Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDÁGUR 22. OKTÓBER
C 9
... við skiptum við önnur
lönd á þeirri vöru, sem við
getum framleitt hlutfalls-
lega ódýrar en þau, á þeim
vörum sem við þörfnumst.
eftir greinum sjávarútvegs, eða
40-70% af verðmæti framleiðslunnar.
Fullyrðingin „við lifum af fiski“
er hæpin en á augljóslega við um
þá sem selja óveidda fiska í sjó, þ.e.
kvóta. Við lifum af vinnu okkar, eða
svo sögðu þeir Adam Smith og Karl
Marx. Lifibrauð 15% mannaflans er
að veiða og verka fisk, en það er
svipað hlutfall og þeirra sem stunda
iðnað. 1
Saga íslands og ekki síst hagsag-
an sýnir vel hversu utanríkis- og sigl-
ingarverslun hafa skipt miklum
sköpum. Einokunarverslun Dana á
árabilinu 1602-1787 mótaði viðhorf
Jóns Sigurðssonar forseta og ann-
arra er framarlega stóðu í sjálfstæð-
isbaráttunni. ísland hefur allan
ávinning af frjálsri utanríkisverslun.
Við bjóðum fáar vörutegundir í skipt-
um fyrir þær fjölmörgu vörur sem
við þörfnumst. Af þessu leiðir að
samningsstaða okkar í tvíhliða vöru-
skiptasamningum er ekki góð. Við-
horf Jóns forseta til hagfræði mótað-
ist af hinum fijálslyndu hagfræðing-
um 19. aldarinnar, ekki síst John
Stuart Mills. Áhrifa stefnu Jóns Sig-
urðssonar á viðhorf Islendinga til
frjálsrar verslunar gætti fram undir
miðja þessa öld. Iðnbyltingin er ekki
talin koma til íslands fyrr en á fyrstu
árum þessarar aldar. Ólíkt því sem
gerðist í mörgum öðrum löndum var
hér lengi vel ekki beitt vemdartollum
og höftum. Gengi krónunnar var
fijálst, skráð af bönkunum á grund-
velli framboðs og eftirspumar á 3.
áratugi aldarinnar. Litlar hömlur
voru og á kaupum á erlendum gjald-
eyri.
Kreppan á 4. áratugnum olli hér
straumhvörfum. Með Skipulags-
nefndar atvinnulífsins, frá 1935, er
efnahagslífið fært í viðjar hafta og
utanríkisverslun hneppt í fjötra. En
það er athyglisvert að lesa réttlæt-
ingu nefndarmanna fyrir þessum
aðgerðum:
„Nú skal þess að vísu getið að
nefndin lítur svo á að verndartollar
séu yfirleitt viðsjárverð ráðstöfun en
hins vegar er illgerlegt fyrir lítið land
að komast hjá að grípa til þeirra er
svo að segja hvert Iand sem skipt
er við hefir sett þá á.“ Síðar á haft-
atímabilinu töldu menn enga ástæðu
til afsakana, en því tímabili er gerð
ágæt skil í bók Jakobs F. Ásgeirsson-
ar, Þjóð í hafti.
getum enga ljósa hugmynd gert oss
um hvemig líta mundi út í heimin-
um ef bakteríurnar væra ekki. . .
Þótt þær hafi verið til frá alda öðli
hafa menn ekkert um það vitað
fyrri en á síðustu tímum (eftir að
menn fengu smásjána og hún náði
nokkurri fullkomnun) en háð bar-
áttu við ósýnilega og óþekkta óvini
eða náttúruviðburði sem enginn
vissi orsakir til. Það er því ekki
furða þótt mönnum hafi stundum
orðið ráðafátt í þessari baráttu eða
tekið til ráða sem vér, með alla
þekkinguna, hlæjum nú að.“
Bjarni ræðir um stærð og lögun
mismunandi tegunda, fjölgun
þeirra, lífseðli og lífsskilyrði. Meira
að segja Karíus og Baktus fá að
fljóta með þótt ekki sé búið að gefa
þeim nöfnin vinsælu: „Menn þekkja
yfir 50 tegundir af bakteríum sem
að jafnaði eru í munni manna, eink-
um milli tannanna og á þeim, í farða
þeim er sest á þær. Margar þeirra
eru ósaknæmar, aðrar saknæmar.
Ein tegund breytir t.d sykri og
sterkju, er sest í tennurnar, í mjólk-
ursýru; sýran leysir upp kalkið í
tönnunum og myndar smám saman
holur í þeim. Aðrar tegundir geta
svo fengið gott hæli í þessum holum
og haldið skemmdunum áfram.“
Höfundur lýsir rannsóknum
vísindamanna og leit þeirra að bakt-
eríum og þegar líður að greinarlok-
um kemst hann svo að orði: „Af
því sem sagt hefur verið hér að
framan má sjá að bakteríurnar eru
harla mikilsverðar fyrir oss menn-
ina og ekki furða þótt margir hafi
beyg af þeim; en það er mikil bót
í máli að vér þekkjum nú rnörg ráð
til að draga úr skaðsemi margra
þeirra og sjálfsagt mun sá tími
koma að vér finnum ráð gegn ýms-
um þeim er vér stöndum ráðalausir
gagnvart ennþá, því að vísinda-
mennirnir halda ótrauðir rannsókn-
um sínum áfram og munu smám
saman leiða margt það í ljós sem
nú er í myrkrunum hulið.“ .
TÆKNI///má ber ad hafa í huga vib flutning verbmæta?
Risaotíuskip nútímans
:
■
m
11
Risaolíuskip nútímans eru orð-
in að furðufyrirbærum sem
bera sexfalda þyngd sína. Þetta
er afleiðing kröfunnar um að
flytja sem mestan farm með sem
allra ódýrasta
móti. Hugsið
ykkur risaolíu-
blöðru með
þunnu járnlagi
utan um, sem
skilur á milli ol-
íunnar og sjávar.
Það tekur hlaðið
olíuskip tuttugu
mínútur og fimm kílómetra að
stöðvast sé það á fullri ferð. Slíkt
gerir kröfur til stjórnunar og stað-
setningar skipsins og annarra
skipa. Með siglingaeiginleika í
huga er ekki að undra þótt það
verði mörg mengunarslys.
Hvað ber að gera?
Hafa ber í huga að mikil verð-
mæti eru flutt, sem þýðir að ekki
ætti að vera ógerlegt að leggja í
vissan kostnaði til að tryggja ör-
yggi. Eitt ráð felst í að nýta alla
siglingafræðilega möguleika nú-
tímans, svo sem staðsetningar um
gervitungl, ratsjá, lóran o.fl.,
senda allar upplýsingar um stað-
setningu skipsins inn í tölvu, sem
gefur stjórnandanum upplýsingar
á korti á skjá. Þar mætti lesa
staðsetningu skipsins og annarra
skipa, legu strandar og grunn-
svæðis.
Tvöfaldur byrðingur?
Nýlega mátti heyra fréttastofu
Útvarps segja frá ræðu forseta
Islands erlendis um umhverfis-
mál. Samkvæmt henni talaði for-
seti vor um að öll olíuskip ættu
að vera „tvöföld". Það sem for-
seti vor átti við var sama krafa
og farið er að gera til tankskipa
sem flytja hættulegri efni en olíu
(að talið er), svo sem gas og eitur-
efni. Hún er sú að byrðingurinn
sé tveggja laga og verulegt loftr-
úm á milli. Við marga þá árekstra
olíuskipa sem hafa orðið undan-
farin ár er vitað að innra lagið
hefði haldið og olía ekki sloppið
út. En ... slíkt er dýrara. Hveijir
borga brúsann? Aðallega bíleig-
endur og flugfarþegar þegar til
lengdar er litið. í raun er ekki
nema spurning um pólitískan vilja
að setja slíkar reglur. Hvað tefur?
Mótbárur felast í að í raun sé
hættulegra en ella að hafa slíkt
holrúm milli byrðinga. Við slys
fyllist það olíugufum og valdi
sprengingu. Einnig er talað um
að fyllist slík holrúm vatni geri
það óhægara um vik að losa um
skipsflakið. Slíkt ætti þó ekki að
gerast, þar sem holrúmin bjóða
upp á að vera fyllt þrýstilofti til
að létta flakið. Eins má sýna fram
á að ekki hefur orðið ein einasta
sprenging hingað til í holrúminu
í þeim skipum sem þegar eru kom-
in með slíkt og flytja önnur efni.
Manni verður því á að spyija
hvort það séu ekki hagsmunir
olíufélaganna sem eru í húfi og
verða til þess að tefja hina
pólitísku ákvörðun um tvöfaldan
byrðing.
eftir Egil
Egilsson
GILBERT URSMIÐUR
LAUGAVEGI 62,
SIMI: 14 100
JON OG OSKAR
LAUGAVEGI 70,
SIMI: 2 49 30
GUÐMUNDURB. ;
HANNAH
LAUGAVEGI 55, S: 2 37 10
SAMEIGINLEGA
BJÓÐUM VIÐ MESTA
ÚRVAL LANDSINS