Morgunblaðið - 18.10.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.10.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1989 33 Kvikmyndahátíð Listahatiðar 1989: Uppgjörið Kvikmyndir Amaldur Indriðason „The Hit“. Leikstjóri: Stephen Frears. Aðalhlutverk: Terence Stamp, John Hurt, Fernardo Rey. Gamall kunningi, Uppgjörið, er dreginn uppúr geymslu í tilefni af komu breska leikarans Terence Stamps á Kvikmyndahátíð, en hann fer með annað aðalhlutverk- ið í henni. Myndin markaði endur- komu Stamps í Bretlandi, er gerð árið 1984 og var fyrsta breska myndin sem Stamp lék í síðan 1970. Hún er ijarska skondin en líka ofbeldisfull og hrottaleg blanda af vegamynd og þriller tekin suð- ur á Spáni um tvo leigumorðingja á flótta með tvö fórnarlömb sín um þjóðvegina norður til frönsku landamæranna. í stuttu ávarpi sem Stamp hélt á undan sýning- unni sagði hann að sér fyndist hún enn besta mynd leikstjórans Stephens Frears (Fallega þvotta- húsið mitt, Háskaleg kynni). Um það má sannarlega deila en Upp- gjörið er' engu að síður mjög at- hyglisverð mynd og hin besta skemmtun. Og hún eldist vel. Mig minnti ekki að hún hefði verið svona skopleg inná milli hins hrottalega en spennan og ekki síður skopið er byggt í kringum mjög andstæðar persónur dauða- ferðarinnar og taugastríðið sem getur þróast á milli þeirra sem skulu deyja og þeirra sem skulu drepa. Stamp, sem verið hefur í felum á Spáni í tíu ár eftir að hafa svik- ið félaga sína en er nú fundinn, er svo sáttur við að mæta dauðan- um og uppfullur af dularfullri visku um dauðann og framhaldið - mætti halda að hann væfi enn Terenee Stamp í Uppgjörinu. í sjálfsþekkingarleit á Indlandi - að leigumorðingjarnir ruglast og fara að bera fyrir honum tak- markalausa virðingu. Hann er svo dásamlega léttur á bárunni að þú brosir að honum allan tímann í hans hryllilegu stöðu. Hinn gíslinn er aftur ung kona sem berst fyrir lífi sínu eins og dýr í gildru og neitar að sættast á dauða. John Hurt er þögli, hættulegi leigu- morðinginn, gersamlega mis- kunnarlaus og blákaldur dráps- maður en aðstoðarmaður hans er hinn mesti gepill, töffaralegur, heimskur fantur. Setjið þessar persónur frábær- lega mótaðar í höndum góðra leik- ara saman í bíl undir öruggri far- arstjórn Frears, kveikið á útvarp- inu og heyrið titilmúsík Erics Claptons og Uppgjörið getur ekki brugðist. Myndir sýndar í dag Píslarganga Judith Hearne, Fjölskyldan, Úrslitaorustan, Köll úr fjarska, Kyrrt líf, Hættuspil, Vitnisburðurinn, Eldur í hjarta mínu. Til greinahöfunda Aldrei hefur meira aðsent efni borizt Morgunblaðinu en nú og því eru það eindregin tilmæli ritstjóra blaðsins til þeirra, sem óska birtingar á greinum, að þeir stytti mál sitt mjög. Æski- legt er, að greinar verði að jafn- aði ekki lengri en 2-3 blöð að stærð A4 í aðra hveija línu. Þeir, sem óska birtingar á lengri greinum, verða beðnir um að stytta þær. Ef greinahöfundar telja það ekki hægt, geta þeir búizt við verulegum töfum á birt- ingu. Minningar- og afinælisgreinar Af sömu ástæðum eru það ein- dregin tilmæli ritstjóra Morgun- blaðsins til þeirra, sem rita minn- ingar- og afmælisgreinar í blaðið, að reynt verði að forðast endur- tekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifað- ar um sama einstakling. Þá verða aðeins leyfðar stuttar tilvitnanir í áður birt ljóð inni í textanum. Almennt verður ekki birtur lengri texti en sem svarar einni blaðsíðu eða fimm dálkum í blaðinu ásamt mynd um hvern einstakling. Ef meira mál berst verður það látið bíða næsta eða næstu daga. Ræður Töluvert er um það, að Morgun- blaðið sé beðið um að birta ræð- ur, sem haldnar eru á fundurn, ráðstefnum eða 'öðrúm manna- mótum. Morgunblaðið mun ekki geta orðið við slíkum óskum nema í undantekningartilvikum. Ritstj. ÁGOODYMR ERGOÍT ADAKA G O ODtýYEAR «Fjallhress í hlýrri ) og þægilegri angóruull Nærfatnaður úr 100% angóruull heldur á þér hita í köldum vetrarferðum. Angóruull gefur meiri einangrun en aðrar ullartegundir en þrátt fyrir það andar húðin óhindrað í gegnum angóruullina. Angóruullin hrindir vel frá sér vatni, hún er fínni og léttari en aðrar ullar- tegundir og orsakar ekki kláða eða óþægindi. Það jafnast ekkert á við nær- fatnað úr 100% angóruull þegar farið er til fjalla í kalsaveðri. sími 666006 REYKJAVÍK: Alafossbúðin Arbcejarapótek Borgarapótek Breiöholtsapótek Ellingsen Garðsapótek Holtsapótek Ingólfsapótek Laugavegsapótek Lyfjabúöin Iðunn Rammagerðin Skátabuðin Sportval Úll og gjafavörur Útilif Veiðihúsið Veiðivon SELTJARNARNES: Sportlíf KÓPAVOGUR: Kópavogsapótek GARÐABÆR: Apótek Garðabcejar HAFNARFJÖRÐUR: Apótek Noröurbœjar KEFLAVÍK: Samkaup KJJFLAVÍKURFLUG- VOLLUR: íslenskur markaður MOSFELLSBÆR: Mosfellsapótek Verslunin Fell Verksmiðjuútsala Álafoss AKRANES: Sjúkrahúsbúðin BORGARNES: Kf. Borgfirðinga OLAFSVÍK: Söluskáli Einars Kristjánssonar STYKKISHÓLMUR: Hólmkjör BÚÐARDALUR: Dalakjör PATREKSFJÖRÐUR: Versl. Ara Jónssonar TÁLKNAFJÖRÐUR: Bjamabúð FLATEYRI: Brauðgerðin BOLUNGARVÍK: Einar Guðfinnsson ÍSAFJÖRÐUR: Sportblaðan HÓLMAVÍK: Kf. Steingrímsfjarðar HVAMMSTANGI: Vöruhúsið Hvamms- tanga BLONDUÓS: Apótek Blönduóss SAUÐÁRKRÓKUR: Skagfirðingabúð VARMAHLÍÐ: Kf. Skagfirðinga SIGLUFJÖRÐUR: Versl. Sig. Fanndal ÓLAFSFJÖRÐUR: Valberg ■ DALVIK: Dalvíkurapótek Versl. Kotra AKUREYRI: Versl. París HÚSAVÍK: Bókav. Þórarins Stefánssonar REYKJAHLÍÐ: Verslunin Sel RAUFARHÖFN: Snarlið SEYÐISFJÖRÐUR: Versl. E.J. Waage NESKAUPSTAÐUR: S. Ú.N. EGILSSTAÐIR: Kf. Héraösbúa ESKIFJÖRÐUR: Sportv. Hákons Sófussonar FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: Kf Fáskrúðsfjarðar BREIÐDALSVfK: Kf. Stöðfirðinga HÖFN: Kf. A-Skaftfellinga HELLA: Rangárapótek SELFOSS: Vörubús K.Á. HVERAGERÐI: Olfusapótek fcrð í Amsterdam eru góðir veitingastaðir, kaffihús og krár, með alþjóðlegu yfirbragði. Og þai er gett «a& i sér i Amstcrdam eru 32 leikhús, 12 tónleika- salir, 50 bíó, fjöldi af diskótekum, dansstöð- um, djassbúllum og næturklúbbum, 40 söfn og 60 sýningarsalir. Helgar- og verslunarferðir til Amsterdam frá 31.130,-* kr. ARNARFLVG Söluskrifstofur: Lágmúla 7, sími 84477 Austurstræti 22, sími 623060 Kcflavík, sími 92-50300 *Lágmarksverð til Amsterdam miðast við flug og gistingu fyrir einn, í Qóra daga og þrjár nætur í tvcggja manna herbcrgi, og að ferðin sé staðgreidd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.