í fyllt- um vaskafötum til að veijast lú- sinni. Skreið hún þá upp veggina, eftir loftinu og lét sig svo falla niður í rúmið. Bræla og svæla Prófessorinn var hér að skrifa gegn fornum fjanda. Haustið 1923 hafði veggjalúsin verið í sókn og m.a. sest að í Pólunum svonefndu. Þá hafði Guðmundur skrifað greinarkorn í Morgun- blaðið 12. september það ár. Sama blað birti ennfremur við hann við- tal um þetta málefni daginn eftir því: „Er mönnum mikill hugur á að útrýma þessum kvikindum sem fyrst og rækilegast." Guðmundur prófessor taldi blásýrubrælu áhri- faríka en allt annað en hættu- lausa, sjálfur kvaðst hann hafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.