Morgunblaðið - 18.10.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.10.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OK’J'ORER 1989 Mótmæli í Leipzig neuier Tugþúsundir Austur-Þjóðveija flykktust út á götur Leipzig, næst-stærstu borgar landsins, á mánudag til að mótmæla stöðnuðum stjómarháttum yfirvalda kommúnista. Að sögn heimildarmanna mótmælendakirkj- unnar í landinu voru þátttakendur á annað hundrað þúsund. A myndinni hafa andófsmenn safnast saman við torg í borginni. Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara HÓPUR sérfræðinga á vegum Miðflokksins í Svíþjóð hefur kraf- ist þess að bannað verði að nota efhið amalgam til tannfyllinga. Amalgam verður til þegar silfur gengur í efhasamband við kvika- silfur. Aukaverkanir amalgams hafa í mörg ár verið til umræðu í Svíþjóð. Margir tannlæknar hafa orðið að fjarlægja tannfyllingar úr amal- gami úr tönnum sjúklinga sinna. Þekktustu aukaverkanir efnisins eru krónísk höfuðverkjaköst. Tannlæknar hafa gert tilraunir með ný tannfyllingarefni í mörg ár og hafa heilbrigðisyfirvöld þegar viðurkennt nokkur þeirra. 1. júlí á næsta ári verður lyfladeild sænska heilbrigðisráðuneytisins breytt í sjálfstæða stofnun sem standa mun fyrir prófunum á öllum nýjum tann- fyllingarefnum, þar á meðal amal- gami. Morgunblaósins. Sænska lögreglan leitar nú 42 ára gamals manns sem í yfir tíu ár hefur smyglað og selt tannfyll- ingarefnið N2. Notkun efnisins hef- ur verið bönnuð í Svíþjóð frá því í byijun áttunda áratugarins. Næst- um 3.000 tannlæknar hafa keypt N2 af manninum, en efnið er eink- um notað við rótarfyllingar. Jacques Delors: Kommúnistaheimur Austur-Evrópu að splundrast fyrir augum okkar -segir forseti framkvæmdastj órnar EB Brussel. Keuter. Evrópubandalagið verður að hraða áformum sínum um einingu og hrinda í framkvæmd hugmynd- um um einn gjaldmiðil fyrir bandalagið og sameiginlegan seðlabanka, að sögn Jacques Del-' ors, forseta framkvæmdastjórnar bandalagsins. Hann segir þróun mála í kommúnistaríkjum Aust- ur-Evrópu hraðari en menn hafi órað fyrir og EB verði að bregð- ast við henni. í ræðu sem Delors hélt í Brugge í gær gaf hann í skyn að bandalag- ið ætti að verða sá harði kjarni sem önnur Evrópulönd, þ. á m. umbóta- sinnuð Austur-Evrópuríki, gætu leit- að stuðnings hjá. Delors flutti ræðu sína í Evrópuháskólanum en þar þrumaði Margaret Thatcher, forsæt- isráðherra Bretlands, á síðasta ári yfir því sem hún telur skriffinna- veldi EB og mælti gegn hraðari sam- einingu aðildarríkjanna. Thatcher er andvíg hugmyndum Delors og nokk- urra annarra EB-ríkja, einkum Frakklands, um einn gjaldmiðil og seðlabanka EB. Delors hvatti í gær til þess að ákvörðun síðasta leið- togafundar EB-landanna, sem hald- inn var í Madrid í júní, um hægfara þróun í átt til aukinnar gjaldeyriss- amvinnu, yrði lögð á hilluna og í staðinn ákveðið á næsta leiðtoga- fundi í desember að koma á einum gjaldmiðli og seðlabanka árið 1992 er sameiginlegur, innri markaður bandalagsins á að komast á. Margar aðildarþjóðir óttast að Vestur-Þjóðveijar geti misst áhug- ann á EB-samstarfinu vegna bylt- ingarkenndra breytinga á stjórn- málaástandi í kommúnistaríkjunum og stöðu leppríkjanna gagnvart Sov- étríkjunum. „Ég hef alltaf verið fylgjandi hægfara þróun ... en er nú að hverfa frá þeirri skoðun því að tíminn er naumur,“ sagði Delors. „Hugmyndir okkar sjálfra Um bandalagið verða að gjörbreytast, sama er að segja um stefnu þess út á við.“ Hann sagði sameiginlega gjaldeyrinn vera skilyrði þess að væntanlegur, innri markaður hleypti nægilegum krafti í samstarf EB- ríkjanna tólf eftir 1992. E1 Salvador: Stjórnvöld leggja fram friðaráætlun San Jose. Reuter. RÍKISSTJÓRN EI Salvador skoraði í gær á vinstrisinnaða skæruiiða að fallast á tillögu um tafarlaust vopnahlé í borgara- styrjöldinni í landinu. Skærulið- ar sögðust allt eins geta gefist skilyrðislaust upp, svo óaðgengi- legt væri tilboðið. Viðræður hafa undanfarið átt sér stað í nágrannaríkinu Costa Rica milli stjórnvalda í E1 Salvador og skæruliðanna um leiðir til að bínda enda á borgarastyijöldina sem kostað hefur 70.000 manns lífið undanfarin tíu ár. I tillögu ríkisstjórnarinnar var gert ráð fyr- ir að vopn yrðu lögð niður í dag, 18. október. Skæruliðum yrði sleppt við ákærur og þeim hjálpað við að laga sig að friðsamlegu lífi. 7.000 manna her skæruliða yrði leystur upp ekki síðar en 15. jan- úar á næsta ári. Þrátt fyrir mikinn ágreining verður viðræðunum haldið áfram en kaþólska kirkjan hefur annast meðalgöngu í þeim. Svíþjóð: Vilja banna amal- gam tíl tannfyllinga s * GÆÐAFILMA A GOÐU VERÐI KRÓKHÁLSI 6 SÍMI 67 1900 Boris Jeltsín sakar stjórn- völd um óírægingarherferð Moskvu. Reuter. ^ ‘‘ ^ BORIS Jeltsín, leiðtogi róttækra umbótasinna í Sovétríkjunum og að margra mati vinsælasti stjórn- málamaður landsins, sagði i gær- morgun að Sovétstjórnin væri að reyna að flekka mannorð hans með því að segja að hann hefði spunnid upp sögu um banatil- ræði. „Eg get bara endurtekið það sem ég hef áður sagt að ég varð ekki fyrir neinni árás,“ sagði Jeltsín. Umræða fór af stað um þetta efni í Æðsta ráðinu, löggjafarþingi Sovétríkjanna, á mánudag. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi bað Vadím Bakatín innanríkisráðherra að stíga í pontu til að varpa ljósi á sögur sem gengju íjöllunum hærra í Moskvu um morðtilræði við Boris Jeltsín. Bakatín tók þá til máls og sagði að 28. september síðastliðinn hefði Jeltsín komið á lögreglustöð í Moskvuborg, holdvotur og illa til reika. Hefði hann sagt þá sögu að ókunnir menn hefðu ráðist á sig, brugðið sekk yfir höfuð sér, ekið með sig nokkurn spöl og varpað sér fram af brú ofan í Moskvu-ána. Við illan leik hefði sér tekist að synda 300 metra leið í land. Á lög- reglustöðinni fékk hann hjálp við að þurrka föt sín. Þegar kona hans og dóttir komu á staðinn til að sækja hann dró hann söguna til baka og bað lögregluna um að láta rnálið niður falla. Bakatín sagði að engu að síður hefði rannsókn farið fram á málinu og ekkert hefði kom- ið fram sem styddi sögu Jeltsíns. Til dæmis væri hartnær útilokað Þessi mynd var tekin af Boris Jeltsín í Bandaríkjunum. að nokkur maður gæti lifað af 15 metra fall af téðri brú ofan í mittis- djúpt vatnið fyrir neðan. Mitt einkamál! Jeltsín sté næstur i ræðustól og sagði að hann endurtæki það sem hann hefði áður sagt við fjölmiðla að ekki hefði verið gerð tilraun til að koma sér fyrir kattarnef. „Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta mitt einkamál!" Míkhaíl Gorbatsjov upplýsti að mál þetta hefði komið til kasta for- sætisnefndar Æðsta ráðsins og þá hefði Jeltsín sagði að ef til vill hefði hann sagt brandara sem hefði mis- skilist svona illilega. Gorbatsjov sagðist sannfærður um að hér væri ekki sakamál á ferðinni en gaf í skyn að málið gæti haft pólitískar afleiðingar. Jeltsín þykir gleðimaður Jeltsín, sem rekinn var úr emb- ætti flokksformanns í Moskvu árið 1987, hefur fengið á sig orð fyrir að vera drykkfelldur og ógætinn í yfirlýsingum. í kosningabaráttunni í mars fyrir kosningar til hins nýja fulltrúaþings fullyrti Jeltsín að þrisvar hefði verið gerð tilraun til að ráða sig af dögum. Þegar Jeltsín var nýlega í heim- sókn í Bandaríkjunum sögðu fjöl- miðlar víða um heim frá því að hann hefði haldið ræðu við John Hopkins-háskólann undir áhrifum áfengis. Málgagn sovéska komm- únistaflokksins, Pravda, hafði eina af þessum frásögnum eftir ítalska dagblaðinu La Repubblica. Bæði blöðin hafa nú beðist afsökunar á fréttaflutningnum og þingnefnd hefur hafið rannsókn á því hvað hæft sé í sögunum. Starfsbræður Jeltsíns í sovéska þinginu virtust hafa litla samúð með honum í gær þegar fréttaritari Reuters spurði þá álits og sumir viðruðu þá hugmynd að koma á fót siðanefnd þingsins eins og í Banda- ríkjunum til að fjalla um atburði af þessu tagi. „Ef hér var um ófrægingu að ræða eins og Jeltsín heldur fram þá lét hann sjálfur ekki sitt eftir liggja," sagði Ana- tolíj Sobtsjak, sem er félagi Jeltsíns í þingflokki róttækra umbótasinna. Sobtsjak var hins vegar sammála Jeltsín um að ekki ætti að eyða tíma þingsins í umræðu af þessu tagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.