Morgunblaðið - 18.10.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.10.1989, Blaðsíða 9
MOHGTUNBmÐIÐ 'MIÐVIKUDAGUR ;I8: IOKTÓBER 1989 9 Öllum þeim, er sýndu mér vinarþel með gjöf- um, skeytum, blómum og símtölum á 70 ára afmœli mínu 11. október, þakka ég innilega. Guð blessi ykkur öll. Árni Stefánsson, Bjarkargötu 12, Reykjavík. Kœrar þakkir sendi ég öllum þeim, sem heiðr- uðu mig og glöddu með nœrveru sinni, góðum gjöfum og heillaóskum á 70 ára afmœlisdegi mínum þann 3. október sl. Sérstakar þakkir til allra, sem styrktu Skóg- rœktarfélag Reykjavíkur i tilefni dagsins. Guð blessi ykkur öll. Sveinbjörn Sigurðsson, Miðleiti 7. Örbylgiuofnaeigendur Töfrapotturinn gerii gæfumuninn í matreiðslunni VERSLUNARFERÐ - VÖRUSÝNINGAR í töfrapottinum geturðu matreitt kjúklinga, svína- kjöt og lambakjöt með góðum árangri í örbylgjuofn- inum þínum og fengið fallega brúningu á steikina. Töfrapottarnir fást í þremur stærðum fyrir alla ofna. Verð kr. 1.425 - kr. 1.865 - kr. 2.390. íslenskar leiöbeiningar lylgja. ; Einar Farestveit&Co.hf. BOROARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆÐI Framtíð Eystrasaltsríkj- anna Carl Bildt, formaður sænska Hægri- flokksins, lagði til við forsætisnefnd Norðurlandaráðs, að fulltrúa frá Alþýðu- fylkingunni, sem nýtur almenns stuðn- ings í Eistlandi, yrði boðið til ráðstefnu um mengunarmál, sem nú stendur yfir í Kaupmannahöfn. Þessi tillaga náði ekki fram að ganga. Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknarmanna, á sæti í forsætisnefndinni og var rætt við hann um þessi mál í Dagblaðinu/Vísi (DV) í gær. Er vitnað til þess viðtals í Stakstein- um í dag. Mótþróalið I DV í gær er minnt á að á síðasta þingi Norð- urlandaráðs tiafi einn af þingmöimum Framiara- flokksins i Danmörku flutt tillögu um aðild Eystrasaltsrílganna að Norðurlandaráði. Er sagt, að hún hafi ekki verið tekin alvarlega. Síðan er þetta haft eftir Páli Péturssyni, for- manni þingflokks fram- sóknarmanna: „Síðan gerðist það í haust að Carl Bildt, sem er formaður Moderat- anna í Svíþjóð, sendir forsætisnefiid bréf þar sem hann óskar eftir þvi að fulltrúum Alþýðufylk- ingarinnar, sem eru full- trúar mótþróaliðsins í Eistlandi, verði boðið til ráðstefhu sem á að fara að halda í Kaupmanna- höfii um mengun hafsins. Nú vill svo til að þetta passar alls ekki inn i dag- skrá ráðstefhunnar og það var reyndar búið að bjóða til hennar þegar bréf Bildt barst. Þá var búið að bjóða til ráðstefhunnar fulltrú- um þjóðþinga og þar á rneðal æðsta ráðsins í Moskvu. Það var búið að tilkynna hvaða þátttöku- riki eru þama þairnig að menn ganga ekkert að því gruflandi í hvaða sel- skap þeir eru að fara. Þetta bréf var byggt á ansi mikilli fljótfæmi, fannst okkur, og það hlaut ekki undirtektir... Það er enginn ágrein- ingur um það að það sé hentugt að reyna að nálgast þetta fólk [í Eystrasaltsríkjunum]. En það er hins vegar ekki eining um að fara að snúa sér til einhverra annarra en réttlgörinna sfjóm- valda í þessum ríkjum — ekki einhverra miniii- hlutahópa sem em í ein- hveiju strögli (svo!). Það er engin eining um það og Finnar em t.d. afar varfæmir í þessu máli — að fara ekki að móðga Sovétríkin. Mér fannst vera mjög mikilvægt að Sovétrikin tækju þátt í þessari ráðstefiiu um mengun í sjó. Það er fráleitt að bjóða einhveijum minnihluta- hópum hvort sem memi liafa samúð með þeirra málstað eða ekki. Mér fannst það t.d. einn galli á þessari hugmynd Carls Bildt að hún gat beinlínis sett Alþýðufylkinguna í ákveðna hættu. Með því að erlend ríki væru farin að snúa sér til hennar þá mátd reikna með að því að hún yrði litin gagn- rýnni augum af Rússun- um. Við hefðum því getað verið að gera þeim bölv- un. “ Neikvæð af- staða Þeir sem h.afa fylgst með utanrikisstefhu Páls Péturssonar, formanns þingflokks Framsóknar- flokksins, kippa sér ef til viff ekki upp við þessa neikvæðu afstöðu hans í garð íbúa Eystrasalts- landanna, sem ekki eru af rússnesku bergi brotn- ir og vilja sjálfir fá að ráða örlögum sinum. Minnihlutahóparnir í Eystrasaltsrilgunum eru Rússamir sem þangað hafa verið fluttir til þess að útrýma íbúum land- anna sjálfra, Eistlands, Lettlands og Litháens. Það er fráleitt að tala um Alþýðufylkinguna eða önnur samtök er vilja frelsi rílganna undan Moskvuvaldinu sem minnihlutasamtök. Hvað eftir annað h;ifa þessar þjóðemisfylkingar sýnt að þær njóta stuðnings mcirihluta Iandsmanna. Einnig er einkcnnilegt að nota þá röksemd að með því að sýna þessum hreyfingum stuðning I verki sé verið að „gera þeim bölvun". Rökscmdir af þessu tagi em úr vopnabúri þeirra, sem líta þannig á að ríkin þijú hafi verið innlimuð i Sovétríkin með lögleg- um hætti og hefur það greinilega farið fram hjá Páli Péturssyni að fyrir fáeinum vikum var sýnt betur fram á það en áð- ur, hve miklar fafskenn- ingar em þar á ferðinni. Þeir Hitler og Stalin svik- ust aftan að þjóðunum fyrir hálfri öld. Til að sjá skoðanir Páls Péturssonar í réttu ljósi ættu menn að setja blökkumenn í Suður- Afríku í stað íbúa Eystra- saltslandanna. Ætli Páll hefði talað á sama hátt og hann gerði, ef spum- ingin hefði verið um það, hvort styggja ætti stjóra hvítra manna í Pretoríu en ekki einræðisherrana í Kreml? Oftar en einu sinni hefur komið fram í opin- bemm umræðum um ut- anríkismál, að skoðanir Páls Péturssonar vega ákaflega- þungt innan Framsóknarflokksins. Hefiir þetta meðal ann- ars skinið út úr ýmsum ummælum Steingríms Hermannssonar flokks- formanns, sem lítur greinilega til Páls með samskonar ótta og Páll til Kremlar, þegar mál- efiii Eystrasaltsrflganna em á dagskrá. I vetur verður þing Norður- landaráðs haldið hér á landi. Ifljóta allir fijáls- huga menn að vona, að það andi ekki eins köldu í garð hinna kúguðu þjóða Eystrasaltsrílg- anna frá islenskum stjómvöldum og forráða- mönnum Alþingis, sem fyrir þinginu standa, eins og frá Páli Péturssyni. Ætti Alþingi að sjá sóma sinn í því að hafa for- göngu um að fúlltrúum þjóðanna i Eistlandi, Lettlandi og Litháen verði boðið hingað til lands í tilefiii þings Norð- urlandaráðs. Þannig væri unnt að standa virðulega að málinu án þess að Finnar þyrftu að bera ábyrgð á þvi, ef þeir em jafii viðkvæmir og Páll Pétursson vill vera láta. Bíll og lúxushús kr. 926ó dag fyrir aóeins Gisting í lúxuseinbýlishúsi í Hostenberg við Saarburg, steinsnar frá Luxemborg og Trier (4 saman í húsi ogbíll) Seljum „super-apex" fíugfar tíl Luxemborgar. Ferékr -c llaínurstr.vti 2 - Sínti (>2-110-20 / Fékkst þú endurgreitt frá skattinum í ágúst? Kaupverð hlutabréfa getur verið frádráttarbært frátekjuskatts-pgútsvarsstofni uppaðvissumarki. Einstaklingursem nýtir sér þessa heimild tilfulls getur lækkað tekjuskatt sinn og fengið endur- greiddarfráskattinum um 34.000 krónur. Hjón geta fengið endurgreiddar um 68.000 krónur. Nánari upplýsingar veita starfsmenn VIB og HMARKS. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavík. Simi 68 15 30 HMARK- afgreiösla, Skólavöröustíg 12, Reykjavík. Sími 21677

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.