Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 8
 MORGl’NHI.ADlö MANIULÍFSSTRAUMAR QMMgvr 22.!0MTÓB'Blí + BAÐHUÐUN Hlíðarvegi 11- 200Kópavogur ^ Endurhúdum hreinlætistæki. Gerum gamla badsettid sem nýtt smo - S85-32202 HAGFRÆÐI/ /■; iað ersvona merkilegt vib þab ab flytja út vörurf Utanríkisverslun ogvdferð z '< Q_ co s< z o LLI I— co < LL Stórkostleg náttúrufegurð Þú eignast þitt eigið hús Tímanum ræður þú sjálfur Kjörið fyrir hópa að sameinast Kynnisfundur í dag, sunnudag, á Laugavegi 18, kl. 13-17. - Allir velkomnir að kynnar sér sólríka framtíð á Spáni. Kynnisferð 8. nóvember G. ÓSKARSSON OG CO., Orlofshús sf., Laugavegi 18, 101 Reykavík, sími 91-617045. MARGRA ÁRA REYNSLA. ÞEGAR flett er bókum um sögu hagfræðikenninga koma tvær 17. og 18. alda stefnur, merkantílisminn og fysiokratisminn, kunnuglega fyrir sjónir: þetta eru sennilega þær stefnur sem helst móta hugmynd- ir almennings eins og þær koma fram í þjóðarsálum rásanna og les- endabréfum dagblaðanna. Kjarni kenninga merkantílismans var að gull væri uppspretta alls auðs. En á fyrri öldum var greitt fyrir útflutning og innflutning með gulli. I kenningunni fólst því að gjald- eyrisöflun væri uppspretta verðmætanna. Fýsíókratar héldu því hins vegar fram að land væri uppspretta alls auðs. Tilgangur allrar efnahagsstarf- semi er neysla. Fjárfesting er því aðeins hagkvæm að hún auki neyslumöguleikana í framtíðinni. En tíminn er peningar, og neysla í dag er augljóslega meira virði en neysla á morgun. Vexti má túlka sem mælikvarða á verð- ið á þessa óþolin- mæði mannsins. Þannig er fjárfest- ing þá aðeins hag- kvæm að hún auki framtíðarneyslu um meira en sem nemur vöxtunum. Ræktun er gott dæmi um þetta, við gætum borðað allar kartöflurnar strax, en hyggi- legra er að geyma hluta uppskerunn- ar og nota það sem útsæði næsta vor. Utsæðið er því fjárfesting. Þar sem tilgangur allrar efnahags- starfsemi er neysla, er tilgangur þess að flytja út vörur og þjónustu sá einn að flytja inn vörur til neyslu, til ijár- festingar eða til reksturs. Gjaldeyris- öflun er ekkert markmið í sjálfri sér. Ef gengið er „rétt skráð“, hvernig sem menn vilja nú skilgreina það, er gjaldeyrisöflun á engan hátt merkilegri eða göfugri atvinnustarf- semi en sjoppurekstur. Framlag beggja til verðmætasköpunar er vinnsluvirðið eða virðisaukinn. Vinnsluvirðið er verðmæti framleiðsl- unnar að frádregnu verðmæti þeirra vara sem notaðar eru við framleiðsl- una. Þessu vinnsluvirði er síðan skipt í rekstrarafgang, afskriftir og laun. Einfalt dæmi um þetta er kartöflu- ræktun, þar sem verðmæti fram- leiðslunnar er uppskera kartaflna að frádregnu útsæðinu og má telja ann- að hvort í fjölda kartaflna eða í krón- um. Ástæða þess að við íslendingar flytjum vörur út er einföld. Við gæt- um út af fyrir sig framleitt allt sem landsmenn þarfnast; hveiti, timbur til bygginga, bifreiðar og vélar. Þar sem við höfum takmarkaðar náttúru- legar aðstæður til, yrði kostnaður við framleiðslu þessara vara gífur- lega mikill. Við eigum mun betri leik í stöðunni og höfum fyrir löngu leik- ið hann: Við skiptum við önnur lönd á þeirri vöru, sem við 'getum fram- leitt hlutfallslega ódýrar en þau, á þeim vörum sem við þörfnumst. Það er þessi sérhæfing sem er undirstaða velferðar íslendinga. Við íslendingar stundum um- fangsmikil utanríkisviðskipti sem mæla má með því að bera saman útflutning vöru og þjónustu eða inn- flutning og landsframleiðslu. Þá fæst að 35-40% lándsframleiðslu eru flutt út eða inn. Til samanburðar við þetta má nefna að útflutningur Banda- ríkjamanna er einungis 5-10% af landsframleiðslunni. í heimaspunninni alþýðlegri íslenskri hagfræði er jafnan lögð meiri áhersla á útfiutning vöru en útflutning þjónustu, hvað þá inn- lenda framleiðslu sem keppir á heimavelli við erlenda vöru. Opinbert nafn Stefánssjóðs er þannig Atvinnu- tryggingasjóður útflutningsgreina, hér er ekki minnst á samkeppnis- greinar. Lítum nánar á þetta. Vöru- útflutningur (fob) á síðasta ári nam 72% af heildargjaldeyrisöfluninni en þjónustuútflutningur var um 28%. Utflutningur sjávarvara nemur um A af heildai-vöruútflutningnum en það gerir þó ekki meira en 55% af heildar- útflutningi vöru og þjónustu. í reynd er hrein gjaldeyrissköpun sjávarút- vegs minni, þar sem til rekstrar þarf ýmsar innfluttar re*kstrarvörur. Áætlanir Þjóðhagsstofnunar sýna að hrein gjaldeyrisöflun er mismunandi eftir Sigurð Snævarr LÆKNISFRÆÐI//iya) var skrifab hér um heilhrigbismál fyrirníutíu árumf KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS ALNIENNUR FÉLAGSFUNDUR | UM VIRDISAUKASKATT verður haldinn á Hótel Loftleiðum, miðvikudaginn 25. þ.m., kl. 20.30. Frummælendur verða: Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, Friðrik Sophusson, alþingismaður. Guðjón Oddson, formaður K.í. verðurfundarstjóri. Fulltrúar ríkisskattstjóra mæta á fundinum. GÖMLUM BLÖÐUM FLETT í FRAMHALDI af pistlum um berkla og fleiri bakteríur er fróðlegt að líta á það sem skrifað var um þau mál hér á landi rétt fyrir alda- mótin þegar Robert Koch var kominn á bólakaf í malaríurannsóknir. Arin 1899 og 1900 kom út í Reykjavík tímarit „handa al- þýðu um heilbrigðismál" og hét Eir, eins og lækningagyðjan forð- um. Ritstjórar voru dr. Jónas Jón- assen landlæknir, Guðmundur Magnússon síðar prófessor í skurð- lækningum og Guðmundur Björnsson sem varð landlæknir nokkrum árum seinna þegar Jón- assen lét af því embætti. Guðmund- arnir voru báðir á fertugsaldri en landlæknir að nálgast sextugt og er útgáfa ritsins einn af mörgum vitnisburðum um atorku þessara ágætu manna og framtakssemi þeirra í því að efla heilbrigði lands- manna og auka skilning á fram- förum læknavísinda. í septemberhefti Eirar 1899 birt- ist grein sem heitir Um berklasótt. Guðmundur Björnsson þýddi hana úr dönsku en segist hafa gert á henni smábreytingar um leið. Hann getur þess einnig að þýðingin hafi verið prentuð árið áður á kostnað landssjóðs og henni útbýtt meðal almennings. Lítum á nokkur atriði: í upphafi segir frá því að berkla- sótt sé næmur sjúkdómur, sótt- kveikjan sé ofurlítil jurt sem nefnist berklagerill og þurfi afarsterka smásjá til eygja hana. „Þegar þessi sóttkveikja kemst í líkamann getur farið svo að hún festi rætur ein- hvers staðar; þar hefur hún þá sjúk- leika í för með sér. Þá er vel farið ef sjúkdómurinn berst ekki út fyrir þessa fyrstu litlu bólfestu sína, því að berklagerlarnir geta og einnig æxlast stórum í líkamanum, brotist inn í vöðvana (blóðið, holdsafann), borist áfram í þeim og sýkt allan líkamann með eitri því er þeir brugga. Fulltíða rnenn taka berkla- sóttina oftast í lungun; er hún þá nefnd bijóstveiki eða lungnatær- ing.“ Síðan er skýrt frá því að tær- ingarveikt fplk hósti upp milljónum berklagerla á skammri stund og þannig berist sjúkdómurinn manna milli. Meginefni ritgerðarinnar er leiðbeiningar og reglur um hvernig helst megi verjast smitun frá berklasjúklingum og er mikil áhersla lögð á hreinlæti og varúðar- ráðstafanir gagnvart uppgangi brjóstveikra. í lok greinarinnar seg- ir svo: „Það hefur reynst lang af- farasælast að hafa sérstök sjúkra- hús handa berklaveikum mönnum; þau eru oftast reist fjarri bæjum og kauptúnum, ýmist fram við sjó eða uppi á heiðurn." Ellefu árum síðar tók heilsuhælið á Vífilsstöðum til starfa. En höldum nú áfram að fletta fyrri árgangi Eirar. í nóvember- og desemberheftin skrifar Bjarni Sæ- rnundsson náttúrufræðingur langa og ýtarlega ritgerð um bakteríur. Hann tekur fram í smáletursgrein að orðið „gerill" eigi illa við um bakteríur af því að einungis fáar þeirra valdi gerjun. Ritgerðin hefst á þéssum orðum: „Fátt af því sem vísindi síðari tíma hafa leitt í ljós hefur vakið jafnmikla og jafnstöð- uga athygli almennings og það sem menn hafa fengið að vita utrr bakt- eríurnar; og það er líka eðlilegt því að þær eru harla mikilsverðar fyrir mennina. Það er sem sé orðið víst að sumar þeirra valda ýmsum hin- um skæðustu sjúkdómum og drep- sóttum er geisa um löndin, og að aðrar koma (ásamt sveppum) til leiðar allri rotnun í dauðum leifum dýra og jurta, eða ýmsum öðrum mikilsverðum efnabreytingum. En þetta starf þeirra er svo mikið og afleiðingar þess svo víðtækar að vér eftir Þórarin Guðnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.