Morgunblaðið - 28.10.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.10.1989, Blaðsíða 26
26 M.OKGUNBIAPIÐ l-AUGARDAGUlj 28. pKTOBJiK 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson í dag ætla ég að halda áfram umfjöllun um frumþættina. Nú er komið að loftinu, frumþætti Tvíbura, Vogar og Vatnsbera. Loftið Loftið er táknrænt fyrir heim hugmynda og félags- starfs. Samskipti eru því mikilvæg í lífi þessara merkja og segja má að ef þau leggja ekki rækt við félagsmál, þá tapi þau lífsorku og verði slöpp og áhugalítil. Loftsmerkin eiga erfitt með að vera ein með sjálfum sér og umhverfi þeirra verður að vera hug- myndalega lifandi. Þau þurfa því að umgangast fólk sem er andlega vakandi og hefur frá mörgu að segja. Tvíburinn Það sem helst skilur á milli er að Tvíburinn þarf á mestri hreyfingu og flölbreytni að halda og leggur áherslu á að ná sambandi við nánasta umhverfi í gegnum umræð- ur. Hann talar mest allra merkja, sbr. Tvíburinn J.F. Kennedy sem mælti fram að jafnaði 327 orð á mínútu í einni ræðu sinni, eða 5,45 skiljanleg orð á sekúndu að meðaltali. Vogin Vogin aftur á móti leggur fyrst og fremst áherslu á það að skapa jafnvægi í nánu samstarfi og samböndum. Hún á því til að tala mikið ef viðmælandi hennar þegir en lítið ef sá sem hún er að tala við hefur frá mörgu að segja. Fyrir öllu er að halda jafnvægi. Hægri sinnuð Vog geturþví orðið vinstri sinnuð ef viðmælandi hennar er of langt til hægri! Vatnsberinn Vatnsberinn leggur aftur á móti áherslu á hópsamvinnu og hugmyndasköpun í þágu heildarinnar. Honum líður því best innan um margt fólk sem þekkir hann ekki allt of vel. Um leið og hann fer að þekkja of marga get- ur honum fundist frelsi sínu ógnað. Hann þarf frelsi til að hafa yfirsýn og er því illa við að binda sig niður í ákveðnar klíkur. Raunsœ merki Öll loftsmerkin eiga það sameiginlegt að vera í eðli sínu raunsæ. Þau eru rök- föst og að upplagi skynsöm. Með því er átt við að þau blanda persónulegum til- finningum yfirleitt ekki í við- fangsefni sín og eiga auð- veldar en önnur merki með að vera hlutlaus. Meðal hæfileika þeirra er að geta afgreitt mikið upplýsinga- magn hraðar og með betri árangri en önnur merki. Loftsmerkin eru athugul og hugmyndarík og hafa gam- an af því að leika sér með hugmyndir. Köld skynsemi Þar sem hugsun er æðsti guð loftsmerkjanna eiga þau til að vera köld og ópersónu- leg í viðhorfum. Þau hvetja til skynsamlegrar afstöðu til mála og vilja leysa vandamál með umræðu og rökum. Þegar tilfinningar eru ann- ars vegar eiga þau hins veg- ar til að verða vandræðaleg. Vatnið ólíkt Loftmerkjunum gengur að öllu jöfnu best að lynda við eldinn, Hrút, Ljón og Bog- mann, en eiga minnst sam- eiginlegt með vatnsmerkjun- um, eða Krabba, Sporðdreka og Fiski. GARPUR , -STurTU SE/MNA --'A /GJA/SANU/A fieSS/ SSSL- DOku/S tiÆG/Ji 'A - S UN/NN/ h/O ER BA/SA /)£> S kOMA BÖNDU/U 'A JAKANN' GRETTIR HONO/M þöTTl GOTTA&ð jNIFFA AF 1/ÖFFLUJÁRNI f Vl£> ATTUM MAR&AÍ? ÍANÆGJUJTUfd |R VlÐAÐ HOPPAÖFAM'A HAUÍN04^ ’ ’/\ HONUM BRENDA STARR 1 HVAK HO/A Á BTfZUAi jUiÓÐUe , . \ \//Ð ? / \ HUA/S / H£/AtA HJA LBFTÝS HUAFL ANNAHs STAÐA/S? HVAO KOAt Fye//?\ e/a£>/ST SGAA Kofann Hennara Ab fSi/coe ett- K/NG/ HENNAH HAF/ \JMipog /HSFL e/TT -HANAAB p£SSU X Hk. Y SKO T/L ! pAÐ EHU £KK/ MENCKbM/) ALLA& KONU/Í SEAi /<OMA FEAAA V/P AilG E7NS OG ÉG SÉ PAS- BLAD F& pvi i, í<;V 1 IÁOI/A LJUoNA rcrvuiiMHivu rr,~~ ” .iUJUiil W ^ fr SMÁFÓLK Á hvað eruð þið allir að glápa, strákar? Fyrirgefðu þeim, herra. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir sjá einhvern borða poppkorn með gaffli. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Vömin á flóra slagi, en vand- inn er að taka þá strax. Þegar spilið kom upp rötuðu AV ekki réttu leiðina og spuming er, hvor á sökina? Norður gefur; allir á hættu. Norður ♦ ÁK105 VG2 ♦ D964 *D87 Vestur ♦ 84 ¥876 ♦ 1053 ♦ Á10532 Austur ♦ 32 ¥ Á93 ♦ ÁK87 ♦ K964 Vestur Pass Pass Suður ♦ DG976 ¥ KD1054 ♦ G2 ♦ G Norður Austur 1 tígull Pass 2 spaðar Pass Pass Pass Suður 1 spaði 4 spaðar Útspil: hjartaátta. Austur tekur fyrsta slaginn á hjartaás og leggur niður tígul- kóng. Sagnhafi lætur gosann réttilega og vestur þristinn. AV gefa talningu á hefðbundinn máta: hátt-lágt sýnir jafna tölu, en lágt-hátt ójafna. Vandamál austur er þetta: Þristur vesturs getur verið frá einu af þrennu: 32 tvíspili, 1053 eða 10532. Fyrsti möguleikinn er heldur ólíklegur, svo austur ákveður að leggja niður lauf- kóng, enda vinnst spilið ef suður á ásinn. Vestur kallar með lauf- fimmu og austur spilar laufi áfram. Tíglar blinds hverfa því ofan í hjartað. Með nokkrum rökum má segja að vestur hefði getað látið tígulfimmuna í kónginn ef hann hefði byijað með 10532. Það væri skýrari talning. En engu að síður liggur villan fyrst og fremst hjá vestri. Þegar austur fær að eiga slaginn á laufkóng þarf hann enga hjálp frá makker til að vita hver á laufásinn! Vest- ur á því að gefa talningu í lauf- inu, láta tvistinn til að sýna fimmlit. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Þeir sem tefla bréfskák njóta þess munaðar að geta flett upp í fræðibókum og tímaritum um leið og þeir tefla skákina. I undanrás- um yfirstandandi heimsbikar- keppni í bréfskák höfðu Gunnar Hannesson, Reykjavík, og Sovét- maðurinn I.V. Aleksejev fylgt 46. einvígisskák Kasparovs og Karpovs 1984/85 26 fyrstu leik- ina, en þá fannst Gunnari nóg komið, en hann hafði hvítt og átti leik. 27. Bxh6! (Kasparov lék 27. Bd5, en eftir 27. — Bxd5, 28. exd5 — Rc7, tókst Karpov að bjarga sér í jafntefli) 27. — gxh6, 28. Hxd6 — Db7 (Hvítur vinnur eftir 28. — Bxd6, 29. Rxh6+ - Kh8, 30. Rxf7+ og 31. Rxd6) 29. Rf5 - Bxe4, 30. Dg3 ( Hótar máti í öðrum leik) 30. — Kh8,31. Rgxh6 — Bxh6, 32. Rxh6 — Bg6, 33. Bxe6 — De7, 34. Dxe5+ og svart- ur gafst upp. Sovézkir skákfræð- ingar stungu upp á 27. Bxh6! fljót- lega eftir einvígið, en það breytir því ekki að þetta var mjög lagleg úrvinnsla hjá Gunnari, sem er reyndar ritstjóri Bréfskáktíðinda. Þar fást hvers konar upplýsingar fyrir þá sem hafa áhuga á að tefla bréfskák. (Heimilisfang: Grettis- gata 42, 101 Reykjavík.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.