Morgunblaðið - 18.10.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTOBER 1989
Matvælasýningin Anuga í Vestur-Þýskalandi:
Framleiðsla sérhæfðra smá-
sölupakkninga verður aukin
- segir Alda Möller matvælafræðingur hjá SH
„ÉG GERI ráð fyrir að framleiðsla á sérhæfðum smásölu-
pakkningum verði aukin og við fáum nýja kaupendur að
hefðbundnum pakkningum," sagði Alda Möller matvælafræð-
ingur í samtali við Morgunblaðið. Alda er einn af fulltrúum
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á sýningunni Anuga í
Köln í Vestur-Þýskalandi. Sýningin, sem er stærsta matvæla-
sýning í heimi, hófst 14. október síðastliðinn og henni lýkur
19. október næstkomandi. Mjög góð aðsókn hefúr verið að
bás SH á sýningunni.
„Á þessari sýningu leggjum við
aðaláherslu á neytendapakkning-
Víðir fær
happdrætt-
isbíl til baka
Garði.
Það hijóp heldur betur á
snærið hjá knattspyrnufélag-
inu Víði um helgina, þegar
félaginu var gefinn stærsti
vinningurinn í happdrætti,
sem félagið hefir gengist fyr-
ir í sumar og ekki gengið of
vel með.
Það var Frístund sf. í
Keflavík sem átti vinningsmið-
ann, en eigandi Frístundar er
ungur athafnamaður í Garðin-
um, Ástþór Sigurðsson.
Ástþór kvaddi sér hljóðs á
almennum fundi hjá Víði sl.
sunnudag þar sem hann til-
kynnti að fyrirtæki hans
Frístund sf. ætti miða þann sem
bifreið af gerðinni Daihatsu
Charade 1989 hafi komið á og
að hann hefði ákveðið að gefa
knattspyrnufélaginu vinning-
inn. Aðrir vinningar í happ-
drættinu voru fjórar utanlands-
ferðir og stórt litasjónvarps-
tæki sem Frístund gaf í happ-
drættið.
Verðmæti bílsins er á bilinu
5-600 þúsund krónur.
Arnór
ar, sem öll SH-húsin framleiða,"
sagði Alda Möller. Hún sagði að
fiskur í neytendapakkningum væri
tilbúinn til matreiðslu í veitinga-
eða heimahúsum. „Framleiðsla
veitingahúsa- og smásölupakkn-
inga fyrir Evrópumarkað vex jafnt
og þétt.“
Það sem af er árinu 1989 hefur
um 70% af þorskframleiðslunni
farið í neytendapakkningar til veit-
ingahúsa og í smásölu en 30% í
blokkir til frekari vinnslu hjá dótt-
urfyrirtækjum SH erlendis.
Framleidd verða um 1.000 tonn
af þorski, karfa, ufsa og ýsu í sér-
hæfðum smásölupakkningum í ár
og reiknað er með 50% aukningu
á þessari framleiðslu á næsta ári.
Aðallega er um 300 til 500
gramma pakkningar að ræða.
„Hvaleyri hf. í Hafnarfirði og Har-
aldur Böðvarsson & Co. á Akra-
nesi eru með sérhæfða vinnslu fyr-
ir smásölu og ég geri ráð fyrir að
fleiri frystihús hefy'i slíka vinnslú á
næstunni.“
Framleiddar eru 11 tegundir
sérhæfðra smásölupakkninga sem
seldar eru til Bandaríkjanna,
Þýskalands, Frakklands, Svíþjóðar
og Finnlands. „Okkur sýnist að
þessi sýning muni leiða til aukinn-
ar framleiðslu á flestum þessara
tegunda.“ Alda sagðist reikna með
að nýir kaupendur fengjust að
hefðbundnum pakkningum. „Ég
held þó að aðalniðurstaða sýning-
arinnar verði meira og betra sam-
starf við þá kaupendur sem við
höfum.“
Það sem af er þessu ári hefur
söluskrifstofa SH í París selt 65%
meira magn en í fyrra og söluverð-
mætið hefur aukist um 75%. Sölu-
skrifstofa SH i Hamborg hefur
hins vegar selt 40% meira magn
en í fyrra og söluverðmætið hefur
aukist um 73%.
Morgunblaðið/Marinó Eggertsson
Lambhúshettur á Kópaskeri
Krakkarnir á Kópaskeri léku sér við tíkina Lísu á túninu við
grunnskólann þegar fréttaritari Morgunblaðsins tók þessa mynd
á dögunum. Þau eru varin fyrir kuldanum eins og vera ber á
þessum árstíma, með lainbhúshettur og tilheyrandi. Krakkarnir
eru f.v.: Kristín Ósk, Ólöf, Borgar, Elvar Már og Arnar.
Danskur sjómað-
ur drukknaði
ísafirði.
DANSKUR háseti í áhöfh grænlenska togarans TassiIIaq féll útbyrðis
og drukknaði aðfaranótt síðastliðins fimmtudags, en togarinn var þá
að veiðum á Dohrnbanka.
Þingmönnum boðið á
hraðlestrarnámskeið
ÞINGMÖNNUM var nýlega sent
bréf frá Hraðlestrarskólanum
þar sem þeim er boðið upp á
námskeið í hraðlestri.
Ólafur Johnson hjá Hraðlestrar-
skólanum sagði að þessi hugmynd
hefði stundum skotið upp kollinum
en nú hefði verið ákveðið að slá
til. Hann sagði að slík námskeið
væru mjög vinsæl hjá erlendum
þingmönnum og er til dæmis talið
að varla sé til sá þingmaður í
Bandaríkjunum sem ekki hefur sótt
hraðlestrarnámskeið.
„Þingmenn þurfa að lesa slík
kynstur af efni að ég held að það
hljóti að vera nauðsynlegt fyrir þá
að læra þetta," sagði Ólafur.
Hásetinn, sem var 29 ára, var við
trollgálgann þegar verið var að taka
inn trollið um klukkan 4 um nóttina.
Nokkur sjór var og kom hnútur á
togarann þar sem maðurinn stóð.
Hnúturinn hreif manninn með sér
og féll hann í skutrennuna og þaðan
út í sjó. Hann var í björgunarvesti,
sem blés upp þegar hann lenti í sjón-
um. Leit hófst þegar að manninum
og tóku tveir aðrir grænlenskir tog-
arar þátt í henni. Auk þeirra bætt-
ust síðar tveir norskir togarar í hóp-
inn. Skipstjórinn á Tassillaq reiknaði
út rek hafíss á veiðisvæðinu og var
leitað samkvæmt þeim útreikning-
um.
Um klukkan 16 á fimmtudag
fannst maðurinn örendur. Var lík
hans tekið um_ borð í Tassillaq, sem
flutti það til ísafjarðar. Þaðan var
það sent til heimaborgar mannsins,
Álaborgar.
Úlfar
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins:
í dag eru eng'in lög um
verðtryggingu launa
„í DAG eru engin lög um verð-
tryggingu launa, þannig að
samningsaðilum er frjálst að
gera kjarasamninga á þann veg
sem þeim sýnist, en sem betur
fer hefur samningsaðilum ekki
dottið í hug í alvöru að endur-
vekja þetta víxlhækkunarkerfi
sem var í gangi á sínum tíma,“
sagði Þorsteinn Pálsson, formað-
ur Sjálfstæðisflokksins í samtali
við Morgunblaðið er hann var
spurður álits á kjaramálaályktun
Verkamannasambands Islands,
þar sem segir að laun verði verð-
tryggð, ella verði engar verð-
tryggingar.
Þorsteinn sagði að það væri auð-
vitað fijálst mat sanmingsaðila,
hvernig staðið væri að kjarasamn-
ingum og engar lagaþvinganir væru
fyrir hendi sem hindruðu samnings-
aðila að taka upp verðtryggingu,
ef þeir kysu svo. „Niðurstaða mín
er sú að ég sé enga ástæðu til þess
að ríkisvaldið eða löggjafarvaldið
hafi afskipti af þessum málurn,"
sagði Þorsteinn.
Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra:
„Eðlileg krafa að afiiema
verðtryggingu fjármagns“
Steingrímur sagði: „Ég er í raun
og veru mjög sammála þeim. Mér
finnst þetta eðlileg krafa og þess
vegna segi ég að það eigi að afnema
verðtryggingu fjármagns. í mínum
huga fer það mjög vel saman að
afnema verðtryggingu fjármagns
og að vera með launin óverð-
tryggð."
STEINGRÍMUR Hermannsson,
forsætisráðherra segist telja það
eðlilega kröfu í kjaramálaálykt-
un Verkamannasambands Is-
lands að verðtrygging fjármagns
verði afnumin, ef verðtrygging
launa verði ekki tekin upp á nýj-
an leik. Þetta kom fram í sam-
tali Morgunblaðsins við forsætis-
ráðherra í gær.
Þorsteinn
og Dtnríð
Á SELFOSSFUNDI UM
ÞJÓÐMÁUN
Fundur verður haldinn
í Hótel Selfossi
miðvikudaginn 18. október
kl. 20.30.
Þarmunu Þorsteinn Pálsson alþingis-
maður, formaður Sjálfstæðisflokksins
og Davíð Oddsson borgarstjóri,
varaformaður Sjálfstæðisflokksins,
ræða um þjóðmálin og væntanlegar
sveitarstjórnakosningar.
Fundurínn er
öllum opinn
Sjálfstæðisfélögin á Suðurlandi og kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi.