Morgunblaðið - 18.10.1989, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.10.1989, Qupperneq 1
48 SIÐUR B 237. tbl. 77. árg.________________________________MTÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1989_______________________________Prentsmiðjá Morgunblaðsins Tékkóslóvakía: Ofiirvaldi kommún- ista ögrað Pragi Reuter. FÉLAGAR í tveimur tékknesk- um stjórnmálaflokkum, sem lengi hafa aðeins verið sjálfstæð- ir að nafninu til, hafa krafist þess, að undirgefninni við komm- únistaflokkinn verði hætt og lýð- ræði komið á í Tékkóslóvakíu. Rúmlega 70 fulltrúar Þjóðar- flokksins víðs vegar að af landinu hafa látið frá sér fara yfirlýsingu þar sem segir, að almennir flokks- menn vantreysti flokksforystunni vegna gagnrýnislausrar hlýðni hennar við kommúnistaflokkinn. Er skorað á forystumennina að segja af sér tafarlaust og aðra þá flokksmenn, sem standa í vegi framfara og breytinga. Féiagar í Prag-deild Sósíalista- flokksins hafa einnig krafist þess, ;nð tékknesku stjórnarskránni verði byeytt og felld út ákvæði um for- ýlduhlutverk kpmmún isteflokksins. Jííemur"þetta fram í nýju frétta- bréfi, sem heitir „Lýðræðissinninn", og er þar livatt til einkarekstrar í landinu og virðingar fyrir mannrétt- indum. Þjóðarflokkurinn og Sósíalista- flokkurinn og tveir smáflokkar í Slóvakiu eru hlutí af Þjóðfylking- unni, flokkasamsteypu, sem komm- únistar hafa stjórnað að öilu leyti. Logandi eiturtankur Reuter Óttast er, að þrír menn hafi látist þegar tankur með eitruðum efnum sprakk í Rotterdamhöfn í Hollandi í gær. Voru sex menn að gera við tankinn þegar slysið varð og komust þrír lífs af, tveir mikið brenndir. Hefur lík eins manns fundist en tveggja er saknað. Á myndinni stígur reykjarmökkurinn frá tankinum til himins en hann var látinn brenna upp þar sem ekki þótti á hættandi að reyna að slökkva eldinn. Flugleiðir fljúga frá Stokkhólmi til Washington: Nýja flugleiðin vek- ur athygli í Svíþjóð - en S AS reynir ekki að leyna gremjunni Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. Forsvarsmenn SAS-flugfélagsins gnísta tönnum af bræði yfir að íslenska flugfélagið Flugleiðir skuli hafa fengið leyfi bandarískra stjórnvalda fyrir beinu flugi milli Stokkhólms og Washington. Sjálft hefúr SAS reynt í 20 ár að komast yfir þessa flugleið en ávallt ver- ið neitað vegna þess, að vestra finnst mönnum hlutur SAS í flugi milli Norðurlanda og Bandaríkjanna vera allt of stór. Þrátt fyrir óánægju SAS-for- stjóranna geta flugmálayfirvöld í Svíþjóð og samgönguráðuneytið ekkert aðhafst í málinu. Flugleiðir hafa um margra ára skeið flogið milli Reykjavíkur og Stokkhólms og í umsókninni til bandarískra yfir- valda voru nefndir flugtímar, sem falla vel að framhaldsflugi til Was- hington. Þessi nýja flugleið hefur þegar vakið athygli sænskra kaupsýslu- og stjórnmálamanna og annarra, sem erindi eiga til Washington, og bókanirnar streyma inn á skrifstofu Flugleiða í Stokkhólmi. Það tekur nú skemmri tíma að komast til Washington með Flugleiðum en öðrum flugfélögum og það á einnig við um heimferðina þrátt fyrir milli- lendingu á íslandi. Áður þótti ein- faldast að fara frá Stokkhólmi til Frankfurt eða Amsterdam og þaðan vestur og því má búast við, að Luft- hansa og KLM missi einnig spón úr aski sínum. SAS hefur ávallt verið neitað um beint flug til Washington vegna þess, að það hefur nú þegar helm- ing alls flugs milli Norðurlanda og Bandaríkjanna. Stóru, bandarísku flugfélögin American Airlines, TWA og PanAm halda því fast fram, að 30% séu meira en nóg fyrir eitt flugfélag. Þeir hjá SAS reyna ekki að leyna bræðinni en talsmenn Flugleiða í Stokkhólmi segjast fylgjast spennt- ir með þróuninni. Gangi allt vel verður flugtíðnin hugsanlega aukin á þessari leið. Óvissa á verðbréfamörkuðum vegna viðskiptahallans vestra New York, London. Reuter. HALLINN á viðskiptum Banda- ríkjanna við útlönd jókst í ágúst- mánuöi um 31% frá fyrra mánuði og höfðu fréttirnar þau álirif, að hlutabréf lækkuðu nokkuð í verði í kauphöllinni í Wall Street í New York. Þá féll gengi dollarans einnig. I flestum kauphöllum í Evrópu og víðar iiækkaði hluta- bréfaverð lítillega frá því, sem það var lægst í fyrradag, en al- mennt er mikil óvissa ríkjandi á verðbréfamörkuðunum. Viðskiptahallinn í Bandaríkjun- um í ágúst var 10,77 milljarðar dollara eða 31% meiri en í júlí, þeg- ar hann var 8,24 milljarðar. Er hann miklu meiri en búist hafði Mikis Theodorakis orðinn hægrimaður AJjenu. Reuter. GRÍSKA tónskáldið Mikis Theodorakis, sem samdi meðal annars tónlist- ina við „Grikkjann Zorba“, hefur tekið sinnaskiptum í pólitíkinni og ætlar að bjóða sig fram tii þings fyrir hægriinenn, Nýja demókrataflokk- inn. Theodorakis og Konstantin Mitso- takis, formaður Nýja demókrata- flokksins, áttu með sér fund á mánu- dag og sögðu að honum loknum, að Theodorakis yrði skipað á bekk með forystumönnum flokksins og þar með tryggt öruggt kjördæmi í kosningun- um eftir fáar vikur. Theodorakis hefur til þessa verið kommúnisti og margoft setið í fang- elsi fyrir skoðanir sínar. Þingmaður kommúnistaflokksins var hann frá 1981-87. Á valdadögum herforingja- stjórnarinnar, 1967-74, voru tónsmíðar hans bannaðar í Grikk- iandi. „Enn einu sinni hef ég ákveðið að leggja listina á hilluna og helga mig stjórnmálunum. Að þessu sinni tíl að uppræta með öllum ráðum PASOK-ástandið,“ sagði Theodorak- is og átti þá við arfleifð sósíalista- flokksins, sem var við völd frá 1981 og fram í júní sl. Eins og kunnugt er hafa Andreas Papandreou, for- maður PASOK, og aðrir frammá- menn flokksins, verið sakaðir um stórkostlega spillingu í embætti. verið við og sá mesti síðan í désem- ber fyrir tæpu ári. Þá var hann 10,80 milljarðar dollara. Hátt doll- aragengi og minni hagvöxtur er- lendis eru talin valda þessum aukna viðskiptahalla en tíðindin urðu til þess, að gengi dollarans lækkaði nokkuð. Verðfallið í Wall Street á föstu- dag vannst að nokkru upp á mánu- dag en fréttirnar um viðskiptahall- ann urðu til þess, að í gær lækkaði hlutabréfaverð dálítið frá deginum áður. í gærmorgun bentu kauphall- amðskipti í Evrópu og víðar til, að verðfallið á mánudag gengi til baka, en viðskiptahaliinn vestra varð til að stemma þá á að ósi. Yfirleitt hækkaði verðið þó örlítið, mest í Tókýó, en verðbréfasölum ber sam- an um, að mikil óvissa sé á mörkuð- unum. Óttast margir, að ástandið muni einkennast af verðsveiflum á næstunni. Ókyrrðin á verðbréfamörkuðun- um hefur vakið upp spurningar um hvort þeir séu sá spegill efnahags- lífsins, sem þeir eiga að vera. Segja sumir, að tölvutæknin hafi ekki aðeins auðveldað kauphallarvið- skipti, heldur einnig ýtt svo undir spákaupmennsku og áhættusöm viðskipti, að markaðirnir séu farnir að lifa eigin lífi án tengsla við raun- veruleikann. Aðrir draga úr þessu og segja, að markaðirnir séu eins og 17 ára drengur, sem fengið hafi bíl í afmælisgjöf. Það geti tekið tíma að gerast ábyrgur ökumaður. Bretland: Mikið tap á Sky-stöðinni St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni. RUPERT Murdoch, aðaleigandi News International, sem á Sky- gervihnattasj ón varpsstöð ina, sagði um síðustu helgi að yrði stöðin ekki farin að skila hagn- aði eftir fimm ár yrði henni lok- að eða hún seld. Sky sendir út á fjórum rásum og tapar nú jafn- virði um 200 milljóna króna á viku. Búið er. að setja upp hálfa millj- ón mótttökudiska í Bretlandi og um 300 þúsund á írlandi. Stöðin þarf nokkrar milljónir áskrifenda til að bera sig og gaf Murdoch berlega í skyn að sala á mótttöku- diskum nú yfir vetrarmánuðina myndi ráða framtíð sjónvarps- stöðvarinnar. Reuter Hornsteinn að ólympíuþorpi í Barcelona á Spáni er undirbúningur sumarólympíuleikanna 1992 í fullum gangi og i gær var lagður hornsteinn að ólympíuþorpinu við hátíðlega athöfn. Tveir menn með ólympíufána sigu með steininum á réttan stað en áætlað er, að þorpsbúarnir, íþróttamennirnir á leikun- um, verði 15.000 talsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.