Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 36
GOTT FÓLK / SÍA 36 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR'8" OKTÓBER H Hvernig gengur í skólanum? Ertu farin(n) að kvíða fyrir prófunum? Láttu ekki eina eða tvær námsgreinar stöðva skólagöngu þína. Notfærðu þér NÁMSAÐSTOÐ okkar. Það hafa 4000 nemendur gert á undanförnum 5 árum. Mundu að nám tekur tíma. Innritun kl. 14.30-18.30. Sími 79233 Nemendafjjóttustan sf. Þangbakka 10, Mjódd. "I Macintosh - Kennarabraut Skemmtileg og fræðandi námskeið í tveimur áföngum, sérstaklega ætluð kennumm á öllum skólastigum, hefjast um miðjan október. Kvöld- og helgartímar. Menntun sem metin er til stiga hjá námsmatsnefnd og hægt er að sækja um styrk í endurmenntunarsjóði. Lögö er áhersla á notkun Macintoshtölvunnar viö námsefnisgerö, nemendabókhald og verkefnagerö. Tölvu- og verkfræðlþjónustan Hringdu og fáðu Grensásvegi 16 • Sími 68 80 90 bækling sendan Vaxtarsjóðurinn hefur slitið bamsskónum Vaxtarsjóður Útvegsbanka íslands hf., sem er rúmlega ársgamall, hefur vaxið jafnt og þétt og eru nú tæpar 500 milljónir króna í sjóðnum. Síðustu þrjá mánuði hafa Vaxtar- bréfin borið 9,4% vexti umfram hækkun lánskjaravísitölu. Eignir sjóðsins eru bundnar í Fasteigna- tryggöum bréfum Öörum tryggum bréfum Vaxtarbréfin eru ávallt laus til innlausnar gegn 1% innlausnargjaldi. Athugið! 2. og 3. hvers mánaðar er ekkert inn- lausnargjald. Vaxtarbréfin fást á öllum afgreiðslustöðum Útvegsbankans. öo VERÐBRÉFAA/IARKAÐUR ÚTVEGSBANKANS SÍÐUMÚLA 23, 108 REYKJAVÍK, SÍMI .68 80 30 BAKÞANKAR Sköpun í auga storms- ins Regnið glymur á þakinu og vindurinn syngur hástöf- um. Er ég lít út um gluggann er Esjan á bak og burt og hafið ólgandi og grátt. Þetta er ósvikinn stormur, hugsa ég hálfsmeyk undir súð. Og það kemur á daginn að þarna er á ferð sjóræningi mikill, Hugo að nafni, sem er kominn langt að og hefur gengið berserksgang suður í höfum og höggvið strandhögg víða. Þó gusti af honum þar sem hann slær um sig hér norður frá er hann aðeins svipur hjá sjón, enda næstum því örmagna eftir að hafa lagt heilu borgirnar í rúst. Versti fellibylur sem fór yfir Bermudaeyjar á þessum ald- arhelmingi hét Arlín. í þá daga voru þessir vágestir að- eins nefndir kvennanöfnum og þótti karlpeningnum það viðeigandi því þessir stormar eru jafnan óútreiknanlegir og kenjóttir. Slá um sig með miklum pilsaþyt en eru tómir að innan. Þ.e.a.s. hringlaga sveipur sem æðir áfram en í miðjunni er svokallað auga þar sem er dúnalogn. Þegar kvennahreyfingin komst á legg var þessu mótmælt harð- lega og síðan eru stormar karlkyns, að minnsta kosti annað hvert ár. Ég átti von á barni i lok júlímánaðar, en ein vika var liðin af ágúst. Hitinn var þrúgandi og loftið mettað af raka. Ég mókti í skugga pál- mans í garðinum og beið. Seinnipart áttunda kom að- vörun um að Arlín væri á leið- inni. Eyjarskeggjar byrjuðu að undirbúa á hefðbundinn hátt. Garðhúsgögn voru sett undir þak, gluggahlerar negldir fastir og vatn látið renna í baðker, þvottavélar og önnur ílát því hver og einn er með rigningarvatn i þró undir híbýlum sínum. Færi rafmagn var ekki hægt að dæla vatninu i hús og einnig gæti vatnið mengast í miklum hamförum. Að morgni níunda var farið að draga til tíðinda, bæði veð- urfræðilega séð og eins fann ég að nú væri frumburðurinn í kapphlaupi við aðvífandi storminn. Ég hringdi í lækn- inn sem vegna anna bað mig að láta vita að ég væri á leið- inni á sjúkrahúsið. Ég hringdi í eiginmanninn sem sagði mér að verið væri að loka bænum en er ég tók upp símann til að hringja á sjúkrahúsið var sambandið rofið. Ég komst á fæðingardeild- ina eftir langa mæðu þvi trjá- greinar gerðu flesta vegi ófæra. Á hádegi, um það bil sem ég var komin á réttan stað, fór augað yfir og í stund- arkorn blakti ekki hár á höfði. Síðan byrjaði ballið fyr- ir alvöru, himinhá tré féllu, þök fuku af húsum, báta rak til hafs eða á bólakaf. Ég hef lifað af fleiri storma en Arlínu en hún er mér minnisstæðust því meðan hún var að rifa og tæta var ég þátttakandi í sjálfu sköp- unarverkinu. Dóttir mín fæddist klukkan átján, og var Arlín þá komin á haf út og lífið fór að ganga sinn vana- gáng. eflir Jónu Morqeirsdótlur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.