Morgunblaðið - 28.10.1989, Blaðsíða 21
MORGIÍNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1989
21
Félag verslunar- og skrifstofufólks:
Þrefalt meira atvinnu-
leysi en á sama tíma í fyrra
32 á atvinnuleysisbótum en voru 10 í október í fyrra
ÞREFALT fleiri félagar í Fé-
lagi verslunar- og skrifstofii-
fólks á Akureyri og nágrenni
eru nú á atvinnuleysisskrá mið-
aða við sama tíma á síðasta
ári. Nú eru 32 verslunar- og
skrifstofiimenn á atvinnuleysis-
bótum, en þeir voru 10 síðari
hluta októbermánaðar í fyrra.
Jóna Steinbergsdóttir formaður
J afiiréttisfiilltrúi:
Enginn hefur verið
ráðinn í stöðuna enn
ENN hefur ekki tekist að ráða í stöðu jaftiréttisfiilltrúa hjá Akur-
eyrarbæ og virðist sem áhugi á stöðunni sé afar lítill. Engin
umsókn barst þegar staðan var auglýst og lítið var um fyrirspurn-
ir, auk þess sem nokkur leit að ftilltrúa jaftiréttis innan bæjarfé-
lagsins hefúr heldur ekki borið árangur.
Karl Jörundsson starfsmanna-
stjóri Akureyrarbæjar sagðist
fastlega reikna með að staðan
yrði auglýst að nýju. „Við verðum
að fylgja þessu máli eftir og það
þýðir ekki að gefast upp,“ sagði
Karl.
Bæjarstjórn Akureyrar sam-
þykkti jafnréttisáætlun á fundi
sínum 22. júní síðastliðinn og var
þá jafnframt samþykkt að auglýsa
eftir jafnréttisráðgjafa, sem bera
myndi ábyrgð á framkvæmd áætl-
unarinnar. Reiknað var með að
ráðgjafinn hæfi störf 1. ágúst
síðastliðinn og á fjárhagsáætlun
var búið að áætla fé vegna launa
og reksturs fyrir starfsmann í
hálfu starfi.
„Ég reikna með að við munum
skoða málið að nýju, þessi sam-
þykkt liggur fyrir og þá verður
að fylgja henni eftir,“ sagði Karl
Jörundsson.
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 27. október. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 69,00 58,00 63,51 1.637 104.016
Þorskur(smár) 20,00 20,00 20,00 0,1 14 2.280
Ýsa 86,00 45,00 81,95 2.242 183.759
Ýsa(smá) 20,00 20,00 20,00 0,493 9.871
Ýsa(óst) 83,00 70,00 79,27 11.614 920.656
Karfi 38,00 31,00 32,63 92.401 3.015.363
Ufsi 40,00 28,00 39,21 31.366 1.229.750
Tindaskata 5,00 5,00 5,00 0,042 210
Blandað 40,00 40,00 40,00 0,009 380
Steinbítur 70,00 70,00 70,00 0,830 58.100
Svartfugl 40,00 40,00 40,00 0,18 720
Steinbítur 70,00 70,00 70,00 0,830 58.100
Langa 38,00 35,00 36,90 0,844 31.169
Lúða 385,00 150,00 219,65 0,874 191.996
Langa(ósl.) 35,00 35,00 35,00 0,583 20.423
Koli 63,00 63,00 63,00 0,098 6.206
Keila 20,00 20,00 20,00 0,229 4.598
Keila(ósL) 20,00 20,00 20,00 0,538 10.779
Kinnar 66,00 66,00 66,00 0,062 4.092
Géllur 300,00 300,00 300,00 0,038 1 1.400
Lýsa 20,00 20,00 20,00 0,019 390
Háfur Samtals 5,00 5,00 5,00 41,01 0,071 >47.935 359 6.066.652
Á mánudaq verður seldur bátafiskur. 15-20 tonn af þorski, 15
tonn af ýsu. Eitthvað af keilu og öðrum tegundum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 83,00 61,00 70,77 4.599 325.530
Þorskur(ósL) 67,00 60,00 63,65 6.473 412.032
Þorskur(smár) 25,00 25,00 25,00 0,558 13.950
Ýsa 89,00 65,00 73,61 4.436 326.542
Ýsa(ósL) 85,00 50,00 75,26 16.633 1.251.718
Ýsa(umál) 20,00 20,00 20,00 0,421 8.420
Karfi 35,00 25,00 34,18 26.987 922.366
Keila 26,00 26,00 26,00 0,142 3.692
Keila(ósl.) 5,00 5,00 5,00 0,043 215
Langa 38,00 38,00 38,00 4.651 176.738
Ufsi 42,00 28,00 39,97 42.435 1.696.066
Undirm. 20,00 13,00 19,07 2.078 39.631
Steinbítur 59,00 50,00 54,50 0,972 52.974
Steinbítur(ósL) 48,00 34,00 43,10 0,126 5.430
Steinbít- ur/Hlýri 59,00 45,00 57,03 0,555 31.653
Lúða 300,00 175,00 204,79 0,288 58.980
Lúða(smá) 300,00 205,00 222,25 0,100 22.225
Blandað 45,00 15,00 26,54 0,052 1.380
Skötuselur Samtals 180,00 160,00 48,07 0,117 111.668 16.720 5.368.262
Selt var úr Ottó N. Þorlákssyni og fleiri skipum. Á mánudag verður selt úr ýmsum bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 76,00 40,00 63,20 26.006 1.643.492
Ýsa 82,00 40,00 68,26 18.786 1.282.313
Karfi 30,00 30,00 30,00 0,055 1.650-
Ufsi 25,00 10,00 13,17 3.267 43.031
Steinbítur 43,00 23,00 37,94 0,395 14.905
Langa 30,00 15,00 23,98 3.134 75.160
Lúða 200,00 70,00 184,93 0,075 13.870
Keila 16,00 5,00 12,69 4.629 58.764
Blandað 15,00 15,00 15,00 0,176 2.640
Sild 9,56 9,43 9,47 172.200 1.630.887
Lýsa 7,00 7,00 7,00 0,007 49 . -
Skarkoli 29,00 29,00 29,00 0,061 1.769
Skötuselur 200,00 200,00 200,00 0,010 2.000
Tindaskata Samtals 10,00 10,00 10,00 20,84 0,278 229.079 2.780 4.773.390
félagsins segir að ástandið sé
mjög slæmt og því miður ekki
annað fyrirsjáanlegt en það muni
enn versna er lengra líður á árið.
Hún sagði að þegar væri búið að
tilkynna uppsagnir sjö félags-
manna á skrifstofu Sambandsins
og einnig var .rúmlega 30 starfs-
mönnum Vöruhúss KEA sagt upp
störfum í fyrradag. Hluti starfs-
fólksins verður endurráðinn, en
forsendur þess að hagræðing ná-
ist í rekstrinum er fækkun starfs-
fólks. „Þetta er mjög alvarlegt
ástand og það sem verst er að
menn sjá ekki fram á að nein ný
atvinnutækifæri skapist. Mér
finnst vanta meira líf í bæinn og
einhvern kraft, þetta er afar dauft
eins og er,“ sagði Jóna.
Fyrstu fjóra mánuði þessa árs
voru greiddar út atvinnuleysis-
bætur til félagsmanna fyrir um
4,8 milljónir króna, en það er svip-
uð tala og greidd var út allt síðasta
ár. Jóna segir allt útlit fyrir að á
þessu ári verði greiddar út at-
vinnuleysisbætur til félagsmanna
fyrir rösklega helmingi hærri upp-
hæð en greidd var á öllu árinu
1988. „Menn eru hvarvetna að
hagræða í rekstri og það hefur í
för með sér fækkun starfsmanna,
við erum því viðbúin öllu. Það er
engin spurning að 'atvinnuleysi
mun enn aukast er nær dregur
áramótum. En auðvitað vonast
maður til að úr rætist," sagði
Jóna.
Jarðborinn Ýmir.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Hitaveita Akureyrar:
Hitastig- tilrauna-
holu lofar góðu
JARÐBORINN Ýmir helúr verið að bora tilraunaholu fyrir Hita-
veitu Akureyrar frammi á Hrafiiagili og um hádegi í gær var
hann kominn niður á um 200 metra dýpi. Hitastigið í holunni
var á milli 60 og 70 gráður.
Boranir hófust á mánudaginn
og hafa gengið vel. Starfsmenn
fara í frí um helgina og fylgjast .
hitaveitumenn með hitastigi hol-
unnar á meðan. Ætlunin er að
bora tvær holur að Hrafnagili.
Jarðfræðingar munu meta út-
komuna úr holunum og í fram-
haldi af því verður tekin ákvörð-
un um flutning borsins, en einnig
er fyrirhugað að bora nokkrar
holur að Laugalandi í Þelamörk.
Hitastig holunnar þykir með
hærra móti og að sögn starfs-
manns lofar hún góðu.
Kammerhljómsveit Akureyrar:
Jónas Ingimundarson leikur
á fyrstu tónleikum vetrarins
Vetrarstarf
Kammerhljóm-
sveitar Akur-
eyrar er hafið,
en fyrstu tón-
leikar vetrarins
verða haldnir I
íþróttaskem-
munni á sunnu-
dag kl. 17. Leik-
in verða
klassísk verk eftir Beethoven,
Mozart og Haydn. Hljómsveitar-
stjóri verður Oliver J. Kentish og
einleikari á píanó verður Jónas
Ingimundarson. Á efiiisskránni
verður píanókonsert I C-dúr Op.
Jónas Ingimundar-
son.
GENGISSKRÁNING
Nr. 206 27. október 1989
Kr. Kr. Toll-
Ein. Kl. 09.1 S Ksup Sala flengi
Dollari 62.27000 62.43000 61.31000
Sterlp. 98.13800 98.39000 98.56500
Kan.dollari 52.94400 53.08000 51.94200
Dönsk kr. 8.64860 8.67080 8.34/20
Norsk kr. 8.99210 9.01520 8.81900
Sænsk kr. 9,69480 9.71980 9.48920
Fi. mark 14.61390 14.65150 14.22180
Fr. Iranki 9.91280 9.-93830 9.59620
Belg. Iranki 1.60400 1.60810 1.54810
Sv. franki 38.40750 38.561Ö0 37.44120
Holl. gyllini 29.81640 29.89300 28.76310
V-þ. mark 33.65040 33.73680 32.47350
ít. líra 0,04588 0.04599 0.04485
Auslurr. sch. 4.77700 4.78920 4.61500
Port. escudo 0.39300 0.39400 0.38490
Sp. peseti 0.52770 0.52910 0.51410
Jap. yen 0.43645 0.43757 0.43505
írskt pund 89.37300 89.60300 86.53000
SDR (Sérsl.) 79.33260 79.53640 77.94650
ECU. evr.m 68.99830 69.17560 67.1 1300
Tollgengi fyrir september er sölugengi 28. seplember Sjálfvirkur simsvari gengisskráningar er 62,32 70.
37 efltir Beethoven, forleikur að
óperunni „Der Schauspieldirekt-
or“ og sinfonia nr. 101 „Der Uhr“
eftir Haydn.
Starfsemi Kammersveitarinnar
verður fjölbreytileg í vetur og ættu
allir að geta fundið eitthvað við sitt
hæfi, eins og segir í fréttatilkynn-
ingu. Jóla- og aðventutónlist verður
í öndvegi á tónleikum 1. desember
næstkomandi, sem haldnir verða í
Akureyrarkirkju. Fluttur verður
m.a. jólakonsert eftir Corelli, ein-
söngvari verður Margrét Bóasdóttir,
en stjórnandi Rovar Kvam. Hólm-
fríður Þóroddsdóttir leikur einleik á
óbó og kemur sérstaklega heim frá
London til að leika á tónleikunum.
Þriðju tónleikarnir verða í febrúar
þar sem flutt verður Vínartónlist
undir stjórn Varclaw Lazarz. í apríl
verður efnisskráin helguð Hafliða
Hallgrímssyni og á tónleikum þar
sem hann verður hljómsveitarstjóri
verða flutt lög eftir hann eða valin
af honum. Einleikari á tónleikunum
verður Pétur Jónasson gítarleikari.
Síðustu tónleikamir á starfsárinu
verða í maí, en þá verður ráðist í
konsertuppfærslu á söngleiknum
„My Fair Lady“. Á tónleikunum
koma fram auk hljómsveitarinnar
50-60 manna kór og 3 einsöngvar-
ar. Rovar Kvam, einn af máttarstólp-
um hljómsveitarinnar, stjórnar tón-
leikunum.
Kammersveitin hefur starfaði í
þtjá vetur og hana skipa um 40
hljóðfæraleikarar, sem margir starfa
við Tónlistarskóla Akureyrar eða
Tónlistarskóla Eyjafjarðar, en einnig
hefur sveitin fengið til liðs við sig
hljóðfæraleikara annars staðar frá.
Hljómsveitin hefur sjaldan leikið ut-
an heimabyggðar, en vonir standa
til að hún geti sótt aðra landshluta
heim síðar, þó ekki verði það á þessu
starfsári.
Borgaraíundur
í Borgarbíói
JC-AKUREYRI efiiir til borgara-
fundar í dag, laugardag. Fundur-
inn verður haldinn í Borgarbíói
og hefst kl. 14.
Framsöguerindi á • fundinum
halda Jón Björnsson félagsmála-
stjóri á Akureyri, Trausti Þorsteins-
son fræðslustjóri Norðurlands
eystra, Ólafur H. Oddsson hérðaðs-
læknir og Sólrún Jensdóttir skrif-
stofustjóri menntamálaráðuneytis.
Að loknum framsöguerindum
verða almennar umræður og fyrir-
spumir og munu framsögumenn
sitja fyrir svörum ásamt tveimur
bæjarfulltrúum Akureyrarbæjar,
Sigrúnu Sveinbjarnardóttur sál-
fræðingi og væntanlega þingmönn-
um kjördæmisins.