Morgunblaðið - 18.10.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.10.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTOBER 1989 Dagsbrún— Alþýðubankinn — ogvextirnir eftir ÓlafÓlafsson Að undanförnu hafa orðið all- nokkrar umræður { fjölmiðlum vegna vaxtahækkunar á óverð- tryggðum útlánum hjá einkabönk- unum og sú ákvörðun verið gagn- rýnd af ýmsum aðilum. Tilefni þessara skrifa er sú sam- þykkt sem stjórn Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar sendi frá sér sl. föstudag, 6. október, í kjölfar upphlaups fulltrúa Dagsbrúnar í miðstjórn ASÍ, á fundi miðstjórnar miðvikudaginn 4. október sl. Þar sem samþykktin beinist fyrst og fremst gegn Alþýðubankanum og þá þeim mönnum sem þar eru við stjórn, m.a. fulltrúa Dagsbrúnar og forseta ASÍ, verður ekki hjá því komist að ég geri örlitla grein fyrir afstöðu minni í þessu máli. Þau útlán sem vaxtahækkunin nær til, eru eingöngu óverðtryggð lán (skuldabréf og víxlar), þ.e. lán sem veitt eru til skamms tíma. Til frekari útskýringar má taka fram, að fjárfestinga- og framkvæmdalán til einstaklinga eru að megninu til verðtryggð lán til lengri tíma og vextir af þeim lánum voru ekki hækkaðir. Það er mín skoðun, að ástæðulaust sé að þau lán séu not- uð til að greiða niður vexti af við- skiptavíxlum og eyðslulánum til skemmri tíma. Svo virðist sem meirihluti stjórnar Dagsbrúnar sé á annarri skoðun. Fyrir títtnefnda vaxtahækkun voru vextir í ríkisbönkunum all- nokkru hærri en í einkabönkunum. E.t.v. eru ríkisbankarnir þar af leið- andi betur í stakk búnir til að bera neikvæða vexti af óverðtryggðum lánum í októbermánuði. Athygli vekur, að í flestum tilvikum var Alþýðubankinn með lægstu útláns- vexti, t.d. voru forvextir víxla 24% í Alþýðubankanum, en 26% í Bún- aðar- og Landsbanka. Þess má geta að stjórn Dagsbrúnar sá ekki ástæðu til að gera athugasemd við það á sínum tíma. I samþykkt Dagsbrúnar kemur fram, að stjómendur einkabank- anna hafi haft að engu beiðni ríkis- stjórnar og Seðlabanka um að aft- urkalla umrædda vaxtahækkun. Fullyrðing þessi á ekki við rök að styðjast, þar sem fulltrúar einka- bankanna hafa átt í viðræðum við Seðlabankann og niðurstöðu þeirra ITC-kynn- ingarfimdur Alþjóðasamtök ITC eru ein af fjölmennustu félagasamtökum heims, sem starfa eingöngu á fræðilegum grundvelli og án gróðrasjónarmiða. Innan þeirra eru aðilar frá 25 löndum víðs vegar um heim. Markmið ITC- samtakanna er að efla hæfileika manna til sam- skipta og forystu, þjálfa félagsftienn í fundarsköpum, auka starfsafköst þeirra og styrkja sjálfstraust. ITC-deildir á Íslandi halda flestar kynningarfundi í októbermánuði, ár hvert. í kvöld, miðvikudagskvöld, mun ITC-deildin Gerður, Garðabæ, halda kynningarfund í safnaðar- heimilinu Kirkjuhvoli klukkan 20.30. Fundurinn er öllum opinn. Gefst fólki þar tækifæri á að kynnast þjálfun þeirri, sem fer fram innan deildarinnar. vrðræðna er að vænta við næstu vaxtaákvörðun, en slíkar ákvarðan- ir eru teknar á 11 daga fresti. í stuttri sögu Alþýðubankans hefur bankinn tvisvar orðið fyrir stór áföllum og jafnoft hefur banka- ráð orðið að fara frá. Þau tvö og hálft ár sem núverandi bankaráð hefur setið, hefur afkoma bankans verið mjög góð og hagur hans vænkast mjög. Um næstu áramót mun Alþýðubankinn sameinast öðr- um bönkum undir merkjum hins nýja íslandsbanka og því má segja að saga Alþýðubankans sé senn á enda. Ég, sem fulltrúi stærstu hluthafa bankans, hefi enga löngun til að skila honum inn í það samstarf í viðlíku ástandi og hann var í þegar núverandi bankaráð tók við. Stjórn Dagsbrúnar verður að gera sér ljósa þá staðreynd, að pen- ingar verða ekki til í bönkum og til að bankar fái starfað þarf að reka þá eins og hvert annað fyrir- tæki en ekki góðgerðarstofnun. Skyldur Alþýðubankans eru fyrst og fremst gagnvart sparifjáreigend- Ólafur Ólafsson „I stuttri sögu Alþýðu- bankans hefur bankinn tvisvar orðið fyrir stór áföllum og jafiioft hefur bankaráð orðið að fara frá.“ um, ekki síst hinum ijölmörgu líf- eyrisþegum og sjóðum sem ávaxta fé sitt í bankanum, en ekki bara gagnvart skuldurum. Höfundur er stjómarmaður i Dagsbrún og bankaráðsmadur í Alþýðubankanum. Edrú lýsing áfíkli Kvikmyndir Amaldur Indriðason Hreinn og edrú („Clean and Sober“). Sýnd í Bíóborginni. Leiksljóri: Glenn Gordon Car- on. Aðalhlutverk: Michael Ke- aton. Michael Keaton, sem manni finnst yfiríeitt óöruggur fyrir framan myndavélina og fela það með hvimleiðum töktum, hefur aldrei leikið betur en í Hreinn og edrú (ef frá er talinn „Be- etlejuice“) en í myndinni leikur hann dópista og alkóhólista, sem á mjög erfitt með að sætta sig við að hann sé einmitt það. Þetta er fyrsta bíómynd Glenn Gordon Carons, sem framleiddi sjónvarpsþættina „Moonligh- ting“, en það er lítið af innantóm- um rifrildishúmor hér. Myndin er mjög hrein og edrú lýsing á manni sem misst hefur stjórnina á lífí sínu yfir til kókaíns og brennivíns og má vel hugsa sér að hún byrji þar sem Tálsýn („The Boost“) endar, bara ekki eins langt niðri. Báðar hafa myndirnar, Hreinn og edná þó fremur, vakið umræð- ur um og beint athyglinni að aukinni misnotkun á vímuefnum meðal miðstéttarinnar i Banda- ríkjunum. Hollywood er ekki allt- of iðin við slíkar samviskumynd- ir en hér hefur tekist vel til í alla staði. Keaton gefur mjög sannfær- andi mynd af manni sem vaknar einn daginn með lík af ungri stúlku í rúminu hjá sér, er feng- ið hefur of stóran skammt af dópi, án þess að geta séð að neitt verulega alvarlegt hafí gerst af því hann er snillingur í að sjá ekki hverskonar aumingi hann er orðinn. Hann skráir sig inná afvötnunarhæli til að flýja undan lögreglunni en lýsingin á hælinu og persónunum þar er dæmigerð fyrir þessa jarð- bundnu mynd; hér vinnur enginn sigur, i mesta lagi pínulitla or- ustu við sjálfan sig einn dag í einu og mesti sigurinn er að við- urkenna hvar þú ert staddur. Er Kasparov besti skákmaður aUra tíma? 12. Be4 - Dh5, 13. a4! - Rd7, 14. a5 — bxa5 Við hótuninni 15. a6 var fátt annað til varnar en sundurtætt peðastaða og óhrjáleg staðsetning svörtu liðsmannanna er lítt vænleg til árangurs. Heimsmeistarinn er Skák Karl Þorsteins Ótrúlegir yíírburðir heims- meistarans Garrís Kasparovs á stórmeistaramótinu í Tilburg í Hollandi minna vissulega um margt á sigurgöngu Bobby Fischers á sjöunda áratugnum. 3/2 vinningur skildi heimsmeist- arann frá Kortsnoj sem hreppti annað sætið á mótinu og öðrum keppendum á mótinu auðnaðist ekki að komast upp fyrir 50% markið á mótinu. Arangur Kasparovs er þeim mun glæsi- legri þegar litið er á stjörnupr- ýddan keppendalistann á mót- inu. Sigurinn gegn norska stór- meistaranum Simen Agdestein í síðustu umferð verður Ka- sparov vafalaust minnisstæður. Með sigri í viðureigninni er luuin orðinn besti skákmaður allra tíma ef marka má Elo- skákstig alþjóðlega skáksam- bandsins FIDE. Ef skákstigiii væru gerð opinber í dag væri stigatala hans liklega 2790. Ekki ómerkari skáksnillingur en Robert Fischer átti eldra stigametið. Hann náði hæst 2785 á lista FIDE fyrir einvígi sitt gegn Spasský í Reykjavík 1972. Þótt stigatalan sé glæsi- leg er ástæðulaust að einblína um of á slíkan samanburð. Allar viðmiðanir milli slíkra skák- jöfra eru nefhilega heldur óná- kvæmar og aðstæður aðrar nú en sumarið sólríka 1972. Nýr stigalisti verður að auki ekki birtur opinberlega fyrr en 1. janúar 1990 og árangur heims- meistarans á skákmótum fram að þeim tíma kann að valda breytingum hvort heldur sem er til hækkunar eða lækkunar á stigum hans. Tafla Um aðra keppendur á 13. stór- meistaramótinu í Tilburg er óþarfi að orðlengja um of. Heimsmeistar- inn kom einfaldlega, sá og sigraði. Aðrir keppendur féllu í skuggann af snilld hans. Kortsnoj kom á óvart í mótinu og hreppti annað sætið. Árangur hans hefur verið æði misjafn á skákmótum undan- farið. Baráttugleðin er annáluð í fari hans og nú brosti stríðsgæfan sínu breiðasta í skákum hans og árangurinn að vonum góður. Jó- hann Hjartarson má vera sáttur við sinn árangur sem vissulega vís- ar á betri tíð gegn stórkörlunum. Þrátt fyrir að Jóhann næði ekki að fylgja eftir góðum sigrum í upphafi mótsins er ljóst að hann er að ná sér á strik eftir þannoldud- al sem umleikið hefur taflmennsk- una á árinu. Áskorendaeinvígin í London Nú eru nýhafin í London áskor- endaeinvígin um réttinn til að skora á heimsmeistarann Garrí Kasparov. Þar eigast við sovésku stórmeistararnir Anatoly Karopv og Arthur Jusupov annars vegar og hollenski stórmeistarinn Jan Timman og enski stórmeistarinn Jonathan Speelman hins vegar. Vitanlega er Karpov sigurstrang- legri í einvíginu gegn Jusupov. í fyrri viðureignum þeirra hefur hann oftast borið sigur úr býtum auk þess sem reynsla hans af ein- vígum er mikil. Tveimur skákum er nú lokið þegar þetta er skrifað og hefur báðum skákunum lokið með jafntefli. Timman hefur á hinn bóginn náð forystu í einvíginu gegn Speelman með sigri í annarri skák- inni. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Simen Agdestein Frönsk vörn. 1. d4 - e6, 2. e4 - d5, 3. Rd2 - b6?! Fákunnátta Agdesteins í byijun- arfræðum er alkunn. Hann kýs jafnan að beina taflinu frá þekktum leiðum en aðferðin ber ekki tilætl- aðan árangur að þessu sinni. Peðs- leikinn og hinn næsta má auðveld- lega gagnrýna enda öðlast hvítur á einfaldan hátt frumkvæðið. 4. Rgf3 - Bb7, 5. Bb5+! - c6, 6. Bd3 - Be7, 7. 0-0 - dxe4, 8. Rxe4 — Rf6, 9. Rxf6+ — Bxf6, 10. Bf4 - 0-0, 11. De2 - Dd5? Vanhugsaður leikur. Svarta staðan var nú raunar ekki til fyrir- myndar. Skárra var 11. — Rd7 því svarta drottningin lendir á hrak- hólum í framhaldinu. “m wm? wi ----zmL_____Æm. mkr/, ekki í neinum vandræðum í áfram- haldinu að nýta yfirburði sína til sigurs. 15. Bd6 - Hfc8, 16. Dd2 - Bd8, 17. Re5 — Rxe5, 18. dxe5 — Slæm staðsetning svörtu drottn- ingarinnar er megináhrifavaldur um úrslitin. Hvítur hótar einfald- lega að klófesta drottninguna með Ha3 og Hh3. Taflið er því tapað og í örvæntingu leitast Agdestein við að flækja taflið en án árangurs. 18. - Ba6, 19. Hfel - 15, 20. exf6 - Bxf6, 21. Hxa5 - Bb5, 22. c4! - Hd8, 23. Db4 - Hac8, 24. cxb5 - c5, 25. b6! - Hxd6, 26. bxa7 - Hdd8, 27. Da4 - Be5, 28. a8D - Dxh2+, 29. Kfl — Hxa8, 30. Hxa8 Svartur gafst upp. \ 2 3 4 5^ 4 7 8 Víwm. röð V. IsVnoj X h'* < 4 4o \Í2 4 4 V1* \ ii Siz 2 2 % IvovitsckiW Íi 0 X \ 4 0 ‘/2 Ih 0 i% \ O it 4 64 S 3- 1 AqdesUin 0 ii 04 X %°0 4 ii \ '4 4 4 4 '4 S\ é-7 4- 6- faipQ'TOg iti \ Í2 < \ X \ 4 il\ iiz 1 \ I2 \ S. ]. P-kel Oii \o il Í7 0 0 X 'lt 0 0 ‘4 0 \ h í 6. L. LjwVwjevic ^ iz < ii 0 4 it O it < X 4 4 0 \ 1 3-4 T 6-iox 4 '4 0 \ 4 'li 0 ii < 4 4 4 X 4 4 7 3-4 ý ttjOrkwsov, 0 4 '4 Vi Íí vj 0 0 \ 0 \ 0 4 4 . X 54 fc-7 — — — ■ ■ —— (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.