Morgunblaðið - 18.10.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.10.1989, Blaðsíða 44
SJÓVÁÖOALMENNAR FÉLAG FOIKSINS tvgmifrtjifeffr SJOÐSBREF 2 Reglulegar verðtryggðar tekjur af sparifénu VIB MIÐVIKUDAGUR 18. OKTOBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Félagsvísindastoíhun: 4,7% reglu- lega í kirkju ^ 4,7% þjóðarinnar fara reglulega til kirkju, samkvæmt niðurstöðum könnunar, sem Félagsvísinda- stofnun hefur unnið fyrir Biskups- stofu. Eldri konur virðast fara oftar til kirkju en karlar. 5,7% kvenna sögð- ust sækja kirkju reglulega, en 3,6% karla. Ef kirkjusókn er flokkuð eftir starfsstéttum, eru það sjómenn og bændur af Iandsbyggðinni sem oftast fara til messu. Mikill meirihluti sva- renda, 71,3%, sögðust sjaldan fara til kirkju. 17,9% sögðust aldrei fara, en 5,9% sögðust oft fara til kirkju. Þegar spurt var um hvort viðkom- andi gæti hugsað sér að fara oftar i kirkju svöruðu 70,9% því játandi, en 27,1% gátu ekki hugsað sér að fara oftar til kirkju. Könnunin var gerð dagana 26. til 28. febrúar sl. og var leitað til eitt þúsund manna úrtaks. Svör fengust frá 731 og nam nettósvörun 76,2%. Samræmi var á milli skiptingar úr- taksjns og þjóðarinnar allrar eftir aldri, kyni og búsetu og má því ætla að úrtakið endurspegli þjóðina, 15 til 75 ára, allvel. Sjá frétt um setningu Kirkju- þings bls. 4-5. Tvær af íslensku tóbakspontunum. Morgunblaðið/RAX „ Verkstæðið“ íljósum logum Myndatöku á kvikmyndinni „Verkstæðið", sem byggð er á leikritinu „Bílaverkstæði Badda“ eftir Ólaf Hauk Símonarson, er nú að mestu lokið, en í gær var lokaatriði myndarinnar kvikmyndað á bænum Kalmanstjörn á Reykjanesi. Taka myndarinnar hefur að mestu leyti farið fram þar, en einnig' hefur verið kvikmyndað á Korpúlfsstöðum. Á myndinni sést hvar Vverkstæðið“ stendur í ljósum logum, en um 5 tonn af gasi þurfti í eldsvoðann. Að sögn Lárusar Ymis Óskarssonar, leik- stjóra myndarinnar, er gert ráð fyrir að vinnslu hennar ljúki í vor, en frumsýning verður væntan- lega næsta haust. Aðsóknar- met á Erró AÐSÓKNARMET á listsýningu hér á landi hefúr verið slegið á Kjarvalsstöðum, en á mánudágs- kvöld höfðu 25.300 manns séð sýninguna á verkum Errós sem þar hefúr staðið yfir að undan- förnu. Svo skemmtilega vill til að á Errósýninguna árið 1978 komu 23.000 manns og er það sú sýning sem mesta a^sókn hefur fengið hér á landi hingað til, nema ef vera skyldi Kjarvalssýningin í Lista- mannaskálanum árið 1945, því talið er að hana hafi séð á bilinu 22.000 til 24.000 manns. Þar á eftir kemur Picassosýningin á Kjarvalsstöðum fyrir nokkrum árum en 18.000 manns komu á hana. Stolið úr vös- um yfírhafna NOKKUÐ hefúr borið á því að undanförnu í Reykjavík að stolið sé peningum og öðrum verðmæt- um úr vösum yfirhafna á biðstof- um og í anddyrum ýmissa fyrir- tækja og stofnana. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, hefur þjófnuðum af þessu tagi fjölg-- að. „Það er vert að brýna fyrir fólki að skilja ekki verðmæti eftir í yfir- höfnum, þar sem fólk á greiðan að- gang að. Oft á tíðum er stolið frá starfsmönnum fyrirtækja og stofn- ana og forráðamenn þeirra ættu að sjá til þess að starfsmennirnir geti geymt verðmæti í öruggum hirslum." Bændur fá 45% frumgreiðslu sauðfjárinnleggs í stað 7 5% Ríkissjóður skuldar tæplega 500 milljónir króna í útflutningsbætur FRAMLEIÐSLURÁÐ landbúnaðarins hefur ákveðið að frumgreiðslur til bænda fyrir haustinnlegg 1989 verði 45% af endanlegu uppgjöri, en hingað til hefur verið miðað við að 15. október væru greidd 75% af fullnaðargreiðslu. Að sögn Gísla Karlssonar, framkva-mdasljóra Framleiðsluráðs, er ástæðan fyrir þessari ákvörðun sú að greiðslur afurðalána frá bönkum til sláturleyfisliafa hafa borist seint, en bank- arnir hafa nú einungis lánað um 44% af óniðurgreiddu heildsölu- verði. Ástæða þess er meðal annars sú að ríkið skuldar á bilinu 400-500 milljónir króna í útflutningsbætur vegna framleiðslu siðasta árs. Einnig munu bankarnir hafa gert kröfu um fullnaðaruppgjör afurðalána vegna framleiðslunnar í fyrra, en það hefur ekki verið mögulegl þar sem ennþá eru óseld um 2.000 tonn af þeirri framleiðslu. Kaupmannahöfn: Islenskar tóbakspont- ur á uppboði FJÓRAR íslenskar neftóbakspont- ur verða á listmunauppboði í Kaupmannahöfn á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku. Ein þeirra er samkvæmt uppboðsskrá sú elsta sem til er, frá um 1750. Hún er í skránni verðlögð á 28 þúsund danskar krónur, eða um 240 þúsund íslenskar krónur. Tóbaksponturnarerufrá um 1750, 1780,1825 og 1850. Ilin elsta þeirra er úr slípaðri búrhvalstönn, skreytt silfri. Það er jafnframt stærsta pont- an. Pontan frá um 1780 er einnig úr slípaðri búrhvalstönn og með silf- urskreytingu. Verðmæti hennar í uppboðsskrá er áætlað 18 þúsund danskar krónur, eða um 100 þúsund krónur Þriðja pontan, frá um 1825, er skorin úr tré og skreytingar og keðja eru úr nýsilfri (blöndu úr nikk- el, kopar og zinki). Hún er verðlögð á 6.000 danskar krónur, eða nlmar 30 þúsund íslenskar krónur. Yngsta pontan á uppboðinu, frá um 1850, er úr slípuðu og útskornu kýrhorni, með silfraðri skreytingu. Hún er ^ metin á 9.000 krónur danskar, eða um 50 þúsund íslenskar. Gísli sagði að undanfarin ár hefði verið miðað við að afurðalánin hefðu skilað sér inn að fullu fyrir fyrstu greiðsludagsetningu til bænda, sem er 15. október, og myndu duga til að greiða þeim 75% af heildargreiðslu, en samkvæmt búvörulögunum á að inna loka: greiðslu af hendi 15. desember. í fyrra hefðu verið erfiðleikar að upp- fylla þetta, og vegna þess hve af- urðalánin hefðu skilað sér seint nú hefði verið sýnt að ekki þýddi að setja þetta hlutfall svo hátt núna. „Það er því reiknað með að slátur- Ieyfishafar greiði bændum 45% núna, og greiði þeim síðan eftir því sem afurðalánin berast. Eg á von á að þau muni hækka þegar ríkið hefur staðið skil á útflutningsbótun- um, og það er ekki annað séð en að bankarnir muni á endanum lána sama hlutfall og verið hefur venjan. Fyrir bændur gæti þetta þýtt ákveðna greiðsluerfiðleika, þar sem þeir verða að bíða eftir greiðslum, en á þó ekki að hafa í för með sér neitt fjárhagslegt tap fyrir þá þar sem reiknaðir verða vextir á greiðsl- urnar.“ Hreiðar Karlsson, formaður Landssambands sláturleyfishafa, sagðist álíta að almennt treystu sláturleyfishafar sér til þess að greiða bændum á bilinu 38-43% fyrir haustinnleggið nú í október, miðað við þau afurðalán sem bank- amir hafa veitt í sláturtíð, að við- bættum sölutekjum og frádregnum áföllnum hluta sláturkostnaðar. „Menn reikna með því að skuld ríkisins á útflutningsbótum verði gerð upp í nóvember, og það muni þýða rýmri stöðu bankanna, þannig að þeir treysti sér til þess að greiða fullt lán, en afurðalán hvíla á öllum þessum útflutningsbótum. Greiðslu- hlutfallið til bænda í dag er vissu- lega minna en gert var ráð fyrir, en mér finnst ekki skipta minna máli hvort tekst að fá fulla upphæð afurðalána í nóvember, og stað- greiðslulánið síðan í tæka tíð í des- ember. Þau skil tókust sæmilega í fyrra, og mikilsvert er að þau tak- ist ekki lakar nú.“ Breytingar á áfengisneyslu: „Ö1 og snafs“ í stað- inn fyrir sterka drykki HEILDARSALA á víni og sterkum drykkjum fyrstu níu mánuði þessa árs hefúr dregist saman um 20,61% í lítrum talið miðað við sama tíma í fyrra. I alkóhóllítrum talið nemur samdrátturinn 17,45%. Á nióti hefur sala á áfengum bjór úr versluuum ÁTVR frá 1. mars til 30. september verið 5.185.603 lítrar, sem svarar til 268.901 alkóhóllítra. Þá hefur sala bittera aukist um 74,11% á milli ára þannig að ætla má að íslendingar séu í auknum mæli að taka upp danska siðinn „bjór og snafs“. Heildarsala á víni og sterkum an eða um tæp 28%. drykkjum nam 1.830.947 lítrum eða 498.430 alkóhóllítrum fyrstu níu mánuði þessa árs. Sambæri- legar tölur fyrir síðasta ár eru 2.306.399 lítrar eða 603.826 alkó- hóllítrar. Samdráttur i sölu á hvítvíni er mestur, 30,89% í alkóhóllítrum talið. Samdráttur í sölu rauðvín- stegunda nemur 21,58% og í sölu á viskíi 21,32%. Sala á vodka hefur dregist saman um 10,91%. Þá hefur neysla á íslensku Brennivíni dregist verulega sam- ÁTVR telur ekki unnt að draga ályktanir af áhrifum bjórsölu á áfengisneyslu fyrr en að nokkrum mánuðum liðnum. I tölum þessum er ekki tekið tillit til þess áfengis eða tóbaks, sem áhafnir skipa og flugvéla flytja inn í landið, eða þess magns, sem ferðamenn taka með sér frá útlöndum eða kaupa í fríhöfn eða ÁTVR flytur úr landi eða selur til fríhafnar á Keflavíkurflugvelli. Sala léttöls er heldur ekki með- talin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.