Morgunblaðið - 28.10.1989, Page 19
18
MORGlJNBLAÐIÐ LAÓGARDAGUR 28. OKTÓBER 1989
JMttrgmiÞItiftife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
BaldvinJónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Ljós kviknar
í Framsóknar-
flokknum
Bör eða Palli
einn í heiminum
(Nokkrar staðreyndir um nýjan eftiahagsgrundvöll O.R.G.)
*
Aþeim átján árum sem
Framsóknarflokkurinn hef-
ur setið í ríkisstjórn síðan 1971
hefur hann oftar en einu sinni
farið í gegnum sjálfan sig. Enn
er ástæða til að minna á, að það
var að tillögu Ólafs Jóhannes-
sonar formanns Framsóknar-
flokksins, sem heimild var veitt
til að verðtryggja fjárskuldbind-
ingar og eru lögin um það efni
kennd við hann og kölluð Ólafs-
lög. Nú er það helsta kappsmál
eftirmanns Ólafs, Steingríms
Hermannssonar, að afnema
þessa verðtryggingu og tekur
efnahagsnefnd þingflokks fram-
sóknarmanna undir þá kröfu
með formanni sínum. Hins vegar
gengur álit nefndarinnar þvert
á þá ætlan Steingríms að stjórna
hér á landi með öðrum aðferðum
en vestrænum og nú segist Ólaf-
ur Ragnar Grímsson fjármála-
ráðherra einnig vera á móti því.
Hringsnúning fjármálaráð-
herra verður ekki rætt um hér
'heldur álit þessarar fjögurra
manna nefndar þingmanna
Framsóknarflokksins, þeirra
Stefáns Guðmundssonar, Alex-
anders Stefánssonar, Ólafs Þ.
Þórðarsonar og Guðmundar G.
Þórarinssonar. Álitið sýnist í
stuttu máli ganga þvert á margt
af því, sem framsóknarmenn
hafa hingað til haft í hávegum.
Þar eru ýmsar tillögur, sem
framsóknarmenn hafa gjaman
kennt við örgustu fijálshyggju
fram að þessu.
Hugmyndir um fijáls kaup
almennings og fyrirtækja á
gjaldeyri vekja sérstaka athygli
og einnig að þessum aðilum
verði heimilað án afskipta ríkis-
valdsins að taka lán erlendis
enda séu þau án ríkisábyrgðar.
íslendingum verði heimilt að
kaupa verðbréf og fasteignir
erlendis og eiga þar bankainni-
stæður. Erlendum aðilum verði
heimilað að fara með úr landinu
fjármuni og yfirfæra íslenskar
krónur í erlenda gjaldmiðla,
enda sé sýnt fram á lögmæti
viðskiptanna. Leggur nefndin til
að sett verði skýr lög um eignir
og atvinnurekstur útlendinga
hérlendis. Kveðið verði á um að
erlendir aðilar geti ekki eignast
auðlindir íslands. Einnig er lagt
til að sett verði lög um starfsemi
erlendra fjármagnsþjónustufyr-
irtækja hérlendis.
Þeir sem fylgst hafa með yfir-
lýsingum Páls Péturssonar for-
manns þingflokks framsóknar-
manna og Steingríms Her-
mannssonar flokksformanns um
fjármagnsflutninga á milli landa
hljóta að draga þá ályktun, að
erfitt verði fyrir þá að sam-
þykkja að minnsta kosti þennan
kafla í tillögu efnahagsnefndar
þingflokksins. Raunar bendir
ýmislegt til þess að nefndar-
menn hafi kosið að gera tillögur
sínar opinberar þar sem annars
væri hætta á, að þeir Páll og
Steingrímur myndu einfaldlega
þegja þær í hel innan þing-
flokksins. Tilurð efnahags-
nefndarinnar má rekja til
ágreinings meðal þingmanna
framsóknar um ýmis meginat-
riði í stjórn efnahagsmála.
Talsmenn nútímalegra stjórn-
arhátta í efnahagsmálum hljóta
að álykta sem svo, að með þess-
um tillögum hafi kviknað ljós í
þingflokki framsóknar. Vegna
Framsóknarflokksins höfum við
á síðustu 18 árum dregist aftur
úr í efnahagsstjórn. Jóhannes
Nordal seðlabankastjóri segir
réttilega í Morgunblaðsviðtali í
gær: „Við erum ennþá með
meiri höft í gjaldeyrismálum en
tíðkast í nokkru öðru landi í
Vestur-Evrópu, og hér eru meiri
styrkir til Iandbúnaðar og ríkis-
afskipti af atvinnulífi en gerigur
og gerist annars staðar. Það er
okkur mikil nauðsyn, ef við eig-
um ekki að einangrast efna-
hagslega, hvort sem litið er til
Evrópu eða Norður-Ameríku, að
vera þátttakendur í þróuninni
og draga úr þeim mun sem er
nú fyrir hendi í þessum efnum.
Það er sláandi munur á þeim
sjónarmiðum sem maður verður
var við annars staðar á Vestur-
löndum og á íslandi. Hér er
ennþá mikið deilt um hvort
æskilegt sé að beita þeim hag-
stjómartækjum sem þykja sjálf-
sögð erlendis. Það hefur verið
mín skoðun að við getum ekki
beðið eftir því að leysa verð-
bólguvandann fyrst áður en við
tökum upp opnara hagkerfi,
heldur sé opnun hagkerfisins og
almennari markaðsbúskapur
forsenda þess að við getum ráð-
ið bót á þeim verðbólguvanda-
málum sem við höfum átt við
að glíma.“
Ef hugur fylgir máli hjá efna-
hagsnefnd þingflokks fram-
sóknarmanna og henni tekst að
afla skoðunum sínum fylgis
meirihluta í þingflokknum, yrði
það merkur áfangi á leiðinni frá
úreltum stjómarháttum.
eftir Þorstein Pálsson
Þegar fjármálaráðherra heldur
ræður sínar minnir hann gjarnan á
tvær þekktar sögupersónur. Það er
eins og þar fari ýmist Palli einn í
heiminum, sem átti alla peningana
í bankanum þvf að þar var enginn
annar en hann, eða Bör Börsson,
sem hóf sig upp yfír sveitunga sína
í Oldurdal á sinn sérstaka hátt.
Þessar þtjár nafnkunnu persónur
Ólafur Ragnar Grímsson, Palli einn
í heiminum og Bör Börsson eiga
það sameiginlegt að þeirra heimur
er býsna óskyldur veruleika ann-
arra. Eini munurinn er ef vill sá,
að Palli litli vaknaði af draumi
sírium og Bör karlinn klæddi sig í
dulargerfi til þess að heyra hvað
sveitungamir höfðu um hann að
segja en íslenski fjármálaráðherr-
ann sýnist ekki hafa neinn áhuga
á að kynnast sinni eigin veröld.
Um þessar mundir liggja fyrir
ýmis þau gögn sem upplýsa eins
og sagt er um stöðu og horfur í
efnahagsmálum. Þjóðhagsáætlun
er komin út, fjárlagafrumvarp hefur
Námskeið
fyrir sjálf-
stæðis-
konur
Landssamband sjálfstæðis-
kvenna og Hvöt gangast fyrir
þriggja kvölda námskeiði fyrir
konur 31. október til 2. nóvember
nk.
Á námskeiðinu verður kennd
ræðumennska og fundarsköp,
greinaskrif og fjallað verður um
málefni Reykjavíkur. Þetta námskeið
er ætlað konum sem hafa áhuga á
að auka þekkingu sína á þessum
sviðum og fá þjálfun í að tjá sig í
ræðu og riti. Þetta námskeið er hugs-
að sem byijun í námskeiðaröð sem
ætlunin er að bjóða konum um allt
land. Ætlunin er að laga þann þátt,
er fjallar um málefni sveitarfélaga,
að hvetjum stað og fá konur á heima-
slóðum til að leiðbeina á þeim. Konur
sem ætla að taka þátt í næstu borg-
arstjómarkosningum eru sérstaklega
hvattar til að vera með.
Komin er út handbók Sjálfstæðis-
flokksins og Saga Sjálfstæðisflokks-
ins. Þátttakendum verður boðið að
kaupa þessi rit á vægu verði.
(Fréttatilkynning)
Grafíksýning
Tryggva Árna-
sonar opnuð í List
Gallerí
Tryggvi Árnason, myndiistarmað-
ur, opnar grafíksýningu laugar-
daginn 28. október í sýningarsal
sínum List galleríi í Einarsnesi 34.
Á sýningunni verða 25 nýjar
grafíkmyndir, bæði silkiþrykk og
Collograph-myndir, en þær eru gerð-
ar með nýrri tækni.
Tryggvi hefur haldið nokkrar sýn-
ingar á verkum sínum undanfarin
ár, meðal annars á Kjarvalsstöðum
1983 og 1985, í Laxdalshúsi á Akur-
e}TÍ, Kaupmannahöfn og Holstebro
1986, List galleríi 1987 auk þátttöku
í samsýningum.
Hann lauk námi frá Myndlista-
og handíðaskóla íslands árið 1983.
Sýningin er opin frá kl. 14-20
daglega til 12. nóvember og er öllum
heimill aðgangur.
„Á árinu 1985 fór hlut-
fall erlendra lána af
landsframleiðslu upp í
51%. Á árunum 1986 og
1987 tókst á hinn bóg-
inn að hagnýta bætt
efhahagsskilyrði til að
lækka þetta hutfall nið-
ur í 40%. Á þessu ári
fór þetta skuldahlutfall
affcur upp í 50%. Og eins
og fyrr segir stefiiir það
í yfir 53% á næsta ári
sem er hærra skulda-
hlutfall en nokkru sinni
fyrr hefiir þekkst.“
verið lagt fram og lánsfjárlög ríkis-
stjórnarinnar hafa ennfremur verið
birt. í þessum plöggum sjá menn
ýmislegt um árangur og afleiðingar
Stóra-Núpskirkja
80ára
Geldingaholti.
SUNNUDAGINN 29. október
næstkomandi verður minnst 80
ára vígsluafmælis Stóra-Núps-
kirkju.
Eins og margir sem til þekkja
minnast, fauk kirkjan á Stóra-Núpi
á undan þessari í fárviðri sem gerði
á milli jóla og nýárs árið 1908. Fljótt
var hafist handa um byggingu nýrr-
ar kirkju og var Rögnvaldur Ólafs-
son, húsameistari, fenginn til að
teikna kirkjuna. Tók hann mið af
fomri kirkju sem staðið hafði á
Stóra-Núpi og var rifin árið 1876.
Var hún byggð í svonefndum út-
brotastfl. Mjög var vandað til allrar
gerðar nýju kirkjunnar og sá Gestur
Einarsson á Hæli um framkvæmdir.
Yfirsmiður var Bjami Jónsson frá
Galtarfelli. Stefán Eiríksson prýddi
hana með útskurði og Ásgrímur
Jónsson, listmálari, réði litum í kirkj-
unni og málaði altaristöflu sem er
fagurt listaverk. Húsið var fullgert
um haustið 1909 og kirkjan vígð 31.
október það haust.
Afmælishátíðin á sunnudaginn
hefst með messu kl. 14. Sr. Guð-
mundur Óli Ólafsson, prestur í Skál-
holti, prédikar og kirkjukór Stóra-
Núpskirkju syngur undir stjóm
Steindórs Zophaníassonar, organ-
ista. Einnig syngur Loftur Erlingsson
frá Sandlæk einsöng.
Að athöfn lokinni býður sóknar-
nefndin kirkjugestum _ til kaffi-
drykkju í félagsheimili Ámesi.
Allir velunnarar kirkjunnar að
fomu og nýju eru að sjálfsögðu vel-
komnir. - Jón.
stjórnarstefnu og breyttra ytri skil-
yrðá' í þjóðarbúskapnum og hvert
stefnir á næsta ári og næstu ámm.
Raungengi breytt of seint
Stjómarslitin haustið 1988 urðu
fyrst og fremst vegna þess að sjálf-
stæðismenn vildu þá breyta gengi
krónunnar til þess að rétta við
rekstur útflutningsframleiðslunnar.
Það máttu Framsóknarmenn og
Alþýðuflokksmenn ekki heyra
nefnt. Þá var gengisbreytingum
með öllu hafnað. I allan fyrra vetur
sættu sjálfstæðismenn stöðugum
árásum frá þessum tveimur fyrri
samstarfsflokkum og forystu Al-
þýðubandalagsins fyrir það að vilja
breyta raungengi krónunnar í þágu
útflutningsatvinnuveganna. En það
kom að því að ríkisstjórnin varð að
láta undan og hún hefur nú breytt
genginu talsvert, einkum á síðari
hluta þessa árs.
Fyrir þá sök hefur staða frysting-
arinnar batnað nokkuð. Á það er
þó að líta, að enn er verið að greiða
3% uppbætur þannig að eiginlegur
rekstur frystingarinnar er enn með
Opinber fyrirlest-
ur í félagsvísinda-
deild
DR. URI Davis flytur opinberan
fyrirlestur í boði félagsvísinda-
deildar mánudaginn 30. október
og hefst hann klukkan 17.15 í stofu
101 í Odda.
Dr. Davis hefur kennt við ýmsa
háskóla, síðast háskólann í Exeter
og hefur enn tengsl við þann skóla
(Honors research Fellow). Nú er
hann forstöðumaður ráðgjafarstofn-
unnar „The Jerusalem and Peace
Service". Dr. Davis hefur skrifað
fjölda greina og bóka. Fyrirlesturinn
nefnist: „The Israeli Palestinian
Conflict: Possibilites for a Peacful
Solution based on Principles of West-
ern Democracy." Hann verður fluttur
á ensku og er öllum heimill aðgangur.
Stoftifiindur
Landssamtaka
kapalkerfa
LANDSSAMTÖK kapalkerfa
verða stofnuð á fundi sem haldinn
verður á Holiday Inn í dag, laugar-
dag, kl. 14. I fréttatilkynningu
frá undirbúningsnefnd segir að
tilgangurinn með stofnun samtak-
anna sé að berjast fyrir hinum
ýmsu hagsmunamálum tengdum
kapalkerfum og gervihnattamót-
töku, en lög og reglugerðir hér á
landi hafi ekki fylgt eftir hraðri
þróun í fjölmiðlun, og því ríki
ófremdarástand í þeim málum sem
ekki verði við unað lengur.
Þróun kapalkerfa hefur verið mjög
Morgunblaðið/Ólafur Jónsson
Stóra-Núpskirkja sem reist var árið 1909 og íbúðarhús séra Valdimars
Briem, sem reist var árið 1897.
Geldingaholt:
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28UOKTÓBER 1989
Þorsteinn Pálsson
halla og ýmsar aðrar greinar sjávar-
útvegsins beijast nú við mikinn
hallarekstur.
En á vissan hátt hafa stjómar-
flökkarnir tekið tillit til kröfu Sjálf-
stæðisflokksins um gengisbreyt-
ingu. En ljóst er að miklu farsælla
hefði verið að taka þær ákvarðanir
strax haustið 1988. Þá hefðum við
komist af með minni gengisbreyt-
ingu, bætt stöðu sjávarútvegsins
með raunvemlegum aðgerðum og
væmm að vinna okkur út úr erfið-
leikunum í stað þess að við emm
nú að sigla inn í meiri erfiðleika.
Steingrímur viðurkennir
í stefnuræðu sinni síðastliðinn
mánudag viðurkenndi Steingrímur
ör hér á landi undanfarin ár, og víða
um land hafa verið sett upp kapal-
kerfi til dreifingar á sjónvarps- og
útvarpsefni. Þau verkefni sem bíða
Landssamtaka kapalkerfa em að
stuðla að tilkomu raunhæfrar laga-
setningar, auk þess að beita sér fyr-
ir fræðslu og kynningu á kapalkerf-
um. Þá er fyrirhugað að samtökin
komi fram fyrir hönd rekstraraðila
kapalkerfa gagnvart hinu opinbera.
Meðlimir samtakanna geta þeir orðið
sem hafa með höndum rekstur kapal-
kerfís, hvort heldur sem um er að
ræða fjölbýlishús, samtengingu inn-
an hverfis eða heilt bæjarfélag, og
áskilið er að um formlegan rekstur
sé að ræða. Einnig geta ýmsir hags-
munaaðilar og áhugamenn um kapal-
kerfl og gervihnattasjónvarp fengið
aðild að samtökunum.
Biblíuskólinn á
Eyjólfsstöð-
um kynntur
almenningi
I september síðastliðnum tók til
starfa biblíuskóli að Eyjólfsstöðum
á Fljótsdalshéraði. Skólinn er rek-
inn af samtökunum Ungu fólki
með hlutverk, sem eru starfssam-
tök innan íslensku þjóðkirkjunnar.
Markmið skólans er að þjálfa fólk,
bæði leika og lærða, til virkrar
þátttöku i kristilegu starfi. Skól-
inn mun bjóða upp á lengri og
skemmri námskeið ýmist um al-
menn efni kristinnar trúar eða
sérhæfðari þætti.
Nú stendur yfir 5 mánaða nám-
skeið. Fyrstu þremur mánuðunum
verður varið til bóklegrar kennslu
og síðustu tveimur til verklegrar
þjálfunar í safnaðarstarfi.
Sunnudaginn 29. október verður
kynningardagur á starfsemi skólans
og starfi Ungs fólks með hlutverk á
Austurlandi. Húsakynni skólans
verða opnuð almenningi milli kl. 14
og 18 og starfsemin kynnt í máli,
myndum og ýmsum uppákomum.
Um kvöldið verður síðan almenn
samkoma í skólanum, sem hefst kl.
20.30.
í tengslum við opna húsið verður
námskeið þann 28. október, um
hjónabandið og fjölskyldulífið. Það
verður haldið í Egilsstaðakirkju og
er öllum opið. Fyrirlesari verður
norski fjölskylduráðgjafinn Eivind
Fröen.
Hermannsson í raun og vem í hvert
óefni stefnir því að þar kom fram,
að atvinnuleysi færi nú vaxandi og
horfur væru á að það myndi aukast
á næsta ári. Hann viðurkenndi að
erlendar skuldir væru vaxandi og
kaupmáttur almennings héldi
áfram að minnka til muna ofan á
þá kaupmáttarskerðingu sem orðið
hefur á þessu ári. Allir talsmenn
stjórnarflokkanna viðurkenna þess-
ar staðreyndir nema íjármálaráð-
herrann sem dregið hefur upp þá
mynd, að nú séu runnir upp nýir
tímar, nú búi íslendingar á nýjum
efnahagsgrundvelli, allt sé með
besta móti í þjóðarbúskapnum og
smjör dijúpi af hveiju strái.
Þegar litið er á fjárlagafrum-
varpið kemur í ljós að þar eru marg-
ir þverbrestir og augljóst að áætlan-
ir þess munu ekki standast fremur
en íjárlög þessa árs. Þau voru sam-
þykkt eins og menn muna með yfir-
lýsingum um að í fyrsta sinn hefðu
hin fullkomnu fjárlög verið úr garði
gerð. Raunveruleikinn er hins vegar
sá að hallinn verður væntanlega
nær 5 milljörðum króna eftir 7
milljarða skattahækkun.
Sérfræðingar telja nú líklegt að
til viðbótar þeim halla sem ijárlaga-
frumvarpið fyrir 1990 gerir ráð
fyrir megi reikna með allt 4 mill-
jörðum króna. Hallinn yrði þá sjö
milljarðar króna á næsta ári eða
2% af landsframleiðslu.
Vaxandi útgjöld og halli
Þegar litið er á þessar tölur má
ljóst vera að fjárlagahallinn fer
vaxandi á nýjan leik. Á árunum
1986 og 1987 var hann 1,2 og 1,3%
af landsframleiðslu en eins og kunn-
ugt er var þá verið að lækka skatta.
Per Waldheim Harriet Percy
Einsöngstónleik-
ar í Norræna hús-
inu
TVEIR sænskir tónlistarmenn '
halda tónleika í Norræna húsinu,
sunnudaginn 29. október klukkan
17.
Tónlistarmennimir sænsku eru
tenórsöngvarinn Per Waldheim og
píanóleikarinn Harriet Percy. Á efn-
isskránni eru sönglög eftir Grieg,
Sibelius, Nordqvist, Rangström, Sjö-
gren, Brahms, Schubert, Rossini,
Mascagni og fleiri tónskáld.
Per Waldheim er fæddur 1948.
Hann stundaði _ söngnám jafnhliða
hagfræðinámi. Árið 1972 var hann
ráðinn við Borgarleikhúsið í Malmö
og frá 1977 hefur hann sungið við
Konunglegu óperuna í Stokkhólmi.
Per Waldheim hefur haldið tón-
leika víða í Svíþjóð, m.a. í kirkjum
og í Noregi og í Bandaríkjunum.
Samstarf þeirra Harriet Percy hefur
varað í tólf ár. Hún stundaði píanó-
nám m.a. hjá de Frumerie.
Hún hefur leikið bæði með hljóm-
sveitum, kammersveitum og haldið
einleikstónleika. Þau eru að koma
úr hljómleikaferðalagi um Banda-
ríkin að þessu sinni og halda aðeins
þessa einu tónleika hér.
Aðgöngumiðar verða seldir við
innanginn.
36. Sambands-
þing UMFÍ haldið
um helgina
DAGANA 28.-29. október verður
haldið 36. Sambandsþing Ung-
mennafélags íslands i Hlégarði,
Mosfellsbæ. Það hefstá laugar-
dagsmorgni klukkan 9 og stendur
til klukkan 18 á sunnudag.
Á þinginu verður m.a. kjörin ný
stjóm UMFÍ til næstu tveggja ára.
Ilann fór síðan í 2,8% 1988 og er
áætlaður 1,6% á þessu ári. Augljóst
er að hallinn mun vaxa á næsta
ári vegna rekstrarþenslunnar í fjár-
lagafrumvarpinu. Þetta gerist þrátt
fyrir þær gífurlegu skattahækkanir
sem urðu í ár og boðaðar hafa ver-
ið fyrir næsta ár.
Þióðhagsstofnun greinir frá því
að útgjöld ríkissjóð hafi á árunum
1980 til 1987 verið nokkúð stöðug
eða um 26% af landsframleiðslu.
En á árunum 1988 og 1989 hafi
útgjöldin farið upp í 29% af lands-
framleiðslu.
Veruleg breyting hefur orðið að
því varðar erlendar lántökur á þessu
ári og samkvæmt lánsfjárlögum
stefnir ríkisstjórnin að því að auka
enn við erlendar lántökur á næsta
ári' og það svo mjög að erlend lán
verða þá komin í hæsta hlutfall af
þjóðarframleiðslu sem sögur fara
af eða 53,1%. Þetta eru athygli
verðar en um margt óhugnanlegar
tölur.
Nýtt skuldamet
Á árinu 1985 fór hlutfall er-
lendra lána af landsframleiðslu upp
í 51%. Á árunum 1986 og 1987
tókst á hinn bóginn að hagnýta
bætt efnahagsskilyrði til að lækka
þetta hutfall niður í 40%. Á þessu
ári fór þetta skuldahlutfall aftur
upp í 50%. Og eins og fyrr segir
stefnir það í yfir 53% á næsta ári
sem er hærra skuldahlutfall en
nokkru sinni fyrr hefur þekkst.
Á árinu 1985 fóm um 20% af
útflutningstekjum landsmanna í að
greiða niður erlendar skuldir. Þetta
hlutfall var komið niður í 16% árið
1987. En lántökustefna núverandi
ríkisstjórnar eins og hún kemur
Þá verða einnig tilkynnt úrslit í hug-
myndasamkeppni sem UMFÍ efndi
til um skipulag og notkun Þrastar-
skógar i Grímsnesi sem er í eigu
ungmennafélaganna.
Ákvörðun um þessa samkeppni
var tekin á síðasta þíngi UMFÍ fyrir
2 árum. Alls bárust 14 tillögur, sér-
stök dómnefnd hefur skoðað tillög-
urnar og valið úr þijár þær bestu til
sérstakrar viðurkenningar. Úrslit í
þessari samkeppni verða tilkynnt á
þinginu klukkan 15 á laugardegin-
um.
Þijú ný félög óska nú eftir beinni
aðild að UMFÍ; Ungmennafélag Ak-
ureyrar, Ungmennafélagið Fjölnir í
Grafarvogi og Ungmennafélagið
Óðinn í Vestmannaeyjum.
Með aðild þeirra að UMFÍ yrðu
félög innan samtakanna orðin alls
240 með um 39 þúsund félagsmenn.
Innan UMFÍ eru nú 19 héraðssam-
bönd með 230 félög innan sinna vé-
banda og 7 félög með beina aðild
að UMFI.
Meðal annarra mála sem tekin
verða fyrir á þinginu er 20. landsmót
UMFÍ sem haldið verður í Mosfellsbæ
á næsta sumri.
Norræna ferða-
skrifstofan efnir
til ferðakynning-
ar
NORRÆNA ferðaskrifstofan efnlr
til ferðakynningar í salarkynnum
Mannþings, Borgartúni 18, sunnu-
dagskvöldið 29. október klukkan
21.
Helsti tilgangurinn með þessu er
að kynna nýjungar í starfsemi ferða-
skrifstofunnar og þá staði erlendis
sem hún hefur upp á að bjóða um-
fram aðrar ferðaskrifstofur. Má þar
t.d. nefna borgirnar Búdapest í Ung-
veijalandi og Prag í Tékkóslóvakíu.
Þessar borgir og fleira verður ræki-
lega kynnt í máli, myndum og músík
og vérður fólki gefinn kostur á að
kynna sér nánar rekstur ferðaskrif-
stofunnar, sé þess óskað.
Hljómsveit André Bachmanns
mun leika á milli atriða og kynna
nýútkomna hljómplötu söngvarans.
Ýmislegt annað verður til skemmtun-
ar, boðið verður upp á veitingar og
verður aðgangur ókeypis meðan hús-
rúm leyfir.
Norræna ferðaskrifstofan hefur
nú verið starfrækt í eitt ár í tengslum
við færeysku feijuna Norrönu. Hun
hefur aðsetur á Laugavegi 3 og fram-
fram í lánsfjárlögum hefur það í för
með sér að þetta hlutfall fer yfir
20% á næsta ári.
1 nýútkomnum hagtölum mánað-
arins, sem Seðlabanki íslands gefur
út, kemur fram að viðskiptahallinn
á árinu 1989 verði í heild-8,7 millj-
arðar króna sem svarar til 8% af
áætluðum útflutningstekjum og um
það bil 3% af landsframleiðslu.
Þetta þýðir að mati Seðlabankans
að viðskiptahallinn verði mun meiri
á síðari helmingi ársins en þeim
fýrri. Við búum sem sagt við þær
aðstæður nú að viðskiptahalli fer
vaxandi á nýjan leik.
Verðbólgan meiri
Þegar ríkisstjóm Sjálfstæðis-
flokksins fór frá völdum var verð-
bólgan miðað við 3 síðustu mánuði
13%. Réttu ári síðar Stendur ríkis-
stjórn Steingríms Hermannssonar í
þeim spomm að verðbólgan mæld
á sama mælikvarða er rúmlega
23%. Á árinu 1988 var verðbólga
á öllu árinu frá upphafi til loka 20%
en á sama mælikvarða á þessu ári
25%.
Ef ekki er reiknað með meiri
kaupmáttarskerðingu en um það
bil 5% á næsta ári má vænta þess
að verðbólgan verði svipuð og á
þessu ári. Með öðmm orðum: Við
búum nú við meiri verðbólgu en
áður og fremur vaxandi en hitt.
Og þá er þess að geta að atvinnu-
leysi er þrefalt meira en það var í
tíð ríkisstjómar Sjálfstæðisflokks-
ins.
í nýju fréttabréfi Samvinnubank-
ans kemur fram að raunávöxtun á
skuldabréfum í bönkum og spari-
sjóðum er 'frá 7 til 8%. Þar segir
einnig að raunávöxtun skuldabréfa
kvæmdastjóri hennar er Emil Om
Kristjánsson.
(Fréttatilkynning)
Sýnir listmuni
unna í leir á
Kjarvalsstöðum
KRISTÍN ísleifedóttir opnar laug-
ardaginn 28. október klukkan 14
sýningu á verkum sínum í vestur-
forsal Kjarvalsstaða.
Á sýningunni verða u.þ.b. 80 skál-
ar, vasar og ílát, sem unnin hafa
verið í leir á síðastliðnum tveim ámm.
Form verkanna em í flestum tilfell-
um tilvísun til hluta, sem ekki hafa
verið notaðir í daglegu lífi.
Kristín fæddist í Reykjavík 1952.
Hún útskrifaðist frá Listiðnar- og
hönnunardeild Tókýó Designers Col-
lege 1979. Hún hefur haldið einka-
sýningar í Reykjavík og Tókýó og
tekið þátt í samsýningum á íslandi,
Norðurlöndum, Ítalíu og Japan.
Sýningin er opin alla daga frá
klukkan 11-18 og stendur til 12.
nóvember.
(Fréttatilkynning)
JC-dagurinn:
Skemmtun haldin
á Eiðistorgi
„BÚUM börnum betri framtíð" er
yfirskrift JC-dagsins sem haldinn
verður hátfðlegur laugardaginn
28. október.
I tilefni af JC-deginum, munu
JC-félögin í Reykjavík og á Seltjam-
arnesi halda skemmtun á Eiðistorgi,
Seltjamamesi, I samstarfi við
Krísuvíkursamtökin.
Boðið verður upp á fjölbreytta
skemmtun en hún hefst kl. 14 með
ávarpi forseta bæjarstjórnar Sel-
tjamamess, Guðmars Magnússonar.
Þeir sem koma fram verða: Barna-
kór Hvassaleitisskóla, Takk dúettinn
— söngur, Magnús Kjartansson,
Börn í Krossinum kynna plötu sína,
stúlkur í Fimleikafélaginu Gerplu
sýna fimleika, Fræðsluerindi verða
flutt, Sniglamir verða á staðnum og
ávörp munu flytja Óli Þ. Guðbjarts-
son, ráðherra, Halldór Leví frá JC
ísland og Sigurlín Davíðsdóttir frá
Krísuvíkursamtökunum.
19
fjármögnunarleigufyrirtækja sé frá
9 og upp í 10% og hjá fjárfestinga-
lánasjóðum sé raunávöxtunin frá
6% í Iðnlánasjóði upp í 9% hjá Sam-
vinnusjóði íslands hf. Ennfremur
kemur fram að sveitarfélög selja *
nú skuldabréf með allt að 11% árs-
ávöxtun og fasteignatryggð skulda-
bréf gefa af sér 10 til 15% og loks
kemur þar fram að skuldabréf at-
vinnutryggingasjóðs gefa af sér
8—8,25% raunávöxtun. Allt em
þetta fróðlegar tölur um árangurinn
af handaflsstýringu á vaxtamark-
aðinum.
Veruleiki í stað ímyndunar
Niðurstaðan er þessi:
• í fyrsta lagi stefnir í vaxandi
íjárlagahalla.
• I öðm lagi reiknar ríkisstjómin t
með að slá íslandsmet í erlendri
skuldasöfnun á næsta ári.
• í þriðja lagi hefur viðskiptahalli
farið vaxandi á síðari hluta
þessa árs.
• I fjórða lagi er nú meiri verð-
bólga en þegar ríkisstjóm Sjálf-
stæðisflokksins fór frá.
• í fimmta lagi er nú þrefallt
meira atvinnuleysi en í tíð fyrri
ríkisstjórnar.
• í sjötta lagi stefnir ríkisstjómin
að 5% kaupmáttarrýmun ofaná
8% rýrnun á þessu ári.
• í sjöunda lagi er raunávöxtun
skuldabréfa frá 7 og upp í 15%
þrátt fyrir handaflsstýringu.
Þetta er hinn nýi efnahagsgrund-
völlur þeirra sem ekki lifa í draumi
Palla sem var einn í heiminum eða
krambúð Börs í Öldurdal.
Höfundur erformaður
Sjálfstædisflokksins.
Bæklingi til kynningar á JC-degin-
um og kjörorði hans verður dreift til
4. og 5. bekkjar gmnnskólanna í
Reykjavík og á Seltjarnamesi.
Dagskránni lýkur kl. 16.
Bókasaftisfræði-
nemar þinga
SAMNORRÆN ráðstefna bóka-
safiisfræðinema er haldin í Odda,
húsi Félagsvísindadeildar Háskóla
íslands, dagana 27.-30. október.
Umsjón með ráðstefnunni hefur
Félag bókasaftisfræðinema við
Háskóla íslands. Þetta er í fyrsta
sinn sem ráðstefhan er haldin hér-
lendis. Þátttakendur eru 52 og þar
af 44 frá hinum Norðurlöndunum.
Umræðuefni ráðstefnunnar er:
Siðfræði bóksasafnsfræðinnar og
gjaldtaka fyrir bókasafnsþjónustu.
Fjrirlestra halda: Dr. Sigrún Klara
Hannesdóttir, dósent í bókasafns- og
upplýsingafræði við Háskóla íslands.
Dr. Mikael M. Karlsson, dósent í
heimspeki við Háskóla íslands. Anna
Torfadóttir, bókasafnsfræðingur á
Borgarbókasafni Reykjavíkur, Rósa
Jónsdóttir, bókasafnsfræðingur á
Bókasafni Landspítalans.
Akurnesingar
messa í Dóm-
kirkjunni
DÓMKIRKJAN fær góða gesti í
heimsókn á morgun. Það eru sókn-
arprestur, kirkjukór og organisti
Akraneskirkju og munu þau ann-
ast messugjörðina í Dómkirkjunni
á morgun, sunnudag 29. október,
klukkan 14.
Sr. Bjöm Jónsson, sóknarprestur
á Akranesi, prédikar og þjónar fyrir
altari. Kór Akraneskirkju syngur, en
í kómum em 45 manns. Söngstjóri
og organleikari er Einar Örn Einars-
son. Auk þess syngur Guðrún Ellerts-
dóttir einsöng í messunni og Gunnar
Kristmannsson leikur á klarinett og
Þóroddur Bjamason á trompet.
Forráðamenn Dómkirkjunnar vilja
hvetja safnaðarfólk til að fjölmenna
til kirkju og bjóða Akurnesinga þann-
ig hjartanlega velkomna og njóta
fagurrar tónlistar og taka þátt í til-
beiðslunni.
Einnig verður að venju messa
klukkan 11 árdegis og hana annast
sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson.
- Frá Dómkirlyunni