Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 2
£___3________________ _____________________ ímaðTHO ss auoAwmwj?. owiAjau'jaaow 2 C ' MÖRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER -SPáMABUR A kyptalandS Eg sé hann fyrir mér koma gangandi inn í daginn. Hann drekkur í sig fegurð morgunsins. Horfir út í fjarskann og talar stöðugd: fyrir munni sér. Allir Kaíróbúar þekkja hann og kinka til hans kolli, en brosa þegar þeir sjá að hann er víðsfjarri í huganum. „Hann er allt- af að semja, alltaf með okkar heill í huga,“ segir brosandi vegfarandi við mig. Naguib Mahfouz sest á kaffihúsið sitt um áttaleytið og les morgunblöðin. Allir vita hvar Mah- fouz drekkur morgunkaffið. Hann hefur gei-t það á sama stað um áratugi. Allir vita líka hvar hann borðar hádegisverð með vinum sínum. Mahfouz er vanafastur mað- ur. Hann býr í miðbænum og það tekur hann aðeins um 20 mínútur að ganga á skrifstofu sína í blaða- höllinni, sem er sambæriieg við Morgunblaðshöllina. En Mahfouz er heiðursritstjóri stærsta dagblaðs- ins í Egyptalandi, A1 Ahram. Síminn hringir í Luxor. Það er ræðismaður íslands í Egyptalandi, Nadja Niazi Mostafa. „Þú ert búin að fá viðtal_ við Mahfouz kl. 9.30 á morgun." Ég gríp andann á lofti. Hafði aldrei gert ráð fyrir að ná viðtali við þetta eftirsótta nóbels- skáld. Ég vissí að allir blaðamenn hvaðanæva úr heiminum voru á höttunum eftir viðtali og mér hafði verið sagt að viðtalstíminn væri jafnvel skammtaður í 5-10 mínútur. Hvað var hægt að spyija um í 5 mínútna viðtali? Hann, sem var dýrkaður af 300 milljónum araba. Hlaut bókmenntaverðlaun Egypta 1970 og æðsta heiðursmerki þjóðar sinnar, „The Collar of the Republic," 1972. Heiðursverðlaun hafa veist honum frá Frakklandi, Sovétríkjunum og- Danmörku. Og núna titillinn fyrsta nóbelsskáld arabaheimsins, verðlaun, sem eru í raun viðurkenning á því, að vest- rænar þjóðir vilja komast inn í hugsanagang og lífsstíl menntaðra múþameðstrúarmanna. Ég er dálítið taugaóstyrk þegar aðstoðarmaður Nadju, virðulegur miðaldra maður, Ahmed að nafni, kemur að sækja mig um morgun- inn. Ég á að fá að hitta höfund „Miramar," „Midaq-strætis“ og fleiri minna eftirlætisbóka. Hvernig er maðurinn á bak við ritverkin, sem opna lesendum sínum stórkostlega innsýn í þjóðarsál Egypta? Kaíró- strætin iða af litríku mannlífi í morgunsólinni. Við ökum I gegnum fátækleg hverfi, þar sem húsakost- ur er þröngur og íbúar lifa í nánu sambýli sem ein fjölskylda í eijum eða samlyndi. í svona hverfi elst Mahfouz upp til 6 ára aldurs. Þá flyst hann upp í miðstétt, þar sem faðir hans var kaupmaður. Hann getur líka auðveldlega sett sig í spor allra stétta og dregur upp átakanlega' en líka gamansama mynd af harðri baráttu fólksins gegn yfirráðum stjórnvalda, trú- arlífs og hefða. í bókum Mahfouz er réttur einstaklingsins ekki til eins og vestrænar þjóðir skynja hann. í blaðahöll Á1 Ahram þurfum við að ganga framhjá mörgum öryggis- vörðum, fylla út eyðublöð og af- henda persónuskilríki. En að lokum sitjum við fyrir framan skrifstofu Mahfouz og bíðum. Kannski verður þetta aðeins yfirborðstal við þennan fræga höfund. Kannski er hann það stór upp á sig, að þann leyfir ekki blaðamanni frá íslandi að kynnast suðrið mætist í tengslum Egypta og íslendinga. „Mannfólkið er alls staðar eins, hvort sem það kemur úr suðri eða norðri," segir hann. „Og tveir andstæðir pólar eins og Egyptar og íslendingar geta lært mikið hvor af öðrum, ef þeir sýna skilning á ólíkum lífsviðhorfum og ólíkum hugsanahætti, sem um- hverfi, trúarbrögð og venjur móta.“ — Hvernig var tilfínning þín að taka við fyrstu nóbelsverðlaunum í bókmenntum í nafni alls araba- heimsins? „Eftir að hafa jafnað mig eftir undrunina, var ég mjög ham- ingjusamur — fyrir sjálfan mig, en ekki síður fyrir arabískar bók- menntir," segir hann yfirlætislaus. Já, hann varð undrandi. Hann sem er búinn að vinna skáldsögunni sess í arabískutn bókmenntum og vekja forvitni Vesturlandabúa á hingað til óþekktum hugsanaheimi. Lítil- læti er oft aðalsmerki mikilmenna. — Hvernig brást þjóð þín við, þegar þú fékkst verðlaunin? Nú getur Ahmed ekki orða bundist og segir hrifnæmur á sinni fremur bjö- guðu ensku (orð hans, sem sýna þýðingarnar. Það er mjög erfitt að þýða arabísku yfir á ensku. Þetta eru svo ólík túngumál." — Hefur þú lesið bækur íslenska nóbelsskáldsins, Halldórs Laxness? Mahfouz hugsar sig lengi um og segir síðan: „Mér finnst að ég hafi lesið skáldsögu um stúiku í fiski- þorpi eftir hann. Ég man ekki leng- ur hvort ég las hana á ensku eða þýdda á arabísku." Trúlega á Mah- fouz hér við Sölku Völku, en hann man ekki nafnið á bókinni. Og ég spyr hvort hann kannist við hin spásagnarkenndu Eddukvæði, en hann hristir höfuðið. Ég segi við hann, að mér finnist undiraldan í bókum hans oft minna á íslenskar bókmenntir. Og hann hlær og segir. að mannlegu vandamálin séu alls staðar hin sömu. Hjá sér birtist vandamáiin í öðrum búningi, sem sýni vel mismuninn á milli sinna og minna siðvenja. „Allt mannkynið er eins, ef til vill öðruvísi mótað eftir siðum og venjum,“ heldur Mahfouz áfram. „En mannlega náttúran er hin sama. Hvarvetna giímir einstakl- ingurinn við ást, hatur og afbiýði- semi. Maður verður ástfanginn í konu. Margvíslegar'hindranir geta komið upp, til dæmis pólitískar eða skil á milli stétta.“ „Én hverjar af bókum hans eru þér hugleiknast- ar,“ spyr Ahmed, sem fylgist náið með samtalinu. „Astarsögurnar eða þær pólitísku"? En Mahfouz svarar sjálfur fyrir mig, mjög ákveðið: „Ég sé þær sem eina heild — ekki skipt- ar. Pólitík og ást fiéttast alltaf sam- an í lífinu." Og sögupersóna Mah- fouzs, þoi’psstúlkan Zohra úr Mir- amar, birtist ljóslifandi fyrir framan mig. Margir gagmýnendur sjá hana sem tákn fyrir Egyptaland. Ég er löngu hætt að vera taugaó- styrk. Mér líður svo vel í návist þessa ínanns, sem talar við mig sem jafningja sinn í fullri vinsemd. Það er dásamlegt að tala við hann. Og Mahfouz er ekkert að flýta sér. Hann drekkur sitt tyrkneska kaffi og vatn til skiptis og lætur sem hann sjái ekki aðstoðarmanninn, sem kemur í gættina og bendir á klukkuna. Mahfouz horfir dreym- andi út um giuggann og er greini- lega kominn í ham. „Daglega lífið er hið sama og það var íyrir 10 þúsund árum. Það mun ekki breyt- ast. Mannfólkið er alltaf eins. Hér í Egyptalandi getur þú fundið lífshætti eins og fyrir þúsundum ára, en líka vestræna, nútíma lifn- aðarhætti — allt við hliðina hvort á öðru.“ — Hvernig er að hafa alist upp í skugga píramídanna? „Ég ólst upp í ljóma píramidanna, ekki skugga. Píramídarnir bei'a vitni um sterka trú forfeðra okkar og flytja okkur nær þeim. I þeim kemur fram tíma- leysi — hið stutta bil á milli kynslóð- anna.“ — Hvert er stærsta vanda- mál í egypsku þjóðfélagi? „Fátækt- in,“ segir Mahfouz með áherslu, „og sambandið milli fólksins og stjórn- valda.“ í skrifum sínum teksl Mah- fouz oft á við viðkvæm pólitísk mál og hann hefur komist upp með það. Sögur hans frá miðjum sjötta áratugnum sýna vel þau höft, sem einstaklingurinn þurfti að beijast við undir stjórn Nassers. En arabar hafa ekki verið eins umburðarlyndir við hann í trúarleg- 'sér. Hurðin opnast og aðstoðarmað- ur Mahfouz vísar mér og Ahmed inn. Brosmildur, eldri maður tekur í hönd mér. Hann er svo grannholda og rýr, að líkami hans sýnist ör- smár í hinni geysistóru skrifstofu. En ég er ekki búin að vera lengi í návistum við manninn, þegar ég finn að persónuleiki hans fyllir út í skrifstofuna og nær langt út fyrir veggi hennar. Maðurinn dregur til sín með sérstökum töfrum, sem eru fólgnir í hógværð haps og einstak- lega hlýju viðmóti. í fyrsta skipti finnst mér ég skynja hvernig hinir fornu s_pámenn hafa dregið fóikið til sín. Ég er ekki hissa þó að Egypt- ar og allir arabar dýrki þennan spámann sinn. Ég kynni mig og segist vera úr íslensku sendinefndinni, sem sé stödd í Kaíró til að ræða um aukin samskipti þjóða okkar. Hann brosir þegar ég tala um að norðrið og vel hvernig arabar tala, ei-u í beinni þýðingu): „Við urðum öll svo ham- ingjusöm, að við vildum bera hann á hálsi okkar og vængjum. Hans frægð verður okkar dýrð.“ Vængir hafa táknræna merkingu hjá faraó- um, sem Egyptar telja sig vera. Vængir bera manninn yfir í annað og betra líf. Orð Ahmeds má því skilja þannig að Egyptar vilji bera þjóðskáldið sitt á örmum sér yfir í annað líf. En Mahfouz svarar aðeins með brosi. — Bækur þínar hafa vakið mik- inn áhuga á egypsku þjóðfélagi á Vesturlöndum. Hafa þær verið þýddar á mörg tungumál? „Þær hafa verið þýddar yfir á ensku, frönsku, þýsku, japönsku, rússn- esku og spönsku. Og þær hafa allar verið kvikmyndaðar í þessum heimshluta, en líka annars staðar.“ — Ertu ánægður með þýðingarn- ar?„Því miður verð ég að játa, að ég er ekki ánægður með allar ensku morgunmistrinu svífa hvít segl hljóðlaust eins og hvítir vængir yfir árstrauminum. „Hér í Egyptalandi getur þú fundið lífshætti eins og fyrir þúsundum ára, en líka vestræna nútíma lifnaðarhætti - allt við hliðina á hvori; öðru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.