Morgunblaðið - 28.10.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.10.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1989 Morgunblaðið/Bjami Forsvarsmenn björgunarsveitanna fyrir framan einbýlishúsið að Fanna- fold 209. Frá vinstri: Garðar Eiriksson, SVFÍ, Páll Árnason, LHS, Guðbjörn Ólafsson, SVFÍ, Jón Gunnarsson, LFBS, Hálfdán Henrýsson, SVFI, Örlygur Hálfdánarson.SVFÍ, Björn Hermannsson, LHS, Tryggvi Páll Friðriksson, LHS, Arnfinnur Jónsson, LHS og Einar Gunnarsson, Lokaorð féllu niður 1 frásögn í Daglegu lífi í gær, fostudag, um Manfred Hohman, þýskan hárgreiðslumeistara sem starfar fyrir Wella, féllu lokaorðin niður. Hlutaðcigandi eru beðnir velvirðingar á mistökunum. Síðasti hluti frásagnarinnar hljóð- ar svo: Á námskeiðunum hér, sem sótt voru af tæplega 400 manns, lagði Manfred áherslu á hárlitun og kenndi nýjar aðferðir og nytsamlega hluti, sem fagmaðurinn getur notað dags daglega inni á sinni stofu. Hann hélt námskeið á Egilsstöðum og á Akureyri fyrir fagfólk, námskeið í Reykjavík fyrir hárgreiðslufólk í námi og síðan námskeið í Reykjavík fyrir eigendur hárgreiðslustofa og aðalaðstoðarfólk þeirra. Hárlitunar- efni það sem kynnt var á námskeið- unum hefur um 60% markaðshlut- deild allra hárlitunarefna í heiminum. Það er frábrugðið öðrum hárlitunar- efnum að því leyti að í því er minna ammóníak. Ammóníak opnar hár svo litur á greiða leið inn í hárið en að sama skapi greiða leið út. Mildir og hlýir litir verða í tísku í vetur. Fyrir dökkt hár eru það litir út í brúnt og rautt og út í gyllt fyr- ir ljóst hár. Strípur eru í eðlilegum ljósum litum. Mjúkar línur eru ráð- andi í frekar stuttu hári og perm- anent er sígilt. GI Leiðrétting í grein Ástu B. Þorsteinsdóttur, formanns Þroskahjálpar í Morgun- blaðinu í fyrradag var sú villa, að Alþýðusamband Islands var kallað Alþýðubandalag íslands. Upphaf greinarinnar átti að vera svohljóð- andi:“í síðastliðinni viku efndu Landssamtökin Þroskahjálp, Ör- yrkjabandalag íslands ásamt Al- þýðusambandi íslands...“ o.sv. frv. Þetta leiðréttist hér með. LFBS. Lukkutríó: Nýtt einbýlishús í vinning HÆSTI vinningur á nýjum Sprengimiða björgunarsveitanna er nýtt einbýlishús við Fannafold 209 í Reykjavík, og er það hæsti vinningur sem um getur í skyndi- happdrætti hér á landi. Húsið er 200 fermetrar að flatarmáli og með innbyggðum bílskúr, en verð- mæti þess er 15 milljónir króna. Að auki er Qöldi annarra vinninga á Sprengimiðanum, þar á meðal tveir jeppar, tveir fólksbílar, tveir vélsleðar, ferðavinningar, heimil- istæki og fleira. Á blaðamannafundi þar sem aðal- vinningurinn var kynntur kom fram, að frá því Lukkutríó, skafmiðahapp- drætti björgunarsveitanna, tók til starfa fyrir tveimur árum hafa tekj- umar af því komið björgunarsveitun- um til góða við endurnýjun tækja- kosts og þjálfun björgunarsveitar- manna, og fyrir bragðið eru sveitirn- ar betur undirbúnar en nokkru sinni fyrr til að sinna leit og björgun. Áðstandendur Lukkutríós eru Slysa- varnafélag íslands, Landssamband hjálparsveita skáta og Flugbjörgun- arsveitirnar, en Lukkutríó hefur ver- ið sameiginleg tekjuöflun sveitanna1 í tvö ár. Samstarf þeirra hefur auk- ist verulega á þessum tíma, og hafa þær nú með sér sameiginlega yfir- stjórn á björgunaraðgerðum. Vinningshúsið að Fannafold 209 er byggt sérstaklega til að vera fyrsti vinningur á Sprengimiðanum, og líkt og aðrir vinningar er hann skatt- fijáls. Húsið er að öllu leyti tilbúið, og getur sá aðili er vinningin hlýtur því flutt beint inn. Húsið verður til sýnis næstu helgar frá kl. 10 til 18 laugardaga og sunnudaga. Vikuna 30. október til 3. nóvember verður húsið einnig sýnt virka daga frá kl. 17 til 22. Drætti í happ- drætti FR frestað Viðbótarfrestur hefur fengist á drætti í happdrætti Félagsheimilis tónlistarmanna til 10. nóvember nk. Happdrættismiðarnir eru til sölu í hljómplötuverslunum Steinars hf., Skífunnar og Gramminu. Hveijum miða fylgir ókeypis hljómplata, sem er framlag hljómplötuútgefenda til styrktar málefninu. Síðasta rall- keppni ársins BRÆÐURNIR Ólafúr og Halldór Sigurjónssynir eiga möguleika á að vinna Islandsmeistaratitilinn í rallýi með 100 stigum af 100 mögulegum, takist þeim að sigra í síðustu keppni ársins, sem haldin verður laugardag 28. október. Það er einstakur árangur, að sögn Valsteins Stefánssonar hjá Bif- reiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur, sem skipuleggur keppnina. Keppnin er kostuð af Hjólþarða- höllinni og nefnist KUMHO - dekkja rallý. Keppendur verða ræstir frá Hjólbarðahöllinni klukkan 8.00 á laugardagsmorgni. Fyrsta sérleið er um Lyngdalsheiði og hefst klukkan 9.02. Viðgerðarhlé verður að H!íðar renda á Hvolsvelli klukkan 12.50 til 13.50 og síðasta sérleið verður um Lyngdalsheiði til baka. Leiðarlýsing- ar fást í Hjólbarðahöllinni. „Baráttan verður hörð, þó að bræðurnir Ólafur og Halldór hafi þegar tryggt sér íslandsmeistaratitil- inn með öruggum og yfirveguðum akstri á Talbotinum,“ segir Valsteinn Stefánsson. „Feðgarnir Rúnar og Jón munu vafalaust veita þeim harða keppni eftir erfiðleika og óhöpp í undangengnum keppnum." Val- steinn segist telja að einnig muni Ævar Hjartarson og Ari Arnórsson á Suzuki blanda sér í baráttuna, Birgir Þ. Bragason og Gestur Frið- jónsson á Toyota og bræðurnir Birg- ir og Gunnar Vagnssynir á Toyota eru til alls líklegir. 22 bílar eru skráðir til keppninn- ar, sem lýkur klukkan 19.30 við Hjólbarðahöllina „og verður tekið á móti keppendum í endastöðinni með flugeldasýningu og fjöri eins og þeirra Hallarbræðra er von og vísa,“ segir Valsteinn. Kjallari keisarans opnaður í gær í GÆRKVöLDI var formlega opn- aður Kjallari keisarans, Lauga- vegi 116, en staðurinn hefur tekið gagngerum breytingum eftir að nýir eigendur tóku við staðnum, sem áður var Abracadabra. Ætlunin er að á næstunni verði boðið upp á ijölbreytta dagskrá auk þess sem það besta í lifandi tónlist hveiju sinni verði kynnt í Kjallaran- um. Fyrirhugað er að á föstudags- kvöldum verði það nýjasta í breskri og bandarískri danstónlist leikið en á laugardögum verði höfðað til breið- ari smekks og blandað saman suður- amerískri tónlist, soul-tónlist og jaz- z/funk-tónlist í bland við danstónlist hinna ýmsu þjóða. í gærkvöldi var opnunarboð og flutti þá hljómsveitin Strax nokkur lög. Á næstunni munu ýmsar hljóm- sveitir koma fram í Kjallara keisar- ans, m.a. verða nýjar útgáfur Smekkleysu sm.hf. kynntar þar auk þess sem lifandi jazz- og blústónlist verður á boðstólum virka daga og á sunnudagskvöldum. (Fréttatilkynning) Hökull gefinn ' HafiiarQ ar ðar- kirkju VIÐ messu sunnudaginn 29. októ- ber munu börn og ættingjar Jóels Friðriks Ingvarssonar sem gegndi meðhjálparastörfúm við kirkjuna mörg ár gefa og afhenda söfnuði Hafnarfjarðarkirkju messuhökul til minningar um hann, en á þessu ári eru 100 ár liðin lirá fæðingu hans. Hökulinn, sem er hvítur páska- og upprisuhökuil, hafa systumar í Carmel-klaustrinu í Hafnarfirði unn- ið og saumað. Dóttursonur Jóels, sr. Valgeir Ástráðsson, mun prédika við mess- una og leiða altarisþjónustu ásamt sóknarpresti. Eftir messu býður safnaðarstjórn Hafnarfjarðarkirkju til kaffisamsætis í Álfafelli, íþrótta- húsinu við Strandgötu. SICUNCASKOUNN Námskeið TIL 30 TONNA RÉTTINDA hefst mánudaginn 7. nóv. Kennsla fer fram á þriðjudags og fimmtudagskvöldum kl. 7-11. Námskeið TIL HAFSICLINCA (Yachtmaster Offshore) á skútum hefst 6. nóv. Skilyröi fyrir þátttöku: 30 tonna próf. Kennsla fer fram á mánudags- og miðvikudagskvöldum kl. 7-11. öll kennslugögn fáanleg í skólanum. z Upplýsingar og innritun í símum 68 98 85 og 3 10 92 allan sólarhringinn. SICLINCASKÓUNN Lágmúla 7 meðlimur i Alþjóðasambandi siglingaskóla, ISSA. Félag íslenskra iðnrekenda: Kynning á íslensk- um byggingavörum FÉLAG íslenskra iðnrekenda og búið, hafa ákveðið að standa fyr- verslanirnar Byko og Byggt og ir „íslenskum dögum“ í verslun- um sínum dagana 30. október til 4. nóvember. Um 50 íslenskir framleiðendur munu taka þátt i þessu átaki með kynningu á framleiðslu sinni. Kjörorð átaks- ins er „Veljum íslenskt". íslenskir dagar eru haldnir í framhaldi af kynningarherferð, sem Félag íslenskra iðnrekenda hóf í desember 1988 í þeim tilgangi að efla samstarf og samvinnu meðal kaupmanna, innkaupastjóra starfs- iGamla þjóðleiðin til Reykjavíkur 'BúrfOiS ■Artún Átfinesíngqim ■ (Búitiðirj' Árbær« Rútuferð frá Fossvogs- skóla að Höfðabakkabrú. Mæting kl. 13.30. 0 200 400 600 800 1000 n n "< STEKKIA RBA.KKI Lagt af stað kl.14.00 frá Höfðabakkabrú. MorgunUeWKG. jVy ( Náttúruskoðunarferð um Elliðaárdal og Fossvogsdal íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík og Trimmidúbburinn Edda standa fyrir gönguferð í samvinnu við Náttúruverndarfé- lag Suðvesturlands sunnudaginn 29. október. Gengið verður frá Höfðabakka- brú að súnnanverðu að Fossvogs- skóla. Hugað verður að náttúrufari og ömefnum á leiðinni undir leið- sögn fróðra manna.. Þátttakendur mæti við Fossvogs- skóla kl. 13.30. Þar verður boðið upp á rútuferð að Höfðabakkabrú. Frá brúnni verður lagt af stað í gönguna kl. 14.00. Þátttaka verður ókeypis. Ferðin er opin öllum, jafnt ungum sem öldruðum og hentar ekki síður hjólastólafólki, þar sem leiðin er mjög greiðfær. Farið verður hægt yfir og því hentar ferðin einnig vel foreldrum með börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.