Morgunblaðið - 28.10.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1989
5
Þóra Andrea Ólafsdóttir, sem gaf skipinu nafn, og Haraldur
Haraldsson, stjórnarformaóur Islenzka úthafsútgerðarfélags-
ins, sem er eigandi Andra, við nafngjöflua.
Andri I siglir vestur
Skipinu gefið nafii við hátíðlega
athöfti í Hull í Bretlandi
FRYSTITOGARINN Andri l BA 190 er nú að heQa siglingu
sína vestur til Alaska, þar sem hann mun kaupa þorsk af
heimabátum til frystingar á miðunum. Andra var gefið
nafhið við hátíðlega athöíh síðastliðinn miðvikudag í Hull
í Bretlandi. Andri I hét áður Roman I og var meðal ann-
ars gerður út frá Bretlandi og Færeyjum.
Áætlað er að Andri I verði
kominn á miðin um miðjan
desember en þangað er rúm-
lega mánaðar sigling. Samið
hefur verið við útgerðarmenn
vestra um kaup á afla og er
reiknað með að frysta um
15.000 tonn af þorski árlega.
Skipið var gert upp hjá Globe
Ingeneering í Hull og er það
búið afkastamikilli fiskvinnslu
og frystingu. Reiknað er með
að frysta um 75 tonn að meðal-
tali dag hvern, en um borð eru
þijár vinnslulínur, bæði fyrir
flökun og heilfrystingu. Fryst-
ar eru bæði lóðréttir fyrir heil-
frystingu og plötufrystar fyrir
flök. Vinnsluvélar eru frá Ba-
ader, færibönd og flutningslín-
ur frá Jam í Danmörku og
rafeindavogir eru frá Marel.
Andri I fánum prýddur í Hull.
Morgunblaðið/HG
Eskigörður:
Heimamenn bjóða tæpar
37 millj. í Pöntunarfélagið
HÆSTU tilboð í eignir þrotabús Pöntunarfélags Eskfirðinga
nema samtals 36,7 milljónum króna. Skuldir félagsins liggja
nærri 60 milljónum. Tveir aðilar hafa helst sýnt eignum Pöntunar-
félagsins áhuga; annars vegar bæjarsjóður og Hraðfirystihús
EskiQarðar, hins vegar Kaupfélag Héraðsbúa. Á skiptafundi í
gær var skiptasljóra, Sigurði Helgasyni hæstaréttarlögmanni,
veittur eins og hálfs mánaðar frestur til að ganga frá kaupsamn-
ingum um eignir búsins. Ekki er gert ráð fyrir að til nauðungar-
uppboðs reki, að sögn Birnu Björnsdóttur fúlltrúa sýslumanns á
Eskifirði.
Bæjarsjóður og Hraðfrystihús
Eskifjarðar gerðu í gær 32 millj-
óna króna tilboð í fjórar af fimm
fasteignum Pöntunarfélagsins.
Þessir aðilar buðu ekki í íbúðarhús
við Bleiksárhlíð á Eskifirði, en
komið hefur fram 4,7 milljóna boð
í það hús.
Kaupfélag Héraðsbúa bauð
31,8 milljónir í allar eignir Pönt-
unarfélagsins og hefur áskilið sér
rétt til að gera annað tilboð. Kaup-
félag Héraðsbúa tók rekstur Pönt-
unarfélagsins, aðstöðu og eignir
á leigu fyrir rúmu ári og hefur
annast reksturinn síðan. Til stóð
um tíma að fyrirtækin sameinuð-
ust vorið 1988, en kaupfélagið
féll frá þeim áformum þegar ljóst
varð að skuldir Pöntunarfélagsins
voru meiri en talið var í fyrstu.
Pöntunarfélag Eskfirðinga var
lýst gjaldþrota í janúarlok á þessu
ári. Almennar kröfur í þrotabúið
liggja nálægt 40 milljónum króna
en forgangskröfur og veðkröfur
nema um 20 milljónum.
Komdu til okkar á
DAGANA
UM HELGINA
Ljúfmeti af léttara taginu
verður á boðstólum úr tilraunaeldhúsi Osta- og Smjörsölunnar.
Kynntu þér íslenska gæðamatið
Nú hefur þú tækifæri til að kynna þér niðurstöður íslenska gæðamatsins
á ostunum sem voru teknir til mats nú í vikunni.
Ostameistaramir
veiða á staðnum
og sitja fyrir svörum um allt sem lýtur að ostum og ostagerð
og bjóða þér að bragða á ostunum sínum.
Ostar á kynn ingarveiði
Ostarnir verða seldir á kynningarverði OSTADAGANA, notaðu tækifærið.
OPIÐ HÚS
kl.i-6
laugaidag & sunnudag
að Bitruhálsi 2
Verið velkomin
OSTA- OG SMJÖRSALAPi