Morgunblaðið - 28.10.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1989
FRÍKIRKJAIM í Reykjavík: Guðsþjón-
usta kl. 14.00. Helgistund kl. 17.00.
Leikið verður á orgel kirkjunnar frá
kl. 16.40. Orgelleikari: Pavel Smid.
Sr. Cecil Haraldsson.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkomur
kl. 11. Yngri börnin í salnum niðri en
6 ára börn og eldri f kirkjunni. Guðs-
þjónusta kl. 14. Fyrirbænir eftir
messu. Föstudag kl. 17: Æskulýðs-
starf fyrir 10—12 ára börn. Laugar-
dag: Biblíulestur, kaffisopi og bæna-
stund kl. 10. Prestarnir.
HALLGRÍMSKIRKJA: Laugardag:
Samvera fermingarbarna kl. 10.
Sunnudag 29. október: Messa og
barnasamkoma kl. 11. Sr. Karl Sigur-
björnsson. Þeir sem vilja bílfar hringi
í Hallgrímskirkju á sunnudag frá kl.
9.30 í síma 10745 eða 621475.
Kvöldmessa með altarisgöngu kl. 17.
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðju-
dag 31. október: Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk-
um. Miðvikudag 25. október: Opið
hús fyrir aldraða kl. 14.30. Laugar-
dagur 4. nóvember: Basar Kvenfé-
lags Hallgrímskirkju.
LANDSPITALINN: Messa kl. 10. Sr.
Bragi Skúlason.
HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa kl.
10. Sr. Tómas Sveinsson. Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer
um Hlíðarnar fyrir og eftir barnaguðs-
þjónustuna. Hámessa kl. 14. Sr.
Arngrímur Jónsson. Kvöldbænir og
fyrirbænir eru í kirkjunni á miðviku-
dögum kl. 18. Prestarnir.
HJALLAPRESTAKALL: Fjölskyldu-
messa kl. 11 í Digranesskóla. Kl.
10.30 hefst föndúrstund. Fermingar-
börn aðstoða við messuna. Allir vel-
komnir. Sr. Kristján Einar Þorvarðar-
son.
KÁRSNESPRESTAKALL: Barna-
samkoma í safnaðarheimilinu Borg-
um kl. 11. Umsjón hafa María og
Vilborg. Guðsþjónusta í Kópavogs-
kirkju kl. 11. Gideon-félagar kynna
starfsemi sína í guðsþjónustúnni.
Fundur foreldra fermingarbarna í
Borgum nk. miðvikudag kl. 20.30.
Nk. fimmtudag verður samvera fyrir
aldraða eftir hádegi. Sr. Árni Páls-
son.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Óskastund barn-
anna kl. 11. Söngur-sögur-myndir.
Jón og Þórhallur sjá um stundina.
Guðsþjónusta kl. 14. Sigurbjörn Þor-
kelsson frá Gideonfélaginu prédikar.
Gideonfélagar annast ritningarlest-
ur. Organisti Jón Stefánsson. Mola-
kaffi í safnaðarheimilinu eftir stund-
ina. Miðvikudag 1. nóvember kl. 17:
Æskulýðsstarf 10—12 ára barna. Sr.
Þórhallur Heimisson.
LAUGARNESKIRKJA: Laugardag 28.
október guðsþjónusta í Hátúni 10b,
9. hæð, kl. 11. Sunnudag 29. októ-
ber: Guðsþjónusta kl. 11. Fermingar-
börn aðstoða. Barnastarf á sama
tíma. Fundur með foreldrum ferming-
arbarna eftir guðsþjónustuna. Æsku-
lýðsfélagið býður upp á vöfflur og
rjóma. Þriðjudag 31. október: Opið
hús hjá Samtökum um sorg og sorg-
arviðbrögð kl. 20—22. Helgistund kl.
22. Fimmtudag 26. óktóber: Kyrrðar-
stund íhádeginu. Orgelleikur, altaris-
ganga og fyrirbænir. Léttur hádegis-
verður í safnaðarheimilinu á eftir.
Barnastarf fyrir 10—12 ára börn kl.
17.30í safnaðarheimilinu. Æskulýðs-
starf kl. 20. Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Laugardag 28. október:
Félagsstarf aldraðra: Farið verður í
ferð í Fella- og Hólakirkju kl. 15 frá
Neskirkju. Kaffi verður í Gerðubergi.
Verð kr. 300. Munið kirkjubílinn.
Sunnudag 29. október: Barnasam-
koma kl. 11 í umsjón Sigríðar Óla-
dóttur. Guðsþjónusta kl. 14, sr. Guð-
mundur Óskar Ólafsson. Orgel- og
kórstjórn Reynir Jónasson. Basar og
kaffisala Kvenfélagsins hefst að lok-
inni guðsþjónustu í safnaðarheimil-
inu. Mánudag: Barnastarf 12 ára kl.
17.30. Æskulýðsstarf 13 ára og eldri
Minninff:
Ragnheiður Tóm
asdóttir, Bjólu
Amma andaðist í Sjúkrahúsi Suð-
urlands 22. október sl. Verður okk-
ur þá hugsað til afa, sem nú er
einn. Það sem við áttum var afi og
amma á Bjólu og nú síðast á Hellu,
þau voru alltaf saman hvert sem
þau fóru og áttu sameiginleg
áhugamál. Þau voru miklir dýravin-
ir og unnu fallegum blómum og
öllum gróðri.
Heimili þeirra var fallegt, þar
sem handavinna ömmu og blómin
prýddu. Garðurinn hennar heima á
Bjólu var fallegur og alltaf fann§t
okkur garðurinn vera helgidómur
ömmu. Þó fundum við að afi var
líka ánægður, þegar við tókum eft-
ir einhveiju nýju og dáðumst að
garðinum, því þar átti hann líka
mörg handtök.
Amma var mikil húsmóðir og
gaman að koma til hennar og alltaf
átti hún eitthvað gott handa bama-
börnunum til að gleðja okkur.
Nú verðum við að vera dugleg
og hugsa vel um dýrin og blómin.
Það vildi amma alltaf. Þannig
geymum við minningu hennar og
kveðjum hana með þakklátum huga
með ljóðlínum Guðmundar Guð-
mundssonar frá Hrólfstaðahelli í
Landsveit.
Þeir syngja við rúm þitt sólsetursljóð,
því öllum varst ástrík og einlæg og góð.
Og við tökum undir þá óma með þeim,
og kvöldbæn okkar fógur skal fylgja þér heim.
Þú sagðir að guð skyldi vera okkar vörn,
ef alltaf værum auðsveip og elskuleg böm.
Og við skulum reyna að muna þitt mál
og minning þína geyma i óspilltri sál.
Eiður, Guðni, Guðlaugur,
Aslaug og Kristrún.
þeirra fyrir þessi ár. Faðir hennar
bjó áfrarn á Hamrahól og giftist
aftur Jórunni Ólafsdóttur og áttu
þau saman 2 börn, Guðjón og Guð-
rúnu, svo áfram áttu þau systkini
æskuheimilið sitt á Hamrahól og
sameinuðust þar oft og var alltaf
kært með þeim öllum.
Ragnheiður fer fljótt að vinna á
ýmsum stöðum, átti hún góðar
minningar frá þeim árum, þá kynnt-
ist hún fólki, sem hún mat mikils
og aflaði sér þekkingar gegnum
störfin, því hún var vel gefin og
námfús.
Rúmlega tvítug kynntist hún eft-
irlifandi manni sínum, Einari Stef-
ánssyni frá Bjólu, og giftu þau sig
24. október 1933 og hófu búskap
á Bjólu og hafa búið þar síðan. Hún
átti 4 börn. Elstur var Guðmundur
Hafsteinn er lést í frumbernsku,
Einar vistmaður á Ási í Hvera-
gerði, Guðmundur Hafsteinn
kvæntur Gíslínu Sigurbjartsdóttur
og búa í Sigtúni, Þykkvabæ, og
Unnur, gift Kristni Gunnarssyni og
búa á Hellu, ömmubörnin eru 9 og
langömmubörnin 9.
Heimili Rögnu frænku minnar,
eins og ég nefni hana alltaf, var
fallegt sveitaheimili, þár sem gest-
risni og hlýja tóku á móti manni
og alltaf átti frænka mín eitthvað
nýbakað og gott til að gæða okkur
á. Hún var hreinleg og mikil hann-
yrðakona og á ég marga fallega
dúka frá henni. Þá var garðurinn
hennar Rögnu frænku minnar sér-
stakur, þar var alltaf vel hugsað
um allt og hún átti nóg af rifs-
beijum o.fl. úr garðinum sínum,
sem hún miðlaði okkur hinum og
var þá ánægð.
Góðar heimsóknir fékk ég, þegar
þau hjónin komu með plöntur úr
garðinum sínum og oftast fylgdi
poki af mold með, því þau vissu að
þá mundi plantan frekar lifa hér,
ef fylgdi með gróðurmold frá Bjólu.
Það reyndist rétt, nú á ég fallegar
plöntur hér heima í Skarði, sem ég
veit að lifa áfram, svona voru þau
hjón samhent að hlúa að gróðri og
fegra allt í kringum sig.
Heimilislíf hjónanna á Bjólu, þar
sem dugnaður og trúmennska var
ofar öðru, var börnum þeirra gott
veganesti, sem þau hafa virt í ríkum
mæli. Hjónin á Bjólu voru glæsileg
og settu svip sinn á samtíðina í
Rangárþingi og höfðu gaman að
fara á mannamót og gleðjast með
glöðum.
Nú við leiðarlok, er ég minnist
frænku minnar, hugsa ég til móður
minnar, Borghildar, sem lést 2.
nóvember sl. Var alltaf mjög kært
með þeim systrum og þær virtu
hvor aðra mikils.
Ég þakka frænku minni alla
tryggð og vináttu, sem hún sýndi
mér. Heimilisfólkið í Skarði saknar
vinar og þakkar samfylgdina. Send-
um innilegar samúðarkveðjur til
Einars, barna hans og fjölskyldna
þeirra.
Blessuð veri minning hennar.
Fjóla Runólfsdóttir
Hún andaðist í Sjúkrahúsi Suður-
lands 22. október 1989 og verður
útför hennar gerð í dag, laugardag-
inn 28. október, frá Oddakirkju á
Rangárvöllum.
Ragnheiður fæddist 5. maí 1910
á Hamrahól, Ásahreppi, dóttir hjón-
anna Guðríðar Ingimundardóttur
og Tómasar Þórðarsonar, bónda,
er þar bjuggu. Fyrstu æskuárin
átti hún heima í Hamrahól í faðmi
kærra foreldra og systkinanna,
Borghildar, Guðrúnar Lilju, Rósu
Guðnýjar, Sigríðar, Þórðar og Sig-
urðar.
Árið 1916 missir hún móður sína
og verður þá mikil breyting. Systk-
inin dreifast til vina og ættingja og
hún til nágrannanna á Syðri-Hömr-
um, Arndísar og Ástgeirs. Var
Ragnheiður alltaf þakklát hjónun-
um á Syðri-Hömrum og bömum
Faðir minn,
GUÐMUNDUR PÉTURSSON,
Laufási,
Stokkseyri,
lést 26. þessa mánaðar.
Pétur Guðmundsson.
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
SÚSANNA PÁLSDÓTTIR,
Hverfisgötu 73,
andaðist í Landspítalanum að morgni 26. október.
Lárus Guðgeirsson, Aðalbjörg Hólmgeirsdóttir,
Unnur Björk Lárusdóttir, íris Ósk Lárusdóttir.
kl. 19.30. Þriðjudag: Barnastarf
10—11 ára kl. 17. Miðvikudag: Fyrir-
bænamessa kl. 18.20, sr. Guðmund-
ur Óskar Ólafsson. Öldrunarþjón-
usta: Hárgreiðsla og fótsnyrting 1
safnaðarheimili kirkjunnar frá kl.
13—17, sími 16783. Fimmtudag:
Opið hús fyrir aldraða í safnaðar-
heimilinu frá kl. 13—17. Leikiðverður
á orgel í kirkjunni frá kl. 17.30 á
fimmtudögum.
SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organ-
isti Kjartan Sigurjónsson. Barna- og
unglingastarf Seljakirkju: Fundur
Æskulýðsfélagsins mánudag kl. 20.
Fundir í KFUK mánudag, yngri deild
kl. 17.30, eldri deild kl. 18.30. Fund-
ur í KFUM miðvikudag, yngri deild
kl. 18.30, eldri deild kl. 20. Sóknar-
prestur.
SELTJARNARNESKIRKJA: Fjöl-
skyldumessa kl. 11. Barnastarf á
sama tíma. Umsjón hafa Adda
Steina, Sigríður og Hannes. Organ-
isti Gyða Halldórsdóttir. Prestur sr.
Solveig Lára Guðmundsdóttir. Erindi
dr. Sigurbjörns Einarssonar um trú
og trúarlíf eftir messu og léttan há-
degisverð. Umræður á eftir. Mánu-
dag: Fyrirbænastund kl. 17. Æsku-
lýðsfundur kl. 20.30. Þriðjudag: Opið
hús fyrir 10—12 ára börn kl. 17.30.
Fimmtudag: Opið hús fyrir foreldra
ungra barna kl. 2—5. Takið börnin
með. Samkoma á vegum Seltjarnar-
neskirkju og ungs fólks með hlutverk
fimmtudagskvöld kl. 20.30. Léttir
söngvar og fyrirbænir. Þorvaldur
Halldórsson stjórnar söngnum. Allir
velkomnir. Sóknarprestur.
ÓHÁÐI söfnuðurinn: Fjölskyldu-
messa kl. 17 (ath. breyttan messu-
tíma). Létt tónlist og söngvar fyrir
unga sem aldna, sem Jónas Þórir
organisti safnaðarins stjórnar. Sr.
Þórsteinn Ragnarsson safnaðar-
prestur.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna-
samkoma kl. 11. Miðvikudag:
Fræðslustund og biblíulestur í safn-
aðarheimilinu Austurgötu 24 kl. 20.
Einar Eyjólfsson.
NJARÐVÍKURPRESTAKALL: Barna-
samkoma í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl.
11. Barnasamkoma í Innri-Njarðvík-
urkirkju kl. 11. Sr. Guðmundur Örn
Ragnarsson.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Fermingarguðsþjónusta
kl. 14. Fermdar verða Berglind Páls-
dóttir, Stekkjarhvammi 32, Hafnar-
firði, og Guðrún Sívertsen, Slétta-
hrauni 19, Hafnarfirði. Kór Víðistaða-
sóknar syngur. Organisti Kristín Jó-
hannesdóttir. Trompetleikari Eiríkur
Örn Pálsson. Sr. Sigurður Helgi Guð-
mundsson.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Sunnudagaskóli
kl. 11. Sunnudagaskólabörn úr
Njarðvíkum koma í heimsókn og taka
þátt í samverunni. Hjörtur Magni
Jóhannsson.
HVALSNESKIRKJA: Sunnudagaskóli
verður í Grunnskólanum í Sandgerði
kl. 14. Nýtt efni kynnt. Hjörtur Magni
Jóhannsson.
HJALLAKIRKJA Ölfusi: Messa kl. 14.
23
------------': í (■; ■ ■ >——
Tómas Guðmundsson.
ÞORLÁKSKIRKJA: Barnamessa kl. 10.
HVERAGERÐISKIRKJA: Barna-
messa kl. 11 í umsjá Kristínar Sig-
fúsdóttur. Tómas Guðmundsson.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga-
skóli kl. 11. Munið skólabílinn. Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 14, ferming-
arbörn aðstoða. Steinn Erlingsson
syngur einsöng. Brynjar Jónsson,
Sigrún Magnúsdóttir og Þóranna
Jónsdóttir leika einleik á píanó.
Vænst er þátttöku fermingarbarna
og foreldra þeirra. Sóknarprestur.
DÓMKIRKJAN: Barnasamkoma í
kirkjunni í dag kl. 10.30.
KRISTSKIRKJA, Landakoti: Lág-
messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30.
Lágmessa kl. 14.00. Rúmhelga daga
er lágmessa kl. 18 nema á laugar-
dögum, þá kl. 14. Á laugardögum
er messa á ensku kl. 20.
MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há-
messa kl. 11. Rúmhelga daga er lág-
messa kl. 18.
KAPELLA St. Jósepsspítala,
Garðabæ: Hámessa kl. 10.
KAPELLA St. Jósepsspítala, Hafn-
arfirði: Hámessa kl. 10.30. Rúm-
helga daga er lágmessa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði:
Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga
er messa kl. 8.
KFUM OG KFUK: Síðdegissamkoma
kl. 16.30 á Amtmannsstíg 2b. Upp-
hafsorð Ingibjörg Valgeirsdóttir.
Ræða séra Jónas Gíslason. Barna-
samkoma á sama tíma.
AKRANESKIRKJA: Kirkjuskóli yngstu
barna í dag, laugardag, kl. 13 í safn-
aðarheimilinu Vinaminni. Barnaguðs-
þjónusta sunnudag kl. 11. Kvöld-
guðsþjónusta kl. 20.30. Fyrirbæna-
guðsþjónusta mánudag kl. 17.30,
beðið fyrir sjúkum. Organisti Einar
Örn Einarsson. Björn Jónsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11, Munið skólabílinn.
Messa kl. 14. Ættingjar Jóels Fr.
Ingvarssonar afhenda kirkjunni
páskahökul að gjöf. Séra Valgeir
Ástráðsson, dóttursonur Jóels, pré-
dikar. Kirkjukaffi i Álfafelli eftir
messu. Gunnþór Ingason.
KÁLFATJARNARSÓKN: Barnasam-
koma í Stóru-Vogaskóla í dag kl. 11.
GARÐASÓKN: Fjölskylduguðsþjón-
usta í Kirkjuhvoli kl. 13. Séra Bragi
Friðriksson. Biblíukynning verður í
Kirkjuhvoli í dag í umsjón séra Bern-
harðs Guðmundssonar.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudaga-
skóli kl. 14. Hjálpræðissamkoma kl.
20.30. Flokksforingjar stjórna og
tala.
BORGARPRESTAKALL: Barnaguðs-
þjónusta í Borgarneskirkju kl. 10.
Messa í Borgarneskirkju kl. 11. Sókn-
arprestur. ^
NÝJA postulakirkjan: Messa verður
á sunnudag kl. ‘11.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11. Bænasamkomur alla
þriðjudaga kl. 20.30. Æskulýðsstarf
fyrir 10 til 12 ára börn á miðvikudög-
um kl. 18. Sr. Örn Bárður Jónsson.
KIRKJUVOGSKIRKJA: Laugardagur:
Fermingarstarf kl. 10, barnastarf kl.
11. Sr. Örn Bárður Jónsson.
STERKIR OG NOTALEGIR
Stærðir 30-41
Útsölustaðir:
Bikarifin - Sparta - Útilíf - Steinar Waage - Toppskór-
inn - Smáskór - Skóverslun Kópavogs - Músík & sport
- Sportbúð Óskars, Keflavík - Staðarfell, Akranesi -
Skókompan, Ólafsvík - Litlibær, Stykkishólmi - Fell,
Grundarfirði - Sporthlaðan, ísafirði - Einar Guðfinns-
son, Bolungarvik - Krakkakotið, Sauðárkróki - Sport-
húsið - Skótískan, Akureyri - Sportvík, Dalvík - Rafbær,
Siglufirði - Krummafótur, Egilsstöðum - Orkuver, Höfn
- Axel Ó, Vestmannaeyjum.