Morgunblaðið - 10.11.1989, Qupperneq 14
14
G.f
"~MÖUGUNHLAÐIÐ PÖSTUDAGUR-10: NÖVEMBER-1989 -
Samsetning og samnefh-
ari stj órnarmeirihluta
eftir Bjarna
Kjartansson
Nú þegar þing hefur komið
saman er ekki úr vegi að skoða
hvernig stjórnarmeirihluti Alþingis
er samansettur.
Forystu hefur hópur manna sem
eru sundurþykkir í grundvallarat-
riðum, þ.e. landbúnaðarmálum,
fískveiðimálum, verslunarmálefn-
um, utanríkismálum, varnarmálum,
iðnaðarmálum, gjaldeyrismálum,
vaxtamálum og ekki hvað síst þeim
málum sem snúa að verðtryggingu
kaups og fjárskuldbindinga. Vart
er hægt að hugsa sér minni hóp
manna sem eru eins ósammála um
jafnmarga hluti og þessir dáindis-
menn.
Meðreiðarsveinar þeirra eru nán-
ast kúgaðir til hlýðni og ekki er rúm
innan stjórnar- „þingflokkanna" til
að blæbrigði skoðana þingmanna
fái að njóta sín. Hlálegt er að sjá
krata rétta upp hönd til að koma í
gegn ýmsum málum tengdum
„landbúnaðarmafíunni“, eins og
það hét í kosningabaráttunni, einn-
ig er afskaplega skondið að fylgjast
með „frömmurunum“, skælbros-
andi, greiða atkvæði með húsbréfa-
frumvarpi erkikratanna.
Að framansögðu má það ljóst
vera að styrkur samstarfsins liggur
í öðru en sameiginlegum stjórnmál-
alegum markmiðum. Ef svo, þá
hveiju? Varla hugsjón um bætt
mannlíf eða aukinn drengskap í
stjórnmálum, það sást við myndun
stjórnarinnar forðum, einnig á mál-
um sem komið hafa fram í fjölmiðl-
um og tengjast stjómar „þingflokk-
um“ bæði stórum og pínulitlum.
„Hvað er þá á seyði? _
Hver er sá duldi sam-
neftiari sem heldur
þessu rug’ling'sleg'a
dæmi saman? Tillaga
til ígrundunar! Hræðsla
— hræðsla við dóminn
sem þeir fá í næstu
kosningum.“
Hvað er þá á seyði? Hver er sá
duldi samnefnari sem heldur þessu
ruglingslega dæmi saman? Tillaga
til ígrundunar! Hræðsla — hræðsla
við dóminn sem þeir fá í næstu
kosningum. Óumflýjanlegt hrun á
völdum þess kerfis sem haldið hefur
„vinum og vandamönnum“ á floti
með handahófslegum og oftast lið-
ónýtum ákvörðunum sem auk þess
Bjarni Kjartansson
eru nærfellt alltaf byggðar á mis-
skilningi.
Þessir menn vita að háttvirtir
kjósendur framlengja ekki umboð
þeirra til að binda alla alþýðu
manna á klafa, þannig að líf þeirra
verði sem líf Doríuþræla, afrakstur
sveita þeirra verði að kveldi tekinn
í móðurskip ríkiskassans í formi
skattaáþjánar, þrælunum meinaður
eðlilegur og lífsnauðsynlegur um-
gangur við börn sín og samneyti
við fjölskyldu. Böm skulu tekin,
sett í hendur ópersónulegra stofn-
ana til umfjöllunar, síðan á götuna,
til að nema þau gildi er síðar eiga
að verða þeim stoð og haldreipi í
lífsbaráttunni.
Vegna alls þessa fría ég alla
góða og réttsýna stjórnarþingmenn
til að láta af stuðningi við þessi
þjóðhættulegu glundroða öfl sem
nú stjórna. Karvel, láttu nú sjá til
þín, svona einu sinni, að hugur
fylgir orðum, láttu æði sýna að þú
ert heill Vestfirðingur! Hjálpaðu
meðbræðmm þínum í þingflokknum
til að bijótast út úr Framsóknarfjós-
inu og varpa múlunum sem bundið
hafa ykkur á básana.
Höfundur er framkvæmdastjóri á
Tálknafirði.
Per Mases, forstöðumaður Ratt-
vik-kyrrðardagamiðstöðvarinn-
ar í Svíþjóð.
Kyrrðar-
dagar í
Skálholti
Kyrrðardagar á vegnm Skál-
holtsskóla hafa nú verið haldnir
í nær þrjú ár. Nýlega hélt skólinn
þjálfunarnámskeið og kyrrðar-
daga fyrir verðandi leiðtoga á
kyrrðardögum.
Per Mases, forstöðumaður Ratt-
vikkyrrðardagamiðstöðvarinnar í
Svíþjóð, stjórnaði hvoru tveggja.
Taldi Mases að Skálholt gæfi mikla
möguleika til kyrrðardagahalds.
Skálholtsskóli mun í framtíðinni
standa fyrir kyrrðardögum með
reglubundnu millibili. Næstu kyrrð-
ardagar verða við upphaf aðventu,
þ.e. 30. nóvember til 2. desember.
Stjórnandi þeirra kyrrðardaga verð-
ur sr. Karl Sigurbjörnsson.
Áhersla verður lögð á undirbún-
ing aðventu og jóla. Hugleitt verður
táknmál og inntak þessa tíma
kirkjuársins. Skráning er hafin og
fer fram á Biskupsstofu.