Morgunblaðið - 18.10.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.10.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1989 Morgunblaðið/Kúnar Þór Kiwanismenn gefa lyflækningadeild tæki Kiwanis-klúbburinn Kaldbakur hefúr afhent lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri súrefnismettunarmæli að gjöf, en mælir þessi auðveldar mjög mælingar súrefhis í blóði. Slíkt tæki er tiltölulega nýtt á markaðnum og hefur ekki áður verið til á FSA. Á myndinni afliendir Þorsteinn Konráðsson forseti Kald- baks, Friðriki Ingvarssyni lækni gjöfina og þeir Kalbaksmenn standa að baki. Atvinnumálaneftid Akureyrar eftiir til hugmyndasamkeppni: Markmiðið aukin flöl- breytni atvinnulífs ATVINNUMÁLANEFND Akureyrarbæjar hefúr ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni og er tilgangurinn að fá fram hugmynd- ir sem geta orðið grundvöllur að stofhun nýrra fyrirtækja eða orðið þáttur í starfsemi núverandi fyrirtækja á Akureyri. Mark- miðið er að auka fjölbreytni starfa í bænum. Þátttaka í samkeppn- inni er öflum heimil. Skilafrestur hugmynda er til 15. desember næstkomandi og ber að skila inn hugmyndum til Iðnþróunarfé- lags EyjaQarðar. myndasamkeppni. „Við vonumst til að einhverjar af þeim hugmynd- um sem skilað verður inn verði komnar í framkvæmd fljótlega eftir áramót,“ sagði Hólmsteinn. Veitt verða þrenn verðlaun, 300 þúsund krónur fyrir bestu hug- myndina að mati dómnefndar, önnur verðlaun eru 200 þúsund krónur og þriðju verðlaun 100 þúsund krónur. í dómnefnd sitja fulltrúar frá atvinnumálanefnd Akureyrar, Iðntæknistofnun ís- lands og Háskólanum á Akureyri. Við mat á hugmyndum verður tek- ið tillit til arðsemi, líklegrar veitu, atvinnutækifæra, þarfar, nýjunga og hvernig starfsemin fellur að atvinnulífi bæjarins. Atvinnumáianefnd Akureyrar áskilur sér ekki eignarrétt á þeim hugmyndum sem sendar verða inn, en verði talið að hugmynd sé einkaleyfishæf verður haft sam- band við höfund og í samráði við hann ákveðið hvort sótt verði um einkaleyfi, hún lögð frá án slíks leyfis eða dregin til baka. Atvinnu- málnefnd mun í samvinnu við Iðn- þróunarfélag Eyjaijarðar aðstoða verðlaunahafa og aðra þá sem sent hafa inn hagnýtar hugmyndir við að hrinda þeim í framkvæmd. Aðstoðin yrði í formi ráðgjafar og fjárhagslegs stuðnings. Hafi hug- myndasmiðir sjálfir ekki tök á að koma hugmyndunum í fram- kvæmd mun atvinnumálanefnd leitast við að koma á samstarfi við aðila sem hafa til þess getu. Sigurður P. Sigmundsson fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar og Þorleifur Þór Jóns- son ferðamálafulltrúi eru ábyrgð- armenn hugmyndasamkeppninn- ar. Niðurstöður samkeppninnar verða kynntar 15. febrúar næst- komandi. Morgunblaðið/Rúnar Þór Atvinnumálaneftid Akureyrar hefur ákveðid að efna til hugmyndasamkeppni með það að markmiði að auka fjölbreytni starfa í bænum. Á myndinni halda þeir Sigurður P. Sigmundsson framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyfjafjarðar og Hólmsteinn Hólmsteinsson formaður atvinnumálanefndar Akureyrar á veggspjaldi sem gert var til kynningar á samkeppninni. Við hlið Hólmsteins er Þorleifur Þór Jónsson ferðamálafúlltnii. Hólmsteinn Hólmsteinsson for- maður atvinnumálanefndar sagði á blaðamannafundi þar sem sam- keppnin var kynnt, að fyrst og fremst væri verið að stuðla að atvinnuuppbyggingu á svæðinu með því að efna tii þessarar keppni. Atvinnuleysi væri heldur að aukast og víða erfiðleikar í rekstri fyrirtækja og því væri rétti tíminn tii að hrinda af stað hug- Málefiii Híbýla rædd í bæjarstjórn Akureyar: Vilji til að yfirtaka bygg- ingu 22 íbúða fjölbýlishúss SIGFÚS Jónsson bæjarstjóri gerði bæjarfulltrúum nokkra grein fyrir stöðu mála varðandi gjaldþrot Híbýla hf. á Akureyri, en það var til umræðu á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær. í máli hans kom in.a. fram að vilji væri fyrir því að Akureyrar- bær tæki yfir byggingu 22 íbúða fjölbýfishúss við Helgamagra- stræti 53, en lítið væri hægt að segja fyrir um hver framvinda mála yrði fyrr en rætt hefði ver- ið við bústjóra og skiptaráðanda. „Það er skynsamlegt að bærinn yfirtaki bygginguna, en það velt- ur allt á því sem gerist í sam- skiptum við bústjóra og skipta- ráðanda hvernig þessu máli lykt- ar,“ sagði Sigfús. Hann sagði að viðkvæmar samningaviðræður stæðu yfir við undirverktaka vegna byggingar sundlaugar við Glerárskóla og þá gat hann þess að framkvæmdadeild Innkaupa- stofnunar hefði rift samningum við Híbýli hf. vegna verksamn- ings um innréttingu nýrrar rönt- gendeildar við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri. Málefni Híbýia hf. voru tekin fyrir sérstaklega á fundi bæjar- stjórnar og að lokinni framsögu bæjarstjóra um stoðu mála kvaddi Freyr Öfeigsson (A) sér hljóðs og sagði afar óheppilegt að þetta mál væri til umræðu á opnum fundi bæjarstjórnar. Málið væri á mjög viðkvæmu stigi og taldi hann rétt- ara að menn ræddu það ekki fyrr en það væri í höfn. Fleiri bæjarfull- trúar tóku ekki til máls vegna þessa. Af öðrum málum sem rædd voru á bæjarstjórnarfundi í gær má nefna að Björn Jósef Arnviðarson (D) sagði frá fundi skólanefndar þar sem samþykkt var að við gerð næstu fjárhagsáætlunar verði end- urskoðað hvernig Akureyrarbær standi að stuðningi við endurmennt- un kennara í grunnskólum bæjar- ins. Á síðasta ári var 352 þúsund krónum varið til þessa og sagði Björn Jósef að ekki væru allir á eitt sáttir um hvort bænum bæri að veita kennurum þessa styrki og væri vilji fyrir því að taka þetta mál til athugunar. Sigríður Stefánsdóttir (G) ræddi um fundargerðir félagsmálaráðs og sagði m.a. að fyrirhugað væi'i að stjórn Velunnara Krógabóls, s§m er foreldrarekin dagvist á Akur- eyri, myndu funda með ráðinu fljót- lega, en borist hefur erindi frá stjórninni þar sem óskað er eftir viðræðum við félagsmálaráð um möguleika Akureyrarbæjar á að yfirtaka rekstur dagheimilisins. Þá vakti Sigríður einnig máls á því að félagsmálaráð hefur faiið deildar- stjóra ráðgjafadeildar Félagsmála- stofnunar að taka upp viðræður við heilbrigðis- og byggingafuiltrúa Um íbúðir sem dæmdar hafa verið heilsuspillandi og óíbúðarhæfar. Sagði hún að iðulega kæmi fyrir er fólk sækti um félagslegt hús- næði að heilbrigðisfulltrúi gæfi út vottorð um að ekki væri við hæfi að fólk byggi í viðkomandi hús- næði, sérstaklega ekki ef það væri með börn. Hún sagði það ábyrgðar- hluta að gefa út slík vottorð, en gera ekkert í því að útrýma slíku húsnæði. „Ég vona, að þetta verði til þess að eitthvað verði gert í þessu máli, ástandið er óviðunandi," sagði Sigríður. Páll Jóhannsson söngvari; Syngur við óperuhús- ið í Gautaborg í vetur PÁLL Jóhannsson söngvari hef- ur fengið tilboð um að syngja við óperuhúsið Stora Teatret í Gautaborg í Svíþjóð. Samnings- tími Páls er frá 1. nóvember næstkomandi til 30. júní á næsta ári. Páll fór til Gautaborgar í síðasta mánuði og söng þá m.a. fyrir óperustjóra hússins og í kjölfarið fylgdi umræddur samningnr. Páll lærði í fyrstu hjá Sigurði Demenz á Akureyri, en var síðan Leikfélag Akureyrar HÚS BERNÖROU ALBA Næstu sýningar: Laugard. 21/10 kl. 20.30 Timmtud. 26/10 kl. 20.30 Laugard. 28/10 kl. 20.30 Miðasala í síma 96-24073. Munið pakkaferðir Flugleiða. FLUGLEIDIR við nám í Söngskóla Reykjavíkur um skeið. Þaðan lá Ieiðin til ít- alíu þar sem hann lærði söng í fimm vetur. „Mér líst mjög vel á þetta og er spenntur," sagði Páll í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að um væri að ræða reynsl- utíma sem að líkindum yrði end- urnýjaður ef báðum aðilum litist svo á. „Eg reikna með að syngja allt það sem ég er beðinn um að syngja þarna úti,“ sagði Páll. „En boltinn er byijaður að rúlla og þetta er ágætis stökkpallur.“ Páll sagði að við óperuna í Gautaborg störfuðu 20-30 fastr- áðnir söngvarar auk kórs og hljómsveitar, sem þekkt væri um öll Norðurlönd fyrir leik sinn. „Stora Teatret er virt ópera og stendurekki að baki Stokkhólmsó- perunni hvað gæði varðar, þannig að ég er mjög spenntur að takast á við þetta verkefni. Auk þess sem það er mjög mikilvægt að fá ein- hverja skólun á þessu sviði,“ sagði Páll. Morgunblaðið/ Páll Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.