Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 22
22 C
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUÐAGUR 8. OKTÓBER
Hressileg
hljóðritun
með kórnum Liósbrotl
riiADELTÍA
FORLAG
91-20735.
AS-TENGI
Allargerdir.
Tengið aidrei stál - í - stál,
hafið eitthvað mjúkt á milli,
ekki skekkju og titring
milli tækja.
—
SííajoiröSKLD^jaDir JéoD^tni <S ©@ M.
Vesturgótu 16 - Simar 14660-13280
KVIKMYNDIR///veivi ig er himinninn yfir Berlínf
Fallinn engill og
myndin sem gleymdist
Vestur-þýski leikstjórinn Wim
Wenders hefur skipað veglegan
sess á Kvikmyndahátíðum Listahá-
tíðar. Hann var gestur á fyrstu
hátíðinni, hefur lýst yfir að hann
langi að gera
mynd á íslandi og
er í það heila tekið
talsverður „ís-
landsvinur".
Myndin, sem við
fáum að sjá eftir
hann á Kvik-
myndahátíð í þetta
sinn, er frá árinu
1987 og heitir Himinn yfir Berlín
eða „Der Himmel iiber Berlin" en
aðalleikari hennar, Bruno Ganz, er
einn af gestum hátíðarinnar.
Himinn er fyrsta mynd Wenders
sem ekst á við arfleifð stríðsins í
Þýskalandi og hans eigin æsku. „Ég
hef í rauninni aldrei fengist við
Þýskaland eða fortíðina áður,“ seg-
ir hann í viðtali við Amer-
icart Film. Hann skammaðist sín
fyrir nasismann og afneitaði sög-
unni en vaxandi sektarkennd útaf
því leiddi hann að „þýska málefn-
inu“ í nýju myndinni. „Minningarn-
ar sem koma fram í myndinni af
Berlín eftir stríð eru tengdar æsku
minni. Ekki þannig að ég hafi orðið
vitni að stríði en fyrstu borgirnar
sem ég sá litu út eins og rústirnar
sem þú sérð í myndinni. Fyrstu
minningar mínar tengdar götum og
húsum voru af veggjum með holum
í og ekkert fyrir innan. Og af því
ég var barn tók ég því sem sjálf-
sögðum hlut að götur væru fullar
af ruslahaugum."
Og hann heldur áfram: „Ein-
hvern veginn reynir myndin að skil-
greina hvað allt þetta þýðir fyrir
Þjóðveija. Markmið hennar var að
eftir Arnald
Indriöason
smjúga undir yfirborð borgarinnar
og komast að einhveiju um Þýska-
land. Það var ókannað land sem
ég vildi rannsaka."
Þannig er „Himinn" ferðalag um
Berlín gærdagsins og dagsins í dag,
könnun á sálfræðilegum stríðssár-
um Þjóðveija. Þeir sem hlusta eftir
þeim eru englar (karlar og konur í
svörtum frökkum, Peter Falk var
einn af þeim) sem fljúga um himin-
inn og rölta um götur Berlínar og
hlusta á ósagðar hugsanir íbúanna.
Myndin er líka ástarsaga sirkus-
listakonunnar Marion (Solveig
Dommartin) og engilsins Damiels
(Ganz) sem verður að velja á milli
þess að halda áfram einmana ráfi
sínu sem andleg vera eða kjósa
dauðleikann og njóta þess sem
mannleg tilvera hefur uppá að
bjóða.
Sannarlega athyglisverð mynd
frá Wenders. Önnur mynd á hátíð-
inni og ekki síður athyglisverð er
Kommissarinn eftir Alexandr
Askoldov, myndin sem glasnost
gleymdi. Vinna við hana hófst árið
1965 en lýsing hennar á gyðingum
fór fyrir btjóstið á harðlínumönnum
Breznev og skömmu eftir að gerð
hennar lauk árið 1967 var Askoldov
rekinn og kvikmyndin eyðilögð. En
eiginkona leikstjórans faldi eitt ein-
tak hennar í línskáp á heimili þeirra
í Moskvu án þess hann vissi og
þannig bjargaðist myndin. Þegar
svo Gorbatsjov komst til valda og
banni var aflétt af ýmsum forboðn-
um ávöxtum kvikmyndanna
„gleymdist" Kommissarinn þar til
gestir á kvikmyndahátíð Moskvu-
borgar fréttu af myndinni árið 1987
og heimtuðu að fá að sjá hana.
Eftir það var hún sett í dreifingu
vestan járntjalds og sýnd í Sov-
'étríkjunum.
Myndin gerist í Úkraníu í borg-
arastyijöldinni á öndverðum þriðja
áratugnum og segir frá kommissar
bolsévika sem dvelur hjá stórri gyð-
ingafjölskyldu á meðan hún er að
eiga barn. Fjölskyldan er tilbúin að
skjóta yfir hana skólshúsi þótt það
geti lagt meðlimi hennar í hættu
en Askoldov lýsir fórnfýsi og góð-
mennsku fjölskyldunnar í mótsögn
við einstrengingslegan vilja Rússa
til að sigra í nafni réttlætisins.
lÆIKLlST/Kallar aukib rými á fleiri verkefni — nýjar
hugmyndir, nýtt fólkf
íslensk bjartsýni í
Borgarldkhúsi
BRÁÐUM rennur stóra stundin upp. Við hliðina á musteri Mammons
í Kringlunni er nú risið musteri Þalíu. Reykvíkingar (og aðrir lands-
menn) geta farið að hlakka til opnunar Borgarleikhússins, því helg-
ina 21. og 22. október nk. vígjá listamenn Leikfélags Reykjavíkur
tvö ný svið (sem rúma samanlagt yfir 700 áhorfendur) í Borgarleik-
húsinu með sýningum á leikgerðum eftir Kjartan Ragnarsson, sem
byggðar eru á tveimur fyrstu bókum Heimsljóss eftir Halldór Lax-
ness. Þar er annars vegar um að ræða „Ljós heimsins“ (öðru nafni
Kraftbirtingarhljómur guðdómsins) sem verður sýnt á Litla sviðinu
og hins vegar „Höll sumarlandsins“ á Stóra sviðinu. Kjartan leikstýr-
ir sjálfúr Ljósinu, en Stefán Baldursson Höllinni.
Þessar tvær fyrstu bækur
Heimsljóss hafa ekki verið
færðar í leikbúning áður, en Þjóð-
leikhúsið sýndi leikgerð Sveins Ein-
arssonar af þriðju bókinni, Húsi
skáldsins, 1982.
Heimsljós er saga
Ólafs Kárasonar
Ljósvíkings sveit-
arómaga og
skálds, hún er
margbrotin lýsing
á ferðalagi hans
gegnum lífið, sam-
skiptum hans við
guð og menn, sem eru hlaðin píslum
og þrautum. En eins og Ólafur
Kárason segir sjálfur, þá þarf
óskaplegt þrek til þess að vera
maður og um það snýst allt okkar
eftir Hlín
Agnorsdóttur
líf.
Halldór skrifaði Heimsljós á 4.
áratugnum og byggði haná m.a. á
heimildum úr dagbókum Magnúsar
Hjaltasonar, sem var fátækt al-
þýðuskáld á norðanverðum Vest-
fjörðum í bytjun aldarinnar og dó
langt fyrit' aldur fram.
Það eru þeir Helgi Björnsson og
Þór Túlíníus sem fara með hlutverk
Ljósvíkingsins og eru þeir á sviðinu
allan tímann. Þar að auki taka allir
helstu og þekktustu leikarar LR
þátt í báðum sýningunum, m.a.
Steindór Hjörleifsson, Margrét
Ólafsdóttir, Margrét Helga Jó-
hannsdóttir, Gísli Halldórsson, Guð-
rún Ásmundsdóttir og Þorsteinn
Gunnarsson. Að auki kemur fram
fjöldinn allur af ungum leikurunum,
sumir hvetjir eru að stíga sín fyrstu
spor á leiksviði að loknu námi, aðr-
ir hafa þegar hlotið reynslu í gamla
IÐNÓ. Sem sagt< fullt af stórkost-
legum karakterum Halldórs Lax-
'ness og á vígslusýningum Borgar-
leikhússins eftir hálfan mánuð.
Forráðamenn LR ætla að hafa
opnunarárið alíslenskt. Það þýðir
að eingöngu verða sýnd leikrit eftir
íslenska höfunda. Auk þess eru þau
flest nýskrifuð og sum hlutu verð-
laun í leikritasamkeppni LR í tilefni
af opnun Borgarleikhússins.
Eitt þeirra ber vinnuheitið
„Töfrásprotinn" eftir Benóný Ægis-
son. Það er bama- og fjölskylduleik-
rit sem áætlað er að frumsýna á
Stóra sviðinu á jólum. Það er sann-
kallaður ævintýraleikur, furðuver-
öld full af skemmtilegum verum af
öllu tagi. Leikritið býður upp á
mikla möguleika í uppsetningu og
útfærslu — þar hlýtur tæknivætt
leikhúsið aldeilis að koma að gagni.
„Kjöt“ nefnist nýtt leikrit eftir
Ólaf Hauk Símonarson, sem LR
pantaði sérstaklega hjá honum. Það
gerist í kjötbúð og veltir m.a. upp
spurningum sem hafa verið ofar-
lega á baugi í umræðunni um land-
búnaðarmál. Þetta er óhugnanlegt
verk úr íslenskum veruleika, sem
ýtir undir spennu. Það fjallar um
völd og átök bæði sálræn og félags-
leg og gerist bæði í dag og á 7.
áratugnum. Á eftir verki Olafs kem-
ur stðan verk Sigurðar Pálssonar
„Hótel Þingvellir" einnig á Stóra
sviðinu. Það er leikhússtjórinn sjálf-
ur Hallmat' Sigurðsson sem setur
það á svið. Hann segir að hér sé
um að ræða raunsæisverk (en þó á
mörkum súrrealisma og symból-
isma) sem gerist í nútímanum. Þar
er flett ofan af sögu, sem á rætur
að rekja til stofnunar lýðveldisins
1944. I gegnum persónur verksins
er rakin saga lýðveldins fram á
okkat' daga — oft með ljóðrænum
hætti eins og vænta má af höf-
undi, sem er ekki síður ljóðskáld
en leikskáld.
Að svo stöddu þykir ekki ráðlegt
að kynna fleiri verkefni opinber-
lega, jafnvel þótt líklegt sé að um
fleiri uppsetningar verði að ræða
þegar líður á leikárið. Enn á eftir
að koma í ljós hvernig LR vegnar
í nýja leikhúsinu. íslensk bjartsýni
ræður þar ríkjum. Aðlögunartíminn
er skammur, það á samt ekki að
hika við að opna á réttum tíma —
að hika er sama og tapa. Borgar-
leikhúsið er orðin staðreynd í leik-
húslífi þjóðarinnar. Með tilkomu
þess og stærð gefast fleiri tækifæri
til að þróa og auðga leiklistina, sem
þarf ekki að einskorðast við sviðin
tvö, því hægt er að leika víðsvegar
um húsið.
Aukið rými kallar á fieiri verk-
efni — nýjar hugmyndir, nýtt fólk.
Nú reynir á hugmyndaflug og
dirfsku við að fylla „hin auðu svið“
merkingu og lífi.
Borgarleikhús - staðreynd
í leikhúslífi þjóðarinnar. Með
tilkomu þess og stærð gefast
fleiri tækifæri til að þróa og
auðga leiklistina.