Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 17
athöfninni sem ætlað var að bræða bæina saman. Talsmanni Godal- ming, Sir Richard Posnett, fannst þetta kjörið tækifæri til að viðra frönsku sína og hann heilsaði hin- um frönsku gestum með glimrandi ræðu þar sem hann sagði m.a.: „Ég kyssi allar konur ykkar.“ Þar að auki vissi hann ekki að franska orðið baiser hafði hlotið jarðbundn- ari og nokkuð grófari merkingu í nútíma tali en það hafði er hann lærði það í skóla. Það gekk því nokkuð fram af Frökkunum að heyra að Sir Richard hygðist sam- rekkja öllum viðstöddum. Joigny vildi senda fjölda barna sinna í skiptiheimsóknir til God- alming en íbúafjöldinn þar var mun eldri og aðeins hægt að smala sam- an níu börnum. í staðinn vildi Godalming senda áhugaleikhóp sinn yfir til Frakklands og setja þar upp gamaldags revíu. Frakk- arnir voru mjög tregir til að fá þennan hóp í heimsókn og í staðinn stungu þeir upp á reiðhjólakeppni í kringum Godalming. í Surrey var talið að reiðhjóla- keppni myndi teppa vegina fyrir annarri umferð svo þeir lögðu til að sundkeppni færi fram milli bæjanna. La Société de Natation de Joigny sagði að sundfólkið ætti að hittast í veislu fyrst, hugmynd sem Bretarnir voru lítt hrifnir af. Frakkarnir sendu þá yfir til Godal- ming þar sem hét Joigny Chorale (une tré, trés bonne chorale). í Godalming var talið að um kirkju- kór væri að ræða og því var hann bókaður í kapellu Charterhouse- skólans. Það kom svo Bretunum verulega á óvart er „kórinn“ reynd- ist vera nokkuð villt rokkhljóm- sveit. Til tíðinda dró svo á árinu 1987 er Godalming Amateur Dramatics Society ákvað, upp á eigin spýtur, að leigja sér sal í Joigny og setja þar upp revíu sína án þess að bíða eftir boði þar um. Frakkarnir ásök- uðu þá Sir Posnett um að þröngva upp á þá þessari skemmtun og þeir sögðu sig úr vinabæjahringn- um í stríðum straumum sem mót- mæli gegn Bretunum. Til að sýna þessu stórfenglega framtaki tilhlýðilega virðingu var Joigny, þessa sömu viku, veitt Le Drapeau d’Amitié Européen, sem er æðsta heiðursmerki Evrópu- bandalagsins veitt þeim sem best stuðla að vináttusamböndum innan EB. BANKARÁN Á ITALSKA VÍSU Glæpir borga sig ekki, segir máltækið, og víst er að í annálum glæpamála má finna mörg söguleg klúður. ítalski bankaræninginn Carlo Colodi er einn af okkar mönnum í þeimi efnum. í septem- ber 1979 háði hann hetjulega bar- áttu við marmaragólfið í Banca Agricultura í Mílanó og varð að láta undan síga. Hann þusti inn í bankann með byssu á lofti og vasa- klút bundinn fyrir vit sín. Um leið • ' ■ : rMMM'iWUrUW!WlY!’.4 • r , n-/-, MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER steig hann á horn gólfteppis sem þakti marmaragóif bankans og við það skall hann kylliflatur aftur fyrir sig og hleypti af byssunni upp í loft. I fátinu missti hann klútinn af andlitinu svo allir sáu hver var þarna á ferð. Hann flýtti sér á Íappir aftur en gat ekki almenni- lega fótað sig á gólfinu. Hann greip um borðbrúnina fyrir framan gjaldkerann en varð við það að láta byssuna frá sér. Þegar hér var kornið sögu lágu allir viðstadd- ir í bankanum magnvana í hlát- urskasti. Carlo var að sjálfsögðu mjög móðgaður yfir þessum viðbrögðum og tók það til bragðs að hætta við ránið. Hann snéri sér við, hljóp, rann, hrasaði og skreið út úr bank- anum. Þar endaði hann beint í fangi lögregluþjóns sem var að enda við að skrifa sekt handa hon- um fyrir að leggja bíl sínum ólög- lega fyrir framan bankann. Frændum vorum Dönum virðist einkar lagið að klúðra bankaránum og hér eru tvö dæmi um slíkt. í júní 1987 reyndu þrír framtaks- samir bankaræningjar lengi vel að sprengja upp peningaskápinn í bankanum í Munkebo. Þrátt fyrir sex tilraunir til að sprengja skáp- inn upp lét hann ekki á sjá. Bank- inn sjálfur var hinsvegar algerlega jafnaður við jörðu og sprenging- arnar voru tilkynntar í allt að 16 km fjarlægð. Oðrum dönskum bankaræningja tókst næstum því að slá Carlo Coboldi við í klúðri er hann þaut út úr banka einum í Kaupmanna- höfn og veifaði til lögreglubíls. Hann stökk inn í bílinn með feng sinn og kallaði heimilisfang sitt til lögreglumannsins sem ók. Ræn- inginn mun hafa talið lögreglu- bílinn vera leigubíl, a.m.k. sagðist hann hafa ruglast á ljósunum á ; tki bílsins. Fyrst við erum far- in að ræða um glæpi er ekki úr vegi að líta á snögg viðbrögð lög- reglu i einu máli. Það var lögreglan í West Midland sem brá skjótt við í maí 1983 er henni barst til- kynning um að pen- ingaskápur væri einn og yfirgefinn við veg- inn að Halesowen. Á örfáum sekúndum var einkennisklæddúr lögreglumaður kom-. inn á vakt við skápinn og beið þar í kiukk- utíma þar til rann- sóknarlögreglúmenn rnættu til að taka fingraför af skápn- um. Að því búnu átti að flytja skápinn á brott en þá kom babb í bátinn. Ekki reynd- ist með nokkru móti hægt að hreyfa skáp- inn úr stað, jafnvel þótt liðsauki þrekinna lögreglumanna væri sendur á staðinn. Þá var ákveðið að senda Land Rover með drátt- artaug á staðinn en eftir 20 mínútna hetjulega baráttu urðu menn að játa sig sigraða. „Það var þá sem við uppgötvuðum,“ sagði einn varðstjór- inn, „að þetta var tengibox rafvei- tunnar í Midland sem hafði verið steypt í jarðveginn þama.“ G 17 HITAMÆL/ ; 5/É IR S | 100 c Allar 1 stærðir 1 oo 1 gerðir I BU 60 40 20 pxl -LlL SStunrOsMgiajiir Jéini®§©jii S Vesturgðtu 16 - Simar 14680-13280 0® M. Þ.Þ0RGRfMSS0N&C0 UU RUTLAND UU ÞÉTTIEFNI /I PÖK - VEGGI - GÓLF ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 TOYOTA VETRARSKOÐUN Eins og undanfarin ár bjóöa öll viðurkennd TOYOTA-verkstæði í landinu upp á vetrarskoðun. Innifalið er: ® Mótorþvottur. ® Ath. viftureim. ® Ath. fjaðrabúnað, stýrisbúnað, ® Skipt um kerti. ® Mæla hleðslu. virkni hemla og pústkerfi. ® Skipt um platínur ® Hreinsa og smyrja ® Stilla kúplingu. (ekki EFi). rafgeymispóla. ® Smyrja hurðalæsingar og lamir. @ Skipt um loftsíu. ® Ath. þurrkur og rúðu- ® Mæla og jafna loft í dekkjum. ® Skipt um bensínsíu sprautur, setja á ísvara. ® Ath. olíu á vél, gírkassa og drifum. (ekki EFi). ® Ath. öll Ijós. ® Bera silíkon á þéttikanta. ® Ath. blöndung. ® Ljósastilling. ® Reynsluakstur. ® Mótorstilling. ® Mæla frostþol kælivökva. Innifalið: vinna, kerti, platínur, loftsía, bensínsía, ísvari, silíkon og vetrarpakki í bílinn að auki. TILBOÐSVERÐ KR. 8.498. Gildistími: 16.10.-31.12. 1989. Eftirfarandi umboðsmenn sjá um vetrarskoðun T0Y0TA: KÓPAVOGUR Toyota, Nýbýlavegi 8, s. 91-44144. AKRANES Ólafur E. Guðjónsson, s. 93-12218. BORGARNES Bifreiða- og trésmiðja Borgarness, s. 93-71200. PATREKSFJÖRÐUR Bílaverkstæði Guðjóns, s. 94-1124. ÍSAFJÖRÐUR Vélsmiðjan Þór, s. 94-3711. BLÖNDUÓS Bflaþjónustan, S. 95-24575. SAUÐÁRKRÓKUR Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Sauðárkróks, S. 95-35200. SIGLUFJÖRÐUR Bif rei ðaverkstæð i Ragnars Guömundssonar, s. 96-71860. AKUREYRI Bifreiðaverkstæðið Bláfell sf., s. 96-21090. HÚSAVÍK Bílaleiga Húsavíkur, s. 96-41888. EGILSSTAÐIR Bifreiöaþjónusta Borgþórs Gunnarssonar, S. 97-11436. ESKIFJÖRÐUR Bifreiðaverkstæði Benna og Svenna, s. 97-61499. NESKAUPSTAÐUR Bifreiöaverkstæði S.V.N., S. 97-71602. HÖFN HORNAFIRÐI Vélsmiðja Hornafjarðar, S. 97-81340. KIRKJUBÆJARKLAUSTURl Bifreiðaverkstæði Gunnars Valdimarssonar, s. 98-74630. SELFOSS Kaupfélag Ámesinga, s. 98-22000. VESTMANNAEYJAR Fjölverk hf, s. 98-11216. KEFLAVÍK Bifreiðaverkstæöi Steinars, TOYOTA s. 92-15499.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.