Morgunblaðið - 28.10.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.10.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ¦ LAUGARDAGUR 28'. IOKTÓBER 1989 19 Þorsteinn Pálsson halla og ýmsar aðrar greinar sjávar- útvegsins berjast nú við mikinn hallarekstur. En á vissan hátt hafa stjórnar- flökkarnir tekið tillit til kröfu Sjálf- stæðisflokksins um gengisbreyt- ingu. En ljóst er að miklu farsælla hefði verið að taka þær ákvarðanir strax haustið 1988. Þá hefðum við komist af með minni gengisbreyt- ingu, bætt stöðu sjávarútvegsins með raunverulegum aðgerðum og værum að vinna okkur út úr erfið- leikunum í stað þess að við erum nú að sigla inn í meiri erfiðleika. Steingrímur viðurkennir í stefnuræðu sinní síðastliðinn mánudag viðurkenndi Steingrímur Hermannsson í raun og veru í hvert óefni stefnir því að þar kom fram, að atvinnuleysi færi nú vaxandi og horfur væru á að það myndi aukast á næsta ári. Hann viðurkenndi að erlendar skuldir væru vaxandi og kaupmáttur almennings héldi áfram að minnka til muna ofan á þá kaupmáttarskerðingu sem orðið hefur á þessu ári. Allir talsmenn stjórnarflokkanna viðurkenna þess- ar staðreyndir nema fjármálaráð- herrann sem dregið hefur upp þá mynd, að nú séu runnir upp nýir tímar, nú búi íslendingar á nýjum efnahagsgrundvelli, allt sé með besta móti í þjóðarbúskapnum og smjör drjúpi af hverju strái. Þegar litið er á fjárlagafrum- varpið kemur í ljós að þar eru marg- ir þverbrestir og augljóst að áætlan- ir þess munu ekki standast fremur en fjárlög þessa árs. Þau voru sam- þykkt eins og menn muna með yfír- lýsingum um að í fyrsta sinn hefðu hin fullkomnu fjárlög verið úr garði gerð. Raunveruleikinn er hins vegar sá að hallinn verður væntanlega nær 5 milljörðum króna eftir 7 milljarða skattahækkun. Sérfræðingar telja nú líklegt að til viðbótar þeim halla sem fjárlaga- frumvarpið fyrir 1990 gerir ráð fyrir megi reikna með allt 4 mill- jörðum króna. Hallinn yrði þá sjö milljarðar króna á næsta ári eða 2% af landsframleiðslu. Vaxandi útgjöld og halli Þegar litið er á þessar tölur má ljóst vera að fjárlagahallinn fer vaxandi á nýjan leik. Á árunum 1986 og 1987 var hann 1,2 og 1,3% af landsframleiðslu en eins og kunn- ugt er var þá verið að lækka skatta. Hann fór síðan í 2,8% 1988 og er áætlaður 1,6% á þessu ári. Augljóst er að hallinn mun vaxa á næsta ári vegna rekstrarþenslunnar í fjár- lagafrumvarpinu. Þetta gerist þrátt fyrir þær gífurlegu skattahækkanir sem urðu í ár og boðaðar hafa ver- ið fyrir næsta ár. Þióðhagsstofnun greinir frá því að útgjöld ríkissjóð hafi á árunum 1980 til 1987 verið nokkúð stöðug eða um 26% af landsframleiðslu. En á árunum 1988 og 1989 hafí útgjöldin farið upp í 29% af lands- framleiðslu. Veruleg breyting hefur orðið að því varðar erlendar lántökur á þessu ári og samkvæmt lánsfjárlögum stefnir ríkisstjórnin að því að auka enn við erlendar lántökur á næsta ári" og það svo mjög að eriend lán verða þá komin í hæsta hlutfall af þjóðarframleiðslu sem sögur fara af eða 53,1%. Þetta eru athygli verðar en um margt óhugnanlegar tölur. Nýtt skuldamet Á árinu 1985 fór hlutfall er- lendra lána af landsframleiðslu upp í 51%. Á árunum 1986 og 1987 tókst á hinn bóginn að hagnýta bætt efnahagsskilyrði til að lækka þetta hutfall niður í 40%. Á þessu ári fór þetta skuldahlutfall aftur upp í 50%. Og eins óg fyrr segir stefnir það í yfir 53% á næsta ári sem er hærra skuldahlutfall en nokkru sinni fyrr hefur þekkst. Á árinu 1985 fóru um 20% af útflutningstekjum landsmanna í að greiða niður erlendar skuldir. Þetta hlutfall var komið niður í 16% árið 1987. En lántökustefna núverandi ríkisstjórnar eins og hún kemur fram í lánsfjárlögum hefur það í för með sér að þetta hlutfall fer yfir 20% á næsta ári. í nýútkomnum hagtölum mánað- arins, sem Seðlabanki íslands gefur út, kemur fram að viðskiptahallinn á árinu 1989 verði í heild-8,7 millj- arðar króna sem svarar til 8% af áætluðum útflutningstekjum og um það bil 3% af landsframleiðslu. Þetta þýðir áð mati Seðlabankans að viðskiptahallinn verði mun meiri á síðari helmingi ársins en þeim fyrri. Við búum sem sagt við þær aðstæður nú að viðskiptahalli fer vaxandi á nýjan leik. Verðbólgan meiri Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokksins fór frá völdum var verð- bólgan miðað við 3 síðustu mánuði 13%. Réttu ári síðar stendur ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar í þeim sporum að verðbólgan mæld á sama mælikvarða er rúmlega 23%. Á árinu 1988 var verðbólga á öllu árinu frá upphafi til loka 20% en á sama mælikvarða á þessu ári 25%. Ef ekki er reiknað með meiri kaupmáttarskerðingu en um það bil 5% á næsta ári má vænta þess að verðbólgan verði svipuð og á þessu ári. Með öðrum orðum: Við búum nú við meiri verðbólgu en áður og fremur vaxandi en hitt. Og þá er þess að geta að atvinnu- leysi er þrefalt meira en það var í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks- ins. í nýju fréttabréfi Samvinnubank- ans kemur fram að raunávöxtun á skuldabréfum í bönkum og spari- sjóðum er-frá 7 til 8%. Þar segir einnig að raunávöxtun skuldabréfa fjármögnunarleigufyrirtækja sé frá 9 og upp í 10% og hjá fjárfestinga- lánasjóðum sé raunávöxtunin frá 6% í Iðnlánasjóði upp í 9% hjá Sam- vinnusjóði íslands hf. Ennfremur kemur fram að sveitarfélög selja « nú skuldabréf með allt að 11% árs- ávöxtun og fasteignatryggð skulda- bréf gefa af sér 10 til 15% og loks kemur þar fram að skuldabréf at- vinnutryggingasjóðs gefa af sér 8—8,25% raunávöxtun. Allt eru þetta fróðlegar tölur um árangurinn af handaflsstýringu á vaxtamark- aðinum. Veruleiki í stað ímyndunar - Niðurstaðan er þessi: • í fyrsta lagi stefnir í vaxandi fjárlagahalla. • I ððru lagi reiknar ríkisstjórnin t með að slá íslandsmet í erlendri skuldasöfnun á næsta ári. • í þriðja lagi hefur viðskiptahalli farið vaxandi á síðari hluta þessa árs. • I fjórða lagi er nú meiri verð- bólga en þegar ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokksins fór frá. • í fímmta lagi er nú þrefallt meira atvinnuleysi en í tíð fyrri ríkisstjórnar. • í sjötta lagi stefnir ríkisstjórnin að 5% kaupmáttarrýrnun ofaná 8% rýrnun á þessu ári. • í sjöunda lagi er raunávöxtun skuldabréfa frá 7 og upp í 15% þrátt fyrir handaflsstýringu. Þetta er hinn nýi efnahagsgrund- «. völlur þeirra sem ekki lifa í draumi Palla sem var einn í heiminum eða krambúð Börs í Öldurdal. Höfundur er formaður SjálfstæðisOokksins. ör hér á landi undanfarin ár, og víða um land hafa verið sett upp kapal- kerfi til dreifingar á sjónvarps- og útvarpsefni. Þau verkefni sem bíða Landssamtaka kapalkerfa eru að stuðla að tilkomu raunhæfrar laga- setningar, auk þess að beita sér fyr- ir fræðslu og kynningu á kapalkerf- um. Þá er fyrirhugað að samtökin komi fram fyrir hönd rekstraraðila kapalkerfa gagnvart hinu opinbera. Meðlimir samtakanna geta þeir orðið sem hafa með höndum rekstur kapal- kerfis, hvort heldur sem um er að ræða fjölbýlishús, samtengingu inn- an hverfis eða heilt bæjarfélag, og áskilið er að um formlegan rekstur sé að ræða. Einnig geta ýmsir hags- munaaðilar og áhugamenn um kapal- kerfL og gervihnattasjónvarp fengið aðild að samtökunum. Biblíuskólinn á Eyjólfsstöð- um kynntur almenningi I september síðastliðnum tók til starfa biblíuskóli að Eyjólfsstöðum á Fljótsdalshéraði. Skólinn er rek- inn af samtökunum Ungu fólki með hlutverk, sem eru starfssam- íök innan íslensku þjóðkirkjunnar. Markmið skólans er að þjálfa fólk, bæði leika og lærða, til virkrar þátttöku í kristilegu starfi. Skól- inn mun bjóða upp á lengri og skemmri námskeið ýmist um al- menn efni kristinnar trúar eða sérhæfðari þætti. Nú stendur yfir 5 mánaða nám- skeið. Fyrstu þremur mánuðunum verður varið til bóklegrar kennslu og síðustu tveimur til verklegrar þjálfunar í safnaðarstarfi. Sunnudaginn 29. október verður kynningardagur á starfsemi skólans og starfi Ungs fólks með hlutverk á Austurlandi. Húsakynni skólans verða opnuð almenningi milli kl. 14 og 18 og starfsemin kynnt í máli, myndum og ýmsum uppákomum. Um kvöldið verður síðan almenn samkoma í skólanum, sem hefst kl. 20.30. I tengslum við opna húsið verður námskeið þann 28. október, um hjónabandið og fjölskyldulífið. Það verður haldið í Egilsstaðakirkju og er öllum opið. Fyrirlesari verður norski fjölskylduráðgjafinn Eivind Fröen. Per Waldheim Harriet Percy Einsöngstónleik- ar í Norræna hús- inu TVEIR sænskir tónlistarmenn' halda tónleika í Norræna húsinu, sunnudaginn 29. október klukkan 17. Tónlistarmennirnir sænsku eru tenórsöngvarinn Per Waldheim og píanóleikarinn Harriet Percy. Á efn- isskránni eru sönglög eftir Grieg, Sibelius, Nordqvist, Rangström, Sjö- gren, Brahms, Schubert, Rossini, Mascagni og fleiri tónskáld. Per Waldheim er fæddur 1948. Hann stundaði söngnám jafnhliða hagfræðinámi. Árið 1972 var hann ráðinn við Borgarleikhúsið í Malmö og frá 1977 hefur hann sungið við Konunglegu óperuna í Stokkhólmi. Per Waldheim hefur haldið tón- leika víða í Svíþjóð, m.a. í kirkjum og í Noregi og í Bandaríkjunum. Samstarf þeirra Harriet Percy hefur varað í tólf ár. Hún stundaði píanó- nám m.a. hjá de Frumerie. Hún hefur Ieikið bæði með hljóm- sveitum, kammersveitum og haldið einleikstónleika. Þau eru að koma úr hljómleikaferðalagi um Banda- ríkin að þessu sinni og halda aðeins þessa einu tónleika hér. Aðgöngumiðar verða seldír við innanginn. 36. Sambands- þingUMFÍhaldið um helgina DAGANA 28.-29. október verður haldið 36. Sambandsþing Ung- mennafélags íslands í Hlégarði, Mosfellsbæ. Það hefstá laugar- dagsmorgni klukkan 9 og stendur til klukkan 18 á sunnudag. Á þinginu verður m.a. kjörin ný stjórn UMFÍ til næstu tveggja ára. Þá verða einnig tilkynnt úrslit í hug- myndasamkeppni sem UMFÍ efndi til um skipulag og notkun Þrastar- skógar í Grímsnesi sem er í eigu ungmennafélaganna. Akvörðun um þessa samkeppni var tekin á síðasta þíngi UMFÍ fyrir 2 árum. Alls bárust 14 tillögur, sér- stök dómnefnd hefur skoðað tillög- urnar og valið úr þrjár þær bestu til sérstakrar viðurkenningar. Úrslit í þessari samkeppni verða tilkynnt á þinginu klukkan 15 á laugardegin- um. Þrjú ný félög óska nú eftir beinni aðild að UMFÍ; Ungmennafélag Ak- ureyrar, Ungmennafélagið Fjölnir í Grafarvogi og Ungmennafélagið Óðinn í Vestmannaeyjum. Með aðíld þeirra að UMFÍ yrðu félög innan samtakanna orðin alls 240 með um 39 þúsund félagsmenn. Innan UMFÍ eru nú 19 héraðssam- bönd með 230 félög innan sinna vé- banda og 7 félög með beina aðild að UMFI. Meðal annarra mála sem tekin verða fyrir á þinginu er 20. landsmót UMFÍ sem haldið verður í Mosfellsbæ á næsta sumri. Norræna ferða- skrifstofan emir til ferðakynning- ar NORRÆNA ferðaskrifstofan efnir til ferðakynningar í salarkynnum Mannþings, Borgartúni 18, siinnu- dagskvöldið 29. október klukkan 21. Helsti tilgangurinn með þessu er að kynna nýjungar í starfsemi ferða- skrifstofunnar og þá staði erlendis sem hún hefur upp á að bjóða um- fram aðrar ferðaskrifstofur. Má þar t.d. nefna borgirnar Búdapest í Ung- verjalandi og Prag í Tékkóslóvakíu. Þessar borgir og fleira verður ræki- lega kynnt í máli, myndum og músík og verður fólki gefínn kostur á að kynna sér nánar rekstur ferðaskrif- stofunnar, sé þess óskað. Hljómsveit André Bachmanns mun leika á milli atriða og kynna nýútkomna hljómplötu söngvarans. Ýmislegt annað verður til skemmtun- ar, boðið verður upp á veitingar og verður aðgangur ókeypis meðan hús- rúm leyfir. Norræna ferðaskrifstofan hefur nú verið starfrækt í eitt ár! tengslum við færeysku ferjuna Norrönu. Hun hefur aðsetur á Laugavegi 3 og fram- kvæmdastjóri hennar er Emil Orn Kristjánsson. (Fréttatilkynning) Sýnir listmuni unna í leir á Kjarvalsstöðum KRISTÍN ísleifsdóttir opnar laug- ardaginn 28. október klukkan 14 sýningu á verkum sínum í vestur- forsal Kjarvalsstaða. Á sýningunni verða u.þ.b. 80 skál- ar, vasar og ílát, sem unnin hafa verið i leir á síðastliðnum tveim árum. Form verkanna eru í flestum tilfell- um tilvísun til hluta, sem ekki hafa verið notaðir í daglegu lífi. Kristín fæddist í Reykjavík 1952. Hún útskrifaðist frá Listiðnar- og hönnunardeild Tókýó Designers Col- lege 1979. Hún hefur haldið einka- sýningar í Reykjavík og Tókýó og tekið þátt í samsýningum á íslandi, Norðurlöndum, ítalíu og Japan. Sýningin er opin alla daga frá klukkan 11-18 og stendur til 12. nóvember. (FréttatUkynning) JC-dagurinn: Skemmtun haldin á Eiðistorgi „BÚUM börnum betri framtíð" er yfirskrifl JC-dagsins sem haldinn verður hátiðlegur laugardaginn 28. október. I tilefni af JC-deginum, munu JC-félögin í Reykjavík og á Seltjarn- arnesi halda skemmtun á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi, í samstarfi við Krísuvíkursamtökin. - Boðið verður upp á fjölbreytta skemmtun en hún hefst kl. 14 með ávarpi forseta bæjarstjórnar Sel- tjarnarness, Guðmars Magnússonar. Þeir sem koma fram verða: Barna- kór Hvassaleitisskóla, Takk dúettinn — söngur, Magnús Kjartansson, Börn í Krossinum kynna plötu sína, stúlkur í Fimleikafélaginu Gerplu sýna fimleika, Fræðsluerindi verða flutt, Sniglarnir verða á staðnum og ávörp munu flytja Óli Þ. Guðbjarts- son, ráðherra, Halldór Leví frá JC ísland og Sigurlin Davíðsdóttir frá Krísuvíkursamtökunum. Bæklingi til kynningar á JC-degin- um og kjörorði hans verður dreift til 4. og 5. bekkjar grunnskólanna f Reykjavík og á Seltjarnarnesi. Dagskránni lýkur kl. 16. Bókasamsfræði- nemar þinga SAMNORRÆN ráðstefna bóka- safnsfræðinema er haldin í Odda, 'húsi Félagsvísindadeildar Háskóla íslands, dagana 27.-30. október. Umsjón með ráðstefnunni hefur Félag bókasafhsfræðinema við Háskóla íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðsteman er haldin hér- lendis. Þátttakendur eru 52 og þar af 44 frá hinum Norðurlöndunum. Umræðuefni ráðstefnunnar er: Siðfræði bóksasafhsfræðinnar og gjaldtaka fyrir bókasafnsþjónustu. Fyrirlestra halda: Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir, dósent í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla íslands. Dr. Mikael M. Karlsson, dósent í heimspeki við Háskóla íslands. Anna Torfadóttir, bókasafnsfræðingur á Borgarbókasafni Reykjavíkur, Rósa Jónsdóttir, bókasafnsfræðingur á Bókasafni Landspítalans. Akurnesingar messa í Dóm- kirkjunni DÓMKIRKJAN fær góða gesti í heimsókn á morgun. Það eru sókn- arprestur, kirkjukór og organisti Akraneskirkju og munu þau ann- ast messugjörðina í Dómkirkjunni á morgun, sunnudag 29. október, klukkan 14. Sr. Björn Jónsson, sóknai-prestur á Akranesi, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Akraneskirkju syngur, en í kórnum eru 45 manns. Söngstjóri og organleikari er Einar Örn Einars- son. Auk þess syngur Guðrún Ellerts- dóttir einsöng í messunni og Gunnar Kristmannsson leikur á klarinett og Þóroddur Bjarnason á trompet. Forráðamenn Dómkirkjunnar vilja hvetja safnaðarfólk til að fjölmenna til kirkju og bjóða Akurnesinga þann- ig hjartanlega velkomna og njóta fagurrar tónlistar og taka þátt í til- beiðslunni. Einnig verður að venju messa klukkan 11 árdegis og hana annast sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. - Frá Dómkirkjunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.