Morgunblaðið - 28.10.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/LESBOK
246. tbl. 77. árg.________________________________LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1989________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Bretland:
Stefiian óbreytt þrátt
fyrir afsögn Lawsons
- segir Margaret Thatcher
Lundúnum. Reuter.
MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að
stefna ríkisstjórnarinnar yrði óbreytt þó svo Nigel Lawson hefði
aíráðið að segja af sér embætti fjármálaráðherra á firnmtudag.
Dagblöð á Bretlandi fjölluðu í gær um afsögn fjármálaráðherrans
og komu þar fram bæði efasemdir um hæfni Thatcher til að leiða
ríkisstjórnina og langlífí hennar í embætti. Hlutabréf féllu í verði
í kauphöllinni í Lundúnum í gær og gengi sterlingspundsins lækkaði.
Breski forsætisráðherrann ræddi
stuttlega við blaðamenn fyrir utan
embættisbústaðinn að Downing-
stræti 10 í gær og vildi segja það
eitt að afsögn Lawsons breytti
engu um stefnu ríkisstjórnarinnar
en Lawson sagði af sér sökum
ágreinings við Sir Alan Walters,
sérlegan efnahagsráðgjafa forsæt-
isráðherrans. Kenneth Baker, for-
maður Ihaldsflokksins breska,
sagði það alrangt að mál þetta
hefði veikt ríkisstjórn íhaldsmanna.
„Forsætisráðherrann hefur þurft
að glíma við margvíslegan vanda
og ávallt fundið viðeigandi lausn-
ir,“ sagði Baker. Neil Kinnock, leið-
togi Verkamannaflokksins, var á
öðru máli og sagði afsögn Lawsons
sýna að Thatcher væri ekki lengur
fær um að stjórna Bretlandi.
Dagblaðið The Independent
sagði í forystugrein í gær að af-
sögn Lawsons væri eðlileg afleiðing
einræðislegra stjórnarhátta forsæt-
isráðherrans. The Financial Times
kvað einnig fast að orði og sagði
eðlilegt að efasemdir kæmu upp
um pólitíska framtíð Thatcher. Mál
þetta kynni að marka „upphaf
endalokanna“. The Daily Telegraph
sagði að aldrei í tíu ára stjórnartíð
forsætisráðherrans hefði afsögn
eða brottvikning ráðherra valdið
öðru eins Ijaðrafoki. Einnig hefðu
vaknað spurningar um vinnubrögð
Thatcher sem reyndi í þijá tíma
að tala um fyrir Lawson án sam-
ráðs við ráðherra sína — Og án
árangurs. Viðbrögð á ijármála-
mörkuðum urðu þau að sterlings-
pundið féll í verði en úr því dró er
líða tók á daginn sökum íhlutunar
Englandsbanka.
A Bretlandi hallast menn al-
mennt að því að Thatcher hafi að
líkindum aldrei áður þurft að glíma
við svo alvarlegan stjórnmálavanda
á valdaferli sínum. Stjórnmálaskýr-
endur tveggja Lundúnablaða sem
Morgunblaðið ræddi við í gær töldu
afsögn Lawsons alvarlegt áfall fyr-
ir forsætisráðherrann og kváðu
hana hafa veikt stöðu Margaret
Thatcher bæði innan flokks og
ríkisstjórnar.
Sjá einnig „Af erlendum vett-
vangi“ á bls. 16.
Nigel Lawson, fyrrum Ijármálaráðherra Bretlands, og kona hans
Therese fyrir utan heimili sitt í Leicester í gærmorgun, daginn eft-
ir að Lawson sagði af sér.
Dauflega tek-
ið í tillögu
Gorbatsjovs
Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara
Morgunblaðsins.
HUGMYNDIR Míkhaíls Gorb-
atsjovs, forseta Sovétríkjanna, um
kjarnorkuvopnalaust Eystrasalt
hafa fengið heldur dræmar undir-
tektir á Norðurlöndum. Telja-
flestir eðlilegast að ræða um slíkt
á alþjóðlegum vettvangi. Þá hefiir
Bandaríkjastjórn vísað þeim á bug
og segir þær engu skipta fyrir
öryggi Evrópuríkjanna.
Stjórnmálamenn í Finnlandi,
Svíþjóð og Noregi hafa tekið fremur
fálega hugmyndum Gorbatsjovs um
að gera Eystrasaltið kjarnorkuvopna-
laust með því að flytja þaðan fjóra
30 ára gamla kafbáta, sem búnir eru
kjarnaflaugum. Harri Ilolkeri, for-
sætisráðherra Finnlands, sagði þessa
hugmynd vera af því tagi, sem ræða
ætti á alþjóðavettvangi, og Jan P.
Syse, forsætisráðherra Noregs, og
Sten Andersson, utanríkisráðherra
Svíþjóðar, kváðust ætla að bíða með
að leggja mat á þær.
Míkhaíl Mojsejev, yfirmaður sov-
éska heraflans, tilkynnti í gær, á
síðasta degi Finnlandsheimsóknar
Gorbatsjovs, að fækkað yrði í herlið-
inu við finnsku landamærin um
40.000 manns og 1.200 skriðdreka.
Trói á sigur lýðræðis
í gjörvallri Vesturálfu
- sagði George Bush Bandaríkjaforseti við upphaf leiðtogafundar 16 Ameríkuríkja
San Jose. Reuter.
„VESTURÁLFA getur orðið fyr-
irmynd annarra ríkja heirns með
I sönnum félagsskap þróaðra og
vanþróaðra ríkja þar sem verslun
er frjáls, lífsgæðum er réttlátlega
skipt og ailir njóta ávaxta tækni-
Endurvinnsla kjarnorkuúrgangs í Dounreay:
Engin ákvörðun verið
tekin um evrópska stöð
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morg’unblaðsins.
MALCOLM Rifldnd Skotlandsmálaráðherra ákvað síðastliðinn
miðvikudag að heimila byggingu sameiginlegrar, evrópskrar end-
urvinnslustöðvar fyrir kjarnorkuúrgang í Dounreay. Hins vegar
er nú talið líklegra að stöðin verði reist í Frakklandi en ákvörðun
hefur ekki verið tekin í málinu.
Efnið í eldiskjarna rannsókna-
kljúfsins sem nú er starfræktur í
Dounreay er unnið úr úrgangi
annarra kjarnakljúfa. Því var
byggð tilraunaendurvinnslustöð
samhliða kjarnakljúfnum. Ur-
gangurinn er fluttur til Dounreay
landleiðina og flytjandi verður að
tryggja ítrustu kröfur um öryggi.
Allur úrgangur, sem kemur frá
útlöndum, er síðan fluttur aftur
til upprunalandsins. Stjórnvöld
töldu kostnaðinn við tilraunakljúf-
inn of mikinn og ákváðu í fyrra
að honum yrði lokað árið 1994 en
endurvinnslustöðin starfaði a.m.k.
áfram til 1997.
Bretar, Frakkar og Vestur-
Þjóðveijar hyggjast í sameiningu
byggja stóra endurvinnslustöð í
einhveiju þessara landa. Ákvörð-
un Rifkinds gengur einungis út á
það að nú getur Kjamorkumálaráð
Bretlands hafið samningaviðræð-
ur við Frakka og Vestur-Þjóðveija
á þeim forsendum að byggingar-
leyfi sé fengið. Frakkar hafa lengi
þrýst á um að fá stöðina byggða
í Frakklandi, m.a. á þeim forsend-
um að byggingarleyfi hafi ekki
fengist í Bretlandi. Vestur-Þjóð-
veijar hafa ekki sóst eftir stöðinni
vegna víðtækrar andstöðu við
kjarnorku þar í landi. Talið er ólík-
legt að evrópska endurvinnslu-
stöðin verði byggð í Dounreay sem
er á útjaðri þess svæðis er slík
endurvinnslustöð myndi þjóna.
Blaðafulltinii Dounreay-stöðv-
arinnar tók það fram að ákvörðun
Rifkinds nú breytti engu um
ákvörðunina frá því í fyrra, um
að loka eldiskjarnakljúfnum.
Hins vegar hefur nýlega verið
tekin ákvörðun um að heimila
rannsókn á svæði á Katanesi
vegna mögulegrar urðunar á
kjarnorkuúrgangi frá breskum
kjarnorkuverum.
framfara," sagði George Bush
Bandaríkjaforseti við komuna til
San Jose, höfuðborgar Costa
Rica, í gær. Þar hófst tveggja
daga óformlegur leiðtogafundur
16 Ameríkuríkja sem haldinn er
til að fagna 100 ára sögu lýðræð-
is í Costa Rica. Bush hvatti til
þess að samvinna lýðræðisríkja
álfunnar yrði efld, þá gætu „ríki
eins og Nicaragua ekki staðið af
sér lýðræðisölduna". Bush sagð-
ist trúa því að innan tíðar yrði
lýðræðislegt stjórnarfar í gjör-
vallri Vesturálfii.
Skilyrði fyrir þátttöku í leið-
togafundinum er að stjórnvöld séu
lýðræðislega kjörin þannig að ráða-
menn frá Panama, Haíti, Kúbu og
Chile eru fjarverandi. Af ótilgreind-
um orsökum er forseti Paraguay
ekki heldur viðstaddur. Athygli hef-
ur vakið að Bush skyldi fallast á
að sækja sama fund og Daniel Or-
tega, forseti Nicaragua, en í átta
ár hafa bandarísk stjórnvöld reynt
að steypa sandinistastjórninni af
stóli. Bush segir ólíklegt að hann
muni eiga viðræður við Ortega nú.
í dag hittir Bush m.a. Violetu Cha-
morro, leiðtoga stjórnarandstöð-
unnar í Nicaragua. Ortega sagðist
í gær líta á leiðtogafundinn sem
upphaf samræðna norðurs og suð-
urs sem væru svo nauðsynlegar í
Vesturálfu.
Bush og Arias heilsast.
Reuter
Bush sagði í gær að eiturlyfja-
vandinn yrði ofarlega á dagskrá
leiðtogafundarins. „Eg vona að við
getum sameinast um að sigra slátr-
ara lýðræðishugsjónarinnar, fíkni-
efnasalana, sem eitra fyrir börnum
okkar, myrða kjörna embættismenn
og heyja stríð gegn borgaralegu
þjóðfélagi."
Bush nefndi Costa Rica sem fyr-
irmynd annarra ríkja Rómönsku
Ameríku hvað stjórnarhætti varð-
aði. Gestgjafi fundarins, Oscar Ar-
ias, forseti Costa Rica, fékk friðar-
verðlaun Nóbels árið 1987 fyrir
friðaráætlun í Mið-Ameríku sem
þegar hefur skilað miklum árangri.