Morgunblaðið - 10.11.1989, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 10.11.1989, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989 .......................---- ■ . ; | . 13 „Hugsa sér hann Jakob, að hann skuli vera í veiði. Ég er viss um að hann túperar á sér hárið.“ Ég svaraði því til, að það yrði áreiðanlega það síðasta sem Jakob gerði. Hitt væri annað mál, að hann gengi ekki um eins og durgur þótt hann væri í veiði. Það var alveg satt. Hann var alltaf geysilega vel til hafður í veiði og var aldrei í neinu veiðivesti eða þessháttar. Hann var bara með sína flugudós í vasanum. „Sjáið þið kjaftinn“ Veiðin hjá okkur var misjöfn eins og gengur í stórum og góðum ám. Ef maður fékk lax, þá fékk maður svo stóran lax, að það var á við þijá annars staðar og við vorum ekkert sárir þótt við fengjum kannski ekki nema tvo til þijá laxa. Ég hef einu sinni farið úr Laxá án þess að fá nokkurn fisk. Það mátti heyra á Jakob að hann vildi ala dálítið upp í manni ákveðin viðhorf. Þegar lítið fiskaðist sló punda-gimi eða eitthvað svoleiðis. Það bara heldur ekki.“ Þess vegna var maður með 30 punda girni og trillukarlamir vom líka með það á þessum stífu stöng- um sínum og þeir tóku þetta heljar- tökum. Þó áttu þeir oft í erfiðleikum með fiskana. Það áttum við allir, þó gimið væri 30 punda og þó stengurnar væra sterkar og þó það væri tekið á eins og menn hefðu krafta til. Það vora svo rosaleg flykki sem komu stundum á færið. Við Jakob hittum einu sinni einn trillukarlinn fyrir neðan Breiðuna. Hann hafði fest í færi sem fiskur var á, dregið það til sín og náð því upp í stangarendann hjá sér. Hann gat komið höndum á það og alltaf var fiskurinn á. Þá vafði hann því utan um hægri framhandlegginn og gekk síðan með okkur um bakk- ann, færði sig eftir því sem fiskur- inn fór, ýmist upp eða niður bakk- ann, og spjallaði við okkur um veð- ur og sprettu og aflabrögð á Húsavík, en gaf svo eftir á hand- ur út beinlínis til að veiða í matinn og það kom fyrir að ég stóð við ána allan daginn, ef illa gekk. Ég vildi ekki koma heim án þess að hafa fisk og hékk þá yfir þessu. Það var ákaflega sjaldan sem ég kom fisk- laus heim. Þarna fyrir vestan var lifað á laxi og hann var borðaður svo að segja á hveijum einasta degi, þang- að til í sláturtíðinni á haustin. Þá fengum við kjöt. Svo var eitthvað um soðnar pylsur og fiskbollur, en uppistaðan í fæðinu var lax. Sumir höfðu fengið nóg af honum þegar leið á sumarið, en mér fannst hann alltaf góður. Hánn var ekki bara soðinn, heldur var hann oft steiktur til tilbreytingar, sérstaklega ef hann var orðinn nokkurra daga gamall. Hahn var líka reiddur fram kaldur og á ýmsan annan hátt. Laxinn var líka reyktur. Það vora reykhús á staðnum, bæði við íshús- in og í horninu við túnið þar sem veiðimannahúsin era. Reykhúsið niður frá var stórt og við reyking- Jakob Hafstein með 36 punda hæng sem hann veiddi í Höfðahyl þann 10. júlí 1942 á Jack Scott númer 2. Kristján X að veiða í Elliðaánum 1921. leggnum eftir því sem þurfti. Og svo eftir því sem fískurinn gaf sig snéri hann snúning upp á fram- handlegginn og svo gaf hann eftir, handlegginn fram eða upp,. færði sig svo ofar eða neðar á bakkann, en allt með geysilega rólegum hreyfingum. Hann hafði laxinn svona á handleggnum á meðan við horfðum á. Jakob hafði óskaplega gaman af þessu. Við héldum að laxinn myndi slíta, en hann hafði hann. í annað skipti voram við inni við Stíflu. Þar var einhver hola undir bakka, sem Húsvíkingar þekktu, og þar voru sjö fiskar sem mátti sjá með því að vaða yfir ána. Húsvíkingarnir mættu þarna og tóku þá alla. Jakob fór að- spyija þá hvernig þeir færu að því að taka alla sjö. „Það var ekkert mál. Við kippt- um bara fiskinum sem tók upp úr holunni til að styggja ekki þá sem eftir voru og fóram niður fyrir með hann.“ „En hvernig stendur á að hann tekur maðkinn svona vel hjá ykkur, sjö stykki í einu?“ „Já,“ sögðu 'þeir, ,já, við settum Adrett handáburð á maðkinn í morgun!“ Bemski- ar við Haf- _ fiarðara Ibókinni segir Thor Ó. Thors, sonarsonur Thors Jensen, frá sumardvöl og veiðum fjölskyld- unnar við Haffjarðará: „ ... Yfir- leitt vora það bara karlamir og krakkarnir sem veiddu. Við veidd- um á kústskaft og snæri og svo fékk maður einhveija litla stangar- ræfla, sérstaklega eftir að maður var orðinn nógu stór til að geta veitt í soðið. Ég var stundum send- una var notað sauðatað og sprek. Afi hafði ráðið Helga Árnason frá Vogi á Mýrum sem veiðivörð. Hann var góður vinur okkar og bjó hjá okkur allt sumarið, frá júní- byijun og út september. Hann sá um að reykja og leit eftir hestunum, því að hann var mikill hestamaður. Það var líka reykhús heima á Ytri- Rauðamel. Þar bjó Gestur Guð- mundsson, sem var sérstakur fylgd- armaður afa míns við ána. Afi kom mjög snemma upp klak- húsi við Rauðamel. Uppspretta var rétt við hraunjaðarinn og yfir hana var byggt torfhús, þar sem kreist- ingin fór fram. Seiðin voru svo í klaklæknum, sem rann frá Rauða- mel og niður í á. Stundum veiddum við í klaklæknum. Lækurinn kemur í ána rétt fyrir ofan veiðistaðinn Urð og „laxarnir“ sem við veiddum voru smáseiði. Það var dregið á fyrir klakið í Ófæra og Stemmunum. Laxinum var safnað í kistur og hann látinn lifa í þeim. Síðan var hann kreistur og svo var hann étinn. Ég held að þetta hafi ekki verið gert víða og veit ekki hver þörfin var, því áin var langt frá því að vera ofveidd. Menn skrappu bara út að veiða þegar þeim datt í hug. Það komu oft dagar þar sem hún var ekkert veidd. Kvörnin var uppáhaldsveiðistað- ur minn. Ég veiddi mest þar og í Urðinni, Húsahyl, Sauðhyl og Grettishlaupi. Ég fór alltaf ríðandi á þessa staði. Það var hagi í flóan- um fyrir neðan Urðina, nær húsun- um, og þar vora hestarnir yfirleitt. Maður labbaði bara þangað upp eflir með snæri í vasanum og sótti sér hest. Sjötíu og þrír á einum degi Þegar pabbi kom vestur var hann oft ansi iðinn við veiðina og veiddi mjög vel. Hann átti 16 feta stöng og hún var svo þung að ég loftaði henni varla. Ég á þessa stöng enn- þá. Þetta er falleg Hardy-stöng, sem ég hef uppi á vegg í skrifstof- unni minni. Það voru stundum snör handtök við veiðina hjá honum. Ég man eft- hann á miklar ræður um landslags- fegurð, gróðurinn og vatnið og hvað væri yndislegt að vera þarna. Um þetta hélt hann langar ræður og vildi láta umhverfið koma í staðinn fyrir fiskinn. Það var eins og hann væri að veijast því að maður færi í einhveijar skammir og rifrildisþras yfir því að fá ekki bröndu. Jakob var mjög dijúgur veiði- maður og hann var afar ötull og klókur. Hann hafði líka gaman af mörgu í kringum veiðina. Hann stóð oft uppi á klettinum við Breiðuna fyrir neðan Æðarfossa, þar sem er dálítið aðdjúpt. Þar var hann oft að bauka með flugu, kíkti fram af klettinum og sagði þegar fiskurinn elti hjá honum: „Sjáið þið kjaftinn á honum, sjáið þið þennan rosa kjaft.“ Ég held að hann hafi haft meira gaman af því að fá laxinn svona gapandi á eftir flugunni en að fá hann á. Trillukarlar í laxveiði Trillukarlarnir á Húsavík veiddu mikið með okkur og voru býsna karskir. Þeir voru með stóra steng- ur og stífar og Jakob sagði manni strax að koma ekki í ána með minna en 30 punda gimi. „Þú verður ekki með neina stæla um sportið og lætur þig ekki dreyma um það að vera með 6 Hvað varað Ófeigsson frá Akureyri var eitt sinn leiðsögumaður fyrir Spán- veija nokkurn í Laxá í Aðald- al. Fyrsta síðdegið sem þeir komu í ána áttu þeir svæðið fyrir neðan Æðarfossa. Þessi maður var alls óvanur að veiða, svo Simmi ákvað að láta hann kasta spæni. Spánveijinn byijaði að kasta og í fýrsta kasti var lax á. Honum var landað og síðan kastað aftur og það var lax á. Svona gekk þetta í fimm skipti, en eftir að fimmta laxinum hafði verið landað kastaði sá spænski og enginn lax tók. Þá sneri hann sér að Simma og sagði: „Simmi, what’s wrong?“ ir því að einu sinni voram við að veiða og komum ríðandi niður í Sauðhyl. Þar lentum við í göngu og hann sá strax að þetta yrði mik- il veiði. Hann setti þegar í stað í lax og reif hann á land, nánast sveiflaði honum á þurrt. Ég held að ég hafi lært af honum að vera fljótur að landa. Hann bað mig um að fara strax heim og ná í tösku- hest og varatopp, sem ég og gerði og kom með þetta á harðaspretti. Það stóð heima, að þá var hann búinn að bijóta toppinn. Hann skipti um topp og kom með tuttugu og tvo laxa úr hylnum eftir fáeina klukkutímá. Það var þvílík taka, að um leið og hann gat komið fær- inu í var hann með á. Ekki er þetta þó mesta veiði sem ég man eftir á einum degi fyrir vestan. Einu sinni vora tveir menn að veiða uppi í Kvöm. Þetta hefur verið 1936 eða 1937. Af éinhverri ástæðu veiddi annar fyrir hádegi og hinn eftir hádegi. Ánnar fékk þijátíu og sex og hinn þijátíu og sjö. Ég hef aldrei heyrt um aðra eins veiði úr einum og sama hylnum á einum degi. Þetta fór mjög leynt, því þeir sem þetta veiddu þorðu ekki að segja frá því. Gamli maður- inn, hann afi, hefði ekkert orðinn hrifinn af því og þótt sem þarna væri of mikið úr ánni tekið. Hann hafði alltaf tilhneigingu til að hlífa henni og taka ekki of mikið af laxi, þannig að hún kláraði sig sjálf.“ Veitt á slopp oo inniskðm Á áranum frá 1938-1945 veiddi Sigurður heitinn Jóns- son, fyrram forstjóri hjá Slipp- félaginu, mikið í Borgaifjarðar- ánum. Þá var oft farið á hestum milli staða. Eitt sumarið var farið ríðandi til veiða í Grímsá. Um kvöldið var mikill gleðskap- ur í húsinu og næsta morgun sváfu allir fram eftir. Sigurður vaknaði fyrstur og fór út á inn- iskónum og sloppnum. Veðrið var yndislegt og áin skartaði sínu fegursta. Hann ákvað að fara upp að Svartastokk, tók veiðistöngina sína og setti fluguboxið í vasann á sloppn- um. Svo labbaði hann upþ eftir í inniskóm og slopp og á einum og hálfum tíma veiddi hann ellefu laxa í Svartastokk. Sigurður var mikill veiðimað- ur og lét sér ékki allt fyrir bijósti brenna. í einni af veiði- ferðum sínum setti hann í stór- an lax og var kominn með hann í flæðarmálið, þegar flugan fór úr honum. Það skipti engum togum að Sigurður kastaði sér á eftir laxinum og náði að bíta í sporðinn á honum og draga hann á land. Hf hátiinum og tielðurs- mðnnum Einu sinni á ævinni hef ég veitt í Norðurá,“ segir Brian Holt, fyrram ræðismaður — „og það vora bara nokkur köst. Þá var ég þar með Philip hertoga af Edinborg og var veiðiþjónn hjá hon- um. Einka-aðstoðarmaður hans, David Checkers, var líka með. Þeg- ar ég hafði verið hjá Philip í svona tvo tíma kom Checkers til mín með stöng sem einhver úr stjórn SVFR hafði lánað honum. Hann kunni ekkert með gripinn að fara og spurði mig hvernig ætti að kasta með þessu. Ég fór með honum út á lítinn tanga, kastaði fjórum sinn- um og setti í fjóra laxa. Ég lét Checkers hafa stöngina til að þreyta Kappsamnr veiðimaður Menn geta verið mis hressir á morgnana í veiðitúram og stundum kemur það fyrir að þeir sofa yfir'sig. Slíkt henti veiðimann einn í Norðurá fyrir nokkrum árum og ekki nóg með það, því þegar hann fór loks af stað út til að veiða byij- aði hann á að fara á vitlaust svæði. Um miðjan morgun komst hann þó á rétt svæði, sem var Brotið og Skerin fyrir neðan Laxfoss. Hann ætlaði svo sann- arlega að bæta sér upp tapaðan tíma og þaut strax út á efra Skerið og langrenndi niður í pollinn fyrir aftan ölduna, þar sem var þó nokkuð af fiski. Þar setti hann strax í lax og var fljótur að landa honum. Hann þaut strax út í aftur og renndi, en allt í einu kallaði hann upp yfir sig: „ Andskotinn, ég gleymdi að beita!“ þá en hann missti hvem einasta. Það þótti mér grátlegt. En þegar þeir fóra frá Reykjavík kenndi ég svo í bijósti um þennan óheppna og klaufska veiðimann að ég sótti einn tíu punda í frystikistuna mína og gaf honum. Philip hertoga leist mjög illa á veiðihúfuna mína og spurði hvort ég ætlaði að vera með þennan skolla á höfðinu; þetta hræddi burt allan lax. Laxaskálar hertogans Þegar hertoginn var búinn að fá lax kom formaður SVFR með flösku af Dimple-viskíi og silfurstaup. Hann skenkti og bað mig færa her- toganum staup; það væri venja þeg- ar fyrsti laxinn kæmi á land. Eg fór til hertogans og sagði honum að formaðurinn byði upp á laxaskál. „Hvað er þetta? Viskí? Fyrir há- degi?“ Philip var í sjóhernum á árum áður og þar drekka menn ekki mik- ið viskí — frekar gin. Ég sagði að þetta væri venja hér. Hann bragð- aði aðeins á viskíinu og bað mig svo að ljúka úr staupinu. Ég gerði það og fór svo með það til for- mannsins. En þá varð veiðiþjónninn að fá viskí líka. — Svo fékk hertog- inn annan, þriðja og fjórða laxinn. Þegar þar var komið sögu fann ég orðið vel á mér. Tveimur áram seinna kom Philip hertogi hér við á leiðinni til Kanada. Þegar vélin lenti á Keflavíkurflug- velli stóðum við í röð og biðum, yfirmaður varnarliðsins, sendiherr- ann, ráðuneytisstjóri i utanríkis- ráðuneytinu og ég. Sendiherrann kynnti okkur fyrir hertoganum. Þegar kom að mér sagði hann: „Og þetta er ræðismaður okkar hér á íslandi.“ „Sæll, Brian,“ sagði Philip, „er rannið af þér?““

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.