Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. 0KTÓBER C 17 málfræðingur og hefur mikinn áhuga á ísiensku. Hann óskar þess oft að íslenska væri útbreiddara tungu- mál.“ — Hvað bindur þig annað við ís- land? „Islenskar siðvenjur," segir Heather með áherslu. „Þær voru og eru hluti af mínu flölskyldulífi. Ég baka íslenska vínartertu eða rúllu- tertu eins og mamma gerði. Og ég held íslensk jól. íslendingafélagið hérna stendur alltaf fyrir þorrablóti, sem er vinsæl skemmtan. Haraldur Bessason ætlaði að standa fyrir nám- skeiði í íslenskri dulspeki og þjóðtrú, en hann flutti til Akureyrar og ekk- ert varð úr námskeiðinu. En áhuginn er enn fyrir hendi,“ segir Heathei1 brosandi. — Manstu eftir afa þínum, Gutt- ormi Guttormssyni? „Hvort ég man! Ég sé hann ennþá fyrir mér, þar sem hann sat undir tijánum og skrifaði ljóð. Ég mat hann mikils og öfund- aði eiginmann minn af vináttu hans við afa. En þeir sátu löngum og töluðu saman um heimspeki, stjórn- um, dóu ekki tii einskis. Það sýnir hinn fjölmenni íslenski kynstofn í Kanada. Afi var sjálfmenntaður, fá- tækur bóndi. Hann skrifaðist á við fólk allstaðar í heiminum. Las þung- ar bækur og" gat komið sér upp merkilegu bókasafni, sem hann ánafnaði háskólanum í Manitoba. — A ég að sýna þér eitt hið dýr- mætasta í minni eigu,“ spyr Heath- er. Við göngum saman inn í bókaher- bergið og hún dregur fram litla bók, sem greinilega er oft búið að fara höndum um. Frumútgáfa af ljóðum afa hennar. „Viltu ekki gera eitt fyrir mig,“ segir Heather. „Að lesa upphátt fyrir mig Sandy Bar. Mig langar svo til að eiga það lesið með réttum, íslenskum framburði á spólu.“ Hún kveikti á kerti til að gera stundina hátíðlega. Og ég las eins vel og ég gat, kvæðið, sem Heather hafði sungið með svo mik- illi tilfinningu kvöldið áður. Og þama, undir daufu skini kertaljóss- ins, í bjarma ljósanna frá Vancou- ver-flóanum, skynjaði ég þunga orð- Á tónleikum í Vancouver. Hjónin William og Heatlier Ireland. mál, hagfræði og bókmenntir. Um- ræður milli tveggja karlmanna, sem ég, stelpan mátti ekki taka þátt í,“ segir Heather og hlær. Afi var einn af fyrstu innfæddu íslendingunum í Kanada. Fyrsta kynslóð, eins og við köllum þá. Afi ólst upp í Nýja íslandi. Þar var geysilega harðbýlt og frumbyggj- ar hrundu niður í harðindum. Frostið var oftast yfir 20 stig frá október fram í apríl. Aðfluttu Islendingarnir kunnu ekki að veiða sér til matar úr ísilögðu Winnipeg-vatninu. Þá komu indíánar þeim til hjálpar. Kenndu þeim nýjar veiðiaðferðir. Afi talaði oft með virðingu um indíána- höfðingjann Ramsy. Og amma mundi vel eftir fallegri konu í indíánaklæð- um, sem kom oft til að hjálpa henni. Þessir miklu erfiðleikar, einmana- leiki'-og einangrun koma vel fram í Ijóðufn afa, einna best i kvæðinu Sandy Bar. Ég hef gengið út á Sandy Bar að haustlagi, með kaldan storm- inn gnauðandi allt í kringum mig. Það er átakanlegt og áhrifamikið að ganga innan um grafirnir — hið eina, sem vitnar um búsetu íslend- inga á þessum lítt byggilega stað. Um tíma leit út fyrir að þeir myndu allir enda lífdaga sína þarna. En þeir, sem féllu úr örbirgð og harðind- anna í ljóði íslenska frumbyggjans. Tárin í augum Heather sýndu, að hún var ánægð með uppiesturinn. Við sáum eftir öllu fólkinu, sem ílutti til Kanada. En gerum við okk- ur nægilega vel grein fyrir þeirh auðæfum, sem íslenska þjóðin á fólg- in í hinni íslensku arflegð vestan- hafs? Það er ótrúlegt hvað íslensk tunga og íslenskar siðvenjur eru enn í heiðri hafðar meðal þessa fólks. Það er okkar hagur, að íslensk þjóð- ræknisást haldist í vestur-íslenskum byggðum. Kannski er hún sannari en ættjarðarástin hér heima. Og ég spyr Vestur-íslending af þriðju kyn- slóð: — Ertu íslendingur, Heather? Og hún svarar: „Ég er fyrst og fremst Kanadabúi. Hér liggja mín bernskuspor. Hér er fjölskylda mín. En um æðar mér rennur. íslenskt blóð. Rætur mínar liggja til litlu eyj- arinnar í norðri. Stolt mitt og okkar allra er, að íslandi gangi allt í hag- inn.“ Heather mun halda tónleika í Gerðubergi í kvöld, kl. 8.30. Hún kemur einnig fram í sjónvarpi og hjá Stöð tvö. Á morgun syngur hún i móttöku hjá sendiherra Kanada. Og mun trúlega halda tónleika á Akur- eyri, sem verða auglýstir síðar. TILBOÐ ÓSKAST í G.M.C. P/U S-15 Sierra 2 w/d árgerð ’87 (ekinn 18 þús. mílur), ásamt öðrum bifreiðum, er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 10. október kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. Sala varnarliðseigna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.