Morgunblaðið - 10.11.1989, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989
arholti 4 í Mosfellssveit, á endanleg-
an samastað.
Wenche hóf störf hjá Álafossi
1975, en varð að hætta þar fljótlega
vegna þess • sjúkdóms, sem síðar
yfirbugaði hana. Eftir erfiða sjúk-
dómslegu og læknismeðferð hóf hún
störf að nýju og þá á Tjaldanes-
heimilinu í Mosfelisdal. Þar starfar
Magnús nú sem umsjónarmaður
heimilisins. Forstöðumaður heimilis-
ins, Birgir Finnsson, var Wenche
hlýr og góður, sýndi hann mikinn
skilning gagnvart veikindum þess-
arar hygrökku og duglegu stúlku.
Hún vann á þessum stað þangað til
starfsþrekið var að fullu þorrið.
Leiðir mína og Wenche lágu sam-
an vorið 1976, er hún leitaði til mín
vegna ökunáms. — Mér var Ijóst
þá, að hún átti við einhvern sjúkdóm
að stríða, en það var ekki fyrr en
að ökuprófi loknu upplýst hve alvar-
legur hann var. Lyndiseinkunnir
þessarar norsku stúlku komu vel
fram í kennslubílnum. Hún var
skapföst.og viljasterk og vildi skila
sínu hlutverki hnökralausu. Þegar
illa gekk fór hún í taugarnar á
sjálfri sér, skammaði mig og heimt-
aði betri gang í þetta. Síðan hlógum
við og skemmtum okkur hið besta
þegar útkoman skánaði. Hún var
mjög létt í skapi og skemmtileg við-
ræðu, en á þessum tíma var hin
forna tunga forfeðra hennar,
íslenskan ekki upp á marga fiska
hjá henni. Eitt skipti eftir erfiðan
kennslutíma stöðvaði hún við kaffi-
hús, skipaði mér að koma inn því
hún ætlaði að bjóða mér upp á
kaffi. Þar skröfuðum við saman og
léttum af okkur umferðarokinu. —
Wenche tók ökuprófið í Hafnarfirði
3. maí 1976. Hún var ánægð og
þakklát fyrir þennan áfanga í lífi
sínu. Þetta sama sumar hóf hún
annan áfanga í iífi sínu, sem varð
henni bæði langvinnur og kvalafull-
ur, sjúkdómurinn sem batt að lokum
enda á samvistir hennar og þeirra
sem hún unni mest, eiginmanns
hennar og barna.
Wenche F. Ingvarsson háði hetju-
lega og harða baráttu við sjúkdóm
sinn nær hálfan annan áratug. Á
sinn hátt undirbjó hún sína nánustu
undir það sem koma skyldi. Magnús
Ingvarsson bar með henni þessa
þungu byrði á sinni hljóðláta hátt
til enda. Monica litla, sem nú er
sautján ára gömul, leggur eftir ára-
mótin út í hinn stóra heim. Hún
hafði undirbúið för sína til Ástralíu
sem skiptinemi. Þar verður hún í
tæpt ár og kemur síðan aftur heim
í sveitina sína. Ingvar, sem nýlega
er orðinn fimmtán ára, heldur áfram
við grunnskólanámið og verður föð-
ur sínum jafnframt stoð og stytta
þangað til Monica kemur heim á ný.
Eg og fjölskylda mín sendum
Magnúsi Ingvarssyni, börnum hans,
öðrum aðstandendum og vinum
Wenche F. Ingvarssón samúð og
kveðjur vegna andláts hennar.
Gylfi Guðjónsson
Megi hún hvíla í friði, sú kona
sem svo margt þurfti að þola á stutt-
um æviferli. Við hin ættum að læra
eitthvað af þroska þessarar konu
sem af æðruleysi barðist við örlög
sín. Ég kynntist Wenche fyrst í
gegnum Kvenfélag Lágafellssóknar,
þar sem við störfuðum saman.
Wenche var ein af þeim konum fé-
lagsins sem hægt var skilyrðislaust
að treysta á. Ef hún var beðin um
eitthvert viðvik í þágu félagsins, þá
stóð það eins og stafur á bók. Þess
vegna, þegar hún dró sig í hlé, fyr-
ir nokkrum árum og sagði sig úr
félagsskapnum, var það einvörð-
ungu vegna þess, að hún treysti sér
ekki lengur til starfa, vegna sjúk-
dóms þess sem hún þurfti í svo
mörg ár að beijast við. Wenche var
engin hálfkæringur.
Eg sendi Magnúsi, Monicu og
Ingvari mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
F.h. Kvenfélags Lágafells-
sóknar,
Helga Thoroddsen.
Wenche Fjeldstad Ingvarsson
fædd 4. desember 1953 lést 1. nóv-
ember sl. á Landspítalanum, eftir
mjög harða baráttu við sjúkdóm,
sem stóð yfir í 13 Ir, og nú nær
samfellda sjúkrahúsvist síðustu 11
mánuði.
Wenche og Magnús sonur okkar
giftu sig 31. desember 1971, í Nor-
egi, hjá foreldrum hennar, Harald
Fjeldstad og Synnöve Fjeldstad.
Magnús og Wenche eignuðust 2
börn, Monicu f. 7. júní 1972, og
Ingvar f. 6. nóvember 1974.
En fyrstu kynni okkar af Wenche
voru þegar hún kom til okkar aðeins
16 ára gömul sem vinkona Magnús-
ar. Hún var hjá okkur í 3 vikur.
Wenche var lágvaxin, fríð og svip-
hrein og vann hug allra sem henni
kynntust. Kvöldið áður en þessari
fyrstu heimsókn lauk fór- Wenche
að taka upp úr töskum sínum gjafir
til okkar allra. Þetta atvik að gefa
á þann hátt að ekki var hægt að
endurgjalda í sömu mynt.átti eftir
að einkenna allt hennar líf.
Hún gaf öllum ekki aðeins gjafir,
heldur styrk og þá mestan styrk
þegar húp þjáðist mest. Þetta fundu
allir sem henni kynntust. Hún var
hreinlynd, hispurslaus og sagði sína
skoðun í hveiju máli. Fyrir þetta
var hún virt af öllum. Hún eignað-
ist marga vini og tók virkan þátt í
öllu, t.d. kvenféiaginu í Mosfellsbæ.
Þar var önnur kona einnig norsk,
Sólveig Jónsson, sem lést á fyrra
ári. Þær áttu það sameiginlegt að
starfa af alhug að öllu því, sem þær
tókust á hendur. Þær urðu einlægar
vinkonur og lát Sólveigar fékk mik-
ið á Wenche.
Wenche var einstaklega verklagin
við hin ólíkustu störf, það lék allt í
höndum hennar, hvort heldur voru
heimilisstörf, handavinna, blóma-
rækt og skreytingar, sem heimili
hennar bar svo glöggt vitni um.
Lengst af starfaði Wenche í
Tjaldanesi, við umönnun og hjúkrun
þroskaheftra pilta, og þar eins og
annarstaðar var ósérhlífnin og sam-
viskusemin hennar aðaleinkenni,
þrátt fyrir skerta starfsorku, því á
þessum 13 árum þurfti hún oft að
leggjast inn á Landspítalann og
heyja erfiða baráttu, en alltaf sigr-
aði hún og kom til starfa og tók
jafnvel aukavaktir til að safna fyrir
fari heim til foreldra og systkina í
Noregi.
Ekki er hægt að minnast Wenche-
ar án þess að þakka læknum henn-
ar og hjúkrunarliði Landspítalans
fyrir þá hjálp og þá hlýju sem þau
öll sýndu henni,\og hún virti svo
mikiis.
Þá eru það fagrar minningar um
þær mörgu vinkonur hennar sem
heimsóttu hana og gáfu sér nægan
tíma til að sitja hjá henni og tala
við hana. Þær eru svo margar að
ég get ekki nefnt nöfn þeirra, nema
eiga á hættu að gleyma einhverri.
En þær standa allar skýrt í minning-
unni.
Svona mikil og langvarandi veik-
indi og óvissa um hvenær þeim lyki,
hljóta að marka líf eiginmanns og
barnanna. Aliar áætlanir um ferða-
lög og annað miðuðust við, ef
mamma getur. ^Þetta voru oft orð
Ingvars þegar hann var lítill. Monica
er komin á 18. ár, vel gerð og hæfi-
leikarík, hélt upp á afmæli pabba
síns sl. sumar ári fyrr en hann varð
40 ára. Þetta gerði hún vegna uggs
um að mamma lifði ekki eitt árið
enn. Einnig er hún á förum til Ástr-
alíu sem skiptinemi og verður því
íjarri heimili sínu á fertugsafmæli
pabba síns. Þetta skiidu allir og
virtu. Ingvar, sem er 15 ára núna
þann 6. nóvember, er enn ekki búinn
að móta framtíðarstefnu sem ekki
er von. En bæði eru þau reglusöm
og.dugleg og því ástæðulaust að
kvíða framtíð þeirra. En það er
mikill missir fyrir þau að sjá á bak
móður sinni. Og fyrir foreldra og
systkini Wenchear í öðru landi íjarri
erfiðleikum Wenchear. Og þó að
móðir hennar hafi komið þrisvar
sinnum á sl. ári og verið henni,
börnum hennar og Magnúsi mikill
styrkur, þá hlýtur það að hafa verið
henni þungbært að geta ekki verið
hjá dóttur sinni þessar síðustu erfiðu
stundir.
Ég minntist í upphafi á gjafir
Wenchear og sannarlega hefur hún
gefið okkur öilum minningar og þá
stærstar síðustu stundirnar þegar
æðruleysið og hógværðin var yfir
henni þrátt fyrir kvalir og þrautir.
Og svo þar sem hún lá á banabeði
sínu, falleg með sinn hreina svip og
allir þjáningardrættir horfnir af
andliti hennar. Það var sjón sem
mun styrkja okkur öll.
Blessuð sé minning hennar.
Kristín og Ingvar
Vinkona okkar, hún Wenche, er
látin eftir langa og stranga baráttu.
Wenche hafði frumkvæðið að
stofnun norska saumaklúbbsins
okkar, sem hefur veitt okkur svo
margar ánægjustundir og hjálpað
okkur að aðlagast lífi í nýju landi.
Þar tölum við alltaf norsku saman,
og mikið er þeirri strítt sem þarf
að grípa til íslenskunnar! Hljómaði
þá smitandi hláturinn hennar
Wenche, sem hló hæst allra.
Allt til síðustu stundar horfði hún
vonglöð fram á við og lét aldrei
deigan síga. Fyrir um það bil þrem-
ur vikum var hún byijuðu að und-
irbúa jólin og hugsa um hvað hún
ætlaði að gera í næsta sauma-
klúbbi. Meðal annars fann hún
myndir sem hún ætlaði að sauma.
Eftir hvert áfall stóð Wenche
upp, jafnkát og bjartsýn. Lífsviljinn
og krafturinn var svo ótrúlega mik-
ill að maður bjóst alveg eins við að
styrkur hennar mundi duga henni í
gegnum þessa lotu líka. Aldrei var
kvatað né kveinað, sama hvernig
henni leið, heldur hafði hún meiri
áhuga á því hvemig okkur vegnaði.
Hláturinn hennar, geislandi
augnaráð og góða skap — og ekki
síst gestrisni hennar — er það sem
við minnumst helst þegar við hugs-
um um Wenche.
Kæri Magnús, Monika og Ingvar,
megi allar góðar vættir styðja ykkup
og styrkja á þessum raunastundum
og um alla framtíð.
Saumaklúbburinn