Morgunblaðið - 10.11.1989, Síða 18

Morgunblaðið - 10.11.1989, Síða 18
I 18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989 H Knut Ödegaard, nýkjörinn formaður Listvinafélags Hallgrímskirkju: Vil víkka starfssvið félagsins KNUT Ödegaard, skáld og fyrrverandi forstjóri Norræna hússins var nýlega kjörinn formaður Listvinafélags Hallgrímskirkju og tók hann við formennsku af dr. Þór Jakobssyni, veðurfræðingi. I sam- tali við Morgunblaðið sagði hinn nýi formaður að sín framtíðarsýn væri sú að félagið yrði leiðandi og stefnumarkandi í virku lista- og menningarlífi íslensku þjóðkirkjunnar. Eðlilegt væri að Hallgríms- kirkja sem þjóðarhelgidómur gæti unnið með öðrum lista-, menning- ar- og menntastofnunum að vettvangi þar sem kirkjan og menning- arlífið almennt mætast. Listvinafélag Hallgrímskirkju var stofnað 1982 og var fyrsti for- maður þess herra Sigurbjörn Ein- arsson biskup. Tilgangur félagsins er að efla listalíf við Hallgríms- kirkju, sem samboðið sé hinni veg- legu landskirkju og hlutverki henn- ar. Markmiðum sínum hyggst fé- lagið ná með því að styrkja flutning fagurra lista við helgihald kirkjunn- ar, gangast fyrir reglubundnu list- alífi á sviði tónlistar, bókmennta, myndlistar, leiklistar og fleiri. Hef- ur félagið staðið fyrir dagskrám á öllum þessum sviðum. Að sögn Knuts nær starfsemi félagsins langt út fyrir Hallgríms- kirkjusókn og e.r stefnt að enn víðtækara starfssviði. „í ýmsum nágrannalöndum okkar eru starf- andi svokallaðar kirkjuakademíur; vettvangur þar sem kirkja, list, menning, heimspeki og vísindi koma saman til umræðu á mál- þingum, fyrirlestrum og í listvið- burðum. Ég sé fyrir mér þá miklu framtíðarsýn að Listvinafélagið víkki út sitt starfssvið, þannig að það yrði eins konar „forum“ eða miðstöð listiðkunar í kirkjunni. Listvinafélagið hefur meðal ann- ars staðið fyrir kirkjulistahátíðum í Hallgrímskirkju, sem haldnar eru annað hvert ár; þau ár sem ekki er listahátíð. Á síðustu kirkjulista- hátíð var meðal annars flutt tón- verkið Elía eftir Mendelsohn, undir stjórn Harðar Áskelssonar, þá voru fluttir þrír einþáttungar eftir dr. Jakob Jónsson og sýning á verkum Karólínu Eiríksdóttur var sett upp í anddyri Hallgrímskirkju. „Ég hef áhuga á að þróa frekar þessa stór- kostlegu hátíð og auka tengslin við kirkjuakademíur og sambærilegar stofnanir erlendis." Einnig sagði formaður Listvina- félagsins að menn biðu í ofvæni eftir því að hið nýja orgel Hall- grímskirkju kæmi til landsins; til- koma þess byði upp á stórkostlega möguleika, enda væri hér um að ræða eitt af bestu hljóðfærum á Norðurlöndum. Listvinafélagið starfar í nánum tengslum við sóknarnefnd Hallgrímskirkju og sitja formaður sóknamefndar og prestar stjómar- Morgunblaðið/Júlíus Knut Ödegaard, formaður List- vinafélags Hallgrímskirkju. fundi félagsins. Aðrir stjórnarmenn em: Hörður Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju, sem er fram- kvæmdastjóri félagsins, Guðrún Ásmundsdóttir, leikari, dr. Hjalti Hugason, dósent, Málfríður Finn- bogadóttir, gjaldkeri, dr. Ólafur Kvaran, listfræðingur og Snorri Sveinn Friðriksson, myndlistarmað- ur. Meðlimir Listvinafélagsins eru nú á annað hundrað og stendur það öllum opið. Þjóðleikhúsið: Lítið fj ölskyldufyrir- tæki frumsýnt ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýnir í kvöld gamanleikinn Lítið fjölskyldu- fyrirtæki eftir Bretann Alan Ayckbourn í þýðingu Árna Ibsen. Til að færa verkið nær íslenskum áhorfendum hefúr Þjóðleikhúsið stað- fært leikinn og fer atburðarásin fram í umhverfí sem við þekkjum öll, segir í fréttatilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Söguhetja leiksins er Borgar Jónsson, framagjarn framkvæmda- stjóri á fimmtugsaldri sem hefur tekið við stjórn húsgagnafyrirtækis sem tengdafaðir hans stofnaði fyrir fimmtíu árum. Borgar er heiðarleg- ur með eindæmum og krefst þess að samstarfsmenn hans séu það líka. En ekki er allt sem sýnist. Spillingin Ieynist í hverju horni og þegar miskunnarlaus einkaspæjari er kominn í spilið fer hulan að lyft- ast af dularfullum innviðum fyrir- tækisins. Fjórtán leikarar koma fram í sýningunni. Arnar Jónsson fer með aðalhlutverkið, Borgar Jónsson framkvæmdastjóra; Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leikur Lillu eigin- konu hans; Jóhann Sigurðarson leikur Berg bróður hans og Lilja Þórisdóttir Önnu Lísu, konu Bergs. (Úr fréttatilkynningu) Lilja Þórisdóttir og Sigurður Sigurjónsson í hlutverkum sínum í Lítið fjölskyldufyrirtæki sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Ljósmynd Grímur Bjamason Ráðstefiia Alþjóðleg samvinna háskóla Utanríkisnefhd Stúdentaráðs Háskóla Islands gengst fyrir ráðstefiiu um alþjóðlega sam- vinnu háskóla. Ráðstefnan verður haldin laugardaginn 11. nóvember klukkan 14 í stofú 101 í Lögbergi. „í kjölfar samræmingar í ríkjum Evrópubandalagsins er hætt við að íslendingar og önnur ríki utan bandalagsins verði utan- veltu á hinum ýmsu sviðum. Þetta gildir ekki síst í menntamálum, en þar hafa ríki Evrópubandalags- ins gert sáttmála um aukið sam- starf sín á milli. Til að koma til móts við þessa þróun hefur Norð- urlandaráð m.a. sett á laggirnar áætlun um samstarf á milli há- skóla og Norðurlandanna,“ segir í fréttatilkynningu. Utanríkisnefnd Stúdentaráðs telur nauðsynlegt að kynna það sem er á döfinnni á sviði alþjóð- legrar samvinnu, þar sem það snertir verulega hagsmuni stúd- enta. Sífellt fleiri íslendingar fara í nárri erlendis og því er mikilvægt að fylgjast með þróun mennta- mála á alþjóðavettvangi. Jónas Fr. Jónsson, formaður Stúdentaráðs, mun setja ráðstefn- una, en fyrirlesarar eru: Sigmund- ur Guðbjarnason, rektor Háskóla íslands, Stefán Stefánsson, menntamálaráðuneytinu, Þóra Magnúsdóttir, alþjóðasamskipta- nefnd Háskóla Islands og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis- ráðherra. Að loknum framsöguer- indum verða umræður og fyrir- spurnir undir stjórn Ásdisar Höllu Bragadóttur, formanns utanríkis- nefndar Stúdentaráðs. Bók um Árna í Hólminum MEÐAL útgáfubóka Æskunnar er bók um æviþætti Árna Helga- sonar, fyrrum sýsluskrifara og póstmeistara í Stykkishólmi og fréttaritara Morgunblaðsins á staðnum. Eðvarð Ingólfsson skráir. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Árni er sérstæð persóna og engum líkur í bókstaflegri merkingu. Þeir sem líta hann augum í fyrsta sinn gleyma honum ekki eftir það. Hann er einn af þeim sem alltaf eru að koma á óvart með skemmti- legum tilsvörum,, kveðskap og söng — en samt er alvaran stutt undan. I bókinni bregður Árni upp mynd af umhverfi sínu og samferðamönn- um — en hann hefur kynnst þeim flölda fólks um ævina að ótrúlegt er — og lýsir dvöl sinni á Eskifírði og í Stykkishólmi. Árni er þjóð- sagnapersóna í lifanda lífi. Að hve miklu leyti sögurnar um hann eru sannar skýrist í bókinni." Árni Helgason Bandalag íslenskra leikfélaga: Margar frumsýningar hjá áhugaleikfélögunum BANDALAG íslenskra leikfélaga heldur næstkomandi laugardag upp á „Bandalagsdaginn" annað árið 1 röð. Áhugaleikfélögin sem að bandalaginu standa eru 87 tals- ins og á síðasta ári veitti mennta- málaráðuneytið styrki til 58 verk- efiia hjá samtals 46 félögum. Fyrsta frumsýning ársins var hjá Leikfélagi Hornafjarðar 27. október síðastliðinn en þá frumsýndi félagið tvo einþáttunga í leikstjórn Oktavíu Stefánsdóttur, „Já herra forstjóri" og „Afleiðing“. Leikfélag Hafnar- íjarðar frumsýndi „Leitin að síðasta brandaranum" eftir Valgeir Skag- fjörð 3. nóvember. 10. nóvember frumsýnir Leikfélag Keflavíkur söngleikinn Gretti eftir Egil Ólafs- son, Ólaf Hauk Símonarson og Þór- arin Eldjárn í leikstjórn Eddu Þórar- insdóttur. Litli leikklúbburinn á ísafirði frumsýnir 11. nóvember þrjá breska einþáttunga en þeir eru „15 mínútna Hamlett" eftir Tom Stoppard og tveir einþáttungar eftir Michael Green, „Hórkarlinn" og „Streuth eða Krimmi“. Þýðandi allra þáttanna er Guðjón Ólafsson og Árni Blandon leikstýrir. Leikfélag Kópavogs er langt kom- ið með að æfa tryllinn „Blúndur og blásýra" og Leikfélag Selfoss er með frumsýningu á næsta leiti. Verkefni þeirra er „Sálmurinn um blómið" eftir Þórberg Þórðarson í leikgerð Jóns Hjartarsonar sem einnig leik- stýrir. Bókaútgáfa Máls og menningar: Skáldsögur eftir Thor og Einar Kárason og ljóð eftir Stefán Hörð Bók um landhelgismálið eftir Lúðvík Jósepsson MEÐAL jólabóka frá Máli og menningu eru ljóðabókin Yfir heiðan morgun eftir Stefán Hörð Grímsson og skáldsögumar Náttvíg, eftir Thor Vilhjálmsson og Fyrirheitna landið, eftir Einar Kárason, en alls koma út á vegum bókaútgáfúnnar yfir þijátíu bækur. Fjórar íslenskar ljóðabækur eru meðal útgáfubókanna, Yfir heiðan morgun, eftir Stefán Hörð Grímsson, Án fjaðra, eftir Sigfús Bjartmarsson, Nú eru aðrir tímar, eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur og Tvö tungl, eftir Gyrði Elíasson. Kristín Ómarsdóttir hefur sent frá sér smásögurnar í ferðalagi hjá þér og eftir Sjón kemur sagan Engill, pípuhattur og jarðarbér. Önnur íslensk skáldverk eru Sög- ur, sem hefur að geyma allar smá- sögur Halldórs Stefánssonar, Djöfla- eyjan, þar sem allar eyjabækur Ein- ars Kárasonar, þar með talin nýja skáldsagan, eru saman í einni bók, Glímuskjálfti sem er ljóðasafn Dags frá 1958 til 1988, bækur Thors Vil- hjálmssonar, Fljótt fljótt sagði fugl- inn, Folda og Grámosin glóir í kilju- formi og Páls saga eftir Ölaf Jóhann Sigurðsson. Tvær ævisögur eru á boðstólnum en þær eru Sandgreifarnir, bemsku- minningar úr Eyjum, eftir Björn Th. Bjömsson, og Brynjólfur Bjarnason, pólitísk áevisaga, eftir Einar Ólafs- son. Aðrar íslenskar bækur em íslensk orðsifjabók, eftir Ásgeir Blöndal Magnússon, Kjölfar kríunnar, ferða- saga eftir Þorbjörn Magnússon og Unni Þóra Jökulsdóttur, Landhelgis- málið í 40 ár - það sem gerðist bak við tjöldin - , eftir Lúðvík Jósepsson, íslensk ritsnilld, sem Guðmundur A. Thorsson ritstýrir og ljósmyndabókin Innan garðs, eftir Þórarinn Ó. Þórar- insson og Einar Kárason. Þá koma út skáldsögumar Börn Arbats, eftir A. Rybakov í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur, Þögla herbergið, eftir H. Wassmo í þýðingu Hannesar Sigfússonar og Eva Luna, eftir Isabellu Allende í þýðingu Tóm- asar R. Einarssonar. Nokkrar handbækur í nýrri ritröð undir heitinu Betra líf koma út fyrir þessi jól. Þær heita: Fyrirburar - bók fyrir fbreldra, eftir Kitchen o.fl, Fit- usnautt fæði, eftir Margréti E. Jóns- dóttur, Listin að elska, eftir Erich Fromm, Útbrunnin - Farðu betur með þig! Hollusta og hreyfing, eftir Bronsberg og Vestlund. World paper fylgir Heimsmynd TÍMARITIÐ Heimsmynd hefúr náð samningum við alþjóðlegu útgáfuna World Paper og fylgir íslensk útgáfa þess nýjasta tölu- blaði Heimsmyndar. World Pap- er, sem hefur höfúðstöðvar í Boston, íjallar um alþjóðleg mál- efiii og sérfræðingar frá öllum heimshornum skrifa í blaðið. World Paper kemur út mánaðar- lega og birtist samtímis í rúm- lega 20 tímaritum víða um heim. Heildarupplag blaðsins er rúm milljón eintök. í þessu fyrsta tölu- blaði World Paper á Islandi er fjallað um þriðju heimstyrjöldina sem er háð gegn nátturunni. Herdís Þorgeirsdóttir, ritstjóri Heimsmyndar, sagði að hér væri um tímamóta útgáfu að ræða. „Heimsmynd er tímarit á heims- mælikvarða enda hefði ekki hvaða blað sem er fengið World Paper. Forráðamenn útgáfunar fóru vand- lega yfir blaðið og hrifust af því hve glæsilegt og fjölbreytt það væri,“ sagði Herdís. Hún bætti því við að World Paper væri viðbót við Heimsmynd en efnistök blaðsins væru öbreytt og tímaritið er nú rúmlega 130 blaðsíður að stærð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.