Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 6
rtpti'JiM 4ii>l*(‘ ]/'n J? (;y«Aif ti jí*íí->í
MOKGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER
VEGIR
HLWDA
Helgi Þorláksson leitar hotfinna leiba Oddaverja
ur leiðin til forna ekki legið; áin
fellur í þröngu glúfri og þarna hef-
ur verið ófært. Að fornu var aðalfer-
justaður miklu nær sjó, við Sand-
hóla þar sem áin er lygn og breið.
Þegar að er gætt kemur í ljós að
Oddi er á línu sem liggur úr
Fljótshlíð yfir Þjórsá við Sandhóla-
feiju og síðan yfir Ölfusá á feiju-
staðnum í Kaldaðarnesi. Það blasir
við að Oddi hefur verið í þjóðbraut
svo framarlega sem hægt er að
sýna fram á það að þessi leið hafi
yfirleitt verið fær. — Og það er það
sem mönnum hefur verið hulið.
Þeir hafa aðeins litið til nítjándu
aldar en þá voru komnar torfærur
eins og Oddaflóð og Safamýri milli
Odda og Sandhólafeiju. Menn hafa
ekki áttað sig á því að þessi leið
var fær áður fyrr.
Ég reyni að sýna fram á það að
þessir farartálmar hafi ekki verið
til um 1200. Leiðir lágu öðruvísi
áður fyrr. Það gildir ekki hvað síst
um Rangárþing."
— Hvað varð til þess að þú fórst
að hugsa eftir þessum nótum, eða
kannski öllu heldur feta þessar slóð-
ir?
eftir Pél Lúðvík Einarsson
ODDAVERJAR VORU valda-
mesta ætt landsins um 1200,
þeir sátu í Odda á Rangárvöll-
um og stjórnuðu Rangárþingi.
Lærdómur og menning þreifst
í skjóli ættarinnar, til dæmis
ólst upp í Odda snillingurinn
Snorri Sturluson og hlaut þar
menntun og þroska.
Nú um stundir virðast fleiri
íslendingar þekkja ættarsögu
Ewinga eða Carringtona í
sápuóperunum Dailas og Dyn-
asty. En þeim sem samanburð
hafa, er saga Oddaveija mun
hugstæðari. Hverjar eru skýr-
ingarnar á risi og falli Odda-
veija sem valdaættar? Fræði-
mönnum ber ekki saman,
Helgi Þorláksson sagnfræð-
ingur segir í nýútkominni bók
sinni Gamlar götur og goða-
vald að samgöngur séu lykill
til skilnings á veldi ættarinnar
og jafiiframt á hinu mikla falli
hennar þegar um 1220.
Bláttblóð
Ætt Oddaveija hófst til vegs og
virðingar með Sæmundi presti hin-
um fróða sem lést árið 1133. Ekki
minnkaði vegur ættarinnar þegar
Loftur sonur Sæmundar fékk Þóru
dóttur Magnúsar berfætts Noregs-
konungs. Héðan í frá rann Odda-
veijum blátt blóð í æðum. — En
mest hefur mönnum þótt um son
þeirra hjóna, Jón (1124-1197). Þor-
lákur biskup helgi var að vísu ekki
sérlega hrifinn og mælti við Jón:
„Þá er miklu óþolanlegra það, er
biskupar fá eigi frá þér tekið hór-
konur þinar, þær er þú heldur móti
öllum landssið." Hér var guðsmað-
urinn m.a. að tala um Ragnheiði
systur sína. Islendingar hafa litið í
gegnum fingur sér með hórdóm
Jóns en metið þess mun meir um-
mæli hans „Heyra má ég erkibisk-
ups boðskap en ráðinn er ég í að
halda hann að engu.“
Helgi var inntur eftir, hversu
stöndugur þessi höfðingi hafi verið
sem treysti sér til að brúka kjaft
við kirkjuvaldið?
„Jón var ekki aðeins óumdeildur
höfðingi Rangæinga heldur nánast
ókrýndur konungur landsins. Menn
hafa rennt augum til persónuleika
og lyndiseinkunnar Jóns til skýring-
ar á veldi Oddaveija. En það sem
ég legg áherslu á og vil sýna fram
á er hvernig Jón og aðrir Oddaveij-
ar færðu sér í nyt auknar samgöng-
ur og breyttu Odda í miðstöð. Gerðu
Rangárþing að einni stjórneiningu.
Oddaveijar höfðu pólitískan
metnað og vildu ráða öllu héraðinu.
Þeir náðu undir sig nokkrum lykil-
stöðum, Keldum, Völlum á Landi
og Stórólfshvoli. Það var til fjöldi
annarra eigulegra jarða en einmitt
þessar eru þær sem þeir sækjast
eftir vegna þess að þær eru við
þjóðbrautir.
Eins og flestir íslendingar hafa
lært í sögukennslu í skólum • var
þróunin á tólftu og þrettándu öld í
átt til valdasamruna. — Og ég tel
að auknar og bættar samgöngur
ráði hér ekki hvað minnstu um.
Kirkja og kristnihald efldist; fólk
varð að komast til kirkju og aukið
föstuhald gerði fiskflutninga frá
sjávarsíðunni nauðsynlega. Ekki
má heldur gleyma því að skeifur
undir hesta fóru að tíðkast, það
hefur verið geysileg samgöngubylt-
ing. Oddaveijar færðu sér þessa
þróun í nyt. Kirkjan í Odda var
með almikilvægustu kirkjum og
Rangæingar greiddu miklu meira
til kirkjunnar heldur en vanalega
tíund, t.d. osttoll. Oddaveijar sjálfir
hafa tæpast getað torgað ostafjalli
því sem hefur orðið árlega til í
Odda. Og ég hafna þeirri tilgátu
að osturinn hafi verið fluttur úr
landi.“
— Hvers vegna í ósköpunum
hafði Oddi allar þessar tekjur?
„íslenskir bændur hafa löngum
verið tregir til að borga skatta og
ýmsar álögur nema þeir sjái ein-
hvem tilgang eða þykist hljóta end-
urgjald fyrir. Bændur
ætluðust til þess að fá
eitthvað í staðinn, ég
reyni að færa fyrir því
rök í bókinni að Oddi
hafi verið nokkurs kon-
ar þjónustu-, stjórn-
sýslu- og samgöngu-
miðstöð.
Það var mikilvægt
fyrir höfðingja að vera
vel í sveit settir. Geta
haft eftirlit og aflað
frétta. Þeir vildu líka
hafa kaupmenn í vist
hjá sér og þá betra að
vera í alfaraleið. Og á
ófriðartímum var Oddi
líka vel í sveit settur.
T.d. segir frá því í Njálu
að Geir goði hafi haldið
til í Odda eftir víg
Gunnars frá Hlíðar-
enda.“
Horftiar götur
— En Oddi, sá staður
er ekki í alfaraleið?
„Nei, Oddi er ekki í
þjóðbraut á okkar
tímum. En allir sem
fara yfir brúna á Þjórsá
hljóta að sjá að þar hef-
Mynd/Þorbjörg Höskuldsdóttir
Snorri Sturluson með Oddaverja á báðar
hendur árið 1222. T.v. Solveig Sæmunds-
dóttir, t.h. ekkjan ríka Hallveig Ormsdóttir.
„Fyrir allmörgum ámm safnaði
ég örnefnum á jörð afa míns, Efra
Hvoli, austur í Hvolhreppi. Ég tók
eftir því að mikilvægar leiðir höfðu
legið um landareignina, m.a. ein
sem getið er um í Njálu en menn
höfðu ekki áttað sig á, frá Lambey
að Velli. Ég hef síðan alltaf haft
vakandi áhuga á þessu efni. En ég
vaknaði fyrst til vitundar um það
að þjóðleið hefði legið um hlaðið á
staðnum í Odda, þegar ég fyrir
nokkrum árum var að skoða kort
sem Björn Gunnlaugsson gerði á
fjórða áratug nítjándu aldar. Það
sýnir einmitt leið um Hvol og Odda
yfir að Sandhólafeiju. Þetta kort
var opinberun. Ég fór að kanna
hvort þessar upplýsingar fengju
staðist hjá Birni. Um það leyti sem
Björn teiknaði kortið var þessi leið
að verða ófær en mér var ljóst að
þarna hefði verið þjóðleið.
Maður finnur sjaldnast fornar
leiðir þegar maður fer um Rangár-
þing því landið er svo umbreytt;
jarðvegur fokið burt og ár breytt
um farvegi. En athuganir á gömlum
skjölum, aðallega frá 18. og 19-
öld, og áiit Hreins Haraldssonar
jarðfræðings og Guðmundar Ólafs-
sonar fornleifafræðings styrkja
skoðun mína.“