Morgunblaðið - 18.10.1989, Blaðsíða 18
í
XHM CÍKIAJ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1'8. OKTOBER 1989
GrundarQ ör ður:
Glæsilegt íþrótta-
hús á Grundarfírði
Grundarfirði.
Hátíðarstemmning ríkti á Grundarfírði þegar nýtt og glæsilegt
íþróttahús var vígt og formlega tekið í notkun.
Hátíðarhöldin hófust með skrúð-
göngu Ungmennafélags Grundar-
fjarðar í gegnum bæinn og að hinu
nýja íþróttahúsi. Þar hljómaði hljóð-
færaieikur tónlistarskólabarna und-
ir stjórn Friðriks V. Stefánssonar
meðan gestir gengu í húsið. Meðal
gesta voru menntamálaráðherra,
Svavar Gestsson, þingmenn kjör-
dæmisins og sveitarstjórnarmenn
héraðsins. Oddviti hreppsnefndar,
Kristján Guðmundsson, setti hátíð-
ina og opnaði húsið formlega.
Kirkjukór Setbergssóknar söng og
séra Jón Þorsteinsson blessaði hús-
ið.
Að því búnu rakti sveitarstjóri,
Ólafur Hilmar Sverrisson, bygging-
arsögu hússins. Því næst voru ávörp
gesta og fyrstur ávarpaði samkom-
una Svavar Gestsson, menntamála-
ráðherra. Skólastjóra, Gunnari
Kristjánssyni, var síðan formlega
afhent húsið til afnota fyrir grunn-
skólann og setti hann skólann við
þetta tækifæri.
Formaður nemendaráðs, Þórar-
inn Kristjánsson, ávarpaði gesti en
að því loknu tóku nemendur skólans
húsið í notkun undir stjórn Péturs
Guðráðs Péturssonar, íþróttakenn-
ara.
Þegar oddviti hafði slitið hátíð-
inni var öllum hátiðargestum boðið
til kaffisamsætis í boði hrepps-
nefndar, sem Foreldra- og kennara-
félag skólans sá um.
Nýja íþróttahúsið er allt hið
glæsilegasta, salur er rúmir 400 fm
auk áhorfendapalla sem rúma 150
manns í sæti auk stæða. Völlur
hússins er eini löglegi_ körfubolta-
völlur á Snæfellsnesi. Áætlað er að
heildarbyggingakostnaður verði um
65 milljónir króna.
- Ragnheiður
Mikið fjölmenni var við vígslu íþróttahússins á Grundarfirði.
Morgunblaðið/Ragnheiður Gunnarsdóttir
Svavar Gestsson menntamálaráðherra:
Staðið verður við hækkun
námslána en óvíst hvenær
Mest skerðing hjá
stóru fjárbúunum
SAMKVÆMT reglugerð landbúnaðarráðuneytisins verður heildarfúll-
virðisréttur til sauðfjárframleiðslu á verðlagsárinu 1990-1991 skertur
um 1,8% af fullvirðisrétti yfirstandandi verðlagsárs. Er það í samræmi
við nýgert samkomulag bænda og stjórnvalda um skerðingu fúllvirðis-
réttar, meðal annars vegna úthlutunar fullvirðisréttar utan ramma
gildandi búvörusamninga. Skerðingin verður mismunandi eftir bú-
stærð, og getur orðið allt að 5% af fullvirðisrétti búa með meira en
880 ærgildisafurðir.
SAMSTARFSNEFND námsmannahreyfinganna hefúr sent mennta-
málaráðherra bréf og lýst undrun sinni og vonbrigðum með hlut
Lánasjóðs íslenskra námsmanna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár.
Ráðherra er inntur svara við því, hvort hann hyggist standa við
samkomufag um leiðréttingu námslána, sem meðal annars felur í sér
6,7% hækkun lána 1. janúar næstkomandi. Svavar Gestsson svarað
bréfinu og segir þar að staðið verði við loforðið, þótt ekki sé enn
hægt að tryggja tímasetningu hækkunarinnar.
Framangreindri 1,8% skerðingu á
heildarfullvirðisrétti verður mætt
með því að 0,3% verða tekin út með
skiptum á fullvirðisrétti til sauðljár-
framleiðslu fyrir fullvirðisrétt til
mjólkurframleiðslu, og 1,5% koma
til skerðingar á einstökum búmarks-
svæðum í hlutfalli við heildarfullvirð-
isrétt hvers svæðis til sauðfjárfram-
Bjarnaborg
og írönsku
húsin
í þriðjudagsblaði Morgunblaðsins
segir í grein eftir Rúnar Sig. Birgis-
son um Bjarnaborg, að efni hússins
hafi verið sótt víða að og „má nefna
að bæði endahús Bjarnaborgar voru
fengin úr frönsku húsunum svo-
nefndu, sem stóðu á Austurvelli 12
og byggð voru um 1830“. Ártalið
er ekki rétt.
Vegna bókar um frönsku skútu-
sjómennina, sem er að koma út, hefi
ég kannað heimildir og hefi m.a.
bréf frá flotamálaráðuneytinu
franska til verslunarráðsins í Dun-
kerque 10. ágúst 1869. Þar kemur
fram að Frakkar komu sér upp að-
stöðu í tveiirmr timburhúsum, sem
flutt voru til íslands sitt árið hvort,
árin 1869 og 1870, til að hýsa hina
mörgu strandmenn þeirra, meðan
þeir biðu skipsferðar heim. Voru þau
sett niður við Austurvöll og stóðu
þar til 1902, þegar Franski spítalinn
var reistur við Lindargötu. Þá voru
þau flutt og sett niður í vinkil niður
úndir fjöru þar fyrir neðan og tróðu
frönsku fiskimennirnir stíginn upp
að spítalanum á háværum trékloss-
um sínum til að borða í borðstofu
Franska spítalans og þar höfðu þeir
aðra þjónustu og var neðsti hluti
götunnar nefndur Frakkastígur.
Þarna stóðu húsin meðan Frakkar
ráku Franska spítalann og voru hér
mest.
En farið var að draga úr fiskveið-
um þeirra í og eftir fyrra stríð, og
kunna viðir þá að hafa farið í Bjarna-
borgina. Ég hefi talað við franskan
sjómann sem var í þeim 1914.
Elín Pálmadóttir
leiðslu eins og hann er á yfirstand-
andi verðlagsári, að meðtöldum þeim
fullvirðisrétti sem bundinn er með
samningum. Skerðing á fullvirðis-
rétti einstakra framleiðenda verður
með þeim hætti að á búum þar sem
fullvirðisréttur er 440 ærgildisafurðir
eða minna verður að hámarki 1,5%
skerðing á framleiðslurétti, 2% á
búum með 440-550 ærgildi, 3% á
búum með 550-660 ærgildi, 4% á
búum með 660-880 ærgildi, og á
búum með meira en 880 ærgildisaf-
urðir verður skerðingin að hámarki
5%. Þá verður búnaðarsamböndum
heimilt að skerða allt að 5% af full-
virðisrétti þeirra framleiðenda sem
byggja afkomu sína að meirihluta á
öðru en framleiðslu mjólkur og
kindakjöts, annarra en þeirra sem
hafa ráðstafað fullvirðisrétti sínum
með samninga við opinbera aðila, og
er það óháð bústærð.
„í febrúar síðastliðnum náðist
samkomulag milli námsmanna og
fulltrúa ríkisvaldsins um 20,1%
hækkun námslána í þremur áföng-
um. Síðasti áfangi þessarar hækk-
unar, 6,7%, á að öllu óbreyttu að
koma til framkvæmda fyrsta janúar
næstkomandi," segir í bréfi nefnd-
arinnar. Þar segir ennfremur að
skilja megi greinargerð með fjár-
lagafrumvarpinu á þann veg, að
skerða eigi námslánin frá og með
næsta skólaári. Ráðherra er spurð-
ur hvort hann hyggist standa við
samkomulagið og hvernig eigi að
fjármagna hækkunina, ef flárlaga-
frumvarpið geri ekki ráð fyrir
henni, ennfremur hvort skerða eigi
námslán að einhveiju leyti.
í svari ráðherra kemur fram að
staðið verði við hækkunina, en hins
vegar sé ekki enn hægt að tryggja
tímasetningu hennar. „Á þessu ári
höfum við hækkað framfærslu-
grunn námslánanna tvisvar sinnum
umfram verðlagsbreytingar, fyrst
1. mars og síðan 1. september. Það
hefur verið ætlun okkar að ná fram
hækkun á framfærslugrunninum á
árinu 1990. Það er hins vegar alveg
augljóst mál að við náum því ekki
nema með sérstökum ráðstöfun-
um,“ sagði Svavar. Hann sagði
tvennt koma til greina í þeim efn-
um, annars vegar að breyta öðrum
greiðslum sjóðsins, „taka á rekstr-
arkostnaði sjóðsins, skólagjöldum,
ferðastyrkjum og þvíumlíku. Hin
leiðin er sú að breyta skuldum
Lánasjóðsins í lán til lengri tíma.“
Fjárveiting ríkisins til LÍN er
áætluð 2.215 milljónir króna á
næsta ári, en samkvæmt fjárlögum
verður hún 1.617 milljónir á þessu
ári. LÍN á að greiða 1.110 milljónir
í afborganir og vexti á næsta ári,
en það er ríflega ljórðungur af
heildarútgjöldum sjóðsins, sem eru
áætluð 4.152 milljónir króna í fjár-
lagafrumvarpinu, þar af 2.871
milljón í lánveitingar. Á þessu ári
eru lánveitingar 1.995 milljónir,
samkvæmt fjárlögum. Hækkunin
er 876 milljónir, eða 44%.
Starfsfólki skattstofa
fjölgar um tuttugu og sjö
STARFSFÓLKI á skattstofum Ijölgar um 27 á næsta ári. 16 þessara
staða eru í tengslum við virðisaukaskatt, sem tekinn verður upp um
áramótin, en 11 vegna staðgreiðslukerfis skatta. Bein hækkun á launa-
lið skattstofanna vegna þessarar Ijölgunar verður um 43 milljónir á
næsta ári.
Þetta kemur fram í Ijárlagafrum-
varpi ríkisstjórnarinnar. Þar segir,
að heildarframlag til skattstofanna
hækki um 39%, úr rúmlega 346
milljónum í rúmar 96 milljónir
króna. Gert er ráð fyrir að fjölgað
verði um 6,5 stöðugildi á Skattstof-
unni í Reykjavík, um tvær stöður á
Skattstofu Vestíjarða, eina stöðu á
Skattstofu Norðurlands vestra.
fjórar stöður á skattstöfu Norður-
lands eystra, tvær stöður á skatt-
stofu Austurlands, fjórar á Skatt-
stofu Suðurlands, hálfa stöðu á
Skattstofu Vestmannaeyja og sjö
stöður á skattstofu Reykjaness.
Auk þess er tímabundið bætt við
hálfri stöðu á skattstofu Vestur-
lands.
PHILIPS
FRYSTISKÁPAR OG KISTUR
FALLEG GÆÐAVARA
AFB716
Rúmmál 140 lítrar. Þrjár
hillur með loki að framan og
frystibúnaði. Ein skulfa.
Mál: Breidd 55, Hæð 85,
Dýpt 60 cm.
AFB 717
Rúmmál 220 lítrar. Fjórar hillur
með loki að framan og frysti-
búnaði. Ein skúffá. Sérstök
hraðfrysting.
Mál: Breidd 59, Hæð 120, Dýpt
60 cm.
AFB718
Rúmmál 290 lítrar. Fjórar hillur með loki
að framan og frystibúnaði. Ein skúffa.
Sérstök hraöfrysting.
Mál: Breidd 59, Hæð 140, Dýpt 60 cm.
Rúmmál 330 lítrar. Sex hillur með loki að framan og
frystibúnaði. Ein skúffa. Hjól til að færa skápinn.
Mál: Breidd 59, Hæð 160, Dýpt 60 cm.