Morgunblaðið - 28.10.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.10.1989, Blaðsíða 34
u MORGPNBLAÐIÐ iÞROTTJR L/íföARPAGUIuk, .(OKTOBBR A9|89t KNATTSPYRNA Sjálfsalastríð í Keflavík SigmundurÓ. Steinarsson skrifar ÞAÐ er óhætt að segja að gos- ið hafi í Keflavík vegna gossjálf- sala, en barátta um sjálfsala varð til þess að stjórn knatt- spyrnuráðs Keflavíkurákvað að segja af sér. Hótanir um afsögn eru ekkert nýtt hjá ráð- inu því að fjórum sinnum hefur ráðið, undir stjórn formanns- ins, hótað uppsögn á árinu. Aýmsu hefur gengið hjá knatt- spyrnuráði Keflavíkur á því eina ári sem núverandi ráðsmenn hafa starfað. Fyrir rúmu ári var Ap knattspymuráð INNLENDUM Keflavíkur í fréttum, VETTVANGI en þá var það vegna «, rúmlega tíu milljóna kr. taps á rekstri ráðsins. Eftir mikil fundahöld var ákveð- ið að íþróttabanda- lag Keflavíkur tæki það að sér að grynnka á skuldun- um. IBK ákvað að taka yfir skuldir knattspyrnuráðs og var skipuð skiptanefnd til að ná skuldunum nið- ur. Knattspyrnuráðið sem hefur nú tilkynnt að það láti af störfum 15. nóvember, eða tíu dögum fyrir árs- þing bandalagsins. Knattspyrnuráð hóf starfsárið á núlli, en það hefur ekki gerst undanfarin ár. Eftir þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér hjá fjölmörgum mönn- um í Keflavík, þá er „gossjálfsal- astríðið" ekki eina stríðið sem knatt- spyrnuráð Keflavíkur hefur háð á árinu. Ráðið hefur verið í stríði við ■ skilanefnd ÍBK, íþróttafélögin tvö í Keflavík — Ungmennafélag Keflavíkur og Knattspyrnufélag Keflavíkur, við Stuðningsmanna- klúbb ÍBK, við íþróttabandalag Keflavíkur, við Handknattleiksráð Kefiavíkur og við forstöðumann íþróttahúsanna í Keflavík. „Maður- inn vill greinilega alltaf vera í stríði," sagði einn viðmælandi um formann knattspyrnuráðs Keflavíkur. Menn eru sammála um að að þrátt fyrir hinar mörgu deilur hafi knatt- spyrnuráðsmenn unnið mörg góð störf. Flugeldasala og útgáfa síma- skrár fyrir Suðurnesin gáfu ráðinu góðar tekjur og þá náðist að inn- heimta 700 þús. krónur í félagsgjöld- kum á árinu. „Það er í góðu lagi að vera ákveð- inn, en aftur á móti er það óþolandi þegar menn eru ósanngjarnir og keyra á fullu eftir einu ákveðnu striki án þess að horfa til hliðar og virða rétt annarra," sagði einn gam- alkunnur landsliðsmaður í knatt- spymu, sem ég ræddi við. Hótanir um afsögn „Það var eins og knattspyrnuráðs- menn hafi fljótlega fundið að sterk- asta vopnið til að fá sitt fram væri að hóta afsögn," sagði einn viðmæl- andi minn. Fljótlega á árinu urðu deilur um auglýsingaspjöld á knattspyrnuvell- inum í Keflavík. Ákveðið var að skiptanefndin, sem sá um að gera upp skuldir knattspyrnuráðs, fengi allan ágóða af auglýsingaspjöldum. Þetta voru knattspyrnuráðsmenn ekki ánægðir með. Þeir vildu fá tekj- urnar sem auglýsingaspjöldin gáfu. Þá var hótað afsögn ef ekki væri gengið að kröfum þeirra. Samkomu- lag varð um að skiptanefndin fengi ágóða af þeim skiltum sem áður hafa verið á vellinum, en knattspyrn- uráð fengi ágóða af nýjum skiltum. Næst urðu deihir um sælgætissölu í félagsheimili ÍBK, íþróttavallar- húsinu við knattspyrnuvöllinn í Keflavík. Knattspyrnuráð vildi fá setustofu undir sælgætissöluna, en margir stjórnarmenn ÍBK voru á móti því. Knattspyrnuráðsmenn sögðu þá að með því væri verið að koma í veg fyrir tekjumöguleika og hótuðu afsögn ef þeir fengju ekki sínu framgengt. Eftir töluverðar umræður var ákveðið að knattspyrn- uráðið fengi setustofuna undir sæl- gætissölu, Knattspyrnuráðið lenti í deilum við Stuðningsmannaklúbb ÍBK vegna skila á ársgjöldum, en félagsskírteini giltu sem aðgöngumiði á leiki ÍBK- liðsins. Gekk þetta svo Iangt að knattspyrnuráðsmenn neituðu þeim sem voru með skírteini um aðgang að einum leik ÍBK-liðsins í sumar. Það bitnaði á þeim sem höfðu greitt ársgjöld sín og einnig boðsgestum ÍBK. Sameining félaga Það var síðan allt á suðupunkti í Keflavík þegar knattspyrnuráðs- menn boðuðu til fundar vegna hug- mynda um sameiningu íþróttafélag- anna í Keflavík, UMFK og KFK. Lögðu þeir fram tillögur sínar sem þeir höfðu unnið með stofnun Knatt- spyrnufélags ÍA til hliðsjónar. Það gleymdist algjörlega hjá ráðsmönn- um að þeir ætluðu að sameina tvö rótgróin félög sem áttu eignir. íþróttabandalag Keflavíkur vildi fá að skoða þessar tillögur nánar. Knattspyrnuráðsmenn áttu erfitt með að sætta sig við það og hótuðu afsögn ef tillögur þeirra væru ekki samþykktar. Þegar hér var komið sögpx gripu ýmsir rótgrónir félags- menn í UMFK og KFK í taumanna og lömdu í borðið. „Við sættum okk- ur ekki við yfirgang og róttækar breytingar. Það tók Skagamenn sextán ár að sameina félögin á Akra- nesi. Það átti að gera það á svip- stundu hér í Keflavík, án þess að fara vet í saumana á málinu," sagði einn félagsmaður í UMFK. „Sjónauki þessara manna sá að- eins eitt: Knattspyrnuvöll. Það er gott og blessað þegar menn hugsa um íþrótt sína, en þeir mega ekki 1 ' Iþróttahúsið í Keflavík, þar sem gossjálfsalinn umdeildi er. loka augunum fyrir öðrum íþrótta- greinum innan ÍBK. Sambandsstjórn IBK sér um málefni innan sambands- ins, en ekki ein íþróttadeild innan IBK,“ sagði Ragnar Orn Pétursson, formaður ÍBK, sem vildi sem minnst ræða um þetta mál á þessu stigi. „Við kappkostum að leysa þetta mál, eins og öll þau vandamál sem hafa komið upp fram til þessa. Það er engin uppgjöf hjá okkur.“ Þjálfaramál Hinar ýmsu framkvæmdir knatt- spyrnuráðs hafa vakið vonsku í Keflavík. Það hitnaði í kolunum þeg- ar þjálfaraskipti urðu undir lok keppnistímabilsins. Illa var staðið að málum þegar kallað var á nýjan mann til að sitja við hliðina á þjálf- ara, sem hljóp í skarðið þegar Keflavíkurliðið stóð uppi þjálfara- laust fyrir sl. keppnistímabil. „Menn voru ekki sáttir við hvernig komið var fram við þjálfarann og ósannind- um beitt. Það er orðið slæmt til af- spurnar fyrir Keflavík að alltaf sé verið að reka þjálfara héma. Búið er að láta þtjá knattspyrnuþjálfara fara á stuttum tíma, einn hand- knattleiksþjálfara og einn körfu- knattleiksþjálfara. Þá hefur einn körfuknattleiksþjálfari sagt starfi sínu lausu. Menn eru byrjaðir að kalla Keflavík „Reka-vík“,“ sagði einn viðmælandi minn. S valad ry kkjasaga n Fyrir rúmu ári sendi Handknatt- leiksráð Keflavíkur íþróttaráði Keflavíkur umsókn, þar sem ráðið óskaði eftir að fá að sjá um sölu á svaladrykkjum í íþróttahúsinu í Keflavík og sundhöll bæjarins. Á fundi íþróttaráðs var samþykkt að vísa umsókninni til ÍBK, þannig að íþróttaráð mundi ekki gera upp á milli íþróttagreina. ÍBK fékk heimild til að sjá um sölu á svaladrykkjum á áðumefndum stöðum og var þá ákveðið að handknattleiksráð og körfuknattleiksráð fengju leyfi til að sjá saman um sölu á svaladrykkjum í íþróttahúsinu, en handknattleiksráð sæi um söluna í sundhöllinni. Hér var um að ræða sölu á Hl-C-drykkj- um í pappaumbúðum. Körfuknatt- leiksráð hætti fljótlega þessu sam- starfi þannig að handknattleiksráð sá alfarið um söluna. Handknattleiksráð verslaði við Vífilfell. Þegar ráðið stóð ekki í skil- um við Vífilfell, ákvað Vífilfell að hætta viðskiptunum. ÍBK greip þá í taumana og í júní gaf ÍBK handknattleiksráði fimm daga frest til að að ganga frá sínum málum við Vífilfell og láta fylla á kassana í íþróttahúsinu. Þegar sá frestur rann út án þess að neitt hefði verið gert í málinu, var leyfið tekið af handknattleiksráðinu. Þegar þetta stóð yfir gerðist það að menn frá knattspymuráði bám dósasjálfsala inn í íþróttahúsið og hófu sölu í óþökk ÍBK og forstöðu- manns íþróttahússins. „Ég var búinn að benda knattspymumönnum á, að þeir gætu örugglega fengið leyfi til að selja Hl-C-drykki þar sem hand- knattleiksmenn hefðu misst það leyfi. Þegar ég kom úr sumarfríi vora knattspymuráðsmenn búnir að koma fyrir gosdrykkjasjálfsalanum, án þess að hafa heimild frá ÍBK,“ sagði Jón Jóhannsson, forstöðumaður íþróttahúsanna í Keflavík. AmoMusK jafiivel o s mmL . ,vl Irtirrkaðir ávexlir Framandi ávexiir Handknattleiksráð fær aftur söluleyfi í byrjun september tóku nýir menn við stjóm handknattleiksráðs Keflavíkur og varð uppgangur í handknattleiksdeildinni. Stjórn ÍBK ákvað að handknattleiksráð fengi leyfi til .sölu á drykkjum frá 1. sept- ember 1989 til 1. maí 1990. Þá myndi knattspymuráð taka við leyf- inu, eða frá 1. maí 1990 til 1. sept- ember sama ár. Körfuknattleiksráð tæki þá við sölunni til 1. maí 1991 og síðan koll af kolli. Knattspymuráðsmenn vora vondir yfir þessari ákvörðun. Sögðust hafa sett upp gosdrykkjasjálfsalann og væra með yfirráð yfir sölunni. Þeim var þá tjáð að reglur þær sem ÍBK setti myndu standa. Óskað var eftir því að þeir losuðu kassann fyrir 1. október, þannig að Handknattleiksr- áð, sem var búið að ganga frá málum við Vífilfell, gæti fyllt á kassann og tekið við rekstri hans. Knattspyrnuráðsmenn neituðu að opna kassann. Það var svo sl. laugar- dag að Jón Jóhannsson, forstöðu- maður íþróttahúsanna í Keflavík, opnaði kassann til þess að hand- knattleiksráðsmenn gætu komið vör- um sínum fyrir í honum. Talið var upp úr kassanum og vörar og pening- ar sett á vísan stað. Rétt eftir að handknattleiksráðs- menn voru búnir að fylla á gos- drykkjasjálfsalann mættu knatt- spyrnuráðsmenn á staðinn á sendi- ferðabifreið. Þeir tóku sjálfsalann með vöram handknattleiksráðs í. Hótað að kæra forstöðumanninn Þeir hótuðu að kæra forstöðu- manninn fyrir lögreglunni. „Mér var bent á að ég hefði brotið 215. grein hegningarlaganna, sem segir að ekki megi afhenda eigur annarra. Mér var tilkynnt að þetta væri alvarlegt brot,“ sagði Jón Jóhannsson, for- söðumaður. Eftir þennan atburð var Vífilfelli tilkynnt um málið, en í reglum Vífil- fells um gosdrykkjasjálfsala segir að öðram en starfsmönnum Vífilfells sé óheimilt að fjarlægja kassa eða færa þá á milli staða. Forstöðumenn fyrir- tækisins óskuðu eftir því að sjálfsal- inn yrði settur á sinn stað. Ef ekki, yrði lögfræðingur kvaddur til. Knatt- spymuráðsmenn hafa nú lofað að skila kassanum fyrir helgina. í kjölfar þessara deilna kallaði stjórn IBK forráðamenn knatt- spyrnu- og handknattleiksráðs til fundar og þar var mönnum tilkynnt að reglur þær sem settar vora um leyfi á sölu drykkja stæðu óhaggað- ar. Þetta þoldu knattspymuráðsmenn ekki og ákváðu að segja starfi sínu lausu frá og með 15. nóvember. Þetta mál hefur vakið athygli og undran i Keflavík. „Þeir sem standa í illindum við félaga sína út af einum gosdrykkjasjálfsala, eiga ekki að starfa í iþróttaforystu," sagði einn viðmælandi minn um þetta einkenni- lega gosdrykkjamál, sem á sér enga hliðstæðu í íslenskri íþróttasögu. Ég hef reynt að ná sambandi við formann knattspyrnuráðs undan- farna daga. Lagt fyrir hann skila- boð, en án árangurs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.