Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 12
12 C
[380T»S[0'.'SS ÍÍUC'^lUraUK OHHívRWUOilOM .
MOIiGUNBLAÐlÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER
TÆKNIHASAR
ATÖLVUÖLD
Um Hyldýpid eftir James Cameron og nýja kynslód hátækmmynda samtímans
Leikstjórinn tæknivæddi;
James Cameron.
IiVIKMYNDIR
Lífshættulegar tökur; Harris í undirdjúpunum.
dökk-mynd og var aðallega notað
til að lýsa Hollywoodmyndum
fimmta og sjötta áratugarins sem
gerðust í hinum dimma og drunga-
lega undirheimi glæpa og spillinga.
Mestur hluti þeirra gerðist að kvöld-
eða næturlagi og hetjurnar voru
gjarna jafn kaldhæðnislegir, von-
leysislegir einfarar og bófarnir.
Meðal helstu fulltrúa stefnunnar
má nefna Möltufálkann,'Póstmað-
urinn hringir alltaf tvisvar og Tvö-
faldar skaðabætur svo minnst sé á
aðeins þrjár. Tækniþrillerarnir
(„Blade Runner", „Die Hard“,
„Terminator", „RoboCop", að sumu
leyti ,,Batman“) hafa erft ýmsa
þessa þætti film-noir stefnunnar,
m.a. rökkurtónana og persónurnar
byggðu kjarnorkuveri í Karólínu-
fylki í Bandaríkjunum leikararnir
urðu að þola •ótrúlegustu raunir í
leit Camerons að fullkomnu raun-
sæi — lífshættan var þeirra daglega
brauð — og kostnaðurinn varð meiri
en samanlagt sjóðakerfi Stefáns
Valgeirssonar ræður við.
Með aðalhlutverkin í myndinni
fára Ed Harris og Mary Elizabeth
Mastrantonio ásamt Michael Biehn,
sem leikið hefur í öllum myndum
Camerons. Kjarnorkukafbátur hef-
ur sokkið á botn Atlantshafsins við,
að því er virðist, þotlausa gjá og
þau eru hluti af björgunarliði sem
sent er á staðinn en þarna langt
niðri í hyldýpinu komast þau í tæri
við máttarvöld sem breytt geta
heiminum að eilífu — eða eytt hon-
um.
Cameron skrifaði smásögu í
menntaskóla með sama nafni en
eftir hina rriiklu veigengni Tortí-
mandans og „Aliens“ gerði hann
kvikmyndahandrit úr henni og réðst
í kvikmyndagerðina með fyrrum
konu sinni og einkaframleiðanda,
Gale Anne Hurd. Myndin kostaði
tugi milljóna dollara og sprengdi
fljótlega allar fjárhagsáætlanir í
loft upp. En það var ekkert bruðl
á liðinu, hver einasti dollar sést á
hvíta tjaldinu, er haft eftir framleið-
andanum.
Það er sjaldgæft að nýir, ungir
leikstjórar fái ótakmörkuð fjárráð
en kvikmyndaforstjórarnir hafa
óbilandi trú á Cameron. Eða eins
og gagnrýnandi bandaríska viku-
ritsins Newsweek komst að orði:
Það gerir enginn betri hasar.
Hyldýpið verður bráðlega sýnt í
Bíóhöllinni.
búa oft yfir svipuðum andhetjublæ.
Hinn einmana einkaspæjari Harri-
son Ford í „Blade Runner" er
Humphrey Bogart í Undralandi.
En núna er hraðinn orðinn
óstjórnlegur og hann gefur í raun-
inni mönnum sáralítinn tíma til að
setjast niður og tala saman og
skapa tilfinningu fyrir persónum.
Þær verða staðlaðar, vondar og
góðar pappafígúrur hasarblaðanna.
Setningar verða stuðlaðar í fyrir-
sagnastíl og ef tiifinningasemi er
ekki haldið í lágmarki verður úr
hálfgert hallæri þegar búið er að
forrita mann á morði á mínútu.
Þeir sem tekist hafa á við tækni-
þrillerinn eru af ólíku sauðahúsi en
allir eru þeir heillaðir af tækninni.
Tækniþrillerar Camerons eru í það
heila þungvopnaðar, vel smurðar,
kraftmiklar og myrkar framtíðar-
vísindasögur pakkaðar í stál. Hol-
lendingurinn Verhoeven leggur ríka
áherslu á skefjalaust ofbeldi og
skríkjandi óþjóðalýð á meðan Scott
byggir snilldarlega drungalegt and-
rúmsloft. McTiernah leggur allt upp
úr skothríð og sprengingum og
hátæknibúnaði samtímans. En allir
eru þeir uppteknir af veröld tækn-
innar. Cameron t.d. hannar sjálfur
skotvopnin í myndir sínar og véla-
og tækjabúnaður Hyldýpisins er
skapaður eftir hans höfði.
Það, sem hinir nýju tæknisinnuðu
hasarleikstjórar eru þó kannski
hvað mestir snillingar í, er notkun
leikmynda og umhverfis til að upp-
hefja og magna hina sálrænu og
myndrænu hlið hasarsins. Þeir nota
oftar en ekki illræmda borgarmenn-
ingu í bakgrunni. Einn af aðalleik-
urunum í „Die Hard“ t.d. og sá sem
veitti Bruce Willis hvað hörðustu
samkeppni, var nýja Twentieth
Century Fox byggingin í Los Angel-
es. Hasarinn bókstaflega pumpaðist
um æðar hennar og stundum var
eins og heila blokkin ætlaði að
springa í tætlur. í „Blade Runner"
Ridley Scotts getur að líta regnvota
og rökkvaða, hátæknilega en iðnar-
lega stórborg framtíðarinnar þar
sem hátt yfir manngrúanum iðn-
aðaraðallinn býr til vélmenni
Mastran-
tonio og
Harris í Hyl-
dýpinu; und-
irdjúpahasar.
mennskari en menn. Scott skuldar
Fritz Lang heilmikið en setur sann-
arlega sinn persónulega svip á
framtíðarþrillerinn með sálfræði-
Iega þrúgandi blandi af tækni-
hyggju á villigötum og ofbeldi. Það
besta við „Batman", fyrir utan spé-
fugl Jack Nicholsons, er leikmynda-
hönnun, Anton Furst, sem gerir
hina myrku Gotham City að sjóð-
andi spillingapotti glæpa og ódæðis-
verka.
Þegar Cameron velur sér um-
hverfi fyrir nýjustu myndina sína
leitar hans að hinu framandlega og
teygir sig niður í undirdjúpin og
kemur upp með bíómynd í sæ-
skrýmslalíki. Tvær aðrar undir-
djúpamyndir kolféllu í Bandaríkjun-
um með stuttu millibili en þær höfðu
ekki Cameron með sér. Hyldýpið
hefur að vísu ekki komist í röð með
söluhæstu myndum á metsölusumri
vestra en gagnrýnendur eru á einu
máli um að hressilegri þriller geti
ekki að líta í bíóunum. Nær helm-
ingur myndarinnar er tekinn undir
tugmilljónum lítra af vatni í hálf-
Amaldur lndriöason
w
Ieinum frambærilegasta þriller
síðustu ára, Tortímandanum
(„The Terminator") eftir Jam-
es Cameron, hleypur söguhetjan
inná skemmtistað þar sem stendur
á bláu neonskilti TECH-NOIR. Ca-
meron merkti myndina sína í þessu
neonljósi, hún er tækniþriller. Og
ekki bara Tortímandinn. Lunginn
af þeim hasarmyndum sem eitthvað
er spunnið í þessa dagana eru há-
tæknilegar sprengjur, sem mega
engan tíma missa. Á þeim stendur
„Aliens" eða „Die Hard“ og þeim
er hent inn í bíóin þar sem þær
springa á tjaidinu og skilja þig eft-
ir hálf ringlaðan með hellur fyrir
eyrum.
Það er greinilega komin ný kyn-
slóð hasarleikstjóra í Hollywood
sem hefur ekki þolinmæði fyrir úr-
eltar hægmyndatökur hasarkóngs-
ins Sam Peckinpahs og lærisveina
hans. Hún á rætur í tækniöld en
sum einkenni þeirra má líka rekja
fimmtíu ár aftur í tímann til film-
noír-stefnunnar. Nema hraðinn hef-
ur, þúsundfaldast. Núna bijóta
myndirnar hljóðmúrinn.
Fremstur í flokki nýju kynslóðar-
innar er James Cameron (,,Aliens“)
en nýjasti þriller hans, Hyldýpið
(„The Abyss“), var frumsýndur í
Bandaríkjunum fyrir skemmstu og
verður bráðlega sýndur í Bíóhöll-
inni. Það er mynd dæmigerð fyrir
tortímanda óvættanna í „Aliens“,
hasarpakkaður, innilokunarkennd-
ur taugastrekkir um lífshættulega
baráttu í lokuðu, ógnvekjandi rými
— nokkuð sem Cameron er snilling-
ur í að skapa. Annar frábær hama-
gangsleikstjóri tækniþrilleranna
eru John McTiernan („Predator",
„Die Hard“) en aðrir sem njóta sín
vel í tækniþrillerum eru m.a. Ridley
Scott („Blade Runner“) og Paul
Verhoeven („RoboCop"). Tækni-
þrillerinn hefur ekki síður orðið að
hátæknilegum hasarbókmerintum
með bandaríska rithöfundinn Tom
Clancy í farabroddi en þess má
geta að McTiernan er einmitt að
kvikmynda sögu hans, „The Hunt
for Red October" og hæfir þar skel
kjafti.
Það er ekki af tilviljun sem Cam-
eron býr til hugtakið tech-noir því
það er ekki alveg óskylt fyrirbrigð-
inu film-noir. Franskir gagnrýnend-
ur fundu hið síðarnefnda upp yfir
glæpamyndir sem einkenndust af
dökkum tónum, skuggamyndum og
kaldranalegu andrúmi svartsýninn-
ar f ógnandi myndatölju og lýsingu.
Það hefur ekki fundist almennilegt
orð yfir film-noir frekar en margt
annað á íslensku en það þýðir í
beinum snúningi svört-mynd eða