Morgunblaðið - 18.10.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1989
27
Breskt byggingarfyrirtæki íhugar að reisa verksmiðju á íslandi:
Ráðherra jákvæður gagnvart
undanþágum um eígnaraðild
Sveitarfélög á suðvesturhorninu áhugasöm
BRESKA byggingarfyrirtækið Butler hefur undanfarið átt könnun-
arviðræður við nokkra aðila á Islandi um niögideika á að reisa
hér verksmiðju til að framleiða þilplötur úr ljósum vikri, sem er
mcðal annars að finna við Heklu og á Snæfellsnesi. Áætlað er að
verksmiðjan gæti veitt allt að 60 manns atvinnu. Fulltrúar fyrirtæk-
isins hafa meðal annars rætt við Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra,
fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar og fulltrúa Landsvirkjunar. Jón Sig-
urðsson kveðst hafa tekið erindi þeirra vel og í samtali við Morgun-
blaðið sagðist hann vera jákvæður gagnvart þeim möguleika, að
veita undanþágu &á íslenskum lögum, sem kveða á um íslenska
meirihlutaeign í fyrirtækjum. Bretarnir lögðu áherslu á að Butler
ætti umrædda verksmiðju að sem mestum hluta.
Bretarnir komu hingað fyrir
skömmu til þess að kanna mögu-
leika á að reisa hér verksmiðju og
hvar hentugast væri að staðsetja
hana. Að sögn Sveins Halldórsson-
ar umboðsmanns Butler er ekki
ljóst á þessu stigi hve stóra verk-
smiðju yrði um að ræða. Stærð
hússins gæti orðið á bilinu 6-12
þúsund fermetrar og á starfsemin
að fara fram að mestu leyti innan-
húss, þannig að ekki á að vera
þörf á miklu lóðarrými til viðbótar.
Sveinn segir að verksmiðjan sjálf
sé ekki nema hluti þessa verkefn-
is, mun viðameira starf og ijárfest-
ing liggi í markaðnum fyrir fram-
leiðsluvöruna og ráðist stærð verk-
smiðjunnar meðal annars af því
hvernig gengur á því sviði. Nokkr-
ir staðir koma til greina fyrir verk-
smiðjuna að áliti Bretanna, og er
Reykjavík álitlegasti kosturinn,
einnig Straumsvík og svæðið við
Helguvík. Engar ákvarðanir voru
teknar í viðræðunum nú, enda voru
fulltrúar breska fyrirtækisins aðal-
lega að kanna aðstæður hér á
landi. Helstu ástæður áhuga þeirra
eru að sögn Sveins annars vegar
hráefnið, það er vikurinn, og hins
vegar ef hér fæst raforka á betra
verði en annars staðar, en þessi
framleiðsla þarf mikla orku á
hveija framleiðslueiningu.
í viðræðum við fulltrúa Hafnar-
fjarðarbæjar spurðu Bretarnir
meðal annars um hvaða kjara þeir
gætu vænst varðandi lóð, hafnar-
aðstöðu og þjónustu. Guðmundur
Árni Stefánsson bæjarstjóri segir
að engin ákveðin tiiboð hafi verið
lögð fram, enda liafi fyrst og
fremst verið um könnunarviðræður
að ræða. Hann segir Bretana vera
velkomna til frekari viðræðna, en
ekki hafi verið ákveðið hvort né
þá hvenær þær yrðu.
Guðfinnur Sigurvinsson bæjar-
stjóri í Keflavík segir að þar hafi
Stj órnmálaályktun aðalfiindar Heimdallar:
Ríkisstjórn glundroða fari frá
SÚ ríkisstjórn sem nú situr hefur glatað trausti þjóðarinnar, hafí
hún nokkurn tíma haft það. Skoðanakannanir staðfesta að engin
ríkisstjórn hefur haft jafn lítið fylgi meðal þjóðarinnar. Hún er ríkis-
stjórn glundroða, spillingar og sósíalisma. Siðferðisbrestir ráðherra
hennar knýja á um að þeir láti af embættum sínum. Ríkissljórnin
er dragbítur framfaraþróunar og merkisberi dauðvona hugmynda-
fræði, sem um heim allan er á undanhaldi. Vanhæfni hennar og
hugdeyfð drepur allt í dróma og ýtir undir vonleysi og uppgjöf.
Ungt sjálfstæðisfólk krefst þess að ríkissljórnin fari frá og boðað
verði til kosninga. Reynslan af margra flokka ríkisstjórnarsamsuðu
eins og þeirri sem nú situr ýtir ekki undir dáð og djörfung ungs
fólks sem er vaxtarbroddur hverrar lýðfrjálsrar þjóðar. Það er skoð-
un ungs sjálfstæðisfólks að Sjálfstæðisflokknum beri að stefna að
hreinum þingmeirihluta í komandi alþingiskosningum.
Meðan vindar framfara og upp-
byggingar blása um aðrar Evrópu-
þjóðir glíma íslendingar við sam-
drátt og algert úrræðaleysi stjórn-
valda í efnahagsmálum. Gömlu úr-
ræðin; aukin ríkisafskipti, aukin
miðstýring og þynging skattaoksins
duga ekki lengur. Gömlu úrræðin
eru haldreipi eyðingaraflanna.
Stöðva verður útþenslu ríkisins og
draga úr ríkisútgjöldum. Ríkisvald-
ið á að einbeita sér að því sem það
gerir vel en bijóta hlekki skattaoks-
ins af einstaklingum og atvinnulífi
og gefa þeim svigrúm, möguleika
og tækifæri að nýta þá ómetanlegu
auðlind sem fólgin er í hugviti,
framsýni og atorku einstaklings-
framtaksins, sjálfu sér og samfélag-
inu öllu til ávinnings og framdrátt-
ar. Traust og heiibrigt atvinnulif
er forsenda þess að hægt sé að
tryggja þeim sem standa höllum
fæti í lífsbaráttunni viðunandi
lífskjör og þess að hægt sé að
standa undir félags- og heilbrigðis-
kerfinu. Skattaok heimila og fyrir-
tækja þyngist stöðugt. Með hveij-
um deginum sem líður í skugga
sundrungarstjórnar Steingríms
Hermannssonar líður nær því að
fyöldi fyrirtækja og heimila verði
Kapparnir ívar SverrisB&n og Gissur Páll Gissurarson sem leika
Hrapp og Oliver i söngleiknuni Oliver, drógu úr þúsunduin inn-
sendra seðla.
Dreg’ið í verðlaunaget-
raun Þjóðleikhússins
í (TENGSLUM við kynningu Þjóðleikhússins á leikárinu sem mi er
hafíð var efnt til verðlaunagetraunar. Nýlega drógu kapparnir ívar
Sverrisson og Gissur Páll Gissurarson se’m leika Hrapp og Oliver í
söngleiknum Oliver úr þúsundum innsendra seðla og var myndin tekin
við það tækifæri. Þeir hcppnu reyndust vera:
Steinn Sigurðarson, Vogarseli 7, Barmahlíð 37, Reykjavík.
Reykjavík. Magnús S. Kristjánsson,
Efstasundi 27, Reykjavík. Hlíf Jóns-
dóttir, Unnarbraut 28, Seltjarnar-
nesi. Halldóra Geirsdóttir, Hátúni 10
A, Reykjavík, og Friðrik Guðjónsson,
Verðlaunin eru tveir miðar á ein-
hveija sýningu leikhússins í vetur
og geta vinningshafar gefið sig fram
við miðasölu þegar þeir vilja fara í
leikhúsið.
gjaldþrota með alvarlegum afleið-
ingum fyrir framtíð þjóðarinnar.
Ungt sjálfstæðisfólk mótmælir
harðlega efnahagsaðgerðum ríkis-
stjórnarinnar og ítrekar að við blas-
ir auðn og eyðimörk fari ríkisstjórn-
in ekki frá hið fyrsta og við taki
sterk, samhent og stefnuföst ríkis-
stjórn undir forystu Sjálfstæðis-
flokksins.
Ungir sjálfstæðismenn fagna
þeim breytingum í lýðræðisátt sem
virðast eiga sér stað í Póllandi og
taka undir kröfur frelsisunnandi
fólks í ríkjum austan járntjalds að
vofa kommúnismans verði kveðin
niður svo að gróándi markaðsstýrðs
hagkerfis fá endurreist þessi þjóð-
félög, lífskjör íbúanna og sjálfsvirð-
ingu þeirra úr rúst. Ungir sjálfstæð-
ismenn ítreka mikilvægi vestræns
varnarsamstarfs og einingu frelsis-
unnandi þjóða á Vesturlöndum
gegn ágangi eyðingarmáttar alræð-
isaflanna, hvort sem þau eru lengst
til vinstri eða lengst til hægri í lit-
rófi stjórnmálanna. Þá er lífsnauð-
synlegt að staðið sé styrkum fótum
en jafnframt unnið að því að ná
fram gagnkvæmri afvopnun aust-
urs og vesturs. Ungt sjálfstæðisfólk
leggur áherslu á baráttu fyrir
mannréttindum og sjálfsákvörðun-
arrétti þjóða, sem er grundvöllut'
raunhæfs árangurs í friðarmálum.
Ungt sjálfstæðisfólk fagnar þeim
breytingum í fijálsræðisátt sem
verða á efnahagsumhverfinu með
tilkomu sameinaðs Evrópumarkað-
ar 1992 og hvetja til þesg að íslenskt
atvinnu- og efnahagslíf verði aðlag-
að þeim breytingum. Um víða ver-
öld horfa þjóðir nú fram á tímabil
nýrra tækniframfara og vaxandi
samskipta þjóða í viðskiptum og
menningu.
Sjálfstæðisflokkurinn gengur nú
fram með styrka og samhenta for-
ystu. Davíð Oddsson hefur sýnt og
sannað með verkum sínum sem
borgastjóri í Reykjavík, að þar fer
atorkusamur og framsýnn forystu-
maður. Hann hefui' tvisvar leitt
Sjálfstæðisflokkinn til glæsilegra
kosningasigra í- boi'garstjórnar-
kosningum. Ungt sjálfstæðisfólk
býður hann velkominn til starfa sem
varaformann Sjálfstæðisflokksins
og væntir mikils af forystustörfum
hans.
Sjálfstæðisflokkurinn býður
þjóðinni einn flokka styrka forystu.
Ungt sjálfstæðisfólk ítrekar það
baráttumál að Sjálfstæðisflokkur-
inn hagi kosningaundirbúningi með
það fyrir augum að stefna að meiri-
hlutafylgi. Nú er lag þar sem Sjálf-
stæðisflokkurinn nýtur trausts og
hefur mikinn meðbyr meðal þjóðar-
innar. Ungt sjálfstæðisfólk gengur
til kosningaundirbúnings af krafti
og atorku með vissu um að því
trausti sem Sjálfstæðisflokkurinn
nýtur meðal þjóðarinnar mun for-
ysta Sjálfstæðisflokksins ekki
bregðast. Sjálfstæðisflokkurinn er
eina stjórnmálaaflið sem veitt getur
þjóðinni fijálslynda og víðsýna for-
ystu sem setur manninn í öndvegi.
Ungt sjálfstæðisfólk skorar á þjóð-
ina að fylkja sér undir merki Sjálf-
stæðisflokksins fram brautina til
bjartari framtíðar.
menn haft spurnir af erindi Bret-
anna og því haft samband við iðn-
aðarráðuneytið til að minna á þá
möguleika sem hafa opnast með
tilkomu hafnarinnar í Helguvík,
en suðurhluti hafnarinnar er til
reiðu fyrir hvers kyns skipaumferð
og henta vel fyrir stærri skip.
Hann segir að á árinu 1991 ætti
ekkert að vera því til fyrirstöðu
að starfsemi gæti hafist við
Heiguvík, þar sem þá verði til reiðu
100 megawatta raforka, landrými
sé nægilegt og skammt til byggð-
arinnar í Keflavík og Njarðvík.
Fulltrúar Butler áttu byijunar-
viðræður við Landsvirkjun um
orkukaup, en að sögn Halldórs
Jónatanssonar forstjóra Lands-
virkjunar var ekki hægt að gefa
þeim ákveðin svör um orkuverð eða
kjör, þar sem ekki lá fyrir af hálfu
Bretanna hve mikla orku þarf, né
heldur nýtingartími. Halldór sagði
að erindi þeirra hefði verið vel tek-
ið og þeir væi-u velkomnir til frek-
ari viðræðna um leið og orkuþörfin
er ljós.
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra
ræddi við fulltrúa Butler og hann
segist hafa kynnt þeim hvaða lög
gilda á íslandi um starfsemi er-
lendra fyrirtækja hér á landi. Hann
segir Bretana hafa gefið til kynna
að þeir vildu eiga meirihluta verk-
smiðjunnar, jafnvel að öllu leyti,
ef af byggingu hennar verður. Til
þess að svo megi verða þarf undan-
þágu frá lögum og sagði Jón Sig-
urðsson í samtali við Morgunblaðið
að hann liti það jákvæðum augum
að veita slíka undanþágu. Jón seg-
ir þetta mál vera mjög áhugavert,
hins vegar sé enn ekki á því byggj-
andi, þar sem viðræður hafa fram
til þessa verið til að kanna aðstæð-
ur og viðhorf og málið því á al-
gjöru byijunarstigi.
Sveinn Halldórsson telur að ekki
muni líða langur tími þar til
ákvörðun verður tekin af hálfu’
Butler. Hann telur góðar líkur á
að af verksmiðjurekstri verði hér
á landi, en segir jafnframt að ver-
ið sé að kanna hvort hagkvæmara
sé að reisa verksmiðjuna hér á
landi eða annars staðar í Evrópu.
Þá segir Sveinn að hráefnið sé
hægt að fá víðar en hér, til dæmis
frá Kenýa í Afríku.
Varði doktorsritgerð
í kemiilegri eðlisfræði
NÝLEGA varði Lárus Thorlac-
ius doktorsritgerð í kennilegri
eðlisfræði (String Theory on
the Edge) við Princeton-há-
skóla í New Jersey í Banda-
ríkjunum.
Andmælendur voru pröfessor-
arnir Curtis G. Callan, Igor Kle-
banov, Chiara R. Nappi og Erra-
milli Shyamsunder. Ritgerðin
fjallar um vandamál í opinni
strengjafræði, sem er kenning um
öreindir.
Dr. Lárus Thorlacius er fæddur
27. janúar 1964, sonur Guðnýjar
Ellu Sigurðardóttur sérkennara,
sem er látin, og Örnólfs Thorlac-
ius rektors.
Hann er kvæntur Þóru Árna-
dóttur jarðeðlisfræðingi. Lárus
mun næstu árin stunda rannsókn-
ir í kennilegri öreindafræði við
Stanford-háskóla í Kaliforníu.
Dr. Lárus Tliorlacius.
BRÉFA-
BINDIN
frá Múlalundi...
... þar eru gögnin á góðum stað.
Múlalundur